Tíminn - 15.04.1941, Blaðsíða 4
172
TlMlTVrV. þrigjndaginn 15. apríl 1941
42. blað
Ræða
forsætisráðherra
(Framh. af 1. síðu.J
ustu tímum hloti'ð þunga áverka,
sem seint munu fyrnast, og af
þeim sökum ber nú margur harm
í dag í þessu landi. Það hættu-
legasta fyrir okkur íslendinga,
sem þjóð og ríki, er að bogna
fyrir hættunni og erfiðleikun-
um. í hörmungum liðinna alda,
þegar ísland missti líf fleiri
sona og dætra en nokkur þjóð
hefir misst á vígvelli að tiltölu
við fólksfjölda, hefir þjóðin
aldrei bognað svo, að brestur
hafi af orðið, — þess vegna lifir
hún sem þjóð, sterk og fram-
sækin fram á þennan dag. —
Ýmsir tilheyrendur mínir
munu nú e. t. v. hugsa sem svo,
að ég sé að stækka hættuna og
boða að einhver voði sé fyrir
dyrum. Svo er ekki. Ég veit eins
lítið um það eins og hver annar,
hvað framtíðin geymir í skauti
sínu. En ég tel það bezt, að við
gerum hvorugt: Að mikla hætt-
urnar né gera of lítið úr þeim.
Við eigum að reyna að líta á að-
stæðurnar eins og þær eru, eða
geta orðið, og haga okkur sam-
kvæmt því.
Brottflutnmgiir barua.
Ein af þeim ráðstöfunum, sem
sem nú er hafin, og rætt hefir
verið um í útvarpinu, er flutn-
ingur barna úr hinum stærri
kaupstöðum og kauptúnum i
sveit til sumardvalar. Þetta er
mjög nauðsynlegt, og ég vil óska
þess, að sveitaheimili um allt ís-
land bregðist vel við til að greiða
fyrir þessum ráðstöfunum. Mér
eru fyllilega ljósir erfiðleikar
heimilanna, að taka á móti
börnum. Húsakynnin eru víða
þröng. Ennfremur er fólksekla
víða svo mikil, að erfitt er eða
ókleift að taka á heimilin hin
yngri börn, nema með þeim sé
fullorðið fólk til umsjár eða
eldri börn svo þroskuð, að þau
geti gætt hinna yngri. En ég vil
þá jafnframt segja það við að-
standendur hinna eldri barna,
sem í sveit eru send, að hyggi-
legt er að brýna það fyrir þeim
áður en þau fara í sveitina, að
vera vinnusöm. Þau geta gert
þar mikið gagn, og sjálf hafa
þau af því mikla ánægju, og
ekkert uppeldi er þeim hollara,
ef aðbúðin er góð og vinnan
hæfileg. Vinna barnanna mæt-
ir og á heilbrigðan hátt fórn-
fýsi og velvild sveitaheimilanna.
Eins og vitað er stendur rík-
isstjórnin að þessari ráðstöfun,
og hefir borið fram frumvarp á
Alþingi um að hún megi taka
samkomu- og skólahús í sveitum
og kauptúnum á leigu fyrir
kaupstaðabörn. Vænti ég að
þeirri ráðstöfun verði einnig
tekið með skilningi, þegar á
ástæður er litið.
Bretavmnan og
, framletðslan.
Ég minntist áðan á vinnuaflið.
Bretar hafa hér miklar fram-
kvæmdir, og það svo, að horfir
til eklu á vinnuafli við fram-
leiðsluna, er það ein af hinum
alvarlegustu hættum, sem yfir
vofa. Þó að siglingar haldi
áfram, má gera ráð fyrir, að þær
verði tafsamari en áöur var, og
bezta öryggið, sem við eigum, er
framleiðslan í landinu sjálfu. Ef
framleiðslan gengi saman, er
það ekki aðeins alvarleg hœtta
fyrir þjóðina meðan á stríðinu
stendur, heldur og einnig síðar,
eftir styrjöldina. í þessu máli
kemur það einnig til álita,. að
bændur geta ekki keppt um
vinnuaflið með því kaupgjaldi,
sem nú er, þó að það sé í boði.
Allt þetta mál er nú í athugun
hjá ríkisstjórninni, og kemur
sjálfsagt bráðlega til kasta
alþingis að hafa það að meira
eða minna leyti til meðferðar.
Þetta mál verður ogað sjálfsögðu
jafnframt rætt við hin brezku
hemaðaryfirvöld hér á landi, og
efast ég ekki um, að því verði
tekið með skilningi af þeirra
hálfu.
En ég vil segja við þá, sem nú
hafa í huga að hverfa frá fram-
leiðsluvinnu í sveitum og annars
staðar, þar sem þeir hafa sæmi-
leg kjör, að það er mjög vafa-
söm ráðstöfun. Við vonum það
allir, Íslendingar, að þessi at-
vinnugrein, sem nú dregur að
sér vinnuaflið, verði ekki lengi
í þessu landi — og brezku hern-
aðaryfirvöidin vona það sjálf-
sagt engu síður. Það er hvorki
ánægjulegt né hyggilegt að
flytja úr sveitunum í kaupstaði
á þessum tímum. Peningarnir,
sem menn fá í lófann, fara furðu
fljótt. Það er dýrt að lifa í kaup-
stöðunum og bæði óumflýjanlegt
og auðvelt að eyða þar pening-
um.
Ég hygg, að reynslan muni
verða sú, að þeim vegni eins vel
eða betur, sem ekki fara frá
sínum venjulegu framleiðslu-
störfum. Það ber líka að muna,
að atvinnuleysi er sennileg af-
leiðing styrjaldar. Spariféð, ef
eitthvert er, eyðist þá fljótt, því
að venjulega vonast menn eftir
áframhaldandi vinnu og hverfa
ekki til baka fyrr en það, sem
unnið hefir verið fyrir, er þrotið,
og þá kunna þeir möguleikar að
vera úr sögunni, sem yfirgefnir
voru. Það er líka nokkuð hlálegt,
ef menn úr strjálbýlinu hópast
til vígbúnaðarframkvæmdanna
hér í Reykjavík og víðar á sama
tíma sem Reykvíkingum og íbú-
um hinna stærri kaupstaða þyk-
ir ráðlegast að koma öllum, sem
heimangengt eiga, á örugga
staði.
En auk þess, sem ég nú hefi
nefnt, mættu menn og gjarnan
meta að nokkru það öryggi, sem
þeir skapa sjálfum sér og öðrum
með því að standa á verði fyrir
þjóð sína við skyldustörf fram-
leiðslunnar. Og í því sambandi
vil ég skjóta því fram hér, að ég
hygg að embættismenn og skrif-
stofufólk verji ekki sumarleyfi
sínu betur á annan hátt, en að
vinna við framleiðslustörf í
sveit á þessu sumri.
[Hér er feldur úr kafli, sem
fjallaði um ýms merk þingmál,
sem hyrfu í skugga vegna hinna
stóru atburða. Þá gat ráðherr-
ann þess, að svo mikill tími
hefði farið í undirbúning
skatta- og siglingamálanna, að
sj álf stæðismáliniu hefði enn
ekki verið ráðið til lykta. Skatta-
málin væru nú komin á það
stig, að búast mætti við sam-
komulagi, en samningarnir um
þau hefði tekið mikinn tíma.]
Frestun kosnlnga.
Um það er nú nokkuð rætt í
blöðum og manna á meðal, hvort
kosningar geti farið fram í sum-
ar. í niðurlagi 26. gr. stjórnar-
skrárinnar segir: Þingmenn
skulu kosnir til 4 ára. — En í 59.
gr. kosningalaganna er kjördag-
ur ákveðinn síðasti sunnudagur
í júnímánuði. Ákvæði stjórnar-
skrár íslendinga eru því ákveðn-
ari um þetta efni en stjórnar-
skrárákvæði ýmissa annarra
þjóða, þar sem frestun kosninga
er heimiluð undir sérstökum
kringumstæðum, og kosningar
jafnvel bannaðar, ef landið er
hernumið. — Síðasta sunnudag í
júnímánuði næstkomandi fellur
umboð þingmanna niður sam-
kvæmt ákvæðum sjálfrar stjórn-
arskrárinnar. Það, sem þeir
kynnu að vinna á alþingi eftir
þann dag, hefir ekki gildi.
Það er ekki nema eðlilegt, að
menn ræði þetta mál, Stungið
hefir verið upp á að fresta kosn-
ingum til hausts vegna þess, að
líkur benda til, að mesta bardag-
anum um Atlantshafið verði þá
lokið. Sá galli virðist á þessu
ráði, að enginn veit hvenær þessi
bardagi verður harðastur — gæti
e. t. v. orðið það seinni hluta
sumars. En til þess að flytja
kosningadaginn til haustsins,
sem er óþægilegur tími fyrir
marga landsmenn, þyrfti ávinn-
ingurinn að vera augljós að öðru
leyti. Varhugavert er það einnig,
að hafa enga þingmenn frá því
í júní til hausts — og geta því
ekki, hvað sem í skerst, kallað
saman þing þann tíma.
Ef fresta ætti kosningum virð-
ist réttast að fresta þeim um
eitt ár, en það er því aðeins unnt
að gera svo framkvæmanlegt sé,
að til þess sé alveg tvímælalaus
og knýjandi nauðsyn. Þá — og
þá aðeins — að nauðsynin sé
ótvíræð, verða ákvæði stjórnar-
skrárinnar að víkja, eins og þeg-
ar konungur gat ekki fram-
kvæmt verk sín og Alþingi tók
það vald með einfaldri þings-
ályktun og afhenti ráðuneyti ís-
lands.
Eins og sakir standa verðum
við enn að vona, að kosningar
fari fram á venjulegum tíma.
Hins vegar verða flokkarnir að
vera við því búnir, að til
þess geti komið, að haga þeim
með öðrum hætti en áður. Það
mun lika mega telja, að af
framboðsfundum, einkum í tví-
menningskjördæmum, sé vafa-
samur hagnaður fyrir kjósendur.
Þar sem frambjóðendafjöldinn
er mikill, er ræðutími manna
svo stuttur, að mál verða tæp-
ast rædd að gagni og fer tíminn
þá oft í lítilsverðar stympingar
og hnútuköst. Hafa ýmsir þing-
menn haft orð á því í vetur að
þeim hætti hlýða, að venjulegir
framboðsfundir yrðu lagðir nið-
3S4 Robert C. Oliver:
og Nancy — að komast sem fyrst á
brott. Þau flýttu sér út úr húsinu með
tvær handtöskur, fylltar af silfurborð-
búnaði og öðru verðmæti, sem þau
höfðu safnað saman síðustu dagana.
Leopold fleygði töskunum inn í bíl,
sem var við hendina og skipaði Nancy
að setjast upp í. Sjálfur settist hann
við stýrið, og ók af stað yfir blómabeð-
in og runnana, sem voru á vegi hans.
Nú þýddi ekki að hugsa um slíkt.
Lucy heyrði i bilnum á eftir sér. Hún
átti enn eftir dálítinn spöl niður að
garðshliðinu. Skyldi hún sleppa — eða
átti hún að verða fangi á ný.
Hún stökk til hliðar á síðasta augna-
bliki, til þess að verða ekki fyrir bíln-
um, sem ók með miklum hraða fram
hjá henni. Hann þaut áfram. En hvað
var þetta? Hann reikaði til. Hún sá
ljósleiftur stíga upp frá jörðu. Yfir-
gnæfandi háreysti og nístandi óp
bárust að eyrum hennar. Leopold ók
með fullum hraða beint á annan
stólpa garðhliðsins.
Nokkrum augnablikum síðar áræddi
hún að ganga þangað. Hræðileg sjón
blasti við augum hennar. Leopold og
Nancy höfðu bæði hlotið bana við slys-
ið. í aftara sætinu voru töskurnar með
rændu silfurmununum — óskemmdar.
Hún hneig í öngvit. Þessi síðasta
Æfintýri blaðamannsins 335
kveðja Grabenhorsts var vissulega allt
of ægileg.
Barney málaflutningsmaður fann
hana innan skamms. Hann veitti henni
alla nauðsynlega aðhlynningu og nú
fyrst brosti lífið við Lucy Spencer.
Það leið ekki á löngu, unz Hollmann
og Taylor varð það Ijóst, að orðrómur-
inn um nágrenni Czernow hafði við
fyllstu rök að styðjast.
Pólk, sem varð á vegi þeirra, gaf
þeim óhýrt auga. Göturnar voru ó-
hreinar og húsin dimm og óvistleg —
þeim voru eigi ósjaldan sendar kaldar
kveðjur úr gluggum og skúmaskotum.
— Það er víst skynsamlegra að halda
sig úti á miðri götunni, sagði Taylor.
Hann vissi það af reynslunni, að þar
/ var hann óhultari.
Bærinn var þó ekki allur eins óhugn-
anlegur. — Loks voru þeir staddir á
aðalgötunni og þar voru húsin með
meiri myndarbrag.
Eitt húsanna var þó mest áberandi
þeirra allra. Það var nýlegra útlits og
betur viðhaldið. Þegar þeir komu nær,
sáu þeir dyraspjald, er gaf til kynna, að
þetta væri gistihús Enochs.
Þeir félagar tóku á sig stóran sveig.
Þeir vildu ógjarnan, að þeim væri veitt
athygli. Eins og gefur að skilja, kærðu
ur að þessu sinni, og gætu þá
einstakir frambjóðendur haldið
flokksfundi, er þeim þætti þess
þörf. — Með þessu móti þurfa
kosningar lítilli truflun að valda.
Hin aðferðin, — rifrildisfundir
um allt landið, ferðalag ráð-
herra landshornanna á milli,
einmitt sömu dagana, sem þeir
kunna nauðsynlega að þurfa að
afgreiða hin vandasömustu mál,
getur haft hinar alvarlegustu
afleiðingar fyrir þjóðina.
„Á flótta er fall verst“
íslenzka þjóðin hefir í aldir
háð styrjöld við náttúruöflin á
landi og þá ekki síður á hafinu.
Landsmenn eru þessari styrjöld
og þeirri baráttu, sem henni
fylgir, svo vanir, að þeir veita
henni minni eftirtekt en víga-
ferlum. Nú vofa yfir landinu
hættur, sem hin óblíða náttúra
norðursins á enga sök á. Þessar
hættur aukast og breyta um
myndir. E. t. v. dregur úr þeim
á hafinu senn hvað líður. E. t. v.
aukast þær í hinum stærri bæj-
um. Það, sem nú er nauðsynlegt,
er að sýna alla hugsanlega var-
úð, en hopa þó ekki. Sérhver ís-
lendingur, hver sem hann er, og
hvar sem hann hefir skyldustörf
að rækja, verður að vera á þeim
verði fyrir ættland sitt. —
Það hefir verið sagt, með
sannindum, að við íslendingar
værum í þessari styrjöld að
ganga undir prófraun — m. a.
í sjálfstæöismálum okkar. í
sambúðinni við hið brezka setu-
lið höfum við staðizt það próf
í meðallagi vel — eða tæplega
það. Nú má vel svo fara, að senn
komi að annari grein þessarar
prófraunar, sem er þó þyngri.
Ég held,að það velti miklu meira
á því fyrir okkur sem þjóð —
og fyrir sjálfstæði okkar sem
þjóðar, hvernig við stöndumst
þá raun í verki, heldur en hinu,
hve háværar yfirlýsingar við
kunnum að gefa um okkar sjálf-
stæðisvilja í orði. — Ég er meira
að segja þeirrar skoðunar, að
ef við ekki stöndumst erfiðleik-
ana, sem að kann að bera, gildi
um okkur sama lögmál og aðrar
þjóðir, að við hvorki verðum
sjálfstæðir né eigum skilið að
vera það. — Erfiðleikarnir
hverfa heldur engan veginn,
þótt ekki sé snúizt gegn þeim,
heldur vaxa þeir að sama skapi,
því /að „á flótta er fall verst“.
f^^GAMLA
G O S 1
(PINOCCHIO)
Litskreytt teiknimynd,
gerð eftir hinu heimsfræga
æfintýri um gerfipiltinn
Gosa, sem komið hefir út
á íslenzku. „Gosi“ tekur
öllu langt fram, sem snill-
ingurinn Walt Disney, höf-
undurinn að Mickey Mouse
og kvikmyndinni af
„Mjallhvít og dvergunum
sjö“, hefir áður sent frá
sér.
Sýnd kl. 7 og 9.
f—-— -—NÝJA BÍÓ——
VIÐ SVMAFLJÓT
(SWANEE RIVER)
Amerísk kvikmynd, er sýn-
ir þætti úr æfisögu Steph-
an C. Foster’s, alþýðutón-
skálds Ameríku, höfund
hinna frægu söngva „My
old Kentucku Home“ og
„The old Folks at Home“
(Swanee River).
Myndin er tekin í eðli-
legum litum.
Aðalhlutverkin leika:
DON AMECHE,
ANDREA LEEDS Og
AL JOLSON.
Sýnd kl. 7 og 9.
Það tilkynnist að maðurinn minn GISSUR GUNNARS-
SON, Byggðarhorni, Árnessýslu, andaðist 11. þ. m.
Ingibjörg Sigurðardóttir og börn.
Reglni’
u*u litarmerkingu á sauðfé á svæðinu milli
Jökulsár á Fjöllum og Jökulsár á Breiðamerkursandi
vegna varna gegn útbreiðslu garnaveikinnar.
1. Allt sauðfé í Presthólahreppi og Svalbarðshreppi norðan fyr-
irhugaðrar girðingar, frá Kópaskeri í Loka, skal glögglega
merkt með rauðum lit á bæði horn og kollótt fé á haus.
2. Allt annað sauðfé á svæðinu frá Jökulsá á Fjöllum að Jökulsá
á Breiðamerkursandi, á bæjum þar sem garnaveiki hefir orð-
ið vart, skal glögglega merkt með ljósbláum lit á bæði horn,
en kollótt fé á haus. En fé á þeim bæjum, þar sem grunur
leikur á að garnaveiki sé, skal merkt með lj ósbláum lit á hægra
horn, en kollótt fé á hægri kjamma.
Allt sauðfé á þeim bæjum, þar sem enn hefir enginn grun-
ur komið fram um garnaveiki, skal vera ómerkt.
3. Allar litarmerkingar á sauðfé aðrar en þær, sem að framan
greinir, eru stranglega bannaðar á þessu svæði.
4. Rannsóknarmenn, hver á sínu svæði, skeri úr þvi í samráði
við framkvæmdarstjóra, hvaða bæir skuli taldir sýktir eða
grunaðir.
Brot gegn reglum þessum varða sektum samkv. lögum nr.
14 frá 15. maí 1939.
Reykjavík, 2. apríl 1941.
Mæðiveikinefiid.
Saga Islendinga
i Vestnrheimi
«forð til Nöln
Jörðin Glammastaðir í Svínadal, Borgarf j arðarsýslu, er til sölu
(Framh. af 3. síðuj
nú þegar. Laus til ábúðar í fardögum næstkomandi.
ætlast til; en vesturförum var
mjög hjálpað almennt við hina
miklu erfiðleika þeirra, við
brottförina. Rétt eftir 1890
flutti í einu vestur milli 40 og
50 manns úr Mývatnssveit.
Það var margt úrvalsfólk og
að mestu sjálfstætt að efnum.
flest ungt fólk, auk barna
og unglinga. Mér er það
minnisstætt, er við nokkrir Mý-
vetningar kvöddum þennan
hóp á Húsavík. Nærri má geta,
að það hafi ekki verið með
köldu blóði, er sveitungar,
frændur og vinir, skildu þarna
að fullu. Árin á undan og eftir
fluttu nokkrir burtu úr sveit-
inni, og alls munu þeir hafa
orðið fullt 100, eða nokkru
meira en y4 hluti allra sveitar-
búa. Slíka blóðtöku hefði varla
mátt endurtaka oft að skað-
lausu; enda hefir það ekki orð-
ið, því varla nokkur fjölskylda
hefir fengizt til að flytja að
fullu burt úr Mývatnssveit síð-
an. —
Allar upplýsingar hjá Jóni Péturssyni, hreppstjóra, Geitabergi.
Tilkyniiiug
tf-T? ‘ ~r~s -v~~ ■ “ ~ ' - —
um merkmgu sauðfjár vegna mæðivelkivarna
Hér með tilkynnist fjáreigendum vestan Héraðsvatna eystri og
Þjórsá, að þeir skulu merkja fé sitt þannig á haus og hornum:
í Árnessýslu merki menn þannig: Á Skeiðum, í Ytri-Hreppi og
Eystri-Hreppi með rauðum lit, nema á bæjum, þar sem garna-
veiki hefir orðið vart, þar skal féð merkt með ljósbláum lit.
í Flóa með hvitum lit á hægra horn, en rauðum á vinstra,
nema þar sem garnaveiki hefir orðið vart, þar skal féð merkt
með ljósbláum lit.
í Biskupstungum með grænum lit.
Vestan Brúarár, Hvitár og Ölfusár þarf eigi að merkja fé.
í Skagafj arðarsýslu og Austur-Húnavatnssýslu austan Blöndu
merki menn þannig: Sunnan Vatnsskarðsgirðingar að Héraðs-
vötnum með rauðum lit.
Norðan Vatnsskarðsgirðingar með hvítum lit á hægra horn,
en rauðum á vinstra.
í Austur-Húnavatnssýslu vestan Blöndu merkl menn með hvlt-
Framh.
um lit á bæði horn.
Á Vestfjörðum norðan Þorskafjarðar og Steingrímsfj arðar að
Um fræðslumál
(Framh. af 2. síðu.)
barninu dytti í hug að spyrja
eitthvað um kisu eða héppa,
heiðlóuna, sem á hreiður í
túnfætinum, eða fífilinn og sól-
eyjuna, sem á hverju ári sprett-
ur í hlaðvarpanum?
Niðurlag næst.
KAUPI GULL HÆSTA VERÐI.
Greiði 35 krónur fyrir hvern
10 króna gullpening
SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4
Reykjavík
Kollafirði og ísafirði og Kaldalóni og Þaralátursfirði merki menn
með rauðum lit, nema þeir, er búa austan girðingarinnar úr
Reykjarfirði í Ófeig'sfjörð, sem merki með hvítum lit.
Á Snæfellsnesi vestan Skógarness og Álftafj ar-ðar skulu menn
merkja með grænum lit.
Menn eru beðnir að mála hornin vandlega að framan og aftan,
en þó ekki yfir brennimörk.
Annarsstaðar á mæðiveikisvæðinu skal fé eigi merkt með litum.
Vilji einhverjar hreppsnefndir á mæðiveikisv^æðinu láta sér-
merkja fé í einum eöa fleiri hreppum eða á einstöku bæjum, geta
þeir fengið leyfi til þess með samþykki undirritaðs.
Hreppstjórar eru beðnir um að hafa gætur á því, að litarmerk-
ingum þessum sé framfylgt.
Verði undanbrögð frá þessari fyrirskipun, varðar það sektum
samkvæmt lögum nr. 45 frá 27. maí 1938.
T U S K U R.
Kaupum hreinar ullar- og
bómullartuskur hæsta verði.
Húsgagnavinnustofan,
Baldursgötu 30.
Reykjavík, 7. april 1941.
f. h. Mæðiveikinefndar
Hákon Bjarnason