Tíminn - 29.08.1941, Side 3

Tíminn - 29.08.1941, Side 3
87. blað TÍMOnV, föstndaglnn 39. ágúst 1941 347 tÞRÓTTIR Meistaramót Í.S.t. Meistaramót í. S. í. hófst á íþróttavellinum í Reykjavík laugardaginn 23. ágúst. Þátttaka í mótinu var góð og mótið í heild hið ánægjulegasta. í sambandi við þetta mót, vekur hið glæsi- lega met Gunnars Husebys, í kúluvarpi, einna mesta athygli. Gunnar er barnungur maður, aðeins 18 ára að aldri, og er af- rek hans ennþá merkilegra fyrir þá skuld. Met það er Gunnar setti er 14,63 metrar, en gamla íslenzka metið er 14,31 metrar. Danska metið, sem nú er gild- andi í kúluvarpi er 14,34 metrar. Þá setti Vilhjálmur Guðmunds- son, (Knattsyrnufélagi Reykja- víkur), nýtt met í sleggjukasti og er það 46,57 metrar. Gamla metið var 43,82 metrar. Árangur Sigurðar Finnssonar í fimmtarþraut er nýtt met. Gamla metið var 2699 stig, og átti Sigurður það sjálfur. Sigur Hauks Einarssonar í kappgöng- unni er engin nýjung, því að þetta er í 14 skiptið í röð, sem hann vinnur hana, og virðist hann vera ósigrandi í þeirri raun. í mótinu tóku þátt 61 kepp- andi frá 10 félögum. Félögin eru þessi: Knattspyrnufélag Reykjavík- ur (K. R.), íþróttafélag Reykja- víkur (í. R.), Glímufélagið Ár- mann, Reykjavík (Á.)., Knatt- spyrnufélag Vestmannaeyja (K. V.), Ungmennafélagið Selfossi (U. M. F. S.), Ungmennasam- band Kjalai'nessþings (U. M. S. K.), Fimleikafélag Hafnarfjarð- ar (F. H.), Knattspyrnufélag Siglufjarðar (K. S.), Ungmenna- félagið Skallagrímur, Borgar- firði (U. M. F. Skallagr.), Knatt- spyrnufélagið Víkingur, Reykja- vik. — Yfirleitt stóðu utanbæj- armennirnir sig vel og gátu sér góðan orðstír. Má þar til dæmis benda á árangur þann í þrí- stökki, sem Oddur Helgason frá Selfossi náði. Glímufélagið Ármann sá að öllu leyti um mótið. Á meistaramótinu urðu eftir- taldir þrír menn i hverri grein hlutsparpastir: 100 m. hlaup. Jóhann Bernhard (K. R.) 11,7 sek. Baldur Möller (Á.) 11,8 sek. Sigurður Finnsson (K. R.) 11,9 Langstökk, með atrennu: Oliver Steinn (Á.) 6,30 m. Skúli Guðmundsson (K. R.) 6,20 m. Georg Sveinsson (K. R.) 6,06 m. . Spjótkast: Jón Hjartar (K. S.) 52,65 m. Rafn Einarsson (K. R.) 49,24 m. Jóel Sigurðsson (í. R.) 47,36 m. sek. 800 metra hlaup: Sigurgeir Ársælsson (Á)2 mín. 2,8 sek. Árni Kjartansson (Á.) 2 mín. 9,2 sek. Hjörtur Hafliða- son (Á.) 2. mín. 10,2 sek. 110 m. grindahlaup: Jóhann Jóhannesson (Á.) 18,5 sek. Sigurður Nordal (Á.) 19,5 sek. Þorsteinn Magnússon (K. R.) 20,7 sek. 200 metra hlaup: Baldur Möller (Á.) 23,8 sek. Jóhann Bernhard (K. R.) 23,9 sek. Sigurður Finnsson (K. R.) 24,3 sek. Kringlukast: Gunnar Huseby (K. R.) 42,32 m. Ólafur Guðmundsson (í. R.) 36,30 m. Sigurður Finnsson K. R.) 36,03 m. Hástökk með atrennu: Skúli Guðmundsson (K. R.) l, 73 m. Sigurður Nordal (Á.) 1,70 m. Oliver Steinn (Á.) 1,70 m. 1500 metra hlaup: Sigurgeir Ársælsson (Á.) 4 mín. 16,8 sek. Jón Jónsson (K. V.) 4 mín. 26,2 sek. Árni Kjart- ansson (Á.) 4 mín. 31 sek. Stangarstökk: Þorsteinn Magnússon (K. R.) 3,31 m. Ólafur Erlendsson (K. V.) 3,14 m. Anton Björnsson (K. R.) 3 m. 4X100 metra boðhlaup: Sigurvegari: Glímufélagið Ár- mann, 46,2 sek. Þrístökk: Oddur Helgason (U. M. F. S.) 13,15 m. Skúli Guðmundsson (K. R.) 13,12 m. Oliver Steinn (Á.) 12,91 m. Kúluvarp: Gunnar Huseby (K. R.) 14,63 m. Jens Magnússon (Á.) 13,03 m. Sigurður Finnsson (K. R.) 12,76 m. 400 metra hlaup: Sigurgeir Ársælsson (Á.) 52,6 sek. Ólafur Guðmundsson (í. R.) 53,5 sek. Jóhann Bernhard (K. R.) 53,7 sek. 5000 metra hlaup: Jón Jónsson (K.V.) 16,34 mín. Guðmundur Þ. Jónsson (U. M. S. K.) 17 mín. Indriði Jónsson (K. R.) 17,39 mín. Sleggjukast: Vilhjálmur Guðmundsson (K. R.) 46,57 m. Óskar Sæmundsson (K. R.) 34,53 m. Helgi Guð- mundsson (K. R.) 34,40 m. 10000 metra hlaup: Jón Jónsson (K.V.) 35 mín. 40,6 sek. Indriði Jónsson (K.R.) 36 mín. 14,6 sek. 1000 metra boðhlaup: Sigurvegari Glímufélagið Ár- mann, 2 mín. 06,9 sek. Fimmtarþraut. Sigurður Finnsson (K. R.) 2834 stig. Ólafur Guðmundsson (í. R.) 2614 stig. Anton Björns- son (K.R.) 2447 stig. * ✓ 1000 metra kappganga: Dnjepr. Dnjeprfljótið er nú daglega nefnt í fréttum útvarps og blaða. Þetta fljót rennur í gegnum hinar eyðilegu stepp- ur Miö-Rússlands og hinar frjósömu lendur Ukrainu. Þjóðverjum hefir nú tekizt að ná nær öllu landinu vestan fljótsins, og á tveimur stöðum, við Smolensk og Gomel, hefir þeim tekizt að komast yfir það. En þaö kemur Rússum ekki verulega að sök, því að það er aðallega í Ukrainu, sem fljótið skapar góð varnarskilyrði og þar hefir líka her Budjennys tekið sér stöðu á eystri bakka þess. Það mun valda Þjóðverjum miklum erfiðleikum, ef þeir þurfa að sækja frá Gomel til Svartahafs eftir austurbakka fljótsins, í stað þess að fara yfir fljótið í Ukra- inu. Dnjeprfljótið er þriðja stærsta fljót Evrópu, 2265 km. langt, og víðast mörg hundruð metra breitt, a. m. k. í Ukra- inu. Það tekur á móti vatnsafrennsli á 525 þús. km. landsvæði, þ. e. lands- svæði, sem er fimm sinnum stærra en ísland. Úrkomur eru víða miklar á þessu svæði. Fljótið er víða straum- hart, en úr því hefir verið bætt með sprengingum, til að greiða fyrir sigl- ingum. Hefir fljótið verið og er enn Haukur Einarsson (K. R.) 58,42 mín. Oddgeir Sveinsson 62 mín. 06,4 sek. Alls var keppt í 20 greinum og féllu meistarastigin þannig á félögin: Glímufél. Ármann 8 stig. Knattspyrnufél. Rv. 8 stig. Knattspyrnufél. Vm. 2 stig. Knattspyrnufél. Sf. 1 stig. U. M. F. Selfossi 1 stig. Þá fór fram svonefnd öld- ungakeppni, þ. e. keppendurn- ir eru eldri en 32 ára. Úrslit í hinum ýmsu greinum öldunga- keppninnar urðu þessi: 5X80 metra boðhlaup um forsetaskjöldinn: Sigurvegari Glímufélagið Ármann, 58,3 sek. Kúluvarp öldunga: Gísli Sigurðsson (F.H.) 10,35 m. Þorgeir Jónsson (K.R.) 10,23 m. Frímann Helgason (Á) 9,94 metra. 5X80 metra stjórnarboðhlaup um boðhlaupsbókina: Sigurveg- ari Fimleikafélag Hafnarfjarð- ar, 47,7 sek. 100 metra hlaup: Frímann Helgason (Á.) 12,3 sek. Guðm. Sveinsson (Í.R.) 12,4 sek. Konráð Gíslason (Á) 12,7 sek. Langstökk: Frímann Helgason (Á), 5,34 metrar, Guðmundur Sveinsson (Í.R.) 4,74 metrar, Þorgeir Þor- bergsson (Á) 4,17 metrar. sé að tapa styrjöld vegna mat- vælaskorts og að hervæða beri hverja einustu reku í barátt- unni. Stjórnin hefir gert margt til þess að auka matvælafram- leiðsluna. Megináherzlan hefir verið lögð á aukna ræktun landsins og aukna landbúnaðar- starfsemi. Aðstoð hennar hefir aðallega verið beinir styrkir, há- marksverð og skattalækkanir. Brezka stjórnin greiðir nú 2 sterlingspund, kr. 52,44 í styrk út á hverja nýræktaða ekru lands. Það samsvarar um kr. 130 á ha. En hér á landi eru nú greiddar kr. 250 á túnasléttur og kr. 140 á nýrækt. Ennfrem- ur er greiddur 50% kostnaður við framræslu, að 7 sterlings- pundum og 100 shillingum, eðæ kr. 196,65, hámarki á ekru. Áhrifin af þessari stefnu hafa verið þau, að síðan stríðið hófst og til vorsins 1941, hafa samtals 3% millj. ekrur lands bætzt við hið ræktaða land. Meginhlutinn af þessari ný- rækt hefir verið fyrir græn- meti, kartöflur o. s. frv. Þann- ig er nokkru af hinni 75% minnkuðu kjötneyzlu mætt með aukinni grænmetisneyzlu. Eins og sjá má af því og öðru, fer nú fram í Bretlandi mikil mataræðisbreyting. Þetta stórfellda ræktunar- átak, sem enn er í vexti, hefir krafizt mikils vinnuafls. Mik- ið af þessu hefir verið unnið í sjálfboðavinnu. Snemma í stríðinu var öllum bannað að yfirgefa landbúnaðinn, nema í samráði við stjórnarvöldin. Vinnulaun við landbúnaðinn hafa ekki staðizt samkeppni við iðnaðinn. Þess vegna varð stjórnin að gera sérstakar ráð- stafanir til þess að fá landbún- aðinum nauðsynlegt vinnuafl. Hún hefir m. a. hækkað há- marksverð á landbúnaðaraf- urðum og greitt framleiðslu- styrki til þess að landbúnaður- inn gæti greitt nægileg laun. Þessi tilfærsla fólks í sveit- irnar hefir haft í för með sér húsnæðisvandræði, sem stjórn- in hefir orðið að eiga þátt í að leysa. Vinnuafl mannsins hefir ekki nægt til að ná þeim árangri, sem ætlazt er til. Því hefir stjórnin stutt mjög vélakaup til landbúnaðarins í stórum stíl. Þannig hækkaði tala drátt- arvéla í Bretlandi um 40% á fyrsta ári stríðsins og síðan hefir aukningin stöðugt haldið áfram með svipuðum hraða. Breyting skattaálagna á bændur er í því fólgin, að áður voru skattar lagðir á með tilliti til verðmætis jarðar, þar sem nú eru skattar lagðir á jarðir að verðmæti 300 sterlingspund (7.866,00 kr.) og þar yfir með tilliti til raunverulegs hagn- aðar á rekstri búsins. Ríkisstjórnin hefir sett á laggirnar landbúnaðarnefndir í hinum ýmsu landshlutum. Þessar nefndir eiga að sjá um og samræma hinn opinbera stuðning við landbúnaðinn. í þeim eru „fagmenn“ í land- búnaöarmálum. Þær rannsaka hvaða lönd eru bezt fallin til ræktunar. Ef bóndi hefir rækt- að annað en það, sem nefndin hefir talið bezt fallið til rækt- unar, verður hann að breyta til í samræmi við óskir nefndar- innar. En ef hann hins vegar vill ekki hafa samvinnu við viðkomandi nefnd og neitar að framleiða það, sem hún á- kveður, hefir hún vald til að taka áf honum jörðina og sjá um búskapinn á henni. Fóðurskortinum er m. a. mætt með því, að allur úrgang- ur er betur hagnýttur en áður. T. d. er talið, að um 15 milj. hænsni séu fóðruð á úrgangi úr húsum og ennfremur eru svín fóðruð í þúsundatali á þann hátt af svínaræktarfélögum. Þegar þjóðinni varð ljóst, hve mikla þýðingu matvælafram- leiðsla landsins hafði, vildi hún öll leggja hönd á plóginn. Almennur ræktunaráhugi hefir verið vakinn og kjörorð- ið var: „Grafa til sigurs“. Allir vildu fá sér landskika. Fólkið streymdi út fyrir borgirnar til að fá sér ræktanlegt land. í útjaðri Lúndúnaborgar sáum við félagar allstórt svæði, sem skipt hafði verið niður í smá- bletti, er borgararnir höfðu fengið til ræktunar. Um li/2 miljón slíkra landskika mun nú vera til í Bretlandi. Á þess- um smáblettum framleiðir fólkið margskonar tegundir grænmetis, kartöflur o. s. frv. Efnaða fólkið, sem hefir get- að veitt sér þá ánægju að hafa skrautgarða umhverfis hús sín, hefir hrifizt með straumnum, og breytt blómabeðum í akur- lönd, numið á brott skraut- (Framh. á 4. siðuj ein helzta samgönguæð héraðanna, er það fellur um. Dnjepr á upptök sín norðan við Smo- lenzk og fellur vestur fyrir borgina. Volga og Dvina eiga upptök sín á svipuðum stöðum. Minnst vatn er í Dnjepr síðari hluta sumars. Á vatnasvæði Dnjeprfljótsins eru minni úrkomur í september en á- gúst. Við Smolensk er ís á Dnjepr frá nóv.—apríl og við Kiev frá ára- mótum til aprílloka. Kiev—Odessa. Rússar halda enn höfuðborg Ukra- inu, Kiev, sem er vestan Dnjeprfljóts, ásamt nokkru landssvæði. Ennfremur halda þeir Odessa, stærstu hafnarborg Ukrainu, sem er og vestan Dnjepr. Allt annað rússneskt land vestan Dnjepr virðist á valdi Þjóðverja. Kiev er ein fornfrægasta borg Rúss- lands. Hún var höfuðborg Rússlands 882—1169, var unnin af Mongólum 1240, var á valdi Litháa 1320—1569 og á valdi Pólverja 1569—1654. Á árunum 1917— 19 var þráfaldlega barizt um borgina, ýmist fóru þar með völd ukrainskir þjóðernissinnar, Þjóðverjar, Pólverjar eða kommúnistar, sem urðu hlutskarp- astir að lokum. Eftir þessi átök var borgin að miklu leyti í rústum, en hún hefir nú verið byggð upp og iðnaður farið þar stórvaxandi seinustu árin. íbúar eru þar um 700 þús. Hún er önn- ur stærsta borg Ukrainu. Stærst er Kharkoff (800 þús.), sem er austan Dnjepr og er mesta iðnaðarborg Ukra- inu. Odessa hefir um 500 þús. íbúa. Þar eru miklar skipabyggingar og ýms ann- ar iðnaður. Hún er mesta útflutnings- borg Rússlands. Þar er aðalstöð rúss- neska Svartahafsflotans. Borgin er til- tölulega ung. Um aldamótin 1800 voru þar um 5 þús. íbúar. Árið 1912 voru þar 631 þús. íbúar, en þeim fækkaði um rúmlega þriðjung á heimsstyrjaldar- árunum. Þjóðverjar náðu Odessa á vald sitt seinasta heimsstyrjaldarárið, síðar kom þangað franskur her, er kommún- istar hröktu burtu. Síðari árin hefir Odessa tekið verulegum framförum eftir ófarnað heimsstyrjaldaráranna. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og- jarðarför konunnar minnar, ELLY EIRÍKSSON f. Schepler. Halldór Eiríksson. Sendisveinar óskast TVokkra sendisvelna vantar á Landssíma- stöðina í haust. Drengirnir verða að vera prúðir og dug- legir og ekki yngri en 14 ára. Umsækjendur eru beðnir að koma til við- tals a skrifstofu ritsímastjórans næstkom- andi laugardag 30. þ. m. kl. 3—3. Tilkyiming frá Húsaleíguneínd Eftir tilmælum frá félagsmálaráðu- neytinu verður safnað skýrslum um húsnæðislaust fólk í Reykjavík í bæjar- þingstofunni í Hegningarhúsinu n. k. Lozovsky Keppinautur Göbbels, maðurinn, sem stjórnar útvarpsáróðri Rússa, er Alex- ander Lozovsky. Hann er 63 ára, fædd- ur í Ukrainu. Hann seldi tóbak og eld- spýtur á götunum, þegar hann var á uppvaxtarárunum, og las allar bækur, sem hann komst yfir. Hann varð fljótt aðdáandi Karl Marx, mikilvirkur und- irróðursmaður og verkfallsforsprakki, margdæmdur í fangelsi og útlegð, en slapp jafnan úr greipum lögreglunnar, sennilega oftar en nokkur annar af núverandi forráðamönnum Rússa. Eftir byltinguna 1905 gerðist hann jám- smiður i París. Á þessum árum lærði hann frönsku, ensku og þýzku og talar öll þessi mál ágætlega. Eftir kommún- istabyltinguna 1917 komst hann fljótt til metorða, 1926 varð hann ritari hinna alþjóðlegu kommúnistisku verkalýðs- samtaka, 1939 varð hann aðstoðarut- anríkismálaráðherra og yfirmaður rússnesku fréttastofunnar. Lozovsky er ekki síður stórorður en Göbbels. Margir telja hann enn slyng- ari í listinni. Ein helzta hvatning hans til Þjóðverja er þessi: Tortímið Hitler áður en hann tortímir ykkur. Nýlega sagði hann: Sá er munurinn á Hitler og Napoleon, að Napoleon komst til Moskva, en Hitler verður að láta sér nægja myndir af Kreml. föstndag og laugardag frá kl. 2—7 siðd. Reykjavík 27. ágúst 1941. Húsaleiguneíndín í R.vík Innritað verður í Iðnskólann í Reykjavík í dag, föstudaginn 29. ágúst til föstudags 19. sept. kl. 7—8 síðdegis (kl. 19—20) á Sóleyjar- götu 7. Skólagjald í vetur verður kr. 130,00 og 160,00 og greiðist fyrri helmingurinn við innritun. Námskeið fyrir þá, sem þurfa undirbúning undir inntökupróf í skólann, hefst mánudag 1. september, kl. 7 síðdegis í skólanum. SKÓLASTJ ÓRINN. r í M IIV IV er víðlesnasta auglýsingablaðið! 156 Victor Hugo: Þeir snæddu í höll kardínálans. — í ráðhúsinu, í ráðhúsinu, segi ég. — í höll kardínálans, væna mín, því að yfir dyrunum var komið fyrir ein- hverju töfragleri, sem á var letrað orð- ið: Von. Stafirnir vörpuðu frá sér ljós- geislum. — í ráðhúsinu. Hússon de Voir lék á flautu. — Ég segi nei. — En ég segi jú. Ovdarda ætlaði ekki að láta hlut sinn, og ef til vill hefðu þær látið hend- ur skipta. En þá hrópaði Majetta: — Nei, en sá sægur af fólki, sem er hér! Og það er að horfa á eitthvað. — Já, ég held það nú! Ég heyri bumbu barða, sagði Gervaisa. — Ætli Esmeralda sé ekki að láta geitina sína gera listir? Við skulum flýta okkur, Majetta. Láttu strákinn hengslast á löppunum. Þú ert hingað komin til þess að sjá alla töfradýrð Parísarborgar. í gær sástu flæmsku sendimennina, og í dag sérðu Tatara- stelpuna. — Tatarastelpu, vældi Majetta og leit í kring um sig og dróg barnið til sín. Guð hjálpi mér! Hún stelur barn- inu. Við skulum forða okkur, Eustache. Svo tók hún á sprett og hljóp með- fram síkinu við Greifatorgið og gaf ekki Esmeralda 163 ætti að láta hann í gapastokkinn und- ir eins. — Já, en hvað ertu að masa, Ovdar- da, sagði hin Parísarfrúin. Hann á að vera í tvær klukkustundir í gapa- stokknum. Við höfum nógan tíma. Hef- irðu aldrei séð mann í gapastokk, Ma- jetta mín? — Jú, svaraði sveitakonan, í Rheims. — Ja, svei! Þessi gapastokkur ykkar í Rheims er varla merkilegur. í hann koma ekki aðrir en einhverjir bænda- hlunkar. — Hvað segirðu? Bændur? hrópaði Majetta. Á Léreftstorginu í Rheims? Þar hafa staðið forhertir glæpamenn, menn, sem hafa drepið bæði föður sinn og móður. Bændur! Hvernig hugsarðu, Gervaisa? Það fauk í sveitakonuna, því að henni fannst gapastokknum í Rheims sýnd vanvirða. En Ovdarda Musnier var svo hyggin að brydda á nýju um- talsefni. — Heyrðu, Majetta. Hvernig lízt þér á flæmsku sendimennina? Eru eins á- litlegir karlmenn í Rheims? — Nei, flæmska menn sér maður ekki annars staðar en í París, svaraði Ma- jetta. — Sástu stóra manninn, sem er vef- ari?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.