Tíminn - 01.05.1941, Side 4

Tíminn - 01.05.1941, Side 4
192 TÍMIM, fimmtndaglnn 1. maí 1941 48. blað ÚR BÆNUM Leiðbeiningar um skógrækt heitir handhæg bók, sem Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri hefir skrifað. Skógrækt fer nú í vöxt. Þau islenzk heimlli í sveit og við sjó, sem eiga blett við íbúð sina, keppast nú við að planta þar trjám og blómum. Því mlður er þar víða mikið starf unnið tll einskis, vegna þess, að leiðbeiningar hefir vantað. Með þessari ágætu bók, sem hvert einasta heimili þarf að eignast, og unglingar ættu líka að lesa, sér til fróðleiks og ánægju, er algerlega bætt úr þessu. Bókin kostar kr. 3,50. Fáein eintök á rauðan pappír og í skrautbandi kosta 7,50. Jón Sigurjónsson, prentari í Eddu, ó 40 ára prentara- afmæli í dag. Jón er ættaður af Aust- urlandi og hóf prentnám í Seyðisfjarð- arprentsmiðju laust eftir aldamótin. Lauk hann þar prentnámi og fluttist síðan til Reykjavíkur tll starfs í ísa- foldarprentsmiðju. Vann hann þar um margra ára skeið, en fluttist síðan i prentsmiðjuna Acta, er síðar var breytt í prentsmiðjuna Eddu. M j ólkur samsalan hefir tilkynnt viðskiptavinum sinum í Reykjavík, að frá næstu mánaða- mótum verði eigi unnt að senda mjólk heim til fólks. Veldur þessu, að óger- legt er að fá sendisveina. Fást engir drengir orðið til þess að stunda slík störf, þar sem mun meira kaup er í boði við aðra vinnu. Bifreiðarstuldur. Á mánudaginn var bifrelð stolið við bifreiðastöð Steindórs Einarssonar, meðan bifreiðarstjórinn skrapp inn á stöðina. Var bifreiðarinnar leitað, en hvergi fréttist til hennar um sinn. Sama dag kom bifreið frá Steindórs- stöð austan yfir Mosfellsheiði. Hjá Grafarholti í Mosfellssveit tók bifreið- arstjórinn gangandi mann af veginum upp í bífreið sína. Þegar hann kom til bæjarins, frétti hann um stuldinn og fékk þegar illan bifur á manninum, er hann hitti hjá Grafarholti, enda mundi hann eftir moldarbletti á föt- um hans. Var bifreiðarinnar nú leitað uppi í Mosfellssveit og fannst hún við Lambhagaárbrúna. Þar hafði henni verið ekið út af veginum. Lýsti bif- reiðarstjórinn hinum grunsama manni og var hann handsamaður að tilvísun hans og reyndist vera sá seki. Hann er 18 ára gamall, Guðmann Alfred Jóns- son að nafni, til heimilis á Bræðra- borgarstíg 49. Amælismót Sundfélagsins Ægis var háð í sund- höllinni í gærkvöldi. Þátttakendur voru frá Glímufélaginu Ármann, íþrótta- félagi Reykjavíkur, Knattspyrnufélagi Reykjavikur og Sundfélaginu Ægi. í 200 m. sundi, frjálsrar aðferðar, sigraði Stefán Jónsson (Á.) á 2 min. 35,5 sek. Annar varð Logi Einarsson (Æ.) á 2 mín. 36 sek. í 50 m. sundi stúlkna, frjálsrar aðferðar, varð fyrst Hjördís Sigurðardóttir (Æ.) á 39,5 sek. Önnur Þórunn Ingimarsdóttir (Æ.) 39,8 sek. 25 m. sund drengja innan 13 ára ald- urs, frjáls aðferð, vann Guðmundur Ingólfsson (í. R.) á 19,7 sek. Annar Bjarki Magnússon (Æ.) á 22.1 sek. 50 metra sund drengja yngri en 15 ára, frjáis aðferð, vann Karl Karlsson (í. R.) á 34 sek. Annar Einar Sigurvinsson (K. R.) 37,5 sek. 100 metra bringusund drengja yngri en 15 ára, vann Geir Þórðarson (K.R.) á 46,2 sek. Annar Hannes Sigurðsson (Æ.) á 49,2 sek. 50 m. bringusund stúlkna yngri en 15 ára, vann Sigríður Jónsdóttir (K. R.) á 46,8 sek. Önnur Halldóra Einarsdóttir (Æ.) á 46,8 sek. í 4x50 m. bringuboð- sundi var sveit Ægis 2 min. 28,3 sek., en sveitir Ármanns og K. R. voru dæmdar úr leik vegna ólögmæts við- bragðs. 50 m. sund kvenna, frjáls að- íerð, vann Ragnhildur Steingrímsdótt- ir (Æ.) á 38,8 sek. Önnur Sigríður Ein- arsdóttir (Æ.) á 39,7. í boðsundi 8x50, frjáls aðferð, sigraði sveit Ægis á 4 mín. 01,8 sek. Önnur varð sveit Ár- manns á 4 mln. 04,7 sek. Auglýsið í Tímanum! Þegnskylduvinna (Framh,- af 1. síðu.) styrk, og skal þá ráðherra til- kynna svo fljótt sem auðið er um í'járhæð væntanlegs styrks. Nú kemur þegnskyldur mað- ur ekki til vinnu eftir fyrirlagi þegnskylduvinnunefndar, og sætir hann þá sektum, er nema tvöföldu dagkaupi við sams konar störf fyrir þau dagsverk, er tapast. Sektir renna í hrepps- sjóð. í greinargerð frv. segir m.a.: Á síðasta Alþingi var gerð á- lyktun um að skora á ríkis- stjórnina að undirbúa frumvarp um þegnskylduvinnu, sem síð- ar yrði borið undir þjóðarat- kvæði. Landbúnaðarnefnd hefir borizt frá forsætisráðherra frv. um heimild fyrir kaupstaði, kauptún, sjávar- og sveitar- þorp til þess að láta vinna að jarðrækt í almenningsþágu með þegnskylduvinnu. Þótti land- búnaðarnefnd fullskammt gengið í þessu frumvarpi, þar sem aðeins er miðað við jarð- rækt, og þá eingöngu í kaup- stöðum- og þorpum. Hefir nefndin því gert nýtt frv., sem felur í sér aðalatriði þess frv., sem sent var nefndinní, en er þó víðtækara, svo sem um verk- efni við þegnskylduvinnu, og nær auk þess til sveitarfélaga. Fer frv. nefndarinnar um ýmsa hluti nær því, sem áður hefir verið hugsað um þegnskyldu- vinnu, og er þó ekki gert ráð fyrir neinni þvingun við hrepps- eða bæjarfélög. Telur nefndin líklegast, að þegn- skylduvinna geti vaxið upp með þessum hætti neðan að, ef svo má segja, og er þá líklegt, að hún færist víðar um landið, ef vel gefst hjá brautryðjend- um, þar til unnt væri að gera hana að föstum lið í uppeldis- kerfi allrar þjóðarinnar. Síeilbris'ðismál (Framh. af 1. siðu.) læknishéruð með ríkislaunuð- um yfirlæknum. Síðan er þess- um landsfjórðungum skipt í minni umdæmi og launa byggðarlögin lækna í þeim, en yfirlæknirinn er jafnframt byggðarlæknir í því byggðar- lagi, er hann á heima í. Æðsti maður heilbrigðismálanna í Færeyjum er amtslæknirinn í Tórshavn og svarar embætti' hans mjög til landlæknisstarf- ans hér. Nú er Dahl, yfirlæknir við sjúkrahúsið í Tórshavn, amtslæknir. Hann er tengda,- sonur Jóannesar Paturssonar kóngsbónda í Kirkjubö. Útbúnaður færeyskra lækna er prýðilegur og sjúkrahúsið í Tórshavn er ágætlega búið að sjúkragögnum og lækningaá- höldum. Sjúkrahús eru einnig í Trongisvági og Klakksvík. Til íerðalaga eru læknabátar. í Tórshavn ?r nýtízku berkla- hæli. Hefir Færeyink„_n tekizt með ágætum að bægja frá sér berklaveikinni og eru vel á veg komnir að útrýma henni með öllu úr landinu. Heil byggðarlög Hjartanlega þakka ég öllum fjœr og nœr er glöddu mig á áttrœðisafmœli mlnu, með heimsóknum, gjöfum, kveðjum og skeytum. ANDRÍANA S. GUÐMUNDSDÓTTIR, Ökrum, Mýrasýslu. eru í Færeyjum, þar sem nú eru alls engir berklasjúklingar. Veitir það aðstöðu til mjög merkilegra rannsókna á sýk- ingarháttum. Meðan ég dvaldi í Færeyjum kom veikur maður til læknis og reyndist hann vera sýktur af berklum. Þótti lækn- inum það kynlegt, því að eng- inn berklasjúklingur var til í hans byggðarlagi, svo að sýk- ing yrði til hans rakin. En þeg- ar sjúklingurinn skýrði frá því, að hann hefði fyrir nokkru verið á brezkri hermannasam- komu, þótti lækninum gátan leyst. Hann gerði herlæknin- um orð og fór þess á leit, að hann berklaskoðaði setuliðið í byggðarlagi sjúklingsins. Var það gert, og kom þá í ljós, að í hernum var einn maður með opið berklasár. Hann hafði sýkt Færeyinginn. Þessi saga sýnir og, hversu vel færeyskir læknar fylgjast með heilsufari fólks í umdæmum sínum. Aðrar fréttir. (Framh. af 1. síöu.) áfram og segja brezkar fregnir, að hann gangi vonum framar, þar sem aðstaða sé miklu örðugri en við Dunkirk. Notuð eru skip af öllum stærð- um og er sumt af liðinu aðeins flutt til Krítar. í þingræðu, sem Churchill hélt í gær, sagði hann að alls hefðu 60 þús. hermenn verið fluttir til Grikklands, en búið væri að flytja 45 þús í burtu. í seinustu fréttum Þjóð- verja segir, að þeir séu búnir að taka fimm þúsund brezka hermenn til fanga í Grikklandi. Bússneska stjórnin hefir bannað alla flutninga á her- gögnum og hernaðarvörum um Rússland. Telja Bretar þetta styrkja hafnbann sitt. Athygli vekur það einnig, að rússneska útvarpið hefir ' látið svo um- mælt, að varnir Breta við aust- anvert Miðjarðarhaf væri traustari en margir héldu. Churchill hefir tilkynnt, að í næstu viku myndi hann leggja fyrir neðri málstofuna tillögu, þar sem þingið lýsti sig sam- þykkt herflutningnum til Grikklands og treysti stjórn- inni til að halda baráttunni á- fram. Churchill sagðist vera viðbúinn löngum umræðum. Hann kvað ekki hægt að hafa þessar umræður fyrr, sökum hernaðaraðgerða, sem ekki væri hægt að ræða um fyrr en þeim væri lokið. Jollakoglu, sem stjórnaði norðurher Grikkja, hefir mynd- að stjórn í Grikklahdi, að því er virðist með stuðningi Þjóð- verja. í ávarpi til þjóðarinnar neitar hann að viðurkenna Smíða trúlofunarhringa o. fl. Jón Dalmannsson Grettisgötu 6. Rvík. VinniS ötullega fgrir Timann. -GAMLA BÍÓ- Ljósið sem hvarf Ronald Colman in RUDYARD KIPLNGS „TIIE LIGHT THAT FA1LED“ Sýnd kl. 5, 7 og 9. -NÝJA BÍÓ- Spellvipkjjarnir (Spoilers of the Range) Spennandi og æfintýrarík „Wild West“ kvikmynd frá Columbia Pictures. Aðalhlutverkið leikur kon- ungur allra „Cowboy- kappa“ CHARLES STARRETT. Börn innan 16 ára fá ekkl aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Leiðbeínmgar um trjárækt með 26 myndnrn eftlr iiAkox BJARNASON skógræktarstjóra. Verð kr. 3.50. Þetta er ómlssandi handbók á hverju heimili, bók, sem hvert mannsbarn þarf að lesa og læra. Það er ekki nema klukkustundarverk að lesa þessa bók, en eftir þann lestur vitið þér það, sem yður er nauðsynlegt að vita um trjárækt. Allir unglingar verða að eiga þessa bók og læra hana. — Búnaðarfélög, ungmennafélög, kaupfélög og kaupmenn út um land ættu að hafa þessa bók á boðstólum. — Geta pantað hana beint frá Vikiiigsútgáfan Hverfisgötu 4. — Sími 2864. Victor Hugo: Esmeralda konungdóm Georgs konungs, sem hafi sýnt þann heigulshátt að flýja, og skorar hann á þjóð- ina að veita ekki Þjóðverjum frekara viðnám. í Libyustyrjöldinni hafa eng- ar breytingar orðið seinustu dagana. Ellilaun og örorkubætur (Framh. af 3. slðu.) í Reykjavík .... kr. 1170,00 - öðrum kaupst. .. — 1100,00 - kauptúnum .... — 940,00 - sveitum ....... — 780,00 Þetta er 30% hækkun og verður hún að teljast eðlileg. Áðurnefnd hreppsnefnd tek- ur nú þenna viðauka með þannig, að hún lætur öll elli- laun í hreppnum hækka um 30 af hundraði. NÝKOMIÐ FJÖLBREYTT ÚRVAL AF Dragta- og kápnefnnm ENNFREMUR: Hvítur, mórauður og blágrár LOPI VERKSMIÐJUÚTSALAN GeSjun — Iðunn XI. látið gera höggmynd af sér, þar sem hann lá á knjánum framan við mynd hinnar heilögu meyjar. Þangað hafði hann einnig iátið flytja líkneski af Karli XII. og Lúðviki helga. Hann var þeirrar trúar, að þessir tveir dýr- lingar nytu mikilla valda á himnum, þar eð þeir höfðu verið konungar Frakklands. -.Yfir anddyri salarins var pallur, sem gullofið fortjald var dregið fyrir. Þar var flæmsku sendimönnunum og öðr- um tignum gestum ætluð sæti. — Leik- sýningin átti fram að fara á marm- araborðinu mikla. Allan morguninn hafði verið unnið að því að breyta því 1 leiksvið. Við hvert hinna fjögurra horna borðsins hélt lögregluhermaður vörð. Leiksýningin skyldi byrja þegar ráðhússklukkan slægi tólf. Fyrr mátti hún ekki hefjast, svo að flæmsku sendimennirnir neyddust eigi til þess að rísa óþægilega árla úr rekkjum. Mannfjöldinn hafði eigi að síður safnazt saman framan við anddyri ráðhússins strax í dögun. Sumir höfðu jafnvel dvalizt þar yfir nóttina, til þess að tryggja sér beztu sætin. Þrengsl- in ukust sífellt. Óþolinmæði og óánægja fólksins óx einnig að sama skapi. Ávít- unarorð og formælingar hrutu af vörum þess. En skólapiltar og þjónar, er stóðu utan hópsins, skemmtu sér hið bezta. Gerðust þeir harla djarfir í hrekkja- brögðum og brigslyrðum við vanstilltan og örlyndan mannfjöldann. Foringi þeirra var ungur stúdent, Jóhann Trollo du Moulin að nafni. Hann og félagar hans gerðust sífellt mikilvirkari í ólát- um sínum. Þó náðu þau hámarki sínu, þegar kennaralið háskólans, með for- manninn í broddi fylkingar, hélt yfir torgið til móts við flæmsku sendi- mennina. Hæðnishróp kváðu við hvað- an æva. Þeim var einkum beint til for- stöðumannsins. Loksins»sló klukkan tólf. Háreystið hætti um stund. En eigi leið á löngu, unz fótastapp og bölbænir mátti heyra að nýju. Allir kepptust um beztu sætin. — Loks komst þó þögn á. Menn biðu fullir eftirvæntingar Allir horfðu í átt- ina til marmaraborðsins. En þar var alls enga hreyfingu að sjá. Lögregluher- mennirnir stóðu enn á verði, hreyf- ingarlausir eins og líkneski. — Sjónir allra beindust að pallinum, þar sem flæmsku sendimennirnir skyldu hljóta sæti. Þar var heldur engan að sjá. En nú var þolinmæði mannfjöldans þrotin. Stundarfjórðungur leið, og allt sat við hið sama. Pallurinn var mann- laus og leiksviðið einnig. Óþolinmæðin Fyrir því varð heildarupp- hæðin til 2. fl. kr. 6500,00 næsta ár. Nú þurfti ekki heldur að ganga í neinar grafgötur með að áætla framlag Lífeyrissjóðs- ins, eins og verið hafði. Bráða- birgðalögin ákváðu það 30%. Hlutur L. í. af þessu var því kr. 1950,00,, en hreppsins krónur 4550,00. Með samanburði má sjá, að greiðslujöfnuður á dýrtíðar- aukningunni einni saman, kr. 1500,00 annars vegar, og öllu framlagi L. í. til 2. fl. fyrir ár- ið 1941, kr. 1950,00 hins vegar, er hreppnum að eins hagstæður um kr. 450,00. En það táknar hið sama og, að hreppinn skorti 50 krónur á að ná árið 1941 10% úr Lífeyrissjóði íslands, miðað við óbreytt heildarframlag hreppsins frá því árinu á und- an. Þetta eru þá kjarabæturnar, að um leið og Lífeyrissjóður ís- lands er efldur með þátttöku rlkissjóðs, er stuðningurinn minnkaður um 20% við hrepp- ana. Framhald. Skípsferð verður á morgun til Akureyrar og Húsavíkur og sömu leið til baka. — Vörumóttaka til hádeg- is sama dag. Hreinar léreftstnskur kaupir Prentsmiðjan Edda Lindargötu 9A. Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. ttbreiðið Tfimannl Íslcnzkír litir Bréfspjald — ný útgáfa af fán- anum. — Fæst hjá útgefandan- um, Saimíel Eggertssyni, Grettisgötu 6, Reykjavik. Verð 50 aura stykkið. Sent gegn póstkröfu með 40% afslætti, minst 50 st.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.