Tíminn - 27.05.1941, Side 1

Tíminn - 27.05.1941, Side 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARRLOKKURINN. t- RITSTJÓRN ARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. Síml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hj. Simar 3948 og 3720. 25. ár. Reykjavík, [iriðjudagiim 27. maí 1941 58. blað Rúmlega 90 fulltrúar sóttu annað þing S.U.F. - Störf píngsíns og stjórnarkosníng - Þegar Bismarck var hleypt af stokkunum í Hamborg um líkt leyti og styrj- öldin hófst. Sjóorusta víð ísland Stærstu herskipum Breta og Þjódverja sökkt Helztu ályktanir þíngs S. U. F. Þjóðræknismál AnnaÖ sambandsþing ungra Framsóknarmanna, haldió að Laugarvatni dagana 24.—25. maí 1941 telur, að vegna her- töku landsins og hins óvenju- lega ástands, sem við hana hefir myndazt, sé sérstök ástæða fyr- ir íslenzka æsku að vera vel á verði um þjóðerni sitt, tungu og menningu. í því sambandi vill þingið benda á eftirfarandi atriði: 1. AÖ aukin áherzla verði lögð á kennslu móðurmálsins og ís- lenzkrar sögu í öllum skólum Iandsins. 2. Að lögð verði meiri áherzla á söng og flutning íslenzkra ættjarðarkvæða en að undan- förnu. 3. Að haldið verði fast við samþykkt þá, sem gerð var á skólastjórafundi, sem haldinn var í Reykjavík síðastliðið haust, um framkomu skólanem- anda gagnvart hinu útlenda setuliði. 4. Að öll útbreiðslutæki þjóð- arinnar, t. d. blöð, útvarp og kvikmyndahús, verði notuð í þágu þjóðernisbaráttunnar. 5. Að lögð verði rækt við þjóðlegar menjar og sögustaði, t. d. að komið verði upp á forn- frægum sögustöðum héraða- söfnum, er veiti glögga hug- mynd um sögu og lifnaðarháttu héraðsins fyrr og nú. 6. Að æskufólk hafi ekki af- skipti af hinu erlenda setuliði nema brýn nauðsyn beri til. 7. Að sérstaklega sé hættu- legt, það sem nú tíðkast, að er- lendir hermenn venji komur sínar á íslenzk heimili. 8. Að endingu vill þingið beina þeirri áskorun til áhrifa- manna þjóðarinnar, að þeir gæti þess í umgengni og við- skiptum sínum við hið erlenda setulið, að vera öðrum til fyrir- myndar. Sjálfstæðismálið Anað sambandsþing ungra Framsóknarmanna, haldið að Laugarvatni dagana 24.—25. .naí, 1941, leggur áherzlu á fyrri samþykktir ungra Fram- sóknarmanna, og vilja þeirra til þess, að full sambandsslit við Danmörku fari fram, svo fljótt sem unnt er, og að stofnað verði lýðveldi á íslandi. Jafnframt beinir þingið þeirri áskorun til þingmanna Fram- sóknarflokksins, að þeir vinni ákveðið og markvíst að lausn þessa máls. Framleiðslan Annað þing S. IJ. F. telur það eitt allra stærsta hagsmunamál þjóðarinnar, að spornað sé gegn öllum samdrætti í fram- leiðslu hennar og þó sér- staklega í þeim atvinnugrein- um, sem framleiða lífsnauð- synjar handa þjóðinni. Þingið beinir því eindregið þeirri á- skorun til Alþingis, að það hlut- ist til um, að landbúnaðinum verði sköpuð sú aðstaða, að framleiðsla hans frekar aukist en dragist saman. Þá vill þing- ið sérstaklega beina þeirri á- skorun til ungra manna og kvenna, að vinna að fram- leiðslustörfum í sumar eftir því, sem aðstaða þeirra frekast leyfir. Kosningafrestunin Annað þing S. U. F. harmar það, að Alþingi skuli hafa talið sig neytt til að fresta almenn- um þingkosningum, sem fram áttu að fara í vor. Annað þing Sambands ungra Framsóknarmanna var haldið að Laugarvatni dagana 24.—25. þ. m. Mætt- ir voru 93 fulltrúar og voru þeir víðsvegar af landinu, eins og sjá má af nafna- skránni, sem birt er á öðrum stað í blaðinu. Þingið var sett kl. 10 árdegis á laugardag og voru flestir full- trúarnir þá mættir. Þingfundir stóðu til kl. 10 á laugardags- kvöld og hófust aftur kl. 10 á sunnudagsmorgun. Þinginu lauk seint um kvöldið og héldu full- trúarnir heimleiðis um nóttina. Fundarstjórar voru: Qrímur Gíslason, Saurbæ, A.-Hún., Haukur Jörundsson, kennari á Hvanneyri, Sigurður Benedikts- son, Húsavík og Sigurður J. Líndal, Lækjamóti, V.-Hún. Fundarritarar voru Björn Guð- mundsson, Kópaskeri, Ingvar Brynjólfsson, Reykjavík og Sig- urður Jóhannesson, Giljalandi, Dalasýslu. Helztu mál þingsins voru fé- lagsmál ungra Framsóknar- manna og þjóðræknismál. Voru samþykktar allmargar ályktan- ir og eru nokkrar þeirra birtar á öðrum stað í blaðinu. Þá voru sett ný lög fyrir S. U. F. Á fundinum fluttu erindl Daníel Ágústínusson erindreki, Eysteinn Jónsson viðskipta- málaráðherra, Jónas Jónsson formaður Framsóknarflokks- ins, Hermann Jónasson forsæt- isráðherra, Ólafur H. Guð- mundsson, Hellnatúni og Bjarni Bjarnason skólastjóri. Voru er- indin öll hin merkilegustu. í er- indum sínum skýrðu ráðherr- arnir ýms helztu dægurmálin og aðstöðu okkar til styrjaldar- innar. Embættlsprófum 1 lögfræði er nú lok- ið. Þessir kandidatar luku prófi: Axel Tulinlus, I. eink. 126% stig Priðjón Sigurðsson, I. einkunn, 129% stig. Jó- hann Steinasön, II. einkunn betri 99% stig. Sigurjón Sigurðsson I. eink. 128 stig og Ævar Kvaran II. einkunn betri, 104% stigs. Auk þess hefir lokið prófi fyrsti kandidatinn samkvæmt hinu nýja fyrirkomulagi & lagadeild, þar sem námið er teklð í tveim hlut- um og bætt við nokkrum munnlegum og einu skrlflegu fagi. Kandidatinn er Eiríkur Pálsson, I. einkunn 202% stig. Það mun reikningslega samsvara 131 stigi, samkvæmt gamla fyrirkomulag- inu. Embættisprófi í guðfræði hafa lokið Magnús Már Lárusson með I. einkunn, 135 stlgum, og Sigurður Krlst- jánsson, II. einkunn, 104% stigs. PJórir stúdentar luku og læknaprófl: Priðrik Kristófersson, I. einkunn, 162% stlgs, Karl Strand, II. einkunn betri, 133% stigs, Kristján Jónsson, I. elnkunn, 148% stigs og Ólafur Slgurðsson, I. einkunn, 163% stigs. t t t Hreyfilbátar sóttu sjó frá Siglufirði í vetur. Voru gæftlr góðar og afli dá- góður, svo að sjómenn báru ágætan hlut úr býtum, því að verðlag á fiskin- um var hátt. Upp á síðkastið hefir Friðrik Guðjónsson útgerðarmaður haldlð út tveim vélbátum. Premur hef- ir verið saltlítið, þvi að mlklð af salt- birgðmn þelm, sem tll voru í bænum, voru seldar i vetur. Kosin var stjórn. í fram- kvæmdastjórn hlutu kosningu: Þórarinn Þórarinsson'- ritstjóri, formaður, Jón Emil Guðjóns- son kennari, ' ritari, Egill Bjarpason afgreiðslustjóri, gjaldkeri, Jón Helgason blaða- maður, varaformaður, og Sig- urður Hafstað lögfræðinemi, meðstjórnandi. Aðalstjórn skipa, auk fram- kvæmdastjórnar, einn fulltrúi fyrir hverja sýslu eða kaupstað, þar sem samtök Framsóknar- manna eru starfandi. Eftirtald- ir menn voru kjörnir sýslu- og kaupstaðaf ulltrú ar: Gullbringu- og Kjósarsýslu: Sighvatur Gíslason, Sólbakka. Varamaður: Guðm. Danívals- son, Keflavík. ílorgarf jarðarsýslu: Haukur Jörundsson, Hvanneyri. Vara- maður: Kristinn Júlíusson, Leirá. Mýrasýslu: Magnús Kristjáns- son, Hreðavatni. Varamaður: Edvald Friðriksson, Borgarnesi. Snæfellsnessýslu: Gunnar Guðbjartsson, Hjarðarfelli. Varamaður: Þorgils Stefánsson, Ólafsvík. Dalasýslu: Einar Kristjáns- son, Leysingj astöðum. Vara- maður: " Friðgeir Sveinsson, Sveinsstöðum. Barðastrandarsýslu: Grlmur Arnórsson, Tindum. Varamður: Baldur Guðmundsson, Patreks- firði. Vestur-ísafjarðarsýslu: Hjört- ur Hjartar, Flateyrí. Varamað- ur: Jón Ólafsson, Þingeyrl. Norður-ísafjarðarsýslu: Ás- geir Höskuldsson, Tungu. Var- maður: Jóhannes Jakobsson, Reykjarfirði. Strandasýslu: Þorstelnn Ól- afsson, Hlaðhamri. Varamaður: Ingimundur Ingimundarson, ■ Svanshóli. _ (Frh. á 4. síðu) Brezka herstjórnin lét I gærkvöldi útvarpa tilkynnlngu um flugvél, er hún óttast að hlekkzt hafi á. Átti lhún að fljúga suður yfir öræfin og fór hún af stað um hádegisbillð í gær. Sást hún á lofti klukkustund eftir að hún hófst til flugs, en siðar hefir hennar hvergi vart orðið og þykir því einsýnt, að hún hafi hrapað til jarðar eða nauðlent í óbyggðum. t r r í gærkvöldi um áttaleytið sást ókunnug flugvél á sveimi yfir Hrúta- firði. Yfir túnið á Prestsbakka flaug hún mjög lágt, og telja menn tveir, er staddir voru úti, sig hafa séð haka- krossmerki á stéli hennar og búk. Hluti túnsins á Prestsbakka er slétt og jafnlent og má vera, að flugmennimlr hafi verið að virða fyrlr sér lendingar- skllyrði þar, er þair lækkuðu flugið. r r t í síðastliðinni vlku var þýzkur mað- ur, August Lehmann að nafni, er farið hefir huldu höfðl á landi hér allt síðan Bretar hertóku landið i maímánuði 1 fyrra, handtekiim á Patreksfirði. Leh- mann hefir á þessu árs timabili flækzt víða um land, en þó einkum haldlð sig á Vestfjöröum upp á síðkastið. Hafðist við uppi í fjalli, er Bretar tóku hann höndum. í fyrra var hann i Borgarfirði. Af 600 krónum, er hann þá hafði handa á mllli, áttl hann enn eftlr á þriðja hundrað krónur, er hann var teklnn. t t t Sá atburður gerðist snerjima á laugardagsmorgun, að háð var hörð sjóorusta milli brezkra og þýzkra herskipa á hafinu milli íslands og Grænlands. Öflug brezk flotadeild hitti þýzka orustuskiplð „Bismarck“, ásamt nokkrum minni skipum, og sló þegar í bardaga. Tókst sjóliðum á Bismarck að hæfa skotfærageymslu á Hood, stærsta herskipi Breta, með þeim afleiðingum, að það sökk á fáum mínútum. Þýzku skipin treystu sér þó ekki til að halda orustunni áfram og lögðu á flótta. Brezk herskip og flug- vélar hafa elt þau og í gær- kveldi var tilkynnt í London, að Bismarck hefði verið hitt með tveimur tundursprengjum og myndu þær skemmdir, sem af þeim hlutust, sennilega draga úr hraða skipsins. í morgun var tilkynnt í Berlín, að Bismarck hefði átt „í orustu við brezkt ofurefli síðan kl. 9 í gærkveldi.“ Tveimur klst. síðar var tilkynnt í London, að Bismarck hefði verið sökkt og mun- skipið þá hafa átt um 100 sjómílur ófarn- ar til Brest. Hood var stærsta herskip heimsins, rúmlega 42 þús. smál. og hafði um 1300 manna áhöfn. Mun hún hafa farizt með skip- inu. Smíði Hoods var lokið 1920 og kostaði skipið fullgert 6 milj. sterlingspunda. Hraði þess var 32 mílur á klst. Það hafðl 8 fall- byssur 15 þumlunga og tólf fallbyssur 5.5 þumlunga. Þótt Hood væri stærsta her- skip Breta,- var það ekki bezta herskip þeirra. Nýju orustu- skipin af 35 þús. smálestagerð- inni eru stórum fullkomnari og sterkbyggðari. George V. er eitt þeirra og var hann í flotadeild- inni með Hood. Hefir hann sennilega unnið á Bismarck. Bismarck var stærsta orustu- skip Þjóðverja og var það ekki fullgert fyrr en í nðvember síð- astliðnum. Það var 35 þús. smál., gat farið 28 sjómilur á klst., hafði 8 fallbyssur með 15 þuml. hlaupvídd og margar smærri. Þjóðverjar töldu það fullkomn- asta herskip heimsins, og væru í því svo mörg vatnsþétt hólf, að ómögulegt væri að sökkva því. Frétzt hefir, að fjarlægðin milli Bismarcks og Hoods hafi verið um 17 enskar mílur, þegar Hood fékk skotið, sem hitti skotfærageymsluna og sprengdi skipið í loft upp. Þjóðverjar segja, að Bismarck hafi undanfarið rekið sjóhern- að á Norður-Atlantshafi og grandað kaupförum, sem nema samtals 120 þús. smál. Áður var haldið, að hin eldri orustuskip Þjóðverja, Gneisenau eða Scharnhorst, hefðu haldið uppi þessum hernaði. Þessi atburður er mjög at- hyglisverður fyrir íslendinga, því að hann sýnir enn betur en áður var ljóst, hversu aðalátök styrjaldarinnar hafa færzt Hærri landinu. Annars vekur það athygli, að sjóhernaður Þjóðverja á At- lantshafi virðist hafa borið minni árangur seinustu vikurn- ar en í apríl og marz. Kaup- skipatjón Breta virðist hafa minnkað á þessum slóðum. Kafbátatjón Þjóðverja virðist hafa orðið mikið, og þeir hafa m. a. misst þrjá frægustu kaf- bátaforingja sína nýlega. Einn þeirra, Kreschmre, er stríðs- fangi hjá Bretum, en hinir, Prien, sem sökkti „Royal Oak“, og Sche-pke, hafa farizt með kafbátum slnum. Aðrar fréttir. Stórorusta geisar nú á Krít. í upphafi viðureignarinnar náðu Þjóðverjar á vald sitt helztu flugstöð eyjarinnar, Malemi, og hafa síðan getað flutt þangað aukið lið, aðallega loftleiðis. Eitthvað af liði munu þeir hafa getað flutt í fiskibátum til eyj- arinnár. Þjóðverjar sækja nú frá Malemi til Sudaflóa, þar sem eru helztu flotastöðvar Breta. Viðurkenna Bretar, að Þjóðverjar hafi rofið þar varn- arlínu þeira á einum stað í gær, en hersveitir Ný-Sjálendinga hafi svarað með gagnáhlaupi og standi sú viðureign nú yfir. Muni hún geta haft örlagarík- A víðavangi ÞING S. U. F. 'Það mun vera langt síðan, að jafn örðugt hefir verið og nú að halda fjölmennt mót, þar sem mættir væru fulltrúar úr flestum héruðum landsins. í sveitum er nú óvenjuleg fólks- ekla, við sjávarsíðuna er venju fremur mikil atvínna og sam- göngur á sjó eru mun minni en á undanförnum árum. Þegar á þetta er litið, verður það að teljast mjög glæsilegt, að um 100 ungra manna og kvenna skyldu sækja þing ungra Fram- sóknarmanna, sem haldið var nú um helgina. Það ber áhuga ungra Framsóknarmanna gott vitni, því að flestir fulltrúarnir urðu að leggja á sig verulegan kostnað, meira og minna erfið ferðalög og áttu auk þess naum- ast heimangengt, sökum aðkall- andi starfa þar. Það má óhætt fullyrða, að enginn annar flokkur myndi geta haldið slikt æskulýðsþing. Þing Samb. ungra Sjálfstæðismanna, sem haldið var síðastl. haust, var stórum fámennara, þótt að- staðan væri þá betri. Þing S. U. F. á Laugarvatni um síðastliðnu helgi, er talandi tákn þess, að Framsóknarflokkurinn er enn sem fyrr sá flokkur, er æskan treystir bezt og veitir því ör- uggast brautargengi. STARF S. U. F. S. U. F. var stofnað fyrir þremur árum. Á þessum tíma hefir það verið athafnasamasti pólitískur æskulýðsfélagsskapur landsins. Það hefir nú innan sinna vébanda næstum 40 fé- lög og ná nokkur þeirra yfir heil kjördæmi. Víða er þó fé- lagsstarfsemin enn í bernsku, en hvarvetna kemur fram á- hugi fyrir eflingu hennar. Út- gáfustarfsemi S. U. F. hefir ver- ið sérstaklega umfangsmikil. Það hefir gefið út þrjú bindi af ritgerðasafni Jónasar Jónsson- ar. Það hefir keypt og gefur út bókmenntatímaritið Dvöl. Loks gefur það út æskulýðsblaðið Ingólf, sem kemur út hálfsmán- aðarlega. Með þessu útgáfu- starfi vinnur S. U. F. þýðingar- mikið stjórnmálalegt og menn- ingarlegt starf. En til þess að þetta berL þó fullan árangur, þurfa ungir Framsóknarmenn að vinna einhuga að því að út- breiða bækur, timarit og blað S. U. F. Margir hafa unnið gott starf á því sviöi, en fleiri þurfa þó að bætast í hópinn, MÁL MÁLANNA. Þing S. U. F. tók aðeins eitt mál til sérstakrar meðferðar, auk félagsmálanna. Það var þjóðræknismálið. Ályktanir þingsins í málinu eru birtar á öðrum stað. Það var skýrt á binginu og fulltrúarnir virtust því alveg samþykkir, að öll að- staða væri nú þannig vaxin, að ’oetta mál hlyti að verða mál málanna. Það skipti þó ekki mestu, að gera um það stórar og hátíðlegar samþykktir, held- or að hver og einn reyni að tullnægja þeim kröfum, sem til oans verður að gera í þessum ofnum. Ungir Framsóknarmenn munu láta sig þetta mál mestu skipta á næstunni. Hjá þeim mun það verða mál málanna og blað þeirra, Ingólfur, mun helga ’oví mikið af rúmi sinu. ar afleiðingar. Ófrétt er enn um úrslit. Þjóðverjar telja sig hafa ;ökkt svo mikið af brezkum her- skipum, sem hafa verið á verði milli Krítar og Grikklands- strandar, að Miðjarðarhafsfloti Breta sé orðinn sáralítill. Bret- ar telja þetta. ýkjur einar. Margir giska á, að einn tilgang- urinn með Krítarsókn Þjóð- verja sé að lokka brezka flot- ann þangað, en á meðan geti þeir flutt lið til Libyu. (Framh. á 4. siOu.) A KTKiOssa'OTUM: Embættispróf. — Frá Siglufirði. — Flugvélar saknað. — Ókunn flugvél nyrðra. — Þýzkur maður handtekinn í Patreksfirði.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.