Tíminn - 18.07.1941, Blaðsíða 3
75. blað
TlMKVX, föstudaglnw 18. jálí 1941
299
ANNÁLL
Afmæli.
Hinn 15. júlí 1921 hóf Magnús
Þorláksson starf sitt sem næt-
urvörður við bæjarsímann í
Reykjavík, þá 26 ára að aldri.
Síðastliðinn þriðjudag (hinn 15.
júlí 1941) átti Magnús tuttugu
ára starfsafmæli við stofnun-
ina og bað tíðindamaður blaðs-
ins hann að segja sér frá því
helzta, sem á dagana hefði drif-
ið á hinni löngu starfsæfi.
— Varð ekki mikil, breyting á
starfi yðar, þegar sjálfvirka
stöðin tók til starfa?
— Jú, það var mikil breyting,
sem hún hafði í för með sér.
Gamla stöðin var nokkuð um-
fangsmikil. Þegar ég byrjaði
sem næturvörður, var bæjar-
síminn í gamla Landsímahús-
inu, (sem nú er lögreglustöðin),
á einni hæð. Síðan var aukið við
númerin og varð þá að taka
nýja hæð fyrir viðbótina. Upp-
runalega stöðin var þá kölluð
A-stöð, en viðbótin B-stöð. Þrátt
fyrir þessa viðbót varð þó ekki
nema einn fastráðinn nætur-
vörður og gat það stundum orð-
ið nokkuð hlaupasamt að snú-
ast á milli hæðanna. Ef einhver,
sem átti númer í A-stöð, þurfti
að tala við mann, sem var í
B-stöð, varð ég að hlaupa ofan
af hæðinni þar sem A-stöðin
var og niður á hæðina, þar sem
B-stöðin var, og gefa þeim sam-
band hverjum við annan. Sér-
staklega var mikið að gera um
kosningar, það voru einna erf-
iðustu dagarnir. Þá varð ég að
vera á eilífum þönum milli hæð-
anna alla liðlanga nóttina og
iðulega varð ég að hafa fata-
skipti, þegar heim kom, því að
ég var þá orðinn rennandi af
svita. En þetta var nú svo sjald-
an, að það var bara til hressing-
ar. Þangað til að breytingin var
gerð 1932, voru margar land-
símalínur lokaðar á nóttunni,
aðeins nokkrar þeirra helztu
tengdar við bæjarsímann. En
frá 1. desember 1932 hefir land-
síminn verið opinn allan sólar-
hringinn.
— Var ekki margt starfsfólk
við bæjarsímann áður en breyt-
ingin varð?
— Upp á síðkastið voru starf-
stúlkurnar orðnar milli 30 og
40 of veitti varla af, því að
númerin voru orðin um 2400. Nú
munu hins vegar númerin vera
orðin um fimm þúsund, þeim
hefir fjölgað svo mikið eftir
breytinguna. Það eru miklar
framfarir, borið saman við það,
þegar síminn var aðeins lítið
hlutafélag með fáeinum núm-
erum og aðallínan var milli
Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.
— Hvernig hefir vinnutíminn
verið? Er ekki þessi endalausa
næturvinna mjög þreytandi?
— Maður venst þessu öllu með
tímanum. Frá því að ég byrjaði
og til 1. desember 1932, var
vinnutíminn frá klukkan 11 að
kvöldi til klukkan 8 að morgni
allar nætur vikunnar. En eftir
að ég fór að vinna við langlínu-
miðstöðina hefir vinnutíminn
verið frá klukkan 9 á kvöldin
til 8 á morgnana alla virka
daga, en á sunnudögum og
helgidögum frá 8 á kvöldin til
10 á morgnana.
Nú fyrir stuttu síðan var gerð
nokkur breyting á vinnutíman-
anum þannig, að ég vinn alltaf
frá 11 á kvöldin til kl. 8 á
morgnana og hef eina nótt í
viku, sem ég þarf ekki að vera
' á verði.
| Hjálpið þér ekki borgarbúum
| ennþá til þess að vakna, þótt
aðalstarf yðar sé nú við Land-
símann?
— Venjulega hringi ég í 40
I til 50 manns á hverjum
■ morgni. í suma þarf nú að
ihringja oftar en einu sinni,
'segir Magnús og brosir góðlát-
í lega. Annars kem ég lítið nærri
■bæjarsímanum nú orðið nema
'hvað ég þarf stundum að gefa
| ýmsar upplýsingar í númerið
11010. Mitt aðalstarf er við
Landsímann. Flestar hinar
minni stöðvar úti um land eru
lokaðar að nóttunni og þá
verður að afgreiða meginið af
símtölunum gegn um Reykja-
vík.
Ennþá er mest að gera þegar
kosningar eru eða einhverjir
slíkir stórviðburðir eiga sér
stað. En mikið hefir þó aðstaðan
batnað síðan fréttastofa út-
varpsins tók til starfa. Yfirleitt
kann fólk að nota símann nú
orðið og kynning mín við síma-
notendur hefir orðið mér til
mikillar ánægju í mörgum til-
fellum. Maður gleymir þvl sem
miður er í þeim efnum. Sam-
starfsfólkið hefir verið mér
mjög alúölegt og í þess hóp á
ég marga góða kunningja.
Þessa dagana er ég í sumarleyfi.
Eg er að hressa mig svolitið upp
og líta eftir garðholunni minni,
segir Magnús, um leið og hann
kveður og fer. Vonandi er, að
símnotendur um land allt, fái að
njóta hinnar margreyndu sam
vizkusemi Magnúsar í þessu
starfi, enn um langan aldur.
Brezka herstjórmn
á íslandi tilkynnir,
að allar kröfnr á herstjórnina, sem
stofnaðar eru fyrir 1. júní 1941, verði
að sendast: HIRING OFFICE, Lauga-
veg 16, Reykjavík, fyrir lok júlímán-
aðar 1941.
Framsóknarmenn! Muniff að
koma á flokksskrifstofuna á
Lindargötu 9 A.
glæsilega hrifning hinnar fá-
tæklegu þjóðhátíðar hefir ekki
komið í hugi allrar þjóðarinn-
ar, í sambandi við innlend
frelsismál, síðan þá.
En svo vel vill til, að íslend-
ingar hafa sýnt, á ótvíræðan
hátt, og það nýlega, að í raun
og veru hafa þeir djúpa og'
hreina tilfinningu í frelsismál- ’
inu. Samskotin til finnsku þjóð- |
arinnar, þegar Finnar vörðu |
land sitt gegn ofurefli Rússa, er j
eftirtektarvert atvik í sögu ís-
lands á síðari árum. Hvaðan-
æfa af landinu, úr kaupstöðum,
kauptúnum og sveitum, bárust
almennar gjafir og stórgjafir íj
bjargarsjóð Finna. í það sinn
hristu íslendingar af sér dul-
leikann og viðurkenndu frammi
fyrir öllum heiminum, að þeir
vissu að frelsið, jafnvel frelsi
fjarlægra þjóðar, væri ómetan-
leg gjöf. Hreysti Finnlendinga
og sögufrægð þeirra, gömul og
ný, vakti aðdáun íslendinga og
gerði þá heita i lund og fórn-
fúsa á raunastund annarrar
þjóðar.
Ef íslendingar hefðu nú í ár
getað varpað af sér hjúpi dul-
leikans, og staðið saman um sitt
eigið frelsismál, þá hefði Al-
þingi lýst yfir fullum skilnaði í
vetur sem leið, og þjóðin hald-
ið fund á Þingvöllum í sumar til
að grundvalla lýðveldið og nýja
stjórnskipun, þá hefði fögnuð-
urinn yfir unnum sigri getað
orðið langra kvelda jólaeldur
fyrir íslendinga um ókomna
tíma. Þetta varð ekki. En hinu
má ekki gleyma, að sigurinn
hefir unnizt með málamiðlun
og samningaþrauki innanlands.
Nú er vandinn sá, fyrir skiln-
aðarmenn, að fylgja eftir fengm
um árangri. Það er fyrsta at
riðið, að fylgj a hlífðarlaust fram
heiti Alþingis, um formlega
lýðveldismyndun, eigi síðar en
í stríðslokin, en fyr, ef tækifæri
gefst. Þá þarf að breytast við-
horfið til Dana. Með fullum
skilnaði eiga að fylgja fullar
sættir frá hálfu íslendinga og
niðurfelling gamalla saka. Með
fullkomnu frelsi og jafnrétti
beggja þjóðanna hverfur yfir-
læti og minnimáttarkennd úr
öllum viðskiptum, en frjáls
mannleg skipti frændþjóða
koma þess í stað. Heima fyrir
verða skilnaðarménn að byggja
á því, að skilnaðurinn sé nú
þegar orðinn veruleiki, en
um mörg næstu ár verða þeir
að vera á verði, alls staðar, þar
sem gamli undirlægju hugsun
arhátturinn gerir vai't við sig.
ísland er sögueyjan i Norður-
Atlantshafi. Hún á frændur til
þriggja hliða. í austurátt eru
Norðurlandaþjóðirnar, í suður
átt Englendingar og í vestur
átt Bandaríkin og Kanada. ís^
lendingum ber að hafa opnar
leiðir til allra þessara landa, og
stefna að fullri jafningja að-
stöðu í þessum skiptum, þó að
miklu muni á fólksfjölda og
Dvtfl
er vandaðasta tímaritið. Það kostar 7
krónur árgangurinn, kemur út fjórum
sinnum á ári, hvert hefti a. m. k. 80
lesmálssíður, alls 320 blaðsíður. Það eru góð bókakaup nú á tímum.
2. hefti 9. árgangsins er nýkomið út. í því eru þýddar smá-
sögur eftir A. Schnitzler, Leo Tolstoy, Joseph Conrad og marga
fleiri heimsfræga rithöfunda, kvæði þýdd af Magnúsi Ásgeirs-
syni og kvæði frumort á íslenzku eftir Jón frá Ljárskógum og
Kristínu Geirsdóttur í Hringveri, ferskeytlur eftir ýmsa, greinar
eftir Þóri Baldvinsson, Guðmund Friðjónsson á Sandi og. fleiri.
í 1. hefti árgangsins voru þýddar sögur eftir Grazia Deledda,
Martin Andersen-Nexö, Ríkard Long og Lafcadio Hearn og marga
fleiri, kvæði eftir Guðmund Böðvarsson, Friðgeir H. Berg, Kára
Tryggvason og Gunnar M. Magnúss og greinar eftir Steindór
Steindórsson frá Hlöðum, Hákon Bjarnason skógræktarstjóra,
Þóri Baldvinsson og fleiri.
í næsta hefti verða sögur eftir Johannes V. Jensen, Balzac og
Vincent Benet, kvæði og greinar, allt valið efni.
Gerizt áskrifendur að Dvöl og gerizt það strax. Hringið í síma
2353, sendið tilkynningu í pósthólf 1044 eða komið á Lindar-
götu 9 A.
TÍMARITIÐ DVÖL
Lindargötu 9 A — Reykjavík.
Leídrétting
í athugasemd þeirri, er for-
maður mjólkurverðlagsnefndar
birti í Tímanum 15. þ. m„ um
uppbótina á mjólkurverðið,
gætir nokkurs misskilnings, er
ég tel rétt að leiðrétta.
Formaðurinn segir, að Mjólk-
ursamsalan greiði Flóabúinu og
Borgarnesbúinu uppbótina fyrir
þá, sem leggja sína mjólk inn
þar, en beint til þeirra bænda,
sem skipta við mjólkurstöðina i
Reykjavík. Þetta er ekki rétt.
Mjólkursamsalan greiðir engum
bónda andvirði innlagðrar
mjólkur, beint, hvorki hvað
grunnverð eða uppbót snertir,
og gildir það jafnt fyrir félags-
svæði mjólkurstöðvarinnar í
Reykjavík sem félagssvæði
Flóabúsins og Borgarnesbúsins.
Þá segir formaðurinn, að 5
aura verðuppbótin hafi verið á-
kveðin á innvegið kílógramm og
að 40 aura mjólkurverðið fyrir
júnímánuð, hér hjá mjólkur-
stöðinni, sé einnig fyrir kíló-
gramm. Þetta er hellur ekki
rétt, því hvorttveggja þetta var
ákveðið fyrir lítra en ekki kíló.
Um mjólkurverð það, sem
formaðurinn segir bændur hafa
fengið fyrstu 6 mánuði þessa
árs, upplýsir hann nú, að þar
hafi vinnsluafföll ekki verið
dregin frá, og ennfremur, að
miðað hafi þar verið við að
bændur hafi sent jafna mjólk í
mánuði hverjum, umrædda 6
mánuði, — sem óhugsandi er
að fyrir geti komið. Þegar litið
er á slíka reikningsaðferð og
vitað er að annað fleira kemur
einnig til greina við slíkan verð-
útre'ikning, sé ég ekkert sem
réttlætir það, að þannig út-
reiknað verð — og það upp á
brot úr eyri — sé birt almenn-
ingi athugasemdalaust.
Að endingu kemst formaður-
inn þannig að orði:
„Enn er ekki tekið tillit til
þess, við útborgun mjólkur-
verðsins hjá Mjólkursamsöl-
unni, hvort mjólkin er fitumikil
eða fitulág, ef hún annars nær
lágmarksfitumagni, og er þetta
mjög rangt og þarf að breytast
sem fyrst.“
Hér ér bersýnilega um misrit-
un að ræða — hlýtur að eiga að
vera „hjá mjólkurstöðinni" í
staðinn fyrir „hjá mjólkursam-
sölunni", því það er hjá mjólk-
Tilkynniné
frá ríkísstjórnínní
Brezka herstjórnin hefir tilkynnt, aff aZlar sigling-
ar um Hvalfjörff skuli bannaffar. fyrir innan línu, sem
hugsast dregin milli Innra-Hólms (64°18’16”N. 21°
55,52’W.) og Kjalarness (64°13’52”N. 21°54’47"W.).
Ef óskaff er eftir aff sigla skipum inn fyrir ofan-
greinda línu verffur aff leita affstoðar brezku flota-
yfirvaldanna í Reykjavík um leiffsögu.
Jafnframt afturkalZast tilkynning ríkisstjórnarinn-
ar, dags. 23. desember -940, birt í 71. tölublaffi Lög-
birtingablaðsins 1940, og tilkynning, dags. 6. febrúar
1941, birt í 9. tölublaði Lögbirtingablaffsins 1941, aff
því er varffar tálmanir á siglingaleið um Hvalfjörff.
Atvínnu- og samgöngumálaráðuneytið,
15. júli 1941
urstöðinni en ekki mjólkur-
samsölunni, sem ákvæðið um
lágmarksfituna gildir. Ég hefi
að öðru leyti hvorki ástæðu eða
löngun til að ræða þetta atriði
hér. Það er, eins og allir geta
séð, algerlega óviðkomandi því,
hvernig Tíminn skýrði frá sam-
þykkt mjólkursölunefndar, sem
gerð var 8. þ. m. Þó vil ég, að
gefnu þessu tilefni, rétt geta
þess, að í skýrslu Stefáns
Björnssonar mjólkurfræðings,
frá 12. maí síðastl., er þannig
að orði komizt um þetta atriði,
að því er neyzlumjólkina snert-
ir: „Mjólk, sem notuð er ein-
göngu til neyzlu, er aftur á móti
aldrei greidd að fullu eftir fitu-
einingum.......“.
Halldór Eiríksson.
Anglýsið I Tímaniim!
Snmarið og sumar-
fataefnln frá Gefjnn
eru komln.
Klæffaverksmiffjan Gefjun hefir
nú á boðstólum fjölbreytt úrval
af allskonar sumarfata- og
kápuefnum,
af meiri gæðum en nokkuru
sinni fyrr.
Gangiff í Gefjunarfötum!
Klæðaverksmiðjan
kefjnn
á Akureyri.
♦ ÚTBREIÐIÐ TÍMANN ♦
112
Victor Hugo:
Esmeralda
109
auðlegð. íslenzka þjóðin hefir
eitt sinn skapað þjóðveldi hér
á landi og í skjóli þess andleg
afrek, sem bera hátt í sögu
þjóðarinnar. íslendingar hafa
nú raunverulega endurreist lýð-
veldi fornaldarinnar. Það er
virðulegt starf fyrlr þá, sem
nú lifa í landinu, og síðari kyn-
slóðir, að feta í fótspor þeirra
forfeðra, sem gerðu þjóðina
fræga, og sanna í verki, að enn
geti þrifizt blómleg menning í
íslenzku lýðveldi.
pilagrímsferðunum. Það var í Auber-
villíes, og það var annað kraftaverkið i
þessum mánuði.
— Þetta óskilabarn, ef maður getur
svo að orði komizt, er hryllileg ó-
freskja, mælti systir Jóhanna.
— Það gefur frá sér óhljóð, mælti
Gauchere. — Þegiðu, hljóðabelgurinn
þinn!
— Ég gæti bezt trúað, að þetta væri
afkvæmi dýrs og manns, sagði Agnes
la Harme. Það ætti að varpa því í
fljótið eða brenna það á báli.
— Ég vona, að enginn hafi það heim
með sér, mælti la Gaultiere.
— Ó, drottinn minn dýri! hrópaði
Agnes felmtruð. — Vesalings brjóst-
mæðurnar á barnaheimilinu hjá höll
hans hátignar. Ef maður ætti nú að
leggja þetta skrípi á brjóst sér. Þá vildi
ég heldur bera blóðsugu við barm mér.
— En hvað þú getur verið barnaleg,
la Harme! mælti Jóhanna. Sérðu ekki
að þetta barn er að minnsta kosti fjög-
urra ára og hlýtur því að hafa verið
vanið af brjósti fyrir löngu?
Þetta var orð að sönnu. Auðvitað var
þetta ekki nýfætt barn. Það var sveip-
að í línábreiðu. Höfuð þess var van-
skapað. Það gat að líta rauðlitt hár-
strý, auga, munn og nokkrar tennur.
Augað grét, munnurinn hljóðaði og
góðar tekjur, ef mér verður þá nokkuð
borgað fyrir hann. Sem sagt: Ég er
reiðubúinn til þjónustu við yður, ég
sjálfur, listamaðurinn í mér, allir mínir
hæfileikar og öll mín þekking; ég er fús
til þess að lifa með yður á þann hátt,
sem yður hentar: sem karlmaðurinn,
ef þér girnist það, og sem bróðir, ef yð-
ur væri það ljúfara.
Nú þagnaði Gringoire og beið þess, að
sjá hvaða áhrif ræðan hefði haft á
stúlkuna, sem sat og horfði niður fyrlr
sig.
— Föbus, sagði hún lágt.
Svo sneri hún sér að Gringoire og
spurði:
— Hvað þýðir Föbus?
Þótt Gringoire sæi ekki, hvað þessi
spurning kæmi ræðu hans .við, var hon-
um það ekkert andstætt skapi, að geta
ótvírætt sýnt, hve ágætlega hann var
menntun búin. Hann reigði sig því allan
og svaraði:
— Það er latneskt orð og þýðir sól.
— Sól! át hún eftir honum.
— Þetta nafn bar líka glæsilegur
bogmaður,*) sem einnig var guð, bætti
*) Föbus er nafn, sem griska skáldið Hómer
gaf guðinum Apóllon, er upprunalega var sólguð.
Einnig var hann guð heilbrigðinnar, söngguð,
stríðsguð og svo framvegis, og því vanalega sýnd-
ur með örvar og boga. Hátíðir voru haldnar hon-