Tíminn - 14.06.1941, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.06.1941, Blaðsíða 4
360 TtMIMN, laiigardaginn 14. júiií 1941 65. blað íhaldsmenn og sosíalistar.. tJR BÆNUM Prestsvígsla fer fram í dómkirkjunni ó. morgun. Vígir biskup þá fjóra guðfræðikandi- data. Eru það Stefán Snævarr, er ger- ist prestur að Völlum í Svarfaðardal, Magnús Már Lárusson, sem vígist að Breiðabólstað á Skógarströnd, Sigurð- ur Kristjánsson, sem vígist að Hálsi í Fnjóskadal og Pétur Ingjaldsson að Höskuldsstööum í Húnaþingi. Séra Sig- urbjörn Einarsson lýsir vígslu, dómpró- fastur þjónar fyrir altari, en Pétur Ing- jaldsson stígur í stólinn. Vígsluvottar verða séra Sigurbjörn Einarsson og sr. Jakob Jónsson, Ásmundur Guðmunds- son prófessor og séra Ámi Sigurðsson. Jaróarför Þorleifs Guðmundssonar fyrrverandi alþingismanns frá Háeyri, fór fram í gær, að viðstöddu fjölmenni. Biskupinn, Sigurgeir Sigurðsson, flutti húskveðju. Úr heimahúsum báru kistuna embætt- ismenn úr stúkunni Sóley, en hinn látni var æöstitemplar hennar. Úti fyrir stóðu framkvæmdanefndir stórstúku, umdæmisstúku og þingstúku undir ein- kennum og fána og gengu síðan fylktu liði á undan líkfylgdinni tii kirkju. Inn í kirkju báru embættismenn umdæmis- stúkunnar kistuna. Séra Árni Sigurðs- son flutti ræðu. Út úr kirkju báru al- Þingismenn. Aðrar fréttir. (Framh. af 1. síðu.) Kanada, Ástralíu, Nýja-Sjá- lands, Suður-Afríku, Belgíu, Tékkóslóvakíu, Grikklands, Luxemburg, Hollands, Noregs, Póllands og Jugóslavíu. Enn- fremur voru mættir fulltrúar frá frjálsum Frökkum og Am- ery Indlandsmálaráðherra mætti fyrir Indland. Chur- chill sagði í ræðu, að Hitler þættist nú vera að endurskipu- leggja Evrópu, en það myndi aldrei verða hans verk, því að Bandamenn myndi aldrei gef- ast upp fyrr en hvert spor hans væri afmáð. Fulltrúar frá stjórnunum í Rúmeníu, Búlgaríu, Króatíu, Slóvakíu og Ungverjalandi hafa undanfarið verið ýmist í Berlín eða Róm, til að ræða við stjórn- málamenn þar um þá nýskipu- lagningu Evrópu, sem Hitler er sagður hafa á prjónunum. Þjóðverjar hafa nú óvenju- lega mikið lið við landamæri Rússlands. Er talið að Þjóðverj- ar séu að reyna að hræða Rússa til aukinna viðskipta. Tvö brezk herskip, annað 7600 smál., hafa farizt nýlega við Libyu. Þann 10. júní s. 1. var búið að gera 659 loftárásir á Malta frá því styrjöldin milli ítala og Breta hófst. Roosevelt hefir sent Banda- ríkjaþingi fyrstu skýrsluna um aðstoð við Breta samkvæmt láns- og leigulögunum. Sam- kvæmt skýrslunni hafa 5 fyrstu mánuði ársins verið sendar 12 sinnum fleiri flugvélar til Bret- lands en á sama tíma i fyrra, 17 sinnum meira af sprengiefni og 90 sinnum meira af byssum og skotfærum. Þá hefir Banda- ríkjastjórn útvegað Bretum skip, sem nema samtals 2 milj. smál. og verða þau afhent bráð- lega. Ráðstafanir hafa verið gerðar til stóraukinna skipa- bygginga. Margt brezkra skipa hefir fengið viðgerð í Banda- (Framh. af 1. síðu.) þess er megnugir, sagði ræðu- maður, ber að leggja á sig nokkra byrði til að halda uppi verðgildi peninganna, en að því er verið að vinna með þessum ráðstöfunum. Sá gróði, sem margir þeirra fá um þessar mundir, verður að öðrum kosti verðlítill eða verðlaus í hönd- um þeirra. Ef tillaga meirahlutans verð- ur samþykkt, er stór hluti skatt- greiðenda undanþeginn því að leggja á sig byrðar, svo nokkru nemi, í þessum tilgangi. Þar er líka einmitt um að ræða menn, sem hafa hagnazt veru- lega á því ástandi, sem nú rík- ir, eins og fram kemur í mót- mælaskj ali Alþýðusambandsins. Þar segir, að skatturinn muni koma mjög þungt niður á með- limum þess, en það getur þá ekki stafað af öðru en því, að þeir hafi verulegar nettótekjur. Menn verða að gera sér ljóst, að hér er mikil hætta á ferðum. Framsóknarflokkurinn getur ekki tekið þátt í því að rýra gildi þeirra ráðstafana, sem ráðgerðar eru í frv., enda er þar ofskammt gengið að hans dómi. Það kemur því ekki til mála, að fallast á tillögu meira- hlutans, heldur verður þvert á móti að gera þjóðinni ljóst það ríkjunum seinustu mánuðina og nýlega er byrjað að æfa þar 700 brezk flugmannaefni. Út- gjöld Bandaríkjanna vegna að- stoðarinnar við lýðræðisþjóð- irnar, sem heimilað er í láns- og leigulögunum nema nú 14i/2 milj. sterlingspunda á dag. í neðri málstofu brezka þings- ins urðu á þriðjudaginn allmikl ar umræður um órustuna á Krít. í umræðunum upplýsti Church- ill, að manntjón Breta, Ný-Sjá- lendinga og Ástralíumanna hefði verið um 15 þús. manns, og mun meginþorri þess liðs hafa verið tekinn til fanga. Hins vegar myndi manntjón Þjóðverja hafa verið um 17. þús. manns, þar af hefðu um 5 þús. drukknað. Þá hefðu Þjóðverjar misst um 180 sprengjuflugvélar og 250 herflutningaflugvélar. Væri það mikið tjón fyrir þá, þar sem flugvélaframleiðslan yxi nú hraðar hjá Bandamönn- um en þeim. f tilkynningu frá þýzku her- stjórninni segir, að Þjóðverjar hafi misst 4000 manns í orust- unni um Krít, en 5 þús. brezkir hermenn hafi fallið og 11 þús. verið teknir til fanga. Bretar segjast hafa gert mestu loftárásina, sem þeir hafa gert á Ruhrhéraðið í Þýzkalandi, í fyrrinótt. Ruhrhéraðið er mesta iðnaðarhérað Þýzkalands. í maímánuði fórust 5394 manns í Bretlandi af völdum loftárása, en 1181 særðust. Síð- an í byrjun september síðast- liðnum hafa 39.678 manns far- ist í Bretlandi af völdum loft- árása. ábyrgðarleysi, sem í þeim fellst. Um tillögu Jóns Pálmasonar er það að segja, að hún virðist stefna að tvennu: í fyrsta lagi, að afnema afurðasölulögin með því að taka valdið til verðlags- ákvörðunar af kjötverðlags- nefnd og mjólkurverðlagsnefnd. í öðru lagi að afhenda stéttar- samtökum bænda, Búnaðarfé- lagi íslands, þetta vald. Um fyra atriðið má segja það, að eins og sakir standa, geta bændur sennilega komizt af án afurðasölulaganna. Vegna hinn- ar auknu peningaveltu í káup- stöðunum og dýrtíðarupbótar- innar myndu þeir geta selt af- urðir sínar háu verði, ef þeim væri gefin verðlagsákvörðunin alveg frjáls. En það er ekki víst, að þetta ástand vari lengi, og það er eins augljóst og nótt fylgir degi, að það kemur aftur mikil kreppa. Þá myndu bænd- ur reyna, að þeir hefðu gert rangt, ef þeir hefðu afnumið núverandi söluskipulag, sökum augnablikshagnaðar á stríðs- gróðatímanum. Um seinna atriðið má segja það, að það- getur reynzt mjög varhugavert, að fela stéttar- samtökum einnar stéttar að ráða kaupgjaldi hennar. Það gæti skapað hættulegt fordæmi. Segjum t. d. að Alþýðusamband íslands fengi hliðstætt vald til að ákveða kaupgjald sinna meðlima. Bændurnir eiga að halda fast á málum sínum, en þeir mega ekki láta yfirboðs- menn og lýðskrumara ginna sig til að spenna bogann um of. Haraldur Guðmundsson talaði næstur og gerði grein fyrir til- lögu minnahlutans. Lagði hann einkum áherzlu á, að í stað hækkunar á tekjuskattinum kæmi hækkun tolls á áfengi og tóbaki. Hann sagðist eindregið fylgjandi því, að verðlags- nefndir landbúnaðarafurða yrðu háðar eftirliti, en væri nú fall- inn frá því í von um aukið sam- komulag. Jón Pálmason flutti langa ræðu. Hann kvaðst flytja tillög- una um lækkun tekjuskattsins af þrem ástæðum: í fyrsta lagi myndi það valda mikilli óá- nægju á Alþingi, ef ákvæði frv. ’um skattinn væri samþykkt. í öðru lagi fengjust verulegar tekjur með hækkun tollsins á f—•——--------------———------- Aii vex rabarliarfnn. Það er gott að geta spar- að sykurinn og þó soðið niður til vetrarins. En það er hægt með því að nota uppskriftir úr bók Helgu Sigurðardóttur: „Græn- meti og ber allt árið“. Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju. I------—™--------------— —---------------------- I»ér þurfiSS að fara sparlega með syk- urskammtinn. Það er auð- velt með því að nota upp- skriftir úr bókinni Græn- meti og ber allt árið, eftir Helgu Sigurðardóttur. Rókaverzlun ísafoldarprentsmiðju. —------------- áfengi og tóbaki. í þriðja lagi mætti hækka skattana á næsta þingi, ef tekjurnar yrðu ekki nægar. Viðskiptamálaráðberra talaði næstur. Hann kvað allar hinar sameiginlegu tillögur fjárhags- nefndar til bóta, enda væru þær gerðar í samráði við þá ráð- herra, sem um þessi mál hefðu mest fjallað. í sambandi við til- löguna um tollana vildi hann geta þess, að ríkisstjórinin hefði verið búin að ákveða að æskja eftir slíkri heimild, þótt hún hefði frestað að leggja þá tillögu fram. Hann kvaðst vilja vekja at- hygli á því, að afnám korn- tollsins og lækkun sykurtollsins kæmi á móti hækkun tollsins á áfengi og tóbaki, og mættu menn því ekki gera sér ofmikl- ar vonir um, að hér væri því um verulegan tekjuauka að ræða, en það hefði komið fram í ræðum Haraldar og Jóns Pálmasonar. Hann vék þessu næst að á- greiningsefninu, tekjuskattinn. Kvað hann það koma sér ein- kennilega fyrir, að heyra raddir um, að óviðkunnanlegt væri að leggja á þennan nýja skatt eftir að búið væri að afgreiða skattalögin. í fyrsta lagi mætti Alþingi aldrei fresta nauðsyn- leg ráðstöfunum, vegna fyrri ráðstafana, ef þær reyndust ó- nógar. í öðru lagi hefði verið samkomulag um þennan skatt í ríkisstjórninni, a. m. k. milli ráðherra Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, og hin svokallaða dýrtíðarnefnd, sem var skipuð fulltrúum allra stjórnarflokkanna, hefði samið frv., þar sem gert var ráð fyrir þessum skatti. Meirihluti fjárhagsnefndar hefir nú farið inn á nýja braut. Virðist það stafa af þeirri óá- nægju, sem um þetta mál hefir verið vakin hér í bænum þrátt fyrir það, sem fulltrúar flokk- anna höfðu áður sagt. Það er augljóst mál, að til- laga meirahlutans rýrir stórlega þær ráðstafanir, sem fyrirhug- aðar eru í dýrtíðarmáfunum, því að þær fara vitanlega að langmestu leyti eftir tekjuöfl -uninni. Ég skal nefna tvö dæmi til að sýna þetta. Einhleypur maður, sem hefir 8000 kr. netto- tekjur, greiðir samkvæmt frv. 215 kr., en 31.80 samkvæmt til- lögum meirahlutans. Einhleypur maður, sem hefir 20 þús. kr. nettotekjur, greiðir samkv. frv. 805 kr., en samkv tillögum meirahlutans 297 kr. Má af 70 Victor Hugo: fjórða vofan, sem nú var komin til sög- unnar. — Hver andskotinn, sagði Gringoire. Ég sé, að hér sjá blindir og haltir ganga, en hvar er frelsarinn? Þeir ráku upp geigvænlegan hlátur. Vesalings skáldið skimaði allt í kring. Hann var reyndar kominn inn í Krafta- verkagarðinn, þar sem aldrei sást heið- arlegur maður um þetta leyti sólar- hringsins. Hann var staddur á þeim ó- heillastað, þar sem lögregluþjónar og varðmenn hurfu eins og dögg fyrir sólu, ef þeir voguðu sér þangað. Hann var í argasta þjófabælinu og viðbjóðsleg- ustu pestarveitunni í allri Parísarborg, þessu dýki, sem glæpamenn, beininga- menn og vesaldarlýður veltur út úr um allar götur borgarinnar á hverjum morgni og hverfur aftur í að kvöldi, þessu ógeðslega völundarhúsi, þar sem aumustu blóðsugur þjóðfélagsns rjála við bráð sína á kvöldi hverju, þessum aðsetursstað manna með tillogna sjúk- dóma og uppgerð líkamslýti, sem Tat- arar, brotthlaupnir munkar og skóla- piltar, misendismenn af öllum þjóð- flokkum — Spánverjar, ítalir og Þjóð- verjar — og öllum trúflokkum — Gyð- ingar, kristnir menn, Múhameðstrúar- menn og heiðingjar — héldu frá til beininga að deginum, en ránsferða um Esmeralda 71 nætur. Hann var staddur, þar sem leikararnir á hinu mikla sviði Parísar- borgar skipta um gervi, áður en þeir fara í leiðangra sína til þjófnaðar, manndrápa og svalls. Þeim sorgarleik linnir aldrei í Parísarborg. Þetta var gríðarlega stórt torg, ó- reglulegt að lögun og steinlagt, eins og öll torg í Parísarborg á þeim tímum. Við bál, sem kynt voru viðsvegar um torgið, hafði kynlegur fénaður safnazt saman. Menn komu og fóru, og hvar- vetna var að heyra sköll og hlátra, krakkaorg og óp kvenmanna. Það var bjart hið neðra við bjarmann frá eld- unum, en dimmt efra, svo að höfuðin og hendurnar á þessu fólki sýndust svört. Það var eins og jörðin bifaðist í flöktandi eldskininu; stundum brá fyrir skugga af hundi eða- mannveru, er skauzt fram hjá. Það var ekki auðvelt að greina á milli hvort heldur var. Hér varð ætterni og kynferði ekki greint í sundur. Karlmönnum, konum og börnum, heilbrigði og sjúkdómum, var enginn bás markaður, allt var hér eitt og hið sama. Allt var í uppnámi, og hver og einn fór því fram, er hann fýsti. Þrátt fyrir fátið gat Pétur Gringoire séð allt torgið við daufa glætuna frá eldunum. Kringum það voru óhrjálegar þessu marka, að tillaga meira- hlutans mun ekki gefa nema brot af þeim tekjum, sem myndu fást samkvæmt frv. Við fyrstu umræðu var það helzt fundið skattinum til for- áttu, að hann væri of hár á lægri tekjum. Úr þessu hefði mátt bæta með því, að lækka hann á þeim, en hækka hann í þess stað á háum tekjum, og ná þannig svipuöum heildar- tekjum með skattinum. En inn á þessa braut hefir ekki verið farið, Það viðurkenna allir, að yfir okkur vofi mikil hætta sökum hinnar stórauknu peningaveltu. Það er ekki aðeins að hátekju- menn hafi fengið auknar tekj- ur, heldur svo að segja allir. Þetta gæti verið gott og bless- að, ef til þessa lægju eðlilegar orsakir, en svo er ekki. Þess vegna er stöðvun framleiðsl- unnar, atvinnuleysi og annar voði, sem þessu fylgir, framund- an áður en varir. Það er sannar- lega hryggilegt, að Alþingi skuli ekki vilja líta á þessa hættu og samþykkja þann hóflega skatt, sem ráðgerður er i frv. Það ber vissulega ekki vott um að menn hafi krufið þetta mál til mergj- ar. Það virðist svo, að tillaga meirahluta fjárhagsnefndar - GAMLA BÍÓ- IIKPPMR vmm (LUCKY PARTNERS). Amerisk gamanmynd. Aðalhlutv. leika: GINGER ROGERS og RONALD COLMAN. Sýnd kl. 7 og 9. r——------NÝJA BÍÓ——-- PILTUR EÐA STtJLKA. (SANDY IS A LADY) Amerísk skemmtimynd. Aðalhlutverkin leika strákarnir: BABY SANDY, BUTCH og BUDDY. Sýnd kl. 7 og 9. Heíðmörk -- Fríðland Reykvíkínga Bæklingur Skógræktarfélags íslands, með hinum ágæta upp- drætti yfir Heiðmörk, fæst í öllum bókaverzlunum og á af- greiðslu Morgunblaðsins. Nýkomið fí«lí úrval af kápu> og dra gtareinum • ¥crksiniðjnútsalan Gefjun — Iðunn Aðalstræti. hafi fylgi meirahluta þing- manna. Ég harma þá afgreiðslu málsins. Hún er ekki í sam- ræmi við þær ráðstafanir, sem nauðsyn ber til að geröar verði. Ég álít svo mikils við þurfa, að hefði ég ráðið, myndi skattur- inn hafa orðið hærri en hann er ráðgerður í mínu eigin frv., sem flutt var sem samkomulags- grundvöllur. Ég hefði ekki hikað við, að taka á mig þær óvin- sældir, sem því hefðu fylgt fyrst í stað. — Rúm blaðsins leyfir ekki, að rakið sé efni fleiri ræðna, enda hefir hér verið getið þeirra, sem aðallega snerust um þær tillög- ur, sem fyrir lágu. Hinar voru meira almenns efnis. Margir þingmenn tóku til máls og stóð umræðan fram á nótt. Atkvæðagreiðsla fór fram kl. 11 árdegis í morgun. Allar til- lögur fjárhagsnefndar voru samþykktar mótatkvæðalaust, nema tillaga um hækkun tolls- ins á áfengi og tóbaki. Greiddu kommúnistar atkvæði gegn henni. Tillaga Jóns Pálmasonar og Stefáns Stefánssonar var felld með öllum atkv. gegn 6. Með henni greiddu atkvæði Bjarni Ásgeirsson, Jón Pálmason, Pét- ur Ottesen, Stefán Stefánsson, Steingrímur Steinþórsson og Þorsteinn Briem. Gísli Sveins- son greiddi ekki atkvæði. Móti útflutningsgjaldinu greiddu atkvæði kommúnistar, Finnur Jónsson og Sigurður Kristjánsson. Tillaga meirahluta fjárhags- nefndar um tekjuskattinn var samþykkt með 19:13 atkv. Móti henni greiddu atkvæði allir Framsóknarmenn í deildinni og Pétur Ottesen. Með henni greiddu atkvæði allir íhalds- mennirnir, nema Pétur og Thor Thors, sem er fjarverandi, allir jafnaðarmennirnir, komm- únistarnir tveir, Bændaflokks- mennirpir tveir og Héðinn Valdimarsson. Fjórir þingmenn, kommúnist- arnir, Garðar Þorsteinsson og Sigurður Kristjánsson, greiddu atkv. gegn frv. í heild. Rúmið leyfir það ekki, að nánara sé rætt um þessa af- greiðslu dýrtíðarmálsins að sinni. Á það skal aðeins bent, að hér hefir verið stórkostlega Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu.) anlega sár.t til fylgisleysis flokks síns og grípur því til hinna kyn- legustu ráða til að vinna aftur hið glataða traust. Snemma á þingi fluttu fulltrúar flokksins þingsályktun í sameinuðu þingi um sumarleyfi verkamanna. Nefnd, sem fékk málið til at- hugunar, hefir löngu skilað áliti, en forseti hefir dregið að taka það á dagskrá. í gær ræðst blaðið því heiptarlega á Alþingi fyrir að hafa ekki afgreitt mál- ið og lýsi þetta miklu skiln- ingsleysi á kjorum alþýðunnar hjá þingmönnum, sem séu „að fara út í sólina og sumrið'. En blaðið gætir þess ekki, að mað- urinn, sem ber ábyrgð á þessu, er Haraldur Guðmundsson, for- seti sameinaðs þings og aðal- máttarstólpi Alþýðuflokksins. Honum hefir verið í lófa lagið að láta afgreiða málið fyrir löngu, ef áhuginn hefði verið nægjanlegur. í______________________________ Tveim sklpum bjargað (Framh. af 3. siðu.) laus, eins og hann var ráðagóð- ur, og hafði sagt, glettnislega, eftir hina fyrstu björgun, að aðrir mættu gjarnan fá heiður- inn af því verki. Hann byggist aldrei við að byrja að stunda sjómennsku. Nú hefir reynslan skorið úr til fullnustu. Héðan af mun hinum vösku mönnum á hafnlausu ströndinni verða falið að standa fyrir björgunar- málum í brimgarðinum, þar sem verður að beita þeim að- ferðum, sem Skaftfellingar hafa uppgötvað, og kunna að beita öðrum mönnum betur. J. J. Leiðrétting. Myndirnar af Klausturbræðrum á 3. síðu blaðsins, í grein J. J.( Tveim skipum bjargað, hafa ruglazt, þannig að Siggeir Lárusson er þar sagður Júl- íus og Júlíus Siggeir. Blaðið biðst vel- virðingar á þessum leiðinlegu mistök- um. Frá Jökulfjörðum (Framh. af 3. siðu.) varðveitast, ekki aðeins mál, siðir og þjóðareinkenni, heldur og heilbrigði, þróttur og skap- festa. Og þótt lífsbaráttan sé oft hörð, er hún líka oft heill- andi og ætíð þroskavænleg, ef karlmannlega er við búið. Ég vil svo nota tækifærið til að þakka þeim, sem á ferðum mínum greiddu götu mína á einn og annan hátt og gjörðu rnér - þar ógleymanlegar á- nægjustundir. Þakka ég svo þeim, er lesa. Verið þið sæl. rýrður öruggasti tekjustofninn í dýrtíðarfrv. Bæði útflutnings- gjaldið og framlag ríkissjóðs geta brugðizt. Þess vegna getur svo farið, að sáralitlar ráðstaf- anir verði hægt að gera til að halda niðri dýrtíðinni og kaup- gj aldinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.