Tíminn - 18.07.1941, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.07.1941, Blaðsíða 1
V I RITSTJÓRI: ) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. < FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: j JÓNAS JÓNSSON. < j ÚTGEFANDI: 1 PRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. Símar 3948 og 3720. PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. 25. ár. Reykjavík, föstudagmn 18. júlí 1941 75. blað Garðræktin í Reykjavík Rcykvíkíngar rækta fjórða hlutann af þeím kartöflum, sem framleidddar eru á landínu Viðtal við Matthías Ásgeirsson garðyrkju- ráðunaut. í vor settu Reykjavíkur- búar meira niður af kartöfl- um, en dæmi eru til áður. Tíminn hefir snúið sér til Matthíasar Ásgeirssonar garðyrkjuráðunauts bæjar- ins og beðið hann að skýra sér frá þessari ræktunar- starfsemi. Tíðindamaður blaðsins átti þess kost að fara um garðlönd- in í fylgd með Matthíasi og sjá með eigin augum hina miklu garðrækt, sem bæjarbúar hafa með höndum, og mest er tóm- stundavinna þeirra. Garðlöndin. — Alls var sett niður í um 70 hektara, segir Matthías. — En það svæði liggur í kring um bæinn og nær alla leið vestan af Melum, suður fyrir vatns- geyma og norður að Laugarnes- vegi. Alls eru á annað þúsund garðar á svæðinu, er skiptast þannig:’ Melagarðar, sem eru 190 til 200 að tölu. Stærð þeirra er um 400 ferhyrningsmetrar hvers um sig. Næst koma svo Aldamótagarðar, sem var fyrst sett niður í aldamótaárið, og svokallaðir gróðrarstöðvargarð- ar, og eru þeir álíka stórir og Melagarðarnir, eða um 400 fer- hyrningsmetrar, hver um sig. Þeir eru 130 að tölu. Ársleiga fyrir hvern þessara garða er kr. 10, fyrir hverja 400 fermetra um árið. Næst kemur svo Kringlumýrarsvæðið. í þvi eru alls á sjöunda hundrað garðar, flestir um 750—1000 fermetrar að stærð. Leigan fyrir hvern þeirra er kr. 25 á ári fyrir hverja 1000 fermetra. Litlu nær Suður- landsveginum eru svo Greniás- garðar, 40 að tölu. Leiga fyrir þá er sú sama og fyrir Mela- garðana. Næst Lauganesvegin- um eru svo garðarnir í Kaup- mannstúni, um 100 að tölu og á stærð við Melagarðana, enda greidd svipuð leiga og fyrir þá. í hvern þessara garða var sett niður útsæði er svaraði hálfum öðrum poka í hverja 400 fer- Engín síldveiðí nyrðra Síldveiðiútlitið er frámuna dauflegt nyrðra. í símtali í gær lét Þormóður • Eyjólfsson á Siglufirði svo um mælt: — Það er dauður sjór hér nyrðra. Engar síldarfregnir hafa borizt upp á síðkastið. Flugvél leitaði síldar á svæðinu milli Langaness og Stranda, en hvergi varð vart við síldar- göngur. Veður þó hið bezta og skyggni gott, svo að ekki er lík- legt, að síldin hafi þess vegna dulizt leitarmönnum. í meira en viku hefir engin síld komið til Siglufjarðar, ef frá er skilið eitt skip um síðastliðna helgi. Verksmiðjunni á Raufarhöfn bárust 300 mál á fimmtudags- nóttina. í gærkveldi barst síld til Húsavíkur í fyrsta skipti á þessu sumri, 240 mál. Enn er ekki margt aðkomu- fólk í Siglufirði, enda ekkert að gera. í tveim af- verksmiðjum ríkisins er fólk til taks, búið að „taka það á tryggingu“, ef síld- in skyldi fara að veiðast. metra, og í sæmilegu ári, eins og nú litur út fyrir að ætli að verða, má gera ráð fyrir allt að 7 tunna uppskeru úr hverjum garði. Heildaruppskeran úr garð- löndum bæjarbúa árið 1939, nam um það bil 11000 tunnum. En kartöfluuppskeran á öllu landinu nam síðastliðið ár um 45000 tunnum. Síðan 1939 hafa bætzt við um 200 garðar á ári og nú í vor var sett niður meira en nokkurn tíma fyrr. Jnrtasjúkdómamir. Helztu erfiðleikarnir í sam- bandi við þessa kartöflurækt eru margskonar jurtasjúkdóm- ar, sem herja garðlöndin misk- unnarlaust. Skæðust er þó kál- flugan og erfiðust viðureignar. Egg hennar, gulrófulirfan, full- þroskast á sex vikum og bók- staflega gereyðir gulrófujurt' Símskey ti Banda- ríkjaforseta til ríkisstjóra ís«= iands í gær barst ríkisstjóra ís- lands svolátandi símskeyti frá Franklin D. Roosevelt, forseta Bandaríkj anna: Hans göfgi Sveinn Björnsson ríkisstjóri íslands, Reykjavík. í hvíta húsinu, 16. júní. Mér þótti mjög vænt um að fá símskeyti yðar frá 10. júh 1941, þar sem þér tilkynnið mér, að samkomulag það, sem gert var milli forsætisráðherra ís- lands og mín með orðsending- um, er við skiptumst á 1. júlí 1941 um hervarnir íslands, hefði verið staðfest lögformlega, svo sem stjórnskipunarlög íslands mæla fyrir. Þar sem þér í sím- skeyti yðar minnist hinna sögu- legu tengsla milli íslands og Bandaríkjanna og hvern þátt fólk af íslenzkum uppruna hefir átt -í þróun Bandaríkjanna, snertir það strengi, er endur- óma í hjörtum Bandaríkjaþjóð- inni á stuttum tíma. Einna bezt' arinnar> .sem hefir haft hefir reynzt að vökva með „karboekrimp/. Því er úðað á jurtina niður við rótarhálsinn, en þar verpir kálflugan eggjum sínum aðallega. Þá hefir kart- öflumyglan gert nokkurn usla. Hún er sveppur, sem berst úr einum garðinum í annan. Einn sýktur garður getur sýkt út frá sér stór svæði og er þetta orð- inn mikill vágestur í garðlönd- um manna víða um land, sem veldur þungum áhyggjum hjá þeim, er við kartöflurækt fást. Bezta vörnin við kartöflumygl- unni er að úða garðana með „perenox*, í tæka tíð. En til þess að það komi að fullum notum, þarf að vera þurrviðri. Bezt er að framkvæma úðunina um miðjan júlí, en endurtaka hana síðan, ef hægt er, eftir (Framh. á 4. síðuj ástæðu til að meta að verðleik- um hin miklu afrek þeirra sam- borgara sinna, sem af íslenzku bergi eru brotnir. Hin langa og frækna saga Al- þingis íslendinga og hin stöð- uga barátta íslenzku þjóðarinn- ar gegn kúgunarvaldi (forces of oppression) og fyrir frelsi mannsandans er vel kunn í Bandaríkjunum og vekur aðdá- un þar. í ljósi sameiginlegs uppruna og sameiginlegra hug- sjóna ber ég traust til þess, að vernd sú á óskertu umráðasvæði íslands og stjórnmálasjálfstæði þess, sem við höfum tekizt á hendur gegn öflum, sem nú eru að leitast við að gera að engu sameiginlegar hugsjónir okkar, muni skapa tækifæri til þess að treysta jafnvel ennþá betur þau (Framh. á 4. síðuj Hvers er að vænta úr austri? Þess eru engin dæmi, að þjóð stefnu Japana er mannfjölgun- hafi risið á jafnfáum árum til vegs og virðingar eins og Jap- anir, breytzt á nokkrum ára- tugum úr kotríki, er fjarlæg ríki töldu sig umkomin að sýna i tvo heimana og beygja til hlýðni við sig, í stórveldi, sem ekki lætur misbjóða sér og hin- ar voldugustu hernaðarþjóðir óttast. Um langa hríð hafa Ástralíumenn alið beyg í brjósti vegna japanska eyríkisins, og Rússar og Bandaríkj amenn hafa miðað hervæðingu sína og herbúnað mjög við þáð, að vera færir um að mæta óvinum, er sækja kynnu vestur á bóginn úr Austur-Asiu og vilja auka yfirráð sín á Kyrrahafinu. Viðreisnartímabil Japana hófst árið 1868 eftir borgara- styrjöld í landinu. Fám árum áður höfðu frönsk, ensk og amerísk herskip í sameiningu skotið í rúst ýms japönsk strandvígi og bæi í hefndar- skyni fyrir áreitni og illvilja, er alþýða manna í Japan hafði sýnt Evrópumönnum, meðal annars brennt bústaði erlendra sendiherra. Eftir fimmtán ára framfaratímabil kom tií styrj- aldar milli Japana og Kínverja. Henni lauk með sigri Japana, en sá sigur varð þeim ekki jafn mikilvægur sem orðið hefði, ef stórveldin hefðu ekki skipt sér af landvinningum Japana. Næst kom stríðið við Rússa 1904— 1905, en sigurlaunin voru enn stórlega skert af stórveldunum, sem töldu hagsmunum og yfir- ráðaaðstöðu sinni stefnt í voða með sigri Japana. Heims- styrjöldin færði þeim enn auk- in völd og ný lönd, sem þó var bandaþjóðum þeirra, sérstak- lega Bandaríkjunum, þvert um geð að þeim félli í skaut. Þá náðu þeir og hefndum á Þjóð- verjum fyrir misgerðir á þeim tímum, er Japanir voru lítils megnugir. Síðan hefir Mandsjúríustyrj- öldin og Kinastríðið* fært þeim gífurlega mikil landflæmi til umráða og auðlindir til að nytja, þótt þær styrjaldir hafi líka kostað miklar fórnir. Einn þátturinn í viðreisnar- A. KROS8GÖTUM Ársfundur sunnlenzkra kvenna. — Tíðarfarið. — Síldarflug. — Ný sjúkra- gögn. — Áhættuþólmun sjómanna. — Nýbyggingarsjóður útgerðarfélaga. — ____ Nýr formaður síldarútvegsnefndar. _ 13. ársfundur Sambands sunnlenzkra kvenna var haldinn að Torfastöðum i Biskupstungum í júnímánuði. Fundir sambandsins fjalla venjulega um hús- mæðrafræðslu á ýmsum sviðum, sem árlega er framkvæmd með námskeiðum eða umferðakennslu á vegum þess (til öæmis garðyrkjuleiðbeiningar, græn- metismatreiðsla og vefnaður). — Sam- hliða er stefnt að því að húsmæðra- skóla verði komið upp á Suðurlands- undirlendinu. Það mál sækist seinna en sambandskonur höfðu vænzt. Leit- að hefir verið til opinberra stofnana og einstaklinga, stofnað til happdrættis- og merkjasölu, að ógleymdu því, sem kvenfélögin hafa aurað saman á ýmsan hátt. Á fundinum voru miklar umræð- ur um skólann, samþykkt að herða á fjársöfnun og veita nokkra upphæð til skólasjóðs úr sjóði sambandsins. Sam- bandið og fundir þess hafa og leitast við að styðja þau mál, er stefna að viðhaldi sveitaheimila. Ullarvinnsla til heimilisþarfa og söluvöru er mikilvæg- ur þáttur, sem oft hefir verið til um- ræðu á fundum. Fjöldi af félögum sambandsins eiga spunavélar. Nú upp á síðkastið fjölgar spunavélum síðan 10 þráðvélarnar komu til sögunnar. Þær eru viðráðanlegri fyrir lítil heimili. Svo var séð fyrir, að sambandskonum gafst kostur á að sjá rokka Sigurjóns á Forsæti. Vakti það aðdáun og undrun að sjá vinnubrögðin og afköstin eftir þriggja snælda rafmagnsrokkinn. Var Sigurjón hylltur þar af konunum fyrir þessa þörfu uppfyndingu. — Á fundin- um var rætt kembivélamáliö, voru kon- ur ákveðnar og einhuga um að hrinda málinu í framkvæmd svo fljótt sem unnt væri. Var send áskorun frá fund- inum til Búnaðarsambands Suðurlands og sýslunefndanna þriggja á sam- bandssvæðinu. Umferðakennsla Guð- bjargar Jónsdóttur sem leiðbeinanda á vegum sambandsins i garðrækt, mat- reiðslu grænmetis og fleira, er vel tekið. Var gerður góður rómur að skýrslu hennar og erindi á fundinum ög ákveðið að halda leiðbeiningum þessum áfram. t t t Tíðarfar hefir víða um land verið óþurkasamt í júlímánuði. Ekki sízt hefir tíðin verið óhagstæð norðanlands. Um helgina seinustu gerði þó þurrk norðanlands og var í ýmsum héruðum, til dæmis í Eyjafirði, það hirt sem úti var af heyi. Var víða allmikið úti I Eyjafirði, einkum fram í héraðinu, en út á Árskógsströnd og í Svarfaðardal var heyskapartíð öllu betri. t t t Flugvélin „Haförninn“ hefir verið leigð til síldarleitar í sumar og hefir hún þegar farið fyrstu leitarflugin. Á hún að gegna því viðfangsefni til ágústloka. Bækistöð flugvélarinnar verður á Akureyri, en flugmaður Sig- urður Jónsson. Meðan flugvélin hefir þessu verkefni að sinna mun hún lítt geta annað flugferðum með farþega og verða þá slík flug að leggjast niður um sinn. Aðilar þeir, sem kosta síldar- leitina, eru síldarverksmiðjur ríkisins, sildarútvegsnefnd og fiskimálanefnd. t r t Gerð hafa verið kaup á átta súrefn- ishjálmum, sem svo eru kallaðir, handa sjúkrahúsum og hjálparstöðvum hér. Tæki þessí eru til þess notuð, að gefa fólki, er lemstrazt hefir eða særzt eða lamast af völdum bruna, blóðmissis, meiðsla eða annarra áfalla, meira súr- efni en það er fært um að taka til sín á annan hátt. Eru þeir einskonar gríma, sem látin er á sjúklingana, mjög auðveld í notkun, og má láta sjúkling- inn fá þann skammt af súrefni, er henta þykir. t r t Samkomulag hefir tekizt um áhættu- þóknun togarasjómanna. Eiga hásetar % af hundraði af heildarsöluverði afl- ans, 1. vélstjóri °/i0 af hundraði og 2. vélstjóri, 2. stýrimaður og loftskeyta- maður 15/m af hundraði í kaupuppbót. Þessir samningar tókust í fyrradag. t r t Fjármálaráðuneytið skipaði nýlega í nefnd þá, er hafa skal eftirlit með ný- byggingarsjóði togarafélaganna, að til- nefningu hlutaðeigandi stofnana. Voru Ásgrímur Stefánsson, útgerðarmaður í Hafnarfirði, að ábendingu Landssam- bands útgerðarmanna, Sigurður Ólafs- son, gjaldkeri Sjómannafélags Reykja- vikur, að ábendingu Alþýðusambands- ins, og Bjarni Benediktsson, borgar- stjóri, sem er formaður nefndarinnar. t t r Ólafur Thors atvinnumálaráðherra, (Framh. á 4. síðuj in. Vegna landþrengslanna hafði um langan aldur verið leitast við að hafa hemil á mannfjölguninni, en viðreisnar- mennirnir lögðu á það áherzlu, að mannfjölgunin yrði sem mest og örust. Árið 1872 voru íbúar Japans 33 miljónir, en nú eru þeir yfir 70 miljónir. Auk þess eru tugir miljóna þegna, sem Japanir dfottna yfir utan heimalands- ins. Miljónum sama hafa Jap- anir farið til landnáms til Mandsjúríu, Kóreu, Formósa og Sakalíneyju. Takmark Japana er aug- ljóst. Þeir eru forystuþjóðin í Austurlöndum og hafa með miklum fórnum náð þeim sessi. Vestrænar þjóðir hafa reynt að hindra það, að þeir yki áhrif sín á meginlandi Asíu og um Kyrrahaf vegna þess, að slíkt hlaut að skerða þeirra ítök og ef til vill að stofna þeim í hættu síðar meir. Þær hafa því viljað halda í það, sem sérhver Jap- ani hlýtur að skoða sem heilög réttindi Japana og annarra austrænna manna. Því eiga Japanir stórveldunum í Evrópu og Ameríku ærið grátt að gjalda. Að undanförnu hafa Japanir talið sér það haldkvæmast að" eiga vingott við Þjóðverja. Þess vegna varð þríveldasáttmáli Þjóðverja, Japana og ítala til. Og i rauninni höfðu Japanir fyrir alllöngu hallast á þá sveif, því að í Abessiníustríðinu voru þeir vinveittari ítölum en svo að það samrímdist hinum van- máttuga mótmæla- og refsiað- gerðaleik Þjóðabandalagsins. Þegar Þjóðverjar hófu stríð gegn Rússum, varð mönnum hugsað til Japana og hvað þeir myndu til bragðs taka. En nokk- uð á fjórðu viku hafa Japanir beðið átekta, án þess að enn verði ráðið, hvað þeir ætlast fyrir. Ný tíðindi hafa nú gerzt í stjórnmálalífi þeirra, og þess er beðið með óþreyju, hvað þau kunni að hafa í för með sér. Gangur málsins er sá, að Konoya prins fór í fyrradag á fund keisarans að loknum ráðu- neytisfundi og baðst lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Látið var uppskátt, að til þessa væri gripið af því, að mynda þyrfti (FramR. á 4. síðu) Aðrar fréttir. Þjóðverjar herða enn sókn sína inn í Rússland. Segja þeir í tilkynningum sínum, að nú fari úrslitasigurinn í hönd og eigi þeir við varalið Rússa. Af viðureigninni á Finnlandsvíg- stöðvunum segir fátt. Þó er víst, að Finnar hafa náð fótfestu á austurströnd Ladogavatns. Á Eystrasaltsvígstöðvunum hrósa Þjóðverjar enn sigri, að því er bezt verður séð, en bardagar eru háðir i grennd við borgirnar Pskov og' Porkov og norðan við þær, í sem næst 150 kílómetra fjarlægð frá Leningrad, sam kvæmt rússneskum fregnum. Þá hafa þau tíðindi gerzt á mið- vígstöðvunum, að Smolensk er fallin í hendur Þj'óðverja, en á þeim slóðum hafa þeir hert sóknina mest seinustu dægrin, og stefna nú til Moskva. En fyrir sunnan Smolensk munu þó Rússar hafa lagt til gagná hlaups og orðið nokkuð ágengt á vesturbakka Dnjepr. Er þýzki herinn nú kominn nokkru lengra en hálfa leið til Moskva frá þvi hann hóf sóknina úr Póllandi. í grennd við Kiev eru og mjög harðir bardagar, og munu varnarvirki borgarinnar fallin í hendur þýzka liðinu eftir mikið mannfall. Á suður- vígstöðvunum hafa þýzkar og rúmenskar hersveitir tekið höf- uðborg Bessarabíu. Kishinev (Framh. á 4. síöu) Á víðavangi FUGLALÍF OG FUGLADRÁP. Telja má, eftir hnattstöðu landsins, að hér sé fuglalíf all- fjölskrúðugt. Víða á landi hér eru fuglarnir til mikillar nyt- semdar og hvarvetna til yndis- auka. Ekki. hafa landsmenn ávallt umgengizt gæði lands- ins á þann hátt, sem hefði sæmt, og á þetta ekki sízt við um fuglana. Víða hér á landi hefir skefjalítið fugladráp verið tíðkað, og það jafnvel svo, að á fám árum hefir hríðfækkað fuglum, er áður var mergð af. Er þar skemmst að minnast, hve rjúpunni hefir fækkað seinustu 12—15 árin, þrátt fyrir milda vetur. Svo langt hafa landsmenn gengið i þessu efni og óviturlega hegðað sér, að mesti nytjafugl landsins, æðar- fuglinn, hefir víða verið vægð- arlaust ofsóttur, en varpeig- endur verið ómegnugir að fá rétti sínum framgengt gagnvart uppivöðslumönnum. Nú hefir bætzt við ný hætta fyrir fugla- lífið í landinu. Það er herinn útlendi, tugir þúsunda vopn- aðra manna. Það er enda á hvers manns vitorði, að þar sem mest kveður að dvöl og ferðum herskipa við strendur landsins má segja, að fuglalífi hafi verið eytt, af látlausri skothríð að kalla og vægðarlausu og oftast tilgangslausu drápi, jafnvel á peim tíma, er fuglar sitja á eggjum og klekja út ungum, sem öðrum. Svo langt munu útlendir spellvirkjar hafa geng- ið, að þeir hafa stungið upp og grafið sundur hólma í þvi skyni að ná í lundaegg. Á þá náttúra landsins sér lítil grið, er slíkar aðfarir eru tiðkaðar, og dregur það ekki úr sárindunum, að því- likt gerist á söguríkum stöðum, sem meginþorri þjóðarinnar minnist, og lifa í fornum og nýj- um bókmenntum þjóðarinnar. Það er jafnan viðbjóðslegt að drepa fugla sér til gamans og ósamboðið menningu og mann- lund, en það er alveg sérstak- lega svívirðilegt að gera það um það leyti árs, sem fuglarnir eiga fyrir ungum að sjá. En sliks eru því miður ýms dæmi, bæði af hálfu erlendra manna og innlendra. Af útlend- um hernaðaryfirvöldum er þess að vænta, að þau eigi góðan hlut að því, að lífi íslenzkra- fugla sé þyrmt af hálfu her- mannanna, en það er íslend- inga sjálfra og íslenzkra lög- gæzlumanna, að ganga rösklega fram í því, að hérlendir menn gerizt ekki sekir í þessu efni. SÍLDARMÁLIÐ. Aðgerðir Ólafs Thors I síldar- málunum eru áreiðanlega í fyllstu óþökk mjög margra Sjálfstæðismanna, enda er það að vonum, svo óhyggileg var ákvörðun hans og ógætileg. Annar fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, Sigurður Kristjáns- son í Siglufirði, er jafnvel þeirr- ar skoðunar, að nú hefði átt að koma á einkasölu á allri síld. En atvinnumálaráðherrann hefir haft önnur sjónarmið í þessu máli heldur en þorri manna, sem nákomnastir eru því eða hafa sérstaklega um það fjallað, hvað sem veldur. Nú hefir atvinnumálaráðherra skipað Sigurð formann nefnd- arinnar, hvaða áhrif, sem það kann að hafa. Horfur um saltfisksölu í síðasta tölublaði Ægis er rætt um horfur á saltfiskssölu í ár. í Portúgal hefir verið mikil sftirspurn eftir saltfiski, en verðið svo lágt, að óviðunandl sr, þegar framleiðslukostnaður- inn er jafn mikill sem nú. En (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.