Tíminn - 27.05.1941, Page 4
232
TlMPÍN, þrijSjudaglim 27. mai 1941
58. blað
tJ R BÆNIIM
Sjómannadagurinn
verður að þessu sinni haldinn sunnu-
daginn 8. júní. En svipminni verður
hann nú en að vanda, þar sem allar
útiskemmtanir hafa verið bannaðar.
Opinberun
í gær opinberuðu trúlofun sína Mar-
grét Aðalsteinsdóttir, Djúpavogi, og
Jón Ófeigsson, Hafnarnesi, Hornafirði.
í fyrrinótt
var bifreið stolið á Sólvallagötu. Var
kyrr á sínum stað seint á sunnudags-
kvöldið, en í gærmorgun var hún
horfin. Lögregluþjónar leituðu bifreið-
arinnar í gær, en fundu eigi.
Áheit á Strandarkirkju
að upphæð kr. 10,00, frá G., hefir
verið afhent Tímanum.
Gunnar Huseby
setti í gær nýtt met í kúluvarpi, er
hann kastaði kúlu 14,31 metra á félags-
móti K. R. Pyrra metið var 13,74 metr-
ar, sett af Kristjáni Vattnes 1938. —
Gunnar Huseby er seytján ára gamall.
Þetta er talið næstbezta iþróttaafrek,
er innt hefir verið af höndum á kapp-
móti á landi hér. Það íþróttaafrekið,
sem bezt er talið, er 100 metra hlaup
á 10,9 sek.
Magnússon. Varamaður: Her-
mann Guðjónsson.
í þinglokin færðu fulltrúar
Bjarna Bjarnasyni skólastjóra
sérstakar þakkir fyrir góðar
móttökur. Hefir hann reynst
samtökum ungra Framsóknar-
manna öruggastur stuðnings-
maður í hópi eldri manna.
Þá þakkaði fundurinn Guð-
mundi V. Hjálmarssyni fyrir
vel unnin störf í þágu S. U. F.,
en hann lét af ritarastörfum,
sökum aldursákvæða.
Benedikt Sigurjónsson, lög-,
fræðingur í Reykjavík, var einn
fulltrúanna á sambandsþingi
ungra Framsóknarmanna að
Laugarvatni. Af vangá hefir
nafn hans fallið úr skránni um
fulltrúana. Föðurnafn Þóris á
Hlemmiskeiði hefir misprent-
azt. Hann er Þorgeirsson, en
ekki Þorgilsson.
Þing F. IJ. F.
(Framh. a1 1. síðu.J
Vestur-Húnavatnssýslu: Sig-
uröur J. Líndal, Lækjamóti.
Varamaður: Sigurður Tryggva-
son, Hvammstanga.
Austur-Húnavatnssýslu: Þórð-
ur Þorsteinsson, Grund. Vara-
maður: Jónas Tryggvason,
Finnstungu.
Skagaf jarffarsýslu: Magnús
Gíslason, Eyhildarholti. Vara-
maður: Anton Tómasson, Hofs-
ósi.
Eyjaf jarffarsýslu: Jóhannes
Haraldsson, Ytra-Garðshorni.
Varamaður: Jóhann Valdimars-
son, Möðruvöllum.
Akureyri: Jóhannes Elíasson
frá Hrauni. Varamaður: Jón
P. Hallgrímsson.
Siglufjörffur: Jón Kjartans-
son. Varamaður: Snorri Frið-
leifsson.
Suffur-Þingeyjarsýslu: Finn-
ur Kristjánsson, Halldórs-
stöðum. Varamaður: Kristján
Karlsson, Húsavík.
Norffur-Þingeyjarsýslu: Stef-
án Björnsson, Grjótnesi. Vara-
maður: Sigurður Jónsson, Ytra-
Lóni.
Norffur-Múlasýslu: Örn Ing-
ólfsson, Skjaldþingsstöðum.
Varamaður: Karl Gunnarsson,
Fossvöllum.
Suður-Múlasýsla: Vilhjálmur
Hjálmarsson, Brekku. Vara-
maður: Guttormur Sigurbjörns-
son, Gilsárteigi.
Austur- Skaf taf ellssýslu: J ón
Ófeigsson, Hafnarnesi. Vara-
maður: Þorsteinn Gíslason,
Þórisdal.
Vestur-Skaftafellssýslu: Sig-
urjón Pálsson, Söndum. Vara-
maður: Jón Ólafsson, Fagra-
dal.
Rangárvallasýslu: Ólafur
Guðmundsson, Hellnatúni. —
Varamaður: Ólafur Krlstjáns-
son, Seljalandi.
Árnessýslu: Jón Bjarnason,
Hlemmiskeiði. — Varamaður:
Grímur Thorarensen, Selfossi.
Vestmannaeyjar: Bjarni G.
Vanur plægingamaður
óskast til búnaðarsambands úti á landi. Ennfremur æfður drátt-
arvélamaður til að vinna við umferðaplægingar.
Upp'lýsingar gefur
PÁLMI EINARSSON
Sími 2718.
Dnglegnr
ungur maður með góða verzlunarmenntun getur fengið atvinnu
á skrifstofu Viðskiptanefndarinnar. Enskukunnátta nauðsynleg.
Umsóknir sendist til skrifstofu nefndarinnar.
Aðrar fréttlr.
(Framh. aj 1. síðu.)
Georg Grikkjakonúngur og
flestir grísku ráðherrarnir eru
komnir til Kairo. í upphafi inn-
rásarinnar á Krít reyndu fall-
hlífarmenn að ná staðnum, þar
sem konungur var, á vald sitt,
en það mishepnaðist og er það
þakkað snarræði og hreysti ný-
sjálenzkra hermanna.
Roosevelt forseti mun bráð-
lega flytja ræður og er búist viö,
að hann tilkynni þar aukna
þátttöku Bandaríkjanna í or-
ustunni um Atlantshaf.
Raeder flotaforingi Þjóð-
verja hefir lýst yfir því í blaða-
viðtali, að Bandaríkjunum yrði
svarað á viðeigandi hátt, ef þau
veittu Bretum aukna aðstoð í
orustunni um Atlantshaf. Er
talið, að með þessu hafi átt að
hafa áhrif á hina fyrirhuguðu
ræðu Roosevelts. Bandaríkja-
blöð gera lítið úr hótun Raeders.
Sextán undanfarnar nætur
hafa engar loftárásir verið
gerðar á London.
Darlan flotaforingi og vara-
forsætisráðherra Frakklands,
flutti ávarp til frönsku þjóðar-
innar á föstudaginn síðastlið-
inn. Hann sagði, að framtíð
Frakklands ylti á úrslitum
þeirra samninga, sem stæðu yf-
ir milli Frakka og Þjóðverja.
Frakkar ættu um líf eða dauða
að tefla. Hann ásakaði mjög
undirbúningsleysi fyrverandi
ríkisstjórna Frakklands. Hann
sagði, að Þjóðverjar hefðu ekki
krafist franskra nýlendna eða
að Frakkar fær;u í stríð við
Breta. Hann lýsti yfir því, að
Frakkar myndu ekki afhenda
flotann. Annars var ræða hans
óljós, en þó kom fram að hann
var þess hvetjandi, að tekin
yrði upp nánari samvinna við
Þjóðverja, því að það væri veg-
urinn til lífsins. Hann hvatti
þjóðina til að fylgja fast Petain
marskálki.
Laval hefir nýlega haldið
ræðu og sagði þar, að Hitler
hefði komið mjög drengilega
fram við Frakka. Frakkar ættu
Tafla yfir rekstrartíma Sundhallarinnar
sumarið 1941.
Frá mánudeginum 26. maí til 20. september.
Mánudaga
Þriðjudaga
7,30—11 f.h. 111 f.h.—5 e.h. 5—6,45 e.h.
é’yrir bæjarbúa
og yfirmenn
úr hernum
Fyrir
almenning
fyrir bæjarbúa
og yfirmenn
úr hernum
6,45—10 e.h.
Miðvikudaga —„
Pimmtudaga
Föstudaga
Pyrir almenning
Pyrir bæjarbúa
Fyrir almenning
iFyrir alla karlmenn
(5—6 f. konur) Fyrir bæjarbúa
Laugardaga i —„—
11 f^re'h Fr.2b5æSbúa
almenning almenning
6,45-10 e.h.
Fyrir alla
karlmenn
8—10 f.h.
Sunnudaga Pyrir bæjarbúa
: og yfirmenn úr hernum
10 f.h.—3 e.h.
Fyrir bæjarbúa
3—7 e. h.
Fyrir alla
karlmenn
Á helgidögum og lögskipuðum frídögum er opið eins og á sunnu-
dögum, nema annað sé auglýst. Á stórhátíðum er iokað allan dag-
inn. Miðasala hættir 45 mín. fyrir lokunartíma. (Geymið auglýs-
inguna.)
Sundhöll Reykjavíkur.
Tilkyuning
frá ríkissfjórninní
Með skírskotun til tilkynningar frá rík
isstjórninni, dags. 7. rnarz þ. á., um nauðsyn
þcss að öll íslenzlc skip, stærri en 10 smálestir
brúttó og minni en 750 smálestir, feng'ju ferða
skírteini hjá brezku flotastjórninni í Reykja-
vík, Akureyri, Seyðisfirði og Vestmannaeyj
um, tilkynnist hérmeð, að ferðaskirteinin
þurfa að fá áritun flotastjórnarinnar eins
fljótt os* kostur er á, eftir 1. júní.
Atvinnu- og’ samgöngumálaráðuneytið,
26. maí 1941.
enga framtíð án samvinnu við
Þýzkaland. Hann bað aBnda-
ríkjamenn að skilja þetta. Þetta
er í fyrsta sinn, sem Laval kem-
ur fram opinberlega, síðan
hann fór úr Vichystjórninni.
SKIPAUTC EWÐ
PÍIKISIMS
E3
a
Esja
42
Victor Hugo:
Esmeralda
43
meralda, sem olli því að leikurinn hans
góði var aldrei leikinn til enda.
ÖM1IR BÓK.
I. KAFLI
Úr öskunni í eldinn.
í janúarmánuði er dagurinn stuttur
og byrjar snemma að bregða birtu. Það
var því orðið skuggsýnt á götunum,
þegar Gringoire yfirgaf ráðhúsið. Hon-
um var rökkrið mjög að skapi. Hann
hvatti sporið, til þess komast sem fyrst
á dimma og mannlausa götu, þar sem
honum gæfist næði til þess að hugleiða
ófarir sínar og heimsku mannanna.
Það var líka hans eina huggun í þess-
um nauðum, að hugsa og bollaleggja,
því að heim þorði hann ekki að koma
eftir þann hörmulega ósigur, er hann
hafði beðið í leikhúsinu. Hann skuld-
aði sex mánaða húsaleigu, og húsbónd-
inn hafði bundið vonir sínar um borg-
un við þær tekjur, sem skáldinu myndi
hlotnazt af leiksýningunni og brúð-
kaupsljóði Margrétar af Flandern.
Hann ætlaði að ganga skáhalt yfir
torgið og inn í gamla borgarhlutann,
la Cité*), þar sem göturnar eru þröng-
*) Elzti hluti Parísarborgar, stendur á hólma
í Signu.
ar og skuggsælar. Hugur hans streittist
sífellt við að finna einhverja leið til
bjargar úr þeirri þröng, er hann var
kominn í. í sömu svifum kom Kvasi-
modo og hersing hans beint í flasið á
honum. Bumbur voru barðar og blys á
lofti borin. Hann leitaði óðar undan-
komu, hryggur í huga, og sneri flótt-
anum að Mikaelsbrúnni. En þar mætti
hann hópi drengja, sem hlupu um með
blys og skoteída.
Hann bölvaði Ijósaganginum og sneri
við að Kauphallarbrúnni. Þrír stórir
líndreglar höfðu verið hengdir á húsin
við brúna; á þeim voru myndir af kon-
unginum, erfðaprinsinum og Margréti af
Flandern. Á sex minni líndúkum gat að
líta myndir af hertoga Austurríkis, kar-
dínálanum af Bourbon, de Beaujeu og
öðrum stórmennum. Hvarvetna var blys-
um komið fyrir, og mikil mannþröng
var í grennd við myndirnar,
— Hamingjusami listamaður, Jóhann
Fourbault, tautaði Gringoire og and-
varpaði um leið og hann sneri baki við
myndunum. Nú komst hann á götu, sem
var svo dimm og eyðileg, að hann leyfði
sér að vona, að ekkert yrði þar til þess að
trufla þær döpru hugrenningar, er sett-
ust að honum. Hann reikaði því eftir
henni niður að Signu. Þar gaf hann
staðar, altekinn af sorg. Hár hvellur
fer austur um til Akureyrar n
k. föstudag, 30. þ. m.
Vörumóttaka á • venjulega
viðkomustaði á miðvikudag.
Pantaðir farseðlar sækist á
fimmtudag.
heildsölubirgðir:
.ÁRNIJÓNSS0N
REYKJAVÍK
Hreinar
léreftstnsknr
kanplr
Prentsmiðjan Edda
■ GAMLA BÍÓ-
STÚLKAN
frA mexico
(Mexican Spitfire)
Amerísk gamanmynd.
Affalhlutverkin leika:
LUPE VALEZ,
LEON ERROL
og
DONALD WOODS.
Sýnd kl. 7 og 9.
-NÝJA BÍÓ-
DODGE CITY
Mikilfengleg og spennandi
amerísk stórmynd frá
Warner Bros. — Tekin í
eðlilegum litum. —
Aðalhlutverkin leika 3
glæsilegustu leikarar am-
erísku kvikmyndanna:
OLIVIA de HAVILAND
ERROL FLYNN
ANN SHERIDAN.
Sýnd í dag kl. 7 og 9.
Börn yngri en 16 ára
fá ekki affgang.
Látið
S A V O X
de
P A R I S
varðveita hörund yðar
— gera það mjúkt og
/ heilbrigt og verja það
' öllum kvillum. SAVON de PARIS
v i J, ' er mjúk sem rjómi og hefir
yndislegan hressandi rósailm. —
Notið beztu ofi vönduðustu sápuna!
- Notið SAVON de PARIS -
Eftirtaldar vörur
höfum við venjolega til söla:
Frosið kindakjöt af
DILKUM — SAUÐUM — ÁM.
NÝTT OG FROSIÐ NAUTAKJÖT,
SVÍNAKJÖT,
ÚRVALS SALTKJÖT,
ÁGÆTT HANGIKJÖT,
SMJÖR,
OSTAR,
SMJÖRLÍKI,
MÖR,
TÓLG,
SVIÐ,
LIFUR,
EGG,
HARÐFISK,
FJALLAGRÖS.
Samband ísl samvinnuiélaga.
Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag.
Reykliús. - Frystihús.
Xiðursuðuverksmiðja. - Bjúgnagerð.
Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður-
soöið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og álls-
konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu.
Hangikjöt, > ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði.
Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir
fyllstu nútímakröfum.
Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar
um allt land.
Egg frá E^jasölusamlagi Reykjavíkur.
TÍMIHN er víðlesnasta auglýsin^ablaðið!