Tíminn - 29.08.1941, Page 1

Tíminn - 29.08.1941, Page 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ; FORMAÐVR BLAÐSTJÓRNAR: \ JÓNAS JÓNSSON. ! ÚTGEFANDI: ) PRAMSÓKNARFLOKKURINN. 25. ár. Reykjavík, föstuclagiim 29. ágúst 1941 87. blað Víðskiptin við Bandaríkín Hæsti foss landsins er 184 metrar Glymur. Á myndinni sést aðeins 'dálít- ill hluti fossins, ásamt árgljúfrinu. N'ýlega fór Jón Helgason blaðamaður og tveir menn með hcnum og mældu fossinn Glym i Botnsdal. Reyndist hæð foss- ins, við nákvæma mælingu, vera 184 metrar. Bergið, sem fossinn fellur fram af, er 206 metrar á hæð, þar sem það er hæzt. Bergið er alveg lóðrétt og fossinn einnig, en slæst í berg- ið neðan til og nær því ekki sömu hæð og bergið sjálft. Glymur fellur í fang eins ægi- legasta klettagljúfurs, sem til er hér á~ landi. Má heita, að fjallið sé klofið i tvennt á þess- um stað og gnæfa tröllslegir klettaveggirnir í regin hæð yf- ir gilbotninum. í Lýsingu ís- lands er Glymur talinn einn af þrem fossum, sem séu yfir 300 fet að hæð. En sennilega hefir fossinn aldrei verið mældur fyrr og þvi ekkert vitað með vissu um hæð hans. Hengifoss, sem er 132—133 metra hár, hefir hingað til verið talinn hæsti foss landsins, en Glym- ur hefir nú unnið þann virð- ingarsess án alls efa. ' Hlutverk íslenzku samninganefnd arinnar, sem komin er vestur Viðtal við víðskíptamálaráðherra Fyrirspurnir tii ritstjóra Mbl. Morgunblaöið hefir haldið því fram, að ein- stakir ráðherrar geti ekki hindrað framkvæmdir i dýrtíðarmálinu, ef meiri- hluti ríkisstjórnarinnar er þeim fylgjandi. f tilefni af því er eftirfarandi fyrir- spurnum beint til ritstjóra Morgunblaðins: Geta Eysteinn Jónsson, Hermann Jónasson og Stefán Jóh. Stefánsson fyrirskipað lækkun" farm- gjalda, ef atvinnumála- ráðherrann Ólafur Thors er því andvígur? Hvað eiga þeir að gera, ef Ólaf- ur vill ekki gefa nein fyr- irmæli þessu viðkomandi? Geta Eysteinn Jónsson, Hermann Jónasson og Stefán Jóh. Stefánsson fyrirskipað afnám tolla á kornvörum, ef fjármála- | ráðherrann Jakob Möller ! | er því andvígur? Hvað | I eiga þeir áð gera, ef Jakob ] vill ekki fyrirskipa afnám- ið? Þess er vænzt, að Mbl. svari þessum fyrirspurn- um strax í næsta blaði. ! | Eins og áður hefir verið getið um hér í blaðinu er nýlega komin til Bandaríkj- anna íslenzk samninga- nefnd, sem á að semja um viðskipti íslands og Banda- ríkjanna við Bandaríkja- stjórn. í nefndinni eru: Vil- hjálmur Þór bankastjóri, sem er formaður nefndar- innar, Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri og Björn Ólafs- son stórkaupmaður. —Tím- :nn hefir nýlega átt viðtal við viðskiptamálaráðherra um fyrirhuguð störf nefnd- arinnar og fer frásögn hans hér á eftir: — Hlutverk samninganefnd- arinnar er að semja almennt um viðskiptl íslands og Bandaríkj- anna I framhaldi af þeim fyrir- Visitum Bandaríkjamanna- um hagkvæma viðskiptasamninga, sem gefin voru, þegar samning- urinn um hervernd íslands var gerður. Yrði of langt upp að telja öll þau atriði, sem til með- ferðar verða í því sambandi, en ég get nefnt nokkur aðalatriðl: Nefndin skyldl beita sér fyrir því, að útflutningsleyfi fengj- ust i Bandaríkjunum fyrir þeim nauðsynjavörum, sem fslending- ar teldu sér hagkvæmt að kaupa þar. Ennfremur að fá loforð Bandaríkjastjórnar fyrir því, að hún eða þær stofnanir, sem hún setti til þess, tækju að sér að sjá um útvegun þeirra vörutegunda í Bandríkjunum, sem erfitt kynni vera að fá, en íslendingar þörfnuðust. Þá er það einnig hlutverk nefndarinnar að tryggja það, að innflutningsléyfi fáist í Banda- ríkjunum fyrir þeim vörum, sem íslendingar vilja selja þangað og koma því jafnframt til vegar, að yfirvöldin vestra greiði fyrir sölu á þeim afurðum eða kaupi jiær afurðir, sem erfiðleikar kurina .að vera á að selja á frjálsum markaði í Bandaríkjunum, en íslendingum væri nauðsynlegt að selja. í þessu sambandi var nefnd- inni einnig falið að leggja sér- staka áherzlu á að fá lækkaða eða afnumda innflutningstolla á þeim íslenzkum útflutnings- vörum, sem tollaðar eru, en eins og kunnugt er hafa slíkir tollar staðið í vegi fyrir því, að sum- ar útflutningsvörur íslendinga gætu orðið séldar í Bandaríkj- unum, t. d. síldarlýsi. Þá er nefndinni og falið að semja um það- við Bandríkja- stjórn, að Bandaríkin létu okkur á leigu nauðslegan skipakost til þess að flytja vörur til landsins og frá því, að svo miklu leyti, sem okkar eigin skipastóll ekki hrykki til. Það er sérstök ástæða til þess að taka það fram í sambandi við þetta atriði, að síðan samning- urinn um herverndina var gerð- ur við Bandaríkin hefir við- skiptamálaráðuneytið, með milligöngu aðalræðismannsins í New York, leitazt fyrir um leigu á skipum vestra og hafa í júlí og ágúst verið gerðir leigusamn- ingar um 6 skip, sem samtals geta flutt 15 þús. smálestir. Þá var nefndinni falið að semja um gjaldeyris- og fjár- hagsmál i sambandi við við- skiptin og væntanlegan her- kostnað Bandaríkjanna hér á landi. Ennfremur um beint póst- og símasamband milli landanna. Ennþá hafa ekki verulegar fréttir borizt um starfsemi nefndarinnar vestra, enda er þess ekki að vænta eftir jafn- skamman tíma. Þó hefír hún þegar tekið til starfa og tilkynn- ing borizt um það frá nefndinni og aðalræðismanninum í New York, að framvegis muni ekki þurfa útflutningsleyfi í Banda- ríkjunum fyrir vörum til ís- lands, að undanskildum nokkr- um tegundum, sem snerta hern- aðarframleiðslu Bandarikjanna og mun bráðlega verða hægt að gefa upplýsingar um hvaða vöru- tegundir það eru. Brezkir flugmenn að leggja af staS i flugleiðangur til Þýzkalands. ÁSur en þeir fara, er þelm sýnd leíSin, sem þeir eiga að fljúga, og staðirnir, sem þeir eiga aS gera árás á. Stórt landabré) liggur á borSinu fyrir framan þá. JLoftsóku Breta Ætlar Hitler ekkf að nota beztu flugsveit- irnar fyr en næsta vor? Þvi er stundum haldið fram, verjar hafa eyðilagt flugher að loftsókn Breta hafi ekki sinn í styrjöldinni við Rússa, og nein veruleg áhrif á þýzk rúss- j þótt Hitler hugsaði ekki til inn- nesku styrjöldina. Þetta er tví-; rásar næsta vor, verður hann mælalaust misskilningur. Það! að gæta þess, að veikja ekki er greinilegt, að Þjóðverjar hafa ! þýzka flugherinn um of, þar notað flugher sinn miklu 1 sem flugher Breta fer nú óð- minna á austurvígstöðvunum seinustu vikurnar en þeir gerðu í fyrstu. Þetta kann eitthvað að stafa af þvi, að þeir hafa orðið fyrir verulegu flugvélatjóni, en hitt er þó sennilega þýðingar- meira, að þeir hafa orðið að senda fjölmargar sveitir orustu- flugvéla, sem áttu að notast i um vaxandi. Það er t. d. kunnugt, að Richt- hofensveitin fræga hefir ekki verið send til austurvígstöðv- anna. í hana eru valdir úrvals- flugmenn. Ýmsir telja, að þýzku hers- höfðingjarnir hafi ekkert sér- staklega óskað eftir mikilli að- austursókninni, til varnar verk- : stoð fiughersins á austurvíg- smiðjum og hernaðarbækistöðv- um 1 Þýzkalandi, Frakklandi, Niðurlöndum og Noregi. Hver áhrif þetta getur haft á þýzk-rússnesku styrjöldina má bezt marka á þvi, að í þýzk- frönsku- styrjöldinni í fyrra, voru það steypiflugvélar Þjóð- verja, sem oft ruddu vélaher- sveitunum brautina, með því að eyðileggja vígi og varnarstöðv- ar Frakka. í ýmsum enskum blöðum gæt- ir þeirrar skoðunar, að Þjóð- verjar hafi yfirleitt aldrei notað beztu flugsveitir sinar á austur- vígstöðvunum. Hitler reikni enn með þvi að sigra Rússa i haust og röðin komin þá að Bretlandi næsta vor. Innrás í Bret- land má heita útilokuð, ef Þjóð- JL SBOSSGÖTTJM Starfsemi Slysavarnafélags íslands. — Marsvínaveiðar á Skjálfanda. - næðisleysið í Reykjavík. Hús- Árbók Slysavarnafélags íslands fyrir ár.’ð 1940, er nýlega komin út. Flytur hún skýrslu um starfsemi félagsins það ár, ásamt öðru efnl. Skiptapar o.; manntjón varð mikið meira þetta ár en árið áður. Fórust alls 58 menn þetca ár, en ekki nema 11 næsta ár á undan. Af þessum 58 mönnum, drukknuðu 54 við störf sín á hafinu. Hinlr 4 týndust í ár og vötn og féllu út af bryggjum. Alls björguðu íslend- ingar lífi 1113 sjófarenda árið sem leið. Félagið beitti sér fyrir námskeiðum í alls konar hjálp 1 slysavörnum, svo sem lifgun úr dauðadái og hjálp í viðlögum. Slík námskeið voru bæði höfð í Reykja- vík og úti á landl. Þá var námskeið i bjöigunarsundi fyrir sjómenn, haldið í Sundhöllinni í Reykjavík, en kennsla í almennu sundi gat ekki orðið nein þetta ár, vegna þess að sundlaugarnar íengust ekki til afnota. Þá beitti félag- ið sér fyrir því, að koma upp eldvarna- tækjum á vinnustöðvum og í verk- smiðjum í Reykjavík. Þá útvegaði fé- lagið umbúða- og lyfjakassa á vinnu- stöðvai' og í verksmiðjur og eru nú um 80 verksmiðjur og vinnustöðvar, sem liafa slíka sjúkrakassa frá félaginu. Við hveras’vgjöið í Ölfusi lét félagið reisa leiðarvisa á áberandi stöðum, og sá um, að girt var um hættulegustu hverina. í ársbyrun sendl félagsstjóm- in út ávarp til almennings I blöðum og útvarpi, þar sem fólk var hvatt til að styðja Slysavarnafélagið og þá einkum reksturssjóð björgunarskipsins Sæbjargar, svo unnt yrði að halda því úti við björgunarstarfsemi yflr vetrar- vertíðina árið 1940. Félagsstjómin hafði óskað eftir að fá 20 þús. krónur í reksturssjóð skipsins og fáum dögum eftir að áskorunin til almennings, um fjársöfnunina birtist, hafði upphæðin borizt félaginu í hendur. En gjafirnar jukust mikið eftir það og alls safnaðist yfir árið upphæð, er nam 47.764 krón- um. Forsetl Slysavarnafélagsins er .Guðbjartur Ólafsson hafnsögumaður, en erindrekl Jón E. Bergsveinsson. Fulltrúi fyrir slysavarnir á .landi er Jón Oddgeir Jónsson. t t t Seinni hluta mánudagsins 25. þ. m. sást frá Húsavík stór vaða af hvölum. Höfðu tvelr vélbátar. annar frá Dalvík (Leifur Eiríksson) og hinn frá Flatey á Skjálfanda (Bjarmi), bægt hvölun- um norðvestan úr Flóanum áleiðis til austurlandsins. Fóru nú til liðs við þessa báta nokkrir vélbátar, sem lágu á Húsavíkurhöfn. Á höfninni lá fær- eyskt fisktökuskip. Þegar Færeying- arnir sáu til hvalanna, blossaði upp í þeirn margra alda áhugaeldur þjóðar þeirra fyrir grindhvalaveiðum, því að þarna vora marsvín eða grindhvalir á ferðinni. Réðust 4 Færeyingar með i einn bátinn. Tóku þeir með sér skutla, vaðsteina o. fl., sem tílheyrir slíkum veiðiförum hjá þeim. Sögðu þeir, þegar þeir komu í nánd við vöðuna, að í henni myndu vera á að giska 800 hval- ir. — Nú átti að reka hvalina inn á Húsavíkurhöfn, en það mistókst. Rák- ust þeir inn og vestur Flóann. Var gerð tilraun til að reka þá upp á svonefndan Sjávarsand við botn Flóans, en það mistókst að mestu (aðeins 3 hvalir hlupu á land), því norðaustanátt var og brimað vlð sandinn. Tvístraðist þá vaðan mjög. Þó tókst þrautseigustu veiðimönnunum að reka allstóran hóp hvala, — á að giska 300 — vestur með sandinum, vestur í svonefnda Hellisvík, sem er Kinnarfjallamegin við ós Skjálf- andafljóts. Þar er fjörukambur hár og stórgrýti og því óhentug landtaka, ekki sízt í brimi. En um annan stað var ekki að velja. Og þarna voru leifar vöðunn- ar reknar að landi með vaðsteinaköst- um og hamföram. Færeyingarnir fjórir tóku grindardrápstóninn, undarlega magni þranginn og lotulangan. íslend- ingarnir tóku brátt undir einn og einn (Framh. á 4. síSu) stöðvunum. Þeim hefir þótt nóg um, hversu útbreidd sú skoðun var, að landherinn gæti ekki haldið uppi sókn, án stórfeldrar aðstoðar flughers- ins. Hinsvegar er talið, að Gör- ing hafi verið þess fýsandi, að flugherinn yrði notaður meira, því að hann hefði viljað halda við þeirri skoðun, að flugher- inn væri ómissandi fyrir land- herinn. Hefir jafnvel gengið sá orðrómur, að vald Görings yfir flughernum hafi verið skert af þessum ástæðum, og sé Milch flugmarskálkur, sem um árabil hefir verið nánasti aðstoðar- maður Görings, nú valdamesti maður fiughersins. Milch er um fimmtugt. Hann var í fiuglið- inu í heimsstyrjöldinni og gat sér þá mikið frægðarorð. Hann var atvinnuflugmaður fyrst eft- ir heimsstyrjöldina, en síðar einn aðalmaðurinn í Lufthansa. (Framh. á 4. slSu) Aðrar fréttir. Þjóffverjar virðast nú hafa alla Ukrainu vestan Dnjepr á valdi sínu, nema borgirnar Kiev og Odessa. Síðastliðinn þriðjudag hertóku þeir eftir skyndíáhlaup þriðju stærstu borgina á þessu svæði, Dnjep- ro-petrovsk, en hún er ein mesta iðnaðarborgin í Rúss- landi. Stendur hún á bökkum Dnjepr og skammt frá henni er mesta raforkuver heimsins, sem Rússar segjast nú hafa eyðilagt. Seinustu dagana hafa Þjóðverjar aðallega haft sig frammi á Leningradvígstöðv- unum og hafa þeir nú bæði tekið Novgarod og Luga, en þar var stór flugstöð. Virðast þeir nú helzt hafa það markmið, að rjúfa járnbrautina milli Lenin- grad og Moskva, og einangra Leningrad á þann hátt. Eiga þeir eftir skammt ófarið til j árnbrautarinnar. Stjórnarskipti hafa orðið í Iran og hefir hin nýja stjórn fyrirskipað hernum að veita Bretum og Rússum enga mót- spyrnu. Höfðu Bretar mætt nokkurri mótspyrnu, enda höfðu þeir sótt til olíulindasvæðisins, þar sem Iranherinn hafði r A víðavangi KAUPLAGSNEFNDIN. Það hefir vakið mikla furðu, að kauplagsnefndin svokallaða skuli hafa látið verðlag á nýj- um kartöfium, sem vitanlegt var að ekki myndi haldast nema nokkra daga, hækka vísitöluna um 5 stig. Sama er að segja um vísitöluhækkunina vegna nýja kjötsins. í báðum tilfell- um er mjög lítið vörumagn á boðstólunum og verðið aðeins miðað við fáa daga. Tiltölulega fá heimili urðu því nokkuð vör við þessa bráðabirgðaverðhækk- un. Eigi að síður lætur kaup- lagsnefndin þetta hafa þau á- hrif, að kaupið er hækkað verulega. Það er vissulega eitt- hvað bogið við störf þessarar nefndar, eins og bezt sést líka á því, að nefndin lætur áfengi, tóbak og strætisvagnagjöld hafa áhrif á vísitöluna. Ríkisstjórn- in verður að taka störf þessar- ar nefndar og allan grundvöll vísitölunnar til vandlegrar at- hugunar og endurbóta. ALÞBL. OG DÝTÍÐIN. Alþýðublaðið segir, að Tím- inn vilji láta verðlag landbún- aðarvaranna hækka „upp úr öllu valdi.“ Þetta er uppspuni, eins og margt hjá því blaði. Tíminn hefir haldið því fram, að verðlag þessara vara ætti að hækka það mikið, að bændur yrðu ekki ver settir en aðrar stéttir þjóðfélagsins. Ef slík hækkun verður það mikil, að hún eykur verulega dýrtíðina, á að afla fjár til að lækka út- söluverð þessara vara. Með slíku móti er unnið fyrir neytendur og framleiðendur, bæði í nútíð og framtíð. En hingað til hef- ir skort vilja hjá Sjálfstæðis- flokknum og Alþýðuflokknum til að afla slíkra fjármuna. Meðan það er ekki gert, er það hreinasta ranglæti að ætlast til að dýrtíðinni verði haldið 1 skefjum með þeim hætti að lækka útsöluverð landbúnaðar- varanna. HLAKKAR í KOMMÚNISTUM. Kommúnistablaðið er mjög gleiðgosalegt þessa dagana. Það segir, að samvinna stjórnar- flokkanna sé að fara út um þúfur og sennilega verði þing- kosningar. Þetta lýsir vel ósk- um kommúnistanna. Þeir vilja að sem mest lausung og upp- lausn skapizt í stjórnmálalifi þjóðarinnar, þegar óvissa og erfiðleikar eru helztu tákn líð- andi stundar. Þeir vilja fá sömu ringulreiðina og var 1 Þýzka- landi fyrir 1932. Hún skapaði kommúnistum verulegt fylgi, en lyfti líka Hitler upp í valda- stólinn. Þeir viija fá sömu ring- ulreiðina og var í Frakklandi seinustu friðarárin. Hún skap- aði jarðveg fyrir kommúnist- ana, en hefir líka gert frönsku þjóðina ánauðuga. Einar og Brynjólfur vilja auðsjáanlega leika hlutverk Thálmanns og Thorez. Blað þeirra segir, að enn sem fyrr séu það stórkaup- mennirnir, sem séu liklegastir til að spilla > stjórnarsamvinn- unni. Vel má vera, að kommún- istarnir hafi eifthvað fyrir sér í þeim efnum og aðgerðarléysið í dýrtíðarmálinu og fleiri slík verk íhaldsráðherranna verði til að skera á samstarfsböndin. Fögnuðurinn í kommúnistaher- búðunúm er góður leiðarvísir um það, hversu þjóðhollt verk sumir íhaldsforsprakkarnir eru að reyna að vinna. traustastar varnir. Þegar Iran- stjórn gafst upp, höfðu Bretar sótt fram 160 km. og Rússar 80 km. Bretar segja, að matar- skortur hafi verið mikill í Ir- an, en nú muni þeir sjá Iran- búiim fyrir nægum vistum. Bæði Bretar og Rússar lofa Ir- (Framh. á 4. siSu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.