Tíminn - 25.07.1941, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.07.1941, Blaðsíða 3
77. blað TlMINN föstudagiiin 25. jjnlí 1941 307 K V Æ B I Flutt í samsæti, er þeim hjónum, Gísla Jónssyni hreppstjóra og oddvita að Stóru-Reykj- um í Flóa og konu hans, Maríu Jónsdóttur, var haldið að Þingborg hinn 4. mai 1941. Var þá 25 ára hjúskaparafmæli þeirra hjóna, og 25 ára starfsafmæli hans sem oddvita Hraun- gerðishreþps. I. Öllum snúist allt í hag! Allir gangi að leikjum. Nú skal gera glaðan dag Gísla á Stórú-Reykjum. Aidarfjórðung hafa hans herðar þungar borið allar skyldur oddvitans, æði-margt er sporið. Önnur mikil verk hann vann, og vann þau engu síður. Fyrir þetta hyllir hann hraustur bændalýður. Snemma gerðist gáfna-snjall Gísli — og bókum unni. Ýmist las um Andra jarl eða í Ritningunni. Lítið nam um náð og synd, en nam þeim orðum trúa, að það væri engin mynd, einsamall að búa. Gísli kvæntist glæstri frú. Gæfan öllu tjaldar. Þau hafa rekið rausnar-bú réttan fjórðung aldar. Ég get aðeins sagt með sann, þótt syndgi á móti trúnni, að alltaf hef ég oddvitann öfundað — af frúnni. Hvar srm lít ég glóa gull gjarnan vil ég eiga. Á mig striðir freisting full fleira yrkja mega. En það er svona, því er ver, því vér eftir tókum, að bannað slíkt með öllu er, eftir Móse-bókum. Og þegar kemur allt til alls, í eldinn fer ég síður, ef ég lífi — austan fjalls,* eins og Móse býður. Nú skal venda kvæði í kross, kveða frómum orðum. Friður sé með öllum oss yfir veizluborðum. II. Það var fyrir þúsund árum, þegar ríkti frægðar-andi yfir söltum úthafsbárum, yfir grónu kosta-landi. Þess er getið, á þeim öldum, yfir þjóðhöfðingja borðum, líkt og væri skarað skjöldum skáldin kunnu að raða orðum. Alþýðu, sem ávallt gætti arfs, er hafði úr fornöld þegið, stórum betur muna mætti, margt er okkur lakar vegið. Allir sannir menn og merkir, meta arfleifð sinna feðra. Bundna málsins stofnar sterkir stóðu barning allra veðra. Þjóðin er í ætt við málið, er þess vert og skylt að minnast, meðan hljómar stuðla-stálið, sterkir menn í landi finnast. Þeirra orða oft ég minntist, af aldareynslu vitið mannast, er fann ég Gísla fyrst og kynntist, fannst mér þetta betur sannast. Mikils virti’ ’in fornu fræði, flestar sagnir voru kunnar, þekkti rímur, þekkti kvæði, þekkti töfra ferskeytlunnar. Dróttkvæð ljóð um hreysti Hildar hófu frægðir hvaðanæva. Háttur rímsins regin-snilldar réttast þótti kóngum hæfa Fyrr en óðsnilld dróttkvæði dæi, drjúgum henni fæddust ættir, námu íslands alla bæi, eru nefndir rímnahættir. Enda þótt nú víða úr vegi víki — fyrir söngvum skrílsins, falla ekki á einum degi aðdáendum rímnastílsins. Lifi ég og líkar mínir, þótt lj<ð þau séu öðrum kærri, eins og þeir, sem alltof fínir! eru að koma þarna nærri. Gísli á Reykjum glöggt mun skilja, gjörla’ eru honum rímur kunnar, hann hefir bæði vit og vilja að virða listhneigð alþýðunnar. Allt um það og ekki minna, athafnanna jöfurr var ’hann, oki lyfti af herðum hinna, hita og þunga dagsins bar ’hann. Fátt eitt skal þó framar rita, fleira um þetta aðrir segja. Um það, sem hér allir vita aðrir betur, mun ég þegja. Sjálfs skal reynslu síðan muna, að saman bar hér okkar fundum. Dýpra en myndi margan gruna mæla gestsins augu stundum. Dýrast rím á mestan máttinn, miklu líkast hljómi stálsins. Hafa skal í hinzta þáttinn hátta-gimstein forna málsíns. III. Áður fyrr var um það kveðið, allra hæfileika snjallra stórum bezt, þó vitið væri, veitti hverjum, sem þess neytti, styrk og þrek til stórra verka, stoð og hlíf í öllum voða, ljós, er gæti veg hvern vísað, vopn, er stinnast sigur ynni. Þetta Gísla þannig veittist, — það eitt fann ég mála sannast, — honum fremri fæstir munu, flesta mjög á jöfnuð brestur. Þykjumst kenna, þá vér finnum þá, sem hæfir ofar gnæfa, sökum þess, að mannvit mikið merkið ber í orði og verki. Mjög hefir Gísla vél til vegar vitið sýnt og gerðir hnitað, víkkað sjón og hugann hækkað, hafið yfir dægurskrafið, þó er einn af öðru tagi einn hans mesti kostur bezti, þetta myndi og þyngsta pundið: það, — að hann er góður maður. Heill þín, Gísli, hvergi falli, hækki sæmd þín enn og stækki. Störfin gjörð til góðs þér verði. Gæfan fylgi þér um æfi. Enn ég bið þin alltaf minnist, ofar hverju turna-hofi, eldri heimi örlögvaldar, innstu sporin marka og hinztu. Böðvar frá Hnífsdal. Skinnaverksmiðjan IÐUNN framleiðir fjölmargar tcgundir af skóm á karla, kouur og börn. — Vinnur ennfremur úr húðum, skinn- um og gærum margskonar leðnrvörur, s. s. leður til skógerðar, fataskinn, hanzkaskinn, töskuskinn, loð- sútaðar gærur o. m. fl. Skinnaverksmiðjan Iðunn, er búin nýjustu og full- konmustu tækjum, og hcfir á að skipa hóp af fag- lærðum mönnum, sem þegar hafa sýnt, að þeir eru færir um að keppa við útlenda farmleiðslu á þessu sviði. IÐUNNARVORUR fiást hjá kaupfiélögum um allt iaud og morgnm kanpmömmm. • VINNIÐ ÖTULLEGA AÐ ÚTBREIÐSLU TÍMANS • 120 Victor Hugo: Esmeralda 117 ört í öðrum löndum og voru margar tegundir sundstíls, sem börðust um yfirráðin. Það var því erfitt að átta sig á þeim hlutum eftir bókum einum saman og ekki unnt að gera það, nema með því að þreifa sig á- fram fet fyrir fet og þraut- reyna aðferðirnar á sjálfum sér, áður en kennsla var hafin á þeim fyrir alvöru. — Var skriðsund ekki orðið útbreitt um þetta leyti? — Nei, það kunnu það aðeins fáir menn. Yfirleitt þótti það erfitt og ófýsilegt að læra það. En stuttu eftir að sundfélögin voru stofnuð, var hafizt handa um að kenna það almenningi. Fram að þeim tima, er „Gá- ínn“ var stofnaður, kunnu eng- ir amerískt skriðsund nema við Erlingur og Björn Jakobsson, sem hafði lært það í Danmörku. Það var aðallega vandinn í sambandi við öndunina, sem gerði mönnum erfitt um að ná valdi yfir skriðsundinu og læra það. Það var yfirleitt venja, að anda við fjórða og fimmta hvert tak, en þannig löguð öndunar- aðferð reyndi mjög mikið á hjartað. •— Var ekki auðið að bæta úr þessu vandkvæði og gera skrið- sundið aðgengilegra? — Jú, Ólafur bróðir mlnn fann upp þá aðferð, þegar á dögum Gáins, áð anda við hvert tak. Þetta varð til þess, að sund- ið reyndist miklu auðveldara enda varð sú raunin á, að það vildu allir læra það, eftir að þessi breyting var gerð. Skriðsundið fór nú að setja svip sinn á keppnina og tími okkar beztu sundmanna var ekki langt frá því, sem tíðkaðist þá annarsstaðar á Norðurlönd- um. En hinsvegar olli það mikl- um erfiðleikum að ekki var unnt að staðfesta neinn tíma í laug- inni vegna þess, hve lítil hún var. Árið 1936 voru Olypíuleik- arnir háðir í Berlín. Þangað fóru nokkrir sundmenn, er æft höfðu sundknattleik um hríð. Þegar að því kom að keppt yrði, kom í ljós, að minnstu þjóðirnar, sem við höfum helzt álitið okkur færa um að keppa við, drógu sig til baka. Við kepptum samt, en komum auð- vitað ekki til úrslita. Þegar heim kom, mættum við heldur köldum móttökum. Fólkið mis- skildi tilgang fararinnar. Það bjóst við að við kæmum heim með mikla sigra, en virtist ekki gera sér það ljóst, að við fórum aðeins til þess að læra. Það gagn, er hlauzt af förinni á Olympiuleikana, fyrir sund- íþróttina, var meðal annar fólg- ið í því að sjá beztu sundmenn heimsins keppa, æfa daglega í návist þeirra og umgangast þeirra frægu kennara. Þetta hafði því meiri áhrif að íslend- ingarnir, sem voru í förinni, voru svo margir og áhrifin af því, sem fyrir augun bar, dreifð- ust svo víða. Nú hafði fengizt vissa fyrir þvi, hvernig sund- stíllinn var erlendis. Sundmenn höfðu með eigin augum séð hvað var rétt eða rangt i þeim efnum. Nú var því nauðsynlegt að keppa með dugnaði og festu að því að notfæra sér það, sem lærst hafði í þessari för, en aðstæðurnar voru að ýmsu leyti erfiðar. Laug- arnar voru orðnar alltof litlar. Baðgestir voru farnir að af- klæða sig úti á túnum vegna rúmleysis í búningsklefunum. Hins vegar var sundhöllin búin (Framh. á 4. síðu) eins konar höfuðstóll, sem hann ætlaði að safna fyrir hans hönd, ef svo kynni að fara, að hann reyndist að hafa gert fá góðverk sjálfur, er hann stæði við hlið himnaríkis. Hann skírði þennan kjörson sinn og valdi honum heitið Kvasimodo. III. KAFLI. Hehnur Kvasimodos. Árið 1482 var Kvasimodo uppkom- inn orðinn. Þá hafði hann þegar um hríð verið hringjari við Frúarkirkjuna í París. Staða sú hafði honum hlotnazt að tilhlutan fósturföður síns og vernd- ara, Claude Frollos, sem um þessar mundir var orðinn djákn við hina sömu kirkju. Þegar fram liðu stundir varð kirkjan hringjaranum mjög kær. Dularfullur uppruni og vanskapaður líkami Kvasi- modos olli því, að þetta ógæfubarn vandist ekki öðru í heiminum en hin- um heilögu múrum. f skugga þeirra hafði hann alið aldur sinn allt frá barnæsku. Frúarkirkjan varð allt í senn: aðsetur hans, föðurland og tilveru- heimur. Það er ógerlegt að lýsa því fyrir lesandanum í stuttu máli, hversu kynni Kvasimodos af dómkirkjunni Síðan hóf hann læknafræðinám og loks tók hann að fást við hin fagurfræðilegu vísindi. Hann las latínu, grísku og he- bresku. Innan við tvítugsaldur hafði hann lokið námi við hinar fjórar deildir háskólans. Drepsóttin mikla, sem varð svo mörg- um Parísarbúum að bana, kom upp sumarið 1466. Hún reyndist einkum mannskæð í Tirechappe. Foreldrar Frollos létu báðir lífið. Hann og yngri bróðir hans voru einu meðlimir fjöl- skyldunnar, sem lifðu veikina af. Yngri bróðirinn var barn að aldri og lá grát- andi í vöggu sinni. Claude tók hann í faðm sér og bar hann á braut. — Allt til þessa hafði hann einvörðungu lifað í heimi námsanna og vísindaiðkana. Nú tók hann hins vegar einnig að lifa í heimi raunveruleikans. Hann aumk- aðist yfir þetta hjálparvana barn, felldi innilega ást til þessa unga bróð- ur síns, sem nú var gersamlega háður umhyggju hans. Hann hafði gert hann að nýjum manni. Hann uppgötvaði það, að heimurinn hafði fleira að bjóða en Sorbonneháskólann og ljóð Hómers. Honum varð það ljóst, að án umhyggju og ástar væri lífið næsta lítils virði. En honum skjátlaðst að því leyti, að hann hugði, að bróðurástin ein væri nægur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.