Tíminn - 05.06.1941, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.06.1941, Blaðsíða 3
61. blað TÍMBVíV, flmmtndagtim 5. jjuní 1941 243 menntaðir menn, sem á 70 ár- um hafa tekið alla verzlun ís- lands úr höndum útlendinga og gert hana innlenda. Það ætti nú að vera þakklætið og viður- kenningin frá hálfu þjóðfélags- ins, að svo væri fyrir mælt með lögum, að engir sjálfmenntaðir menn ættu að eiga aðgang að framhaldsnámi í viðskiptamál- um, sem kostað væri af íslenzka ríkinu. Ég vil enn nefna til skýring- ar þessu máli tvo forustumenn í íslenzkum viðskiptamálum, sem báðir hafa verið kvaddir til vandasamra milliríkjastarfa fyrir þjóðfjlagið. Annar er úr hópi kaupfélagsmanna, hinn úr flokki kaupmanna. Annar er Vilhjálmur Þór, kaupfélags- stjóri frá Akureyri, forstö'ðu- maður íslandssýningarinnar 1 New York, fyrsti aðalræðismað- ur íslendinga í Vesturheimi og núverandi bankastjóri i Lands- bankanum. Hinn er Jóhann Þ. Jósefsson, kaqpmaður og út- gerðarmaður í Vestmannaeyj- um og þingmaður þess kjör- dæmis og margreyndur samn- ingamaður fyrir íslands hönd frá undanförnum árum. Báðir þessir menn hafa byrjað á verzlunarstörfum mjög ungir og án skólagöngu. Báðir hafa menntazt og framazt vel, num- ið tungur margra erlendra þjóða, komizt í fremstu röð hvor í sinni starfsgrein, og leyst fyrir þjóðina mörg vanda- söm málefni erlendis. Það er vitanlegt, að slíkir menn fóru ekki í sex ára undirbúningsskóla og álíka langt framhaldsnám. Þeir fóru styttri leið, vegna hæfileika sinna, og eru komnir í hinar vandasömu stöður, þeg- ar jafnaldrar þeirra, sem minna pund hafa til ávöxtunar, eru að klifa hina seinfæru leið meðal- mennskunnar. Mér þykir engan veginn ólík- legt, að ef til hefði verið þriggja ára viðskiptaskóli, með þungu og margbreyttu námi, þegar Jó- hann Jósefsson og Vilhjálmur Þór voru ungir verzlunarmenn, þá hefðu þeir búið sig undir slíkt nám með hjáverkavinnu og tekið framhaldsskólann, af því að ekki þurfti að eyða þar mörgum árum, en léttir að þeirri þekkingu og æfingu, sem þar fékkst, ef hún var ekki vaf- in 1 of þunglamalegar umbúðir. Drög þau að reglugerð, sem starfsmenn viðskiptaháskólans hafa samið og leggja nú tilbúna til staðfestingar, gera ráð fyrir að leysa þetta mál á eðlilegum grundvelli. Inntökuprófið er þungt. Stúdentar þurfa að bæta við sig nokkurra mánaða námi verzlunarlegs eðlis, og ef til vill 1 vissum greinum þjóðlegra fræða. Piltar, sem ekki eru stúdentar, verða að sínu leyti að búa sig undir enn fleira. En sú leið er þó opin duglegum mönnum. Samkvæmt þessum tillögum opnar viðskiptaháskól- inn dyr sínar fyrir duglegum, vel undirbúnum stúdentum, en engu að síður fyrir duglegum og vel undirbúnum mönnum úr verzlunarstétt landsins og frá athafnastörfunum. Síðan kem- ur erfið skólaganga í þrjú ár, skólaganga, sem ekki er fær öðrum mönnum en þeim, sem geta lagt á sig mikla vinnu. Hér er ekki spurt um stétt eða vöru- merki á nemendum, ekki ann- að en hæfileika, undirbúning, dugnað og starfhæfni. Hvort slíkur viðskiptaháskóli er til húsa í einni eða annarri bygg- ingu, skiptir engu máli. Hann á ekki að vera atvinnuleysingj a- stofnun, heldur vinnustöð fyrir þróttmikla menn. Leið rektors í þessu máli leiðir í blindgötu, af þvi að fyrir honum vaka ein- göngu stéttarhagsmunir nokk- urra námsmanna, og af því að hann vill útiloka þá menn, sem hafa leyst af hendi öll afrekin í jjslenzkri verztun síðan um 1870. Úrræði ' forráðamanna verzlunarskólans er vafasamt, af því ekki er séð, að það henti skóla þeirra að setja hann í beint samband við annarlega stofnun og breyta henni veru- lega til óhagnaðar fyrir þá menn, sem ekki stunda fram- haldsnám. Auk þess er vafa- samt, hvort 6 ára skólaganga í undirbúningsdeild er að öllu leyti heppileg fyrir tilvonarídi athafnamenn. En mesti ágall- inn á leið verzlunarskólafor- • kólfanna er þó það, að þeir taka ekki tillit til hins mikla fjölda ungra verzlunarmanna, sem komnir eru út í lifsbaráttuna og geta ekki búið sig undir við- skiptaháskólann nema með hjá- verkavinnu, samhliða daglegum störfum. Það eru engar líkur til, að athafnamenn og verzlunarstétt landsins láti nokkurn tíma loka fyrir sér götunni að námi í ís- lenzkum viðskiptamálum. For- ráðamenn háskólans verða þess vegna að velja um, hvort þeir vilji missa af að hafa viðskipta- háskólann í háskólabygging- unni eða taka við nemendum, sem ekki hafa stúdentspróf. Þeir verða að velja um skipu- lag Jóns Sigurðssonar, þar sem háskólinn miðar starf sitt við þarfir þjóðarinnar allrar, eða ímyndaða sérkreddudrauma þekkingarsnauðra viðvaninga um uppeldis- og þjóðfélagsmál. Viðleitni Alexanders Jóhann- essonar til að útiloka verzlunar- stéttina frá viðskiptanámi kem- ur glögglega fram í nafni því, er hann velur deildinni. í stað þess að láta viðskiptanámið vera sérstaka delld og halda nafni sínu, reynir hann að láta nafnið gleymast. Hann vill fyrst búa til nýja deild í hagfræði og spyrða hana saman við laga- deild, og á titill námsins að vera tengdur við þessar virðulegu deildir. Viðskiptanámið á að vera nafnlaus fylgifiskur hag- fræði- og lagadeildar. Með þessu vill rektor háskólans sýna við- skiptanáminu sem mesta lítils- virðingu og undirstrika í aug- um almennings, að það sé ann- ars og lægra eðlis heldur en aðrar námsgreinar í stofnun- inni. Það myndi áreiðanlega ekki verða metnaðarmál manna, sem hefðu nokkurn þroska og sjálfsvirðingu, að stunda nám þar, sem þeim væri fyrir fram búin skipuleg lítilsvirðing. Um hagfræðideild í háskólan- um er það að segja, að um hana hefir ekki verið beðið af borg- urum landsins eða Alþingi. Fram að þessu hafa íslending- ar talið það eina af þeim grein- um, sem eðlilegt væri að íslenzk- ir námsmenn sæktu til útlanda. Þjóð, sem er ekki nema 120 þús- undir, getur ekki borið uppi há- skólakennslu í mjög mörgum námsgreinum. Kemur þar jafnt til greina vöntun hæfra manna í mörg slík embætti og tilkostn- aður þjóðfélagsins. Hættan er sú, að ef ofurkappsfullir en grunnfærir menn fjölguðu mjög kennsludeildum við há- skólann, svo sem í hagfræði, stærðfræði og heimspeki, til að nefna nokkur dæmi, myndi það bæði vera of þungur baggi fyrir þjóðfélagið, og hins vegar um að ræða útþynnta kennslu, svo að námsmarkið lækkaði frá því, sem verið gseti, ef slíkt nám væri stundað í háskólum stærri þjóða. Ein af ástæðum til þess, að vafasamt má telja að fjölga mjög ört deildum háskólans, er það, að stofnunin er tæplega búin undir að koma á þær full- komnu skipulagi. Nægir í því efni að benda á viðleitni Alex anders Jóhannessonars að koma upp verkfræðikennslu í háskól anum í vetur sem leið. Fékk hann hjá ríkisstjórninni all- mikla fjárhæð í því skyni að búa unga verkfræðinga undir að ljúka fyrrihlutanámi hér heima. Erlendis verða nemend ur í verkfræðinámi að vera 10— 12 tíma við hörkustörf í þeim fræðum alla virka daga. Hér var allt laust i böndunum. Tíu kennarar með 10 króna tíma- kaup. Nemendur oft 1—3 í tíma. Ekkert aðhald, engin forstaða. Engir samningar við nokkra er lenda stofnun um að taka við þessum nemendum. Auk þess má kalla vonlaust, að nemend- ur, sem aldir hafa verið upp á þess konar vanræksluútigangi, verði taldir færir til að setjast á bekk með öðrum nemendum, sem fengið hafa skipulega fræðslu. Rektor háskólans mun hafa búizt við, að erfitt yrði að koma nemendum með þess kon- ar undirbúningi ájleiðis í er- lenda háskóla. Hefir hann þess vegna látið rannsaka tilkostn- að við sérstaka verkfræðideild hér á landi. Samkvæmt þeim útreikningum var talið, að ef útskrifa ætti 5 nemendur á ári, myndi námskostnaður nema 100 þús. krónum árlega. Þó var þar ekki talinn með byggingar- kostnaður eða rekstur við ýmiss INNILEGT ÞAKKLÆTI öllum þeim sem heiðruðu mig og glöddu á sextugsafmœli mlnu, með heimsóknum, gjöf- um og heillaóskum. — Guð blessi líf og störf þeirra. Múla, Vestur-Húnavatnssýslu. JÓNAS JÓNASSON. Mjólkursamsalan tilkynnir: Fimmtudagiim 5. þ. m. opnum vér mjólk- ur- og brauðabúð i húsinu nr. 82 við Laugaveginn. Kartóflur Nú eru síðustu forvöð að tryggja sér útlendar kartöflur, til sölu og notkunar, þangað til nýja uppskeran kemur, sem von- andi verður fyrripartinn í ágúst,- Verðið helzt óbreytt þessa viku. Grænmetisverzlun ríkisins. iialtkfötið gcngur óðum til þurðar Heimili, sem ætla að fá sér kúta eða hálftunnur til sumarsins, þurfa að láta okkur vita bráðlega. Útgerðarmenn, vegaverkstjórar og aðrir, er þurfa saltkjöt, sem verulegu nemur, panti það hið fyrsta. Sendum á ahar hafnir eftir því sem ferðir falla. Samband samvíimuíélaga Sími 1080. Grímur bóndi á Bessastöðum í greinarkorni um aðsetur komandi þjóðhöfðingja, þar sem Bessastaðir eru taldir ósæmi- legur bústaður slíkum tignar- manni, er að þarflausu sælst til þess að hnjóta 1 Grím Thom- sen og gefið i skyn, að hann hafi verið búskussi, enda hon- um fyr verið brigslað með bóndanafninu, rétt eins og Tú- bals. Af því mér mun kunnugra flestum, sem nú eru ofan mold- ar, um búskap hans, nenni ég ekki að láta slíkum skoðunum alveg ómótmælt. Grímur byrjaði búskap sinn með því að efna til útgerðar frá Bessastöðum, beint í þeim til- gangi, að nota sjófang til á- burðar, og varð það til þess, að hann græddi út túnið (svokall- aða Sjóbúðarflöt), en sá útveg- ur bar sig ekki, sem engin von var til, eftir því er búhyggn- asti maður þar á nesinu, Krist- ján Matthíasson á Hliði, sagði mér, og var því lagður niður eftir fá ár. Sumarið 1880 hafði verið sléttað þó nokkuð í tún- inu og mun óhætt að segja, að- síðan hafi hann látið slétta eitthvað ár hvert meðan hann lifði og mundu þeir færri sem það gerðu á þeim árum. f ann- an stað hafði hann safnfor og hlöður fyrir hey sín og var það all sjaldgæft í þann mund. Yf- ir höfuð lét hann sér annt um túnræktina, enda fékk hann um 500 hesta af töðu 1880 og yfir 300 í harðærinu 1881 og var það fágætt á slægjulausri jörð á þeim árum. Hitt er aftur satt, að bú hans var aldrei stórt, 6— 8 kýr, rúmlega hundrað fjár og 12—15 hross, en skepnurnar voru fallegar og vel með farnar og hefir það löngum þótt far- sæll búskapur. En sérstaklega munu Bessa- staðir bera hans menjar sakir friðunar nessins. Þegar hann tók þar við mátti Bessastaða- nes heita blásið niður 1 urð og grjót eftir hrossabeitingar höf- uðsmanna og skólamanna. Var honum því fremst í mun að græða landið og tókst honum það vel, að nesið var algróið er hann dó, svo að ekki hefir orð- ið betur síðan. Að þessu leyti var hann á undan sínum tíma og getur verið til fyrirmyndar (Framh. á 4. siðu). Auglýiing um skoðun bífreíða og bífhjóla í Gullbring-u- og Kjósarsýslu og Hafnarfjarðarkaupstað Samkvæmt bifreiðarlögunnm tilkynnist liérmeð, að hin árlega skoðun bifreiða og bif- hjóla fer á þessu ári fram sem hér segir: 1 KEFLAVtK: fimintudaginn 12. júní og föstudaginn 13. júnx kl. 10—12 árdegis og 1—6 síðdegis báða dagana. Skulu jiá allar bifreiðar og bifhjól úr Keflavík-, Hafna-, Miðness- og Gerða-lireppum koma til skoðunar að Vörubílastöð Keflavikur. t GRUVÖAVÍK: mánudaginn 16. jiiní kl. 1—5 síðdegis, við verzlun Einars í Garðhúsum. Skulu ]>ar koma til skoðunar allar bifreiðar og bif- hjól úr Grindavík. t HAFIVARFIRÐI: miðvikudaginn 18. jiiní og fimmtudaginn 19. og föstudaginn 20. jiiní kl. 10—12 ár- degis og 1—6 síðdegis. Fer skoðun fram við Akurgerði, og skulu þangað koma til skoðunar allar bifreiðar og bifhjól úr Hafnarfirði, Vatnsleysustrandar-, Garða- og Ressastaðahreppum, svo og úr Kjósar- sýslu. I*eir, sem eiga farþegabyrgi á vörubifreið- ar, skulu koma isieð þau til skoðunar ásamt bifreiðum sínum. Vanræki einhver að koma bifreið sinni eða bifhjóli til skoðimar, verður haitn látinn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögunum. Rifreiðaskattux*, sem fellur í gjalddaga 1. n. m. (skattárið frá 1. júlí 1940 til 1. jiilí 1941), skoðunargjald og iðgjöld fyrir vátryggingu ökumanns, verður insaheimt um leið og skoðun fer fram. Sýna ber skilrxki fyrir þvi, að lögboðin vá- trygging fyrir hverja bifreið sé x lagi. Þetta tilkynnist hérmeð öllum, sem hlut eiga að máli, til eftirbreytni. Sýsluxxxaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógetinn í Hafaiarfirði, 3. júni 1941. RERGITR JÓASSOA 66 Victor Huf/o: Esmeralda N konar vinnustöðvar með marg- háttuðum og dýrum vélum. ánægju, sem skein af ásjónu Kvasi- modos, er latabað var inn á torgið. Þetta var í fyrsta sinni á æfinni, sem hann skynjaði þessa tilfinningu, sjálfs- ánægjuna. Allt til þessa hafði hann að- eins þekkt til fyrirlitningar, undirgefni og óvirðingar. Nú var hann hylltur af hinum fjölmenna hópi, sem viðstaddur var. Þó fann hann það, að hann hataði þennan mannfjölda, og fólkið hataði hann sjálfan og fyrirleit. Hverju skipti það, þótt förunautar hans væru fávitar, betlarar, flækingar og vasaþjófar? Það, sem mestu máli skipti, var, að hann var foringi þessa vesala fólks. Honum geðjaðist hið bezta að öllum þessum hæðnisblöndnu hyll- ingarópum. Hann hugði, að mannfjöld- anum væri alvara, þegar hann æpti og tjáði honum hollustu sína. Hann skildi alls ekki, að hann var hafður að leik- soppi. Það var eigi laust við, að mannskar- inn óttaðist afleiðingar þessa atferlis. Krypplingurinn var ekki allur þar sem hann var séður. Hann gat verið hefni- gjarn, ef honum bauð svo við að horfa. Kvasimodo mun þó engan veginn hafa gert sér fulla grein fyrir tilfinn- ingum sínum né annarra. Andinn, sem hafði aðsetur í þessum vanskapaða líkama, var, sem gefur að skilja, næsta En aldrei varð sorgarskugga vart á á- sjónu hennar. Hún virtist syngja af gleði eins og fuglar himinsins. Esmeralda söng gamalt spænskt Ijóð. Söngur tatarastúlkunnar hafði vakið Gringoire af djúpum þönkum. Hann hlustaði í hrifni, gleymdi jafnvel stað og stundu. Þetta var fyrsta friðarstund hans um langa hríð. En brátt urðu snögg umskipti. Sama kvenröddin lét til sín heyra að nýju og truflaði söng Esmeröldu. — Þegiðu, helvitis engisprettan þin, æpti konan. Vesalings tatarastúlkan þagnaði. Gringoire fól andlitið í höndum sér. — Farðu til fjandans, skepnan þín. Nú hafa strengir hörpunnar brostið! hrópaði hann. Aðrir viðstaddir æptu hrakyrðum að henni og bölvuðu og rögnuðu. Efalaust mundi einsetukonuna hafa mátt iðra þess, að hún skyldi trufla söng tatarastúlkunnar, ef skrúðfylkinguna, sem fyrr var frá sagt, hefði eigi borið að í sömu mund. Menn fóru með mesta hávaða og látum. IV. KAFLI Djákninn við Frúarkirkjuna. Á leiðinni frá ráðhúsinu til aðal- torgsins höfðu velflestir umrenningar,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.