Tíminn - 05.06.1941, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.06.1941, Blaðsíða 4
244 Reykjavík, fimmtudagiim 5. |úní 1941 61. blað ÚR BÆNUM Stjórnlagadagur Dana er í dag og taka danski sendiherrann og frú de Fontenay á móti gestum klukkan 4—6, svo sem venjulega. íslandsgliman fer fram í íþróttahúsi Jóns Þorstems- sonar í kvöld og hefst kl. 9. Þátttak- endur verða 10 frá íjórum félögum. Núverandi glímukóngur, Ingimundur Guðmundsson, tekur ekki þátt í glím- unni. Meðal keppendanna verða Geir- finnur Þorláksson frá Skútustöðum í Mývatnssveit og Kjartan Guðjónsson glímusnillingur. Kappreiffar Hestamannafélagsins Fáks fóru íram á skeiðvellinum á annan hvítasunnu- dag. Hestarnir voru reyndir í 8 flokk- um. Á horfendur voru taldir vera á 5. þúsund. Veðmálin námu nær 16 þús- und krónum. Úrslit urðu þessi: 1. fl. Skei6hestar: 1. Skjóni, eig. Jón Jóns- son, Varmadal, 29,5 sek. Hinir hlupu upp. Bankinn gaf 22 kr. fyrir 10. 2. fl. SkeiShestar: 1. Þokki, eig. Friðrik Hannesson, 2. Urban, eig. Jón Böðvars- son. Bankinn gaf 20 kr.fyrir hverjar 10. 3. fl. Stökkhestar: 1. Brana, eig. Sigur- geir Guðvarðsson, 25,6 sek., 2. Hrani, eig. Haukur Nielsson, Helgafelli, 25,8. Bankinn gaf 27 kr. fyrir 10. 4. fl. Stökk- hestar: 1. Blakkur, eig. Þorgeir H. Jónsson, 25,4 sek., 2. Logi, eig. Sólveig Baldvinsdóttir, 25,4 sek. Bankinn gaf 17 kr. fyrir 10. 5. fl. Stökkhestar: 1. Hörður, eig. Finnbogi Einarsson, 27,3 sek. Bankinn gaf 35 kr. fyrir 10. 6. fl. Úrvalssprettur skeiShesta: 1. Þokki 24,8 sek„ 2. Skjóni, 24,8 sek. Bankinn gaf 20 kr. fyrir hverjar 10. 7. fl. Úrvals- sprettur stökkhesta, 300 m.: 1. Hrani, 24,8 sek., 2. Austri, 25,0 sek. Bankinn gaf 140 kr. fyrir hverjar 10. 8. fl. Úr- valssprettur stökkhesta, 350 vi.: 1. Hörður 27,3 sek., 2. Þráinn 27,7 sek. Bankinn gaf 20 kr. fyrir 10. Færeyskúr verkamaffur varð fyrir fólksbifreið á Suðurgötu á sunnudagskvöldið. Hann fótbrotnaði og handleggsbrotnaði. Brezk bifreið ók í gær á dreng, er stóð á gangstétt- lnni innarlega á Hverfisgötu. Lenti drengurinn milli bifreiðarinnar og hússins og slasaðist allmikið. Áfengisbúffum rikisins hefir verið lokað. Orsökin er sú, að áfengisbirgðir eru nú þrotnar í iandlnu. Verða búðimar eigi opnaðar fyr en úr því rætist. Leiffrétting: í neðanmálsgreininni um séra Hall- grím Thorlacius var í formálanum talað um „æfiferil séra Hallgríms i Glaum- bæ“, en á að vera séra Hallgríms í Miklagarði. í frásögninni um Þórð meðhjálpara á Garðsstöðum og ker- aldið hljóði þessi setning svo: „og er skoplegt að hugsa sér Þórð í faðmlög- um við kerald þetta, þreyta að komast út úr eldhúsinu, inn göngin....“ Litlu neðar í sama dálki segir: „Um Grím Pálsson segir hann þetta eitt er gæti talizt honum til varnar," en á að vera ,vanza". Fyrirspurn Vill ritstjóri Tímans vera svo góður að koma eftirfarandi fyr- irspurn til réttra hlutaðeig- enda: 1. Megum við, sem ræktum rabarbara, ekki eiga von á auknum sykurskammti mjög bráðlega, svo hægt sé að sulta hann og notfæra sér á annan hátt? ' 2. Ef ekki fæst aukinn sykur- skammtur, til hvers voru menn þá hvattir af ráðamönnum bæj- ar og ríkis fyrir tveim árum síð- an, að auka sem mest rabar- Tilraun Alþbl. (Framh. af 1. síSu.) sterlingspund, skuli haldast, nema samkomulag verði um að breyta þvi. Snemma í marz lögðum við ráðherrar Framsóknarflokksins fram ákveðnar tillögur um tekjuöflun til þeás að halda dýrtíðinni i skefjum. Var gert ráð fyrir útflutningsgjaldi á afurðum, sem seldust fyrir hátt verð. Engin ákvörðun fékkst 1 ríkisstjórninni um mál- ið, eins og þá stóðu sakir. Skömmu síðar kom siglinga- stöðvunin og varð þá nokkurt hié á málinu um sinn, þar sem viðhorfið var þá orðið gerbreytt. Notaði ég það hlé til að undir- búa nýja sókn í málinu og lagði síðan fram í ríkisstjórninni drög að tillögum um lausn málsins, sem voru miðaðar við það breytta viðhorf, sem þá hafði skapazt. Vegna þess, hve óvist var þá orðið um sölu og verðlag á út- flutningsafurðum, var nú einn- ig rætt um, að ríkisstjórnin fengi heimild til þess að leggja á almennan launaskatt, ásamt útflutningsgjaldinu. Síðar var þessari hugmynd breytt þannig í meðförum í ríkisstjórninni, að lagður yrði sérstakur skattur á allar hreinar tekjur, þó með nokkrum undantekningum. Það eru alger ósannindi hjá Alþbl., að hugmyndin um launa- skatt eða almennan skatt, ásamt útflutningsgjaldinu, hafi ekki verið hreyft fyrr en kosninga- frestunin var ákveðin. — Hvað segið þér um þau ummæli Alþbl. að þessar ráð- stafanir séu fyrst og fremst fyrirhugaðar til stuðnings bændum? — Þau ummæli eru eins röng og framast er hægt að hugsa sér. Bændur þurfa ekki nein framlög frá öðrum stéttum þjóðfélagsins til þess að fá sanngjarnt verð fyrir vörur sínar á innlendum markaði. Verðlagsnefndir landbúnaðar- ins geta ákveðið og munu á- kveða sanngjarnt verð þessara afurða á hverjum tíma og það er engin hætta á, að innlendi markaðurinn þoli ekki þetta verð. Hitt er svo annað mál, hversu heilbrigðar afleiðingar það hef- ir fyrir gildi þeirra verðmæta, sem menn telja sig nú vera að afla, ef verðlag og kaupgjald heldur áfram að elta hvort ann- að og stöðugt eru búnar til hærri og hærri tölur á papp- írnum, án þess að verðmæti þau, sem á bak við standa, aukizt hið minnsta við þetta kapp- hlaup. Þær ráðstafanir, sem verið er bararækt og berjatínslu. Það mundi þá nær að uppræta allan rabarbara þegar í stað og auka að sama skapi jarðeplaræktina. Þakka fyrirfram birtingu fyr- irspurnarinnar og vænti svars hið fyrsta frá réttum hlutað- eigendum. Garffleigjandi. ræða um í sambandi við dýr- tíðina, eru miðaðar við að halda uppi verðgildi íslenzkra peninga og að koma í veg fyrir að grafið verði undan atvinnu- lífi þjóðarinnar, en ekki hitt, að safna fé handa bændum hjá öðrum landsmönnum. Menn verða að skilja, að það er -ekki mál bændanna einna, að koma í veg fyrir, að verðgildi peninganna verði gert að litlu eða engu með síaukinni verð- bólgu. Það er ehgu síður mál verkamanna og launþega — það er sameiginlegt hagsmunamál allra landsmanna. Það er þess vegna bezt fyrir menn að gera sér það ljóst í eitt skipti fyrir öll, að ef verðbólg- an á að stöðvast, þá verður það að gerast með sameiginlegu á- taki allra landsmanna og nokkrum augnabliksfórnum, sem þó eru raunverulega engar fórnir, af því að menn njóta alls þess, sem fram verður lagt jafnóðum í hagstæðari við- skiptakjörum en ella mundu vera. Þeir menn, sem halda því fram, að þær fórnir, sem þjóðin verður að leggja á sig til að stöðva verðbólguna, séu færðar fyrir einstakar stéttir — ég tala nú ekki um, þegar bent er á kjósendur eins stjórnmála- flokks í því sambandi, — vinna vissulega gegn lausn málsins. Það getur vel verið, að það sé vinsælt nú að þykjast verja launamenn og aðra álögum í sambandi við lausn dýrtíðar- málsins, en ég efast um, að hróður þeirra, sem það gera nú, verði talinn jafnmikill siðar, ef þeim tekst að koma í veg fyrir, að nokkuð verulegt verði gert í málinu. Grímur bóndi (Framh. af 1. slSu.) enn í dag, er örgustu jarðar- níðingar og horkóngar lands- ins eru i hávegum hafðir og hafa sérstaka velþóknun lýð- snópa vorra. í sömu grein er látið skina í, að vegur Bessastaðaskáldsins hafi sízt aukizt við að það sat á Bessastöðum. Þetta er helber misskilningur, því það er eng- inn vafi á, að hann hefði sízt stækkað við að hýrast í ein- hverri kytrunni í Reykjavík. Framámenn vorir hylltust til að fara með aufúsugesti sína til Bessastaða og eru þess næg vitni, að þeim þótti mikið koma til skáldsins einmitt í því um- hverfi. Fyrir mitt leyti hygg ég, að ekkert fari ver á því, að lands- faðirinn sæti ekki fast við sjáv- argötu og að hvorki væri tekið ofan eða neðan af honum þótt hann gengi á grasi, meður þvl að ekki munu verða gerðar kröfur til að hann fylli flokk listamanna vorra. . m. KAUPUM HREINAR TUSKUR allar tegundir. Húsgagnavinnust. Baldursg. 30. »4 _ Victor Hugo: þorparar og vasaþjófar Parisarborgar slegizt í förina. Þetta var því næsta virðulegur hópur, þegar loks var komið á leiðarenda. Hertoginn af Egiptalandi fór í broddl fylkingar á fáki sínum. Hirðmenn hans fylgdu honum eftir fótgangandi. Hlut- verk þeirra var að halda í taumana og istöðin. Síðast komu ótignir Egiptar. Konurnar báru organdi krakka á herð- um sér. Mannþröngin var óskapleg. All- ur bar lýður þessi tötra, alsetta hvers konar glyngri. Þessu næst kom hersveit flakkara. Þeir, sem lágvaxnir voru, fóru fyrír hinum. Flestir þeirra voru haltir. Sum- ir voru einhentir, aðrir eineygðir. í miðri þessari fylkingu kom höfuðsmað- ur allra umrenninga. Hann ók í léttum vagni, sem tveir stórir hundar drógu. Þá komu Galíleumenn. Guillaume Rosseau, keisari yfir Galíleu, gekk inn á' mitt torgið, valdsmannlegur á svlp. Hann var í purpurakápu. Hún var mjög blettuð af víni. Á undan honum gengu trúðar, er stigu stríðsdans. Hirðmenn hans gengu fylktu liði. Siðast allra kom mannskrípi, krýnt fögrum blómum. Hljóðfærasláttur fylgdarliðsins glumdi í eyrum, og kerta- ljós vörpuðu fölum bjarma á mannskar- ann. Esmeralda U í miðjum mannfjöldanum gengu hinir æðstu menn í fylkingunni. Þeir báru burðarstól á herðum sér. Þar brunnu fleiri vaxkerti en umhverfis helgiskrín hinnar heilögu Genovevu*), þegar svarti dauði geisaði. í burðarstóli þessum sat hið nýkjörna borgarfífl, hringjarinn við Frúarkirkjuna, kropp- inbakurinn Kvasimodo. Hann var klæddur kórkápu og bar biskupsmitur á höfði, en krossmark í hendi. Hver fylking þessa skrípahóps hafði sérstaka hljómsveit. Egiptarnir börðu trumbur sínar og bumbur. Flækingarnir báru fiðlur, hornahljóðfæri og básúnur. Galileu- mennirnir voru lítillátastir í fylkingu þessari. Þeir gerðu sig ánægða með munnhörpur og önnur slík hljóðfæri frá fyrsta aldursskeiði tónlistarinnar. Það er ómögulegt að lýsa þeirri sjálfs- *) Genoveva, vemdardýrlingur Parísarborgar, fæddist um 420 í grennd við París. Hún var af fátæklingum komin, en varð fræg, er hún bjarg- aði Parísarbúum, í innrás Attila Húnakonungs í Gallíu, þess, er þá braut undir sig ótal þjóðir í Norðurálfu, húnskar, slafneskar, germanskar og rómanskar. Þar, sem nú er Pantheon, legstaður hinna frægustu Frakka, var áður kirkja, sem bar hennar nafn, og þar er legstaður hennar talinn vera. Hin heilaga Genoveva hefir verið tilbeðin síðan á 7. öld. Þegar nauð bar að höndum, til dæmis í svarta dauða, færðl fólkið henni hlnar dýrustu gjaflr. Sókn Þjóðverja (Framh. af 1. síSu.) um að nota Sýrland eftir vild, og segja, að þegar sé komið þangað allmikið þýzkt lið, aðal- lega flugmenn. Hafi það aðal- lega komið loftleiðis, en einnig lítilsháttar með smáskipum. Brezkar fregnir telja, að mjög dragi nú saman með .Þjóðverj- um og Vichystjórninni og bjóði Þjóðverjar henni ýms fríðindi, ef hún vilji taka upp nánara samkomulag. Brezku blöðin telja t. d„ að á fundi, sem Hit- ler og Mussolini héldu í Bren- nerskarði á sunnudaginn, hafi Hitler reynt að fá Mussolini til að hætta við landakröfur á hendur Frökkum. Ýmsir telja, að Þjóðverjar æski ekki eingöngu eftir vin- fengi Frakka, sökum barátt- unnar við Breta. Þeir vilji einnig tryggja sér hlutleysi eða vináttu Frakka, ef Þjóðverjar og Rússar ættu eftir að heyja styrjöld. í Irak hafa Bretar nú unnið fullnaðarsigur. Þeir hafa náð olíulindunum og olíuleiðslunum aftur á vald sitt og ný stjórn, sem er vinveitt þeim, hefir ver- ið sett á laggirnar í Bágdad. í Libyustyrjöldinni hefir að- staðan verið óbreytt seinustu vikurnar. Flestum virðist, að nú standi stutt hlé eftir sigur Þjóð- verja á Krít, er þeir nota til að undirbúa næsta áfanga sóknar- innar. Vel má vera, að hann heppnist engu síður og sigurför þeirra haldi áfram austur á bóginn. Churchill hefir sagt, að vel gæti svo .farið, að Hitler ætti eftir að komast alla leið til Indlands. En hann væri þó litlu nær sigrinum meðan Bretland væri ósigrað og ekki hefði verið skorið á lífæðina milli þess og Bandaríkjanna. Það, sem nú gerist, er þetta: Þjóðverja vinna nýja sigra í'áusturvegi, en varn- ir Bretlands styrkjast, skipa- tjónið á Atlantshafinu minnk- ar og vígbúnaður Bandamanna tekur dagvöxtum. Það er því erfitt að fella dóm um það, hjá hvorum styrjaldaraðilanum nið- urstaðan hefir verið hagstæð- ari seinustu vikurnar. ' Aðalfuiidur (Framh. af 1. siSu.) Auk samlagsins rekur félag- ið nú í Borgarnesi kjötbúð, saumastofu og frystihús, en 2 kjötbúðir í Reykjavík. Seint á árinu, sem leið, hóf félagið að stofnsetja brauðgerðarhús í Borgarnesi, en þar hefir engin slík stofnun verið undanfarið. Tók það til starfa um miðjan febrúar í vetur. Greiddar voru 119 þús. krón- ur í uppbætur á vörur innlagð- ar 1939. Úr stjórn félagsins átti að ganga Davíð Þorsteinsson á Arn bjargarlæk, og var hann endur- kosinn. Sömuleiðis var endur- kosinn annar endurskoðandi, Þórir Steinþórsson í Reykholti. Fulltrúar á aðalfund Sam- bands ísl. samvinnufélaga voru kosnir Sverrir Gíslason í Hvammi og Jón Hannesson í Deildartungu. Félagsmenn voru um síðastlið- in áramót 597. Á víðavangl. (Framh. af 1. slSu.) Alþýðublaðið. í annan stað eru svo Jón Pálmason og Pétur Ottesen látnir tala í útvarpið um nauðsyn þess, að bændur fái fullt verð fyrir afurðir 'Sínar. Meðan tveir stjórnar- flokkarnir láta þannig stjórnast meira af kjósendadekri en á- byrgðartilfinningu, er eðlilegt, að lausn stórmála gangi erfið- lega á Alþingi. Boðhlaup Ármanos umhverfis Reykjavfk fer fram 3. júlí n. k. Keppt verffur í 15 manna sveitum um Alþýffublaffs horniff. Öllum félögum innan í. S. 1. er heimil þátttaka. Keppendur gefi sig fram við stjórn Ármanns viku fyrir hlaupiff. r—— ----GAMLA Bíó——---— SO\lR TARZANS (Tarzan Finðs A Son). Amerísk kvikmynd. Aðalhlutverkin leika: Johny Weissmuller, Maureen O. Sulllvan og John Sheffield. Sýnd kl. 7 og 9. --------NÝJA BÍÓ---~ HOLLYWOOD CAYALCADE Amerísk stórmynd frá Fox er gerist í kvikmynda- borginni Hollywood frá ár- inu 1913, er byrjað var að taka þar fyrstu filmurnar, til ársins 1927, er tal- myndagerðin hófst. Aðalhlutv. leika: ALICE FAYE og DON AMECHE. Sýnd kl. 7 og 9. Sumarið og sumar- fataefnin frá Gefjuii eru komin. Klæðaverksmiffjan Gefjun hefir nú á boðstólum fjölbreytt úrval af allskonar sumarfata- og kápuefnum, af meiri gæðum en nokkuru sinni fyrr. Gangið í Gefjunarfötum! KlæðaverksmiSjian e f | n n á Akureyri. Xotii) beztu otf vönduðustu sápunaJ - IXotið SÆVOIX de PARIS - Skrifstofa Framsóknarflokksins í Reykjavfk er á Lindargötu 9 A Hreinar léreftstuskur kaupir PrentsmiSjan Edda

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.