Tíminn - 14.06.1941, Side 3
65. hlað
TÍMIM, langardagiim 14. júní 1941
259
A N N A L I,
Afmæli.
9. júní s. 1. átti Guðmundur
Sæmundsson bóndi á Lóma-
tjörn í Suður-Þingeyjarsýslu 80
ára afmæli.
Hann er fæddur að Gröf í
Kaupangssveit 1861. Pluttist
þaðan til Grenivíkur og reisti
nýbýli að Hlöðum. Stundaði þar
B Æ K U R
útgerð, jafnframt því sem hann
rak búskap. Um aldamótin
flutti hann að Lómatjörn, hefir
búið þar síðan. Árið 1895 giftist
hann Valgerði Jóhannesdótt-
ur Jónssonar prests Reykjalíns
á Þönglabakka í Þorgeirsfirði,
hinni ágætustu konu. Hafa þau
eignazt 11 mannvænleg börn,
sem öll komust til fullorðins-
ára, en eina dóttur misstu þau
fyrir nokkrum árum síðan. Þá
ólu þau upp fósturbarn, dóttur
Sæmundar Sæmundssonar skip-
stjóra, sem er bróðir Guðmund-
ar.
Guðmundur hefir verið mik-
ill athafna- og dugnaðarmað-
ur, og húsað og ræktað jörð sína
svo vel, að nú er Lómatjörn
eitthvert mesta myndarheimili
í Höfðahverfi. Er hann ennþá
hinn ernasti og gengur að verki
eins og ungur væri.
Á þessum merkilegu tíma-
mótum í lífi Guðmundar á
Lómatjörnum berast honum
vafalaust margar hlýjar afmæl-
isóskir, víðsvegar að. Á.
Bergsveinn Jakobsson, bóndi
á Bálkastöðum, ytri, við Hrúta-
fjörð, varð áttræður 14. f. m.
Hann er fæddur að Gillastöð-
um í Reykhólahreppi í Barða-
strandasýslu 14. maí 1861. For-
eldrar hans voru Jakob Björns-
son, söðlasmiður, og Þórdis
Zakaríasdóttir, systir Guðlaug-
ar, konu Torfa í Ólafsdal.
Bergsveinn kvæntist frænd-
konu sinni, Salóme, dóttur Jó-
hanns Zakariassonar, bónda á
Bálkastöðum. Eru þau hjónin
systkinabörn. Þau byrjuðu bú-
skap á Bálkastöðum árið 1886
Skinfaxi, aprílhefti.
Fyrir alllöngu er út komið
aprílhefti Skinfaxa. Hefir það
inni að halda ýmsar greinar og
kvæði, er vert er að vekja at-
hygli á. Er þar fyrst að geta
grein séra Eiríks Eiríkssonar að
Núpi, sambandsstjóra U. M. F.
í.; nefnizt hún Konungdómur
íslendinga. í lok greinarinnar
segir hann:
„Nóttin fyrir Stiklastaðaor-
ustu þjóðlífs okkar er ef til vill
yfir okkur. Öll barátta er tví-
sýn. Eitt er okkur til mikillar
uppörvunar. Herópin eru ekki
tvenns konar: Fram kóngs-
menn, fram búandmenn. Kon-
ungdæmi íslenzkunnar og ís-
lenzks þjóðernis er jafnvel
máttugast í bæ bóndans.og báti
fiskimannsins. Orustuhvötin er
ein: Fram íslendingar. íslandi
allt! “
Ríchard Beck skrifar allítar-
lega grein um úrvalsljóð Steph-
ans G. Stephanssonar.
Daníel Ágústínusson ræðir um
arf og átök í bindindismálun-
um. Er í grein þessari rætt um
bindindisheiti ungmennafélaga,
tóbaksbindindisflokka, sem
sambandsstjórnin vill vinna að
að stofnaðir verði innan ung-
mennafélaganna, aðflutnings-
bann á áfengi og kröfur til em-
bættismanna um bindindi.
Aðrar greinar eru eftir Odd-
nýju Guðmundsdóttur, Um
skáldsagnalestur, Guðmund
Markússon, Samvinna um skóg-
rækt, og Kristján Sigurðsson á
Brúsastöðum, Hvað líður eldin-
um, hugleiðingar, er skrifaðar
voru þegar Ingimundur gamli,
ungmennafélagið í Vatnsdaln-
um, átti 15 ára afmæli.
Kvæði eru eftir Heiðrek Guð-
mundsson, Kolbrúnu og Jón frá
Ljárskógum, sem er einn hinn
efnilegasti og „lyriskasti“ ungu
skálda hér á landi. Þýðing á
kvæði er í ritinu eftir Halidór
Kristjánsson á Kirkjubóli.
Rarlakórmn Geysir, Akureyri
Söngstjóri INGIMUNDUR ÁRNASON.
Samsöngiir
í Gamla Bíó sunnudaginn 15. júní kl. 3 e. h. og þriðjudaginn
17. júní kl. 3 e. h. —Einsöngvarar: Hreinn Pálsson, Jóhann Guð-
mundsson, Hermann Stefánsson, Guðmundur Gunnarsson, Krist-
inn Þorsteinsson og Henning Kondrup. Undirleikari frú Jórunn
Geirsson.
Aðgöngumiðar að báðum samsöngvunum verða seldir í Bóka-
verzlun Sigfúsar Eymundssonar og Bókaverzlun ísafoldar.
og hafa búið þar alla tíð síðan,
eða samfleytt í 55 ár. Börn
þeirra eru fjögur, Jóhann bóndi
á Bálkastöðum og þrjár dætur.
Tvær þeirra, Ágústa og Ragn-
heiður, eru heima, en sú þriðja,
Jakobína, er nú búsett á
Hvammstanga, gift Gústav
Halldórssyni.
Bergsveinn á Bálkastöðum
missti sjónina árið 1930 og hef-
ir því verið blindur í 11 ár. En
að öðru leyti er hann allvel ern
eftir aldri. Salóme, kona hans,
verður áttræð 27. des. næst-
komandi. Sk. G.
Vinnið ötullega fgrir
Títsusnn.
Tveim skipiim
bjargað
(Framh. af 2. slöu.)
inu á flot án þess að hafa áð-
ur komið akkerum út í sjó og
strengjum þaðan í skipið. Var
nú gerð tilraun að bjarga skip-
inu, 27. janúar, eftir forsögu
þessara manna. Þegar þrutu
strengir þeir, sem héldu skip-
inu uppréttu, sló því undir eins
flötu og kom sjór í það að nýju.
En af því ekki var búið að
sleppa landfestunum með öllu
tókst Skaftfellingunum að rétta
skipið við aftur um leið og það
rak í land. Sjómaðurinn úr
Reykjavík vildi nú gera aðra til-
raun, en Skaftfellingarnir þver-
neituðu að halda lengur áfram í
það sinn. Var komin nótt og all-
brimað. Næsta dag reyndi skip-
stjórinn og' björgunarmaður
hans úr Reykjavik að ná skip-
inu út. Klausturfrændur og
Markús ívarsson höfðu ekki trú
á aðferðinni og voru nú aðrir
menn við björgunina, en henni
lauk þannig, að sjórinn kastaði
skipinu á hliðina og bar það
lengra upp í fjöruna heldur en
það var áður komið. Mátti nú
heita, að búið væri að gera að
engu alla þá miklu undirbún-
ingsvinnu, sem búið var að gera,
þegar hinn reykvíkski björgun-
armaður kom til sögunnar. Auk
þess hafði skipið skemmst í
þessum hrakningum, svo að
skrúfan átti erfitt með að snú-
ast með eðlilegum hætti.
III.
Eftir þessa tilraun með björg-
unarmann úr Reykjavík, báðu
eigendur skipsins þá Klaustur-
frændur og Markús ívarsson að
freista að halda áfram björgun-
arstarfinu, með aðferð Bjarna
Runólfssonar, því að nú þótti
einsýnt, að hún ein gæti komið
að haldi eins og náttúruskilyrði
eru á söndunum í Skaftafells-
sýslu. Englendingarnir voru
svo sannfærðir um, að engir
gætu náð skipinu á flot nema
Skaftfellingar og með sinum
eigin aðferðum, að þeir sömdu
við þá fjórmenningana um að
þeir einir hefðu rétt til að rífa
vindasamt, því að þrálát út-
lögn og innlögn svelja kald-
ranalega um nesið. En skilyröi
fyrir gróðurhúsaræktun eru þar
ágæt, því að jarðhiti er þar ó-
tæmandi og ætti að mega, er
tímar líða, framleiða þarna
gnægð suðrænna aldina, til
hollustu og næringa héraðsbú-
um. En þarna er líka önnur
gróðrarstöð og ekki ómerkari, og
á ég þar við héraðsskóla ís-
firðinga, sem þarna hefir verið
reistur og rekinn um nokkur
ár, undir stjórn hins ötula
skólastjóra Aðalsteins Eiríks-
sonar. Hefir hann farið nokkuð
sínar eigin götur í fræðsluað-
ferðum og reynt að samræma
hinar nýju kennsluaðferðir sem
mest við staðhætti byggðarlags-
ins og atvinnuháttu. Byggir
uppfræðslu skólans sameigin-
lega á heimanámi og1 skóla-
kennslu og skólinn er jöfnum
höndum barna og unglinga-
skóli.
Eru börnin þarna framan af
vetrinum en unglingarnir síðari
hlutann. Lesa þá börnin heima
undir eftirliti skólans og byggja
þar ofan á haustnámið. Þá
koma þau aftur að vorinu, þeg-
ar unglingaskólinn er úti,og búa
sig undir vorprófið. Þykir að-
ferð þéssi hafa gefizt mjög vel
og nemendur náð undraverðum
árangri á ekki lengri tíma.
Skólinn er í miklu áliti og
uppgangi óg láta héraðsbúar sér
mjög annt um veg hans og við-
gang. Þarna er ágæt sundlaug
og fer þar fram sundkennsla,
bæði meðan á skólatímanum
stendur og eins á vorum og
sumrum á iþróttanámskeiðum,
sem þarna eru haldin. Þarna að
Reykjanesi mun hin ísfirzka
æska sækja hita líkamlegrar og
andlegrar menningar um ó-
komna framtíð.
Þarna í fjöruborðinu á
Reykjanesi er hver einn mikill
og heitur og fellur í hann sjór
um flæði. Er því aðstaða ágæt
til að koma þarna upp heitri
sjóbaöstöð. Grunar mig, að síð-
ar meir,, eftir að vegasambönd
þau eru komin, sem ég minntist
á fyr, muni margur leita að
Reykjanesi um langa vegu til
að stunda þarna sjóböð að sum-
arlagi til endurnæringar
þreyttum taugum.
Ég verð að láta máli , mínu
lokið, þótt freistandi væri að
minnast margs enn, sem fyrir
augu og eyru bar á þessum
stöðum. Ég hefði gjarnan viljað
leggja leið mína fram um Djúp-
ið og koma við hjá Grími í
Súðavík, hinum mikla bónda og
útvegsmanni, og reka inn höf-
uðið á stöku stað umhverfis
Skutilsfjörðu, t. d. á Kirkjubóli,
þótt Tryggvi Pálsson sé farinn
þaðan, en þá jörð hóf hann í
tölu stórbýla, úr mestu niður-
lægingu, o. fl., o. fl. En ein-
hversstaöar verður að takmarka
sig og hér hefi ég einkum bund-
ið mig við hin dreifðu bænda-
býli Djúpsins. Ég má biðja ykk-
ur, lesendur góðir, afsökunar á
þeirri ofdirfsku, að ætla sér að
lýsa heilu byggðarlagi í stuttri
blaðagrein. Enda eru þetta að-
eins nokkrar augnabliksmyndir
og ófullkomnar þó. En mig
hafði langað til að gefa þeim,
sem ekki hafa af eigin raun
kynnzt útkjálkahéraði því, sem
ég hér hefi reynt að lýsa, tæki-
færi til að drepa þar niður fæti
á stöku stað og athuga lítillega
það sem fyrir augun bæri, ef
ske kynni, að þeir, eins og ég,
yrðu snortnir af þeim starfs-
þrótti, þeirri menningu og þeim
gróanda, á öllum sviðum, sem
mér fannst þar bera fyrir mig í
svo ríkum mæli.
Á þessum ferðum mínum og
öðrum, um útkjálka landsins,
hefi ég stundum verið að hug-
leiða þá tillögu ýmsra mætra
manna, að flytja þjóðina úr
dreifbýlinu, og þjappa henni
sem mest saman á gróðursæl-
ustu blettum landsins. Það má
vel vera, að hægt sé að bera
fram einhver töluleg rök fyrir
þvi, að rekstur þjóðarbúsins
yrði eitthvað minni og hægara
yrði að veita fólkinu í landinu
þau lífsþægindi, er tækni nú-
tímans hefir upp á að bjóða. En
ósköp er ég hræddur um að með
því væri ekki öll hamingjan
höndluð. Og ég er hræddur um
að það yrðu ekki vegalengdirnar
einar, sem minnkuðu við það —
heldur og svipur þjóðarinnar og
sál hennar. — Enn er í gildi hið
fornkveðna, að þeir munu lýð-
ir löndum ráða er útskaga áð-
ur of byggðu. — í mörgum þess-
ara héraða munu hvað bezt
(Framh. á 4. slOu.)
skipið ef ekki tækist að bjarga
því.
Þeir félagar byrjuðu nú í
þriðja sinn, en með minni von
en áður, því að nú var aðstað-
an hin versta. Þeim tókst að ná
burtu grind, sem bognað hafði
að skrúfunni og að rétta skipið
við. Jafnframt tókst að þoka
skipinu neðar í fjöruna. En nú
leið löng stund, meðan beðið var
eftir að sjó lægði. Sjöunda maí
lygndi svo, að unnt var að róa
með strengina út fyrir allar eyr-
ar og sökkva akkeri í sjóinn.
Akkerinu var sökkt 1600 metr-
um frá skipinu. Viku síðar,
kvöldið 14. maí, kl. 19,30, gerðu
Skaftfellingarnir lokatilraun
með björgunina. Mjög lítið var
af kolum í skipinu, svo að þeir
félagar símuðu til Vestmanna-
eyja eftir bát með kolum, ef
skipið kynni að komast á flot.
í fyrstu hreyfðist skipið mjög
lítið, en um kl. 1,15 var skipið
komið út að akkerinu. Var þá
mjög flætt að og flaut skipið
hindrunarlaust, og sigldi af
stað áleiðis til Reykjavíkur.
Litlu síðar kom Vestmannaey-
ingurinn með kolin og var þá
lokið hinni löngu og þrálátu
baráttu við að ná þessu skipi út
af söndunum.
Meðan flestar ár voru óbrú-
aðar, voru innlendir og útlendir
aðkomumenn fullir aðdáunar
yfir því, hversu Skaftfellingum
tókst að komast yfir illfær
vötn, jafnt á hestum sem bif-
reiðum. Var aðkomumönnum
ljóst, að Skaftfellingar höfðu
til að bera í þessu efni bæði
kunnáttu og æfingu, sem bar
langt af því, sem öðrum mönn-
um var fært að gera á þeim
vettvangi. Sama er nú að gerast
með björgunarmál á söndum
Skaftafellssýslu. Vaskir björg-
unarmenn, innlendir og útlend-
ir, koma þangað og reyna að-
ferðir, sem notaðar eru við
gagnólík náttúruskilyrði. En sú
leið er ekki fær. Þeir einir, sem
fæðst hafa upp við brimið á
ströndinni, virðast skilja leynd-
ardóma hafnlausu strandar-
innar.
Bjarni Runólfsson er fræg-
astur af öllum hinum mörgu
hugvitsmönnum Skaffellinga,
og það er nú vitað, að hann er
upphafsmaður þeirrar björgun-
araðferðar, sem nú hefir verið
lýst. En hann var jafn yfirlætis-
(Framh. á 4. síOu.)
Þrátt fyrir erfiða aðdrættí
munum vér enn sem fyrr afla þess, sem fáan-
legt er, af heppilegum vörum til búnaðarfram-
kvæmda og framleiðslu.
Saðvörur
- grasfræ og hafrar - eru komnar.
Fjaðraherfi
Diskaherfi
((Uppseld í bili en væntanleg fyrir
haustið).
Valtajárn
Þúfnaplógar
(Til þess að slétta engjaþýfi)
Skilviiidur
Strokkar
Saumavélar
Gaddavir væntalegur í júní
Handverkfæri margskonar
Varahlutir í búvéiar
Spyrjið eftir verkfærum, búvélum og öðrum
ræktunaráhöldum, í kaupfélögunum og pantið
þær með ríflegum fyrirvara.
Samband ísl. samvinnufélaga
P A L
rœstiduft —
er fyrir nokkru komið á
markaðinn og hefir þegar
hlotið hið mesta lofsorð, enda
vel til þess vandað á allan
hátt. Opal ræstiduft hefir
alla þá kosti, er ræstiduft
þarf að hafa, — það hreinsar
WW án þess að rispa, er mjög
Urjúgt, og er nothæft á allar
tegundir búsáhalda og eld-
húsáhalda.
IVotið
O P A L
rœstiduft
GEITASKINN og SAUÐSKINN
kaupum við hæsta verði.
Einnig notaðar LOÐKÁPUR.
MAGIVI h. f.
EKreinur
léreftstuskur
kaupir
Prentsmiðjan Edda
72
Victor Hugo:
þyrpingar gamalla húsa. Þau voru
hrörleg og ormsmogin og sum komin að
hruni. Sums staðar var ljós í gluggum.
Það var eins og kerlingarnornir stæðu
þarna umhverfis torgið og rækju fram
hausana og rýndu döprum augum á
alla ringulreiðina.
Þetta var ný og óþekkt, afskræmd
og öfgafull veröld. Gringoire varð æ
óttaslegnari. Beiningamennirnir þrír
ríghéldu honum og andlit þau, er við
honum blöstu í fólksþvögunni, argandi
og gargandi, rændu hann öllum mætti.
Það kostaði hann mikla andlega á-
reynslu, að gera sér grein fyrir því,
hvort nú væri laugardagur. Minnið
brást og hugsuninni fataðist. Hann
spurði sjálfan sig að því, hvort heldur
væri, að hann hefði misst vitið eða
heimurinn gengið af göflunum. En hann
hvorki festi hugann við það, er fyrir
hann bar, né tilfiningar sínar.
Þá kallaöi einhver úr hópnum, sker-
endi röddu:
— Við skulum fara með hann til for-
ingjans! Við skulum fara með hann til
foringjans!
— Jesús minn góður, hugsaði Grin-
goire. Á slíkum stað væri geithafur
bezt til forystunnar fallinn.
— Til foringjans, til foringjans, æptu
allir.
Esmeralda 69
aður. Honum fannst þetta vera hræði-
legur draumur.
Loks var hann kominn götuna á
enda; þar blasti við mjög stórt torg.
Ótal ljós lýstu í gegnum næturþokuna.
Gringoire hraðaði sér allt hvað af tók
í þeirri von, að hann gæti hlaupizt brott
frá þessum þrem dularfullu verum, er
eltu hann.
En flóttinn heppnaðist ekki.
— Ondé vas, hombre?*) hrópaði
halti maðurinn, henti hækjum sinum
og hljóp á eftir honum á þeim traust-
ustu fótum, er stigið hafa á steinstéttar
Parísarborgar!
Hinn krypplingurinn, sem nú rétti úr
sér, rak óhreina húfu sína fyrir nefið á
Gringoire, og augun í „blinda“ mann-
inum skutu gneistum, þegar hann
horfði framan í hann.
— Hvar er ég? spurði skáldið. Hann
var dauðhræddur.
— í Kraftaverkagarðinum*), sagði
’) Hvert ertu að fara, maður?
*) Á miðöldunum var Kraftaverkagarðurlnn
aðsetursstaður alls kyns lausingjalýðs, fólks, sem
um daga lézt vera blint, halt eða holdsveikt og
baðst beininga og hafði fé aí trúgjömum vegfar-
endum. En er leið að nóttu, lagði yýður þessi af
sér betlaragervið og aflaði sér fjár sem þjófar
ræningjar og skækjur.