Tíminn - 29.08.1941, Side 4

Tíminn - 29.08.1941, Side 4
348 TtMINN, föstndagiim 29. ágiist 1941 87. hlað Hundruð kveima (Framh. af 2. slðuj sagðist ekkert hafa tekið, en hermaðurinn hefði viljað borga sér 50 krónur. Spurði þá Y, hvort hún væri vitlaus, sjálf hefði hún aldrei minna en 30 krónur eftir kvöldið, og oft meira, því hún léti sér ekki nægja einn. Mætta telur að alllr þeir hermenn, sem hún hefir kynnzt, hafi þekkt gisti- húsið, X, og vitað, að þar var hægt að vera með stúlku, getur þess, að þar komi margar stúlk- ur, hún þekki fáar, en tilnefnir þó sex nöfn.....Mætta hefir lofað vinstúlku sinni, sem er 13 ára, að vera á herbérgi sínu með hermönnum, hún hefir stund- um komið á gistihúsið....... Mætta segir, að undanfarið hafi hermönnum verið leigð 9 herbergi á gistihúsinu X, séu alloftast stúlkur, ein eða fleiri, á öllum herbergjunum; eru hermennirnir með vín og gefa stúlkunum óspart. II. Skýrsla 16 ára stúlku, sem hvarf að heíman og var leitað af lögreglunni. .... Mætta gerir þá grein fyrir fjarveru sinni, að hún hafi farið með vinstúlku sinni á gistihús og kynnzt þar enskum sjóliða. Hitti hún hann daginn eftir og var með honum um kvöldið. Hann fór með mættu inn í hermannaskála og hafði þar mök við hana. Eftir mið- nætti hitti hún landhermann og svaf hjá honum í her- mannaskála. Síðan hefir mætta haldið til í hermannaskála og fengið þar að borða. Á-þessum tima hafa tveir hermenn feng- ið að hafa mök við hana. Nöfn þeirra veit hún ekki. Mætta segir, að 14 ára stúlka hafi fyrst komið sér til að gefa sig að hermönnum. Fleira þykir ekki ástæða til að birta að svo stöddu, enda þótt af miklu sé að taka. En þótt ekki séu fleiri skýrslur birtar, má draga af þessum frá- sögnum ýmsar ályktanir. Hið íyrsta, er vekur athygli, er ald- ur stúlknanna. Getið er stúlkna frá 13 til 16 ára, er hafa mök við hermenn, án þess að þekkja þá hið minnsta, vita jafnvel ekki hvað þeir heita. Og þær eru ekki með einum, heldur sín- um í hvert skipti, oft margar í sama herbergi, sín með hverj- um. Það kemur einnig í Ijós, þótt því sé sleppt úr úrdrátt- unum úr skýrslunum, að það er undir hermönnunum sjálf- um komið, hvaða varúð er við- höfð, enda bregður þar til beggja hliða. Þá verður það og bert, enda gefið upp í kærum brezku herstjórnarinnar, vegna kynsjúkdómasmitunar, að sum- ar stúlknanna selja sig, og mun það vera nýtt fyrirbrigði hér á landi, að fjöldi kvenna selji blíðu sína. Þó munu þær kon- ur, er mök hafa við setuliðs- menn, vera í minni hluta, er selja sig, og kemur víða fram sú skoðun þeirra, að þetta sé ekki þess vert. Þess verður líka víða vart, að þótt sama stúlk- an hafi haft mök við fleiri en einn hermann í einu, finnst henni þá fyrst sóma sínum mis- boðið, er henni er boðin borgun. í stuttu máli: íslenzkum kon- um er hvergi nærri ljós mun- urinn á vændiskonunni og ó- spilltu konunni. Þær virðast líta svo á, að merkjalínan þar á milli sé fjárhagslegs eðlis. Kona, sem hefir mök við fimm hermenn í sama skálanum, í sama skiptið, telur sig heiðar- lega konu, ef hún þiggur ekki fé að launum, kona, sem sefur hjá liðsforingja á gistihúsi, er helsærð, ef hann vill greiða henni ómakið, kona, sem tekur við aurum, er vændiskona. Mun- urinn á siðlegri konu og vænd- iskonu er því, að dómi fjöl- margra reykvískra kvenna, ekki siðferðilegur heldur fjárhags- eða atvinnulegur. Þess verður og á margan hátt vart, hversu sumt kvenfólk er grunlaust í afskiptum sínum af setuliðinu, og skal hér tilnefnt eitt dæmi um slíkt: Stúlka kemur inn í hermannaskála eingöngu fyrir forvitni sakir. Þegar hermennirnir vilja nálg- ast hana, verður hún bæði hissa og móðguð. Hermennirnir verða líka hissa. Hvaða erindi átti hún inn? Hér skilur hvorugt annað. Hermennirnir telja kon- ur, sem þannig haga sér, vænd- iskonur, vegna þess að þannig myndu ekki aðrar koma fram, þar sem þeir þekkja til. Hér er aðeins um eitt dæmi af mörg- um að ræða, og er vitanlegt, að eitthvað þessu líkt gerist í hundruðum tilfella. Má því fara fyllilega nærri um það, hverjar skoðanir setuliðsmenn gera sér um íslenzkar konur yf- irleitt og jafnframt um menn- ingu þjóðarinnar, enda verður það af ýmsu ljóst, að virðing þeirra fyrir henni muni af skornum skammti. Þá er eitt ótalið, sem raun- ar ætti ekki að þurfa að benda á, og það er áfengið. Þeir, sem koma á Hótel Borg, sjá þar ís- lenzkar konur hópum saman sitjandi að drykkju með setu- liðsmönnum, og bílstjórar og lögregla mun hafa þar sina sögu að segja, sem vissulega myndi gera ljóst, hvílíkt hyl- dýpisfen ómenningar og sið- leysis gín við þessari þjóð. En um þau mál mun verða fjallað sérstaklega. Nefnd sú, er um þetta hefir fjallað, er á einu máli um, að hér sé komið í hið geigvænleg- asta óefni, og mun hún ekki ein um það álit. Sú mun og vera skoðun allra þeirra, er eitthvert far hafa gert sér um að kynnast ástandinu. En nefndinni er jafn ljóst, að lausn þessara mála er bundin gífurlegum örðugleikum, þar sem þau eru heitustu tilfinn- ingamál þeirra, sem í hlut eiga. Það er til að mynda engan veg- inn sambærilegt, hvort stúlka er trúlofuð setuliðsmanni og hyggst að giftast honum, eða hvort hún gengur frá manni til manns undir áhrifum áfengis. Þjóðernislega séð er á þessu tvennu mikill munur. Það er að vísu ekki hollt okkar fámennu þjóð, ef margar íslenzkar stúlk- ur færu af landi brott, ef til vill þær, sem mest eftirsjá væri að. En aðalhættan er þó fólg- in í því, að hér myndist stór vændiskvennastétt, sem segir sig úr lögum við siðað þjóðfé- lag. í fyrsta lagi myndi fjöldi stúlkna, ef ekkert er aðhafst, smám saman fara að dæmi slíkra kvenna, jafnvel þótt í þeim væri sæmilegur efniviður, ef vel væri á haldið, því að slíkt lausungarlíf hefir á sér nokkurn æfintýraljóma, sem margir eíga örðugt með að standast jafnt fyrir það, þótt eymd og umkomuleysi þeirra, sem þátt taka í æfintýrunum, séu sæmilega vitibornu fólki ljós. En auk þess er það stað- reynd, að hinir bezt gerðu eiga að tiltölu miklu færri afkvæmi, og um uppeldi þeirra barna, sem eiga vændiskonu að móður, þarf engum getum að leiða. Nefndin vill taka það skýrt fram, að þótt störf hennar hafi fjallað um sambúð íslenzkra kvenna við hið erlenda setu- lið, telur hún, að íslenzkir karl- menn eigi hér sinn bróðurpart af sökinni óskiptan, því að konur gerast ekki vændiskonur nema fyrir tilverknað karl- manna og ruddaskapur ís- lenzkra karlmanna í umgengni við konur hefir sízt verið til þess fallinn að skapa háttvísi og fagra siðu meðal íslenzkra kvenna. „Hernámið leiðír því vafalaust marga lausung í Ijós, sem áður var til, en aðeins bet- ur dulinn.“ (Úr bréfi land- læknis). Lögreglan mun hafa um það sterkan grun, eða jafn- vel vissu, að islenzkir karl- menn séu oft milliliðir, þegar stúlkur komast í tæri við setu- liðsmenn, og er sök slíkra manna jafnvel ennþó ægilegri en kvenfólksins. Hins vegar er kvenfólkið, og þó einkum stúlkubörnin, i þessu efni sá aðili, sem er í hættunni stadd- ur, og mun því ekki verða hjá því komizt að snúa sér að því fyrst og fremst: Er og tvöföld ástæða til þess, að allt sé gert, sem unnt er, til þess að ráða fram úr þessum vanda, þar sem börn þau, er nú dvelja í sveit, munu koma heim á næstunni. Að sinni mun nefndin ekki fjölyrða frekar um þessi mál, en í samráði við ríkisstj órnina mun verða tekið nánar til at- hugunar, hverjar leiðir þykja færastar. Nefndinni er ljóst, að ströng bönn er um margt varhuga- verð. Það, sem mestu máli skiptir í þessu sem öðru, er að hver einstaklingur geri skyldu sína, að hér skapist stérkt al- menningsálit, sem krefst þess að islenzkt þjóðernl, íslenzk menning og íslenzk tunga verði vernduð, að íslendingar verði framvegis sjálfstæð menningarþjóð. Framtíð ís- lenzku þjóðarinnar er fólgin í því einu, að æska landsins gleymi ekki þegnlegri skyldu við blóð sitt og móðurmold. 154 Victor Hugo: —- Já, svaraðl Majetta. Hann er eins og Satúrnus. — Og þann feita með breiða andlit- ið, hélt Gervaisa áfram, og þann litla með litlu, rauðu augun. Það var eins og að horfa í kolaglóð, að líta í þau — Gaman er að sjá hestana þeirra, alla prýdda, eins og títt er í Flæm- ingjalandi, bætti Ovdarda við. — Já, góða mín, sagði sveitakonan og gerði sig til. Hvað hefðirðu sagt, ef þú hefðir verið við krýninguna í Rheims árið 1461 og séð alla hesta konung- anna og furstanna, sem þar voru? Þar sá maður söðla og reiðtýgi af mörgum gerðum. Sum voru úr flaueli og dam- aski, gullbrydd og lögð silfri, með klingjandi klukkum og ómandl bjöll- um. Þau reiðtýgi hafa kostað fúlgu. Og meðreiðarsveinarnir, meðreiðar- sveinarnir, kona! — Flæmsku sendimennirnir eru á fallegum hestum, hvað sem þessu líð- ur, svaraði Oudarda þurrlega, enda var þeim vel fagnað í ráðhúsinu í gær. Þar voru þeim gefnar kökur, krydd, kanel og ýmsir sjaldgæfir gripir. — Hvað ertu að segja, góða mín? spurði Gervaisa. Það var í Bourbon- höllinni, hjá kardinálanum, sem þeir sátu hófið. — Onei, nei! Það var í ráðhúsinu! Esmeralda 155 — Víst var það í Bourbon-höllinni! — Ég staðhæfi, að það var í ráðhús- inu, svaraði Oudarda reiðilega. Doktor Scourable hélt ræðu á latnesku, sem þótti svo yndis falleg. Maðurinn minn, eiðsvarinn bóksali, sagði mér þetta. — Ég sagði, að það hefði verið 1 Bourbonhöllinni, svaraði Gervaise upp- væg, og viljir þú vita, hvað þeim var gefið, þá var það tólf tunnur af hvítu kryddvíni, og rauðvíni, tuttugu og fjór- ar ámur af marsípan frá Lyon, tutt- ugu og fjögur vaxkerti, er hvert vóg tvö pund, og sex leglar af bezta víni, sem fékkst i Beaune, bæði rauðu og hvítu. Ég veit, að þetta er satt, þvi að maðurinn minn, sem er deildarstjóri i borgarráðinu, sagði mér það. Og í dag líkti hann flæmsku sendimönnunum við þá, er presturinn og keisarinn af Trapezunt*) sendi frá Mesópotamíu til Parísar hér fyrr á árum. Þeir voru allir með hringa í eyrunum. — Ég veit, að þeir snæddu í ráðhús- inu, hélt Ovdarda fram án þess að gefa því gaum, er vinkona hennar sagði: Fólk hafði aldrei áður séð svo mikið af kjöti og kökum. — Ég var að benda þér á villu þína. *) Dularfullur konungur og prestur i MiS- Asiu. LIFUR og HJÖRTU SVIÐ kjötbúðlrnar. Loftsókn Rreta. (Framh. af 1. siðu) Hann átti forgönguna að smíði steypiflugvélanna, sem álitnar eru veigamesta hernaðarnýj- ungin í þessu stríði og ýmsir telja, að hafi ráðið úrslitunum á vesturvígstöðvunum. Því hef- lr verið haldið fram, að Milch væri Gyðingaættar og að ýms- ir háttsettir nazistar hafi vilj- að svifta hann embætti sínu af þeirri ástæðu.- Göring á að hafa svarað þeirri málaleitan með því, að hann vildi sjálfur ráða samstarfsmönnum sínum. Það má telja fullvíst, að loft- sókn Breta hafi valdið Þjóð- verjum miklu tjóni. Þó mun loftsókn Breta vafalaust auk- ast næstu mánuðina. Eftir því, sem nóttina lengir, batnar að- staða þeirra til loftárása á Þýzkaland, því að þeir geta þá náð til fleiri borga að nætur- lagi. Fer hér á eftir tafla, sem nýlega birtist í ensku blaði og á að sýna, hversu langt Bretar geta flogið yfir meginlandinu í næturmyrkri næstu mánuðina: September (sex klst.): Ham- borg, Berlin, Leipzig, Mann- heim, Nurnberg, Stuttgart. Október (7y2 klst.): Stettin, Königsberg, Frankfurt, Prag, Munchen. Nóvember (11 klst.): Posen, Breslau, Róm, Vín, Trieste. Desember (13Ú2 klst.): War- sjá, Danzig, Belgrad, Krakov. Þjóðverjar geta því á næstu mánuðum búizt við loftárásum á borgir, sem hingað til hafa sloppið við þær. í þýzkum blöð- um og útvarpi er almenningur líka varaður við því, að loftár- ásirnar kunni að aukast. Sú skoðun er almenn, að þýzkir borgarar muni ékki þola loftárásir eins vel og almenn- ingur í Bretlandi hefir gert. Næsti vetur getur þvi orðið Þjóðverjum erfiður, ef styrj- öldin við Rússa heldur áfram og loftsókn Breta fer harðnandi. Aðrar fréttlr. (Framh. af 1. síðu) an fullu sjálfstæði eftir styrj- öldina. Laval og Marcel Deat, helztu fylgismönnum Þjóðverja í Frakklandi, var sýnt banatil- ræði 1 fyrradag. Voru þeir við- staddir skrúðgöngu sjálfboða- liða, sem ætla að berjast með Þjóðverjum á austurvigstöðv- unum. Skaut einn sjálfboða- liðinn á þá nokkrum skotum og særðust þeir báðir, Laval þó ekki alvarlega. Tilræðismaður- inn segist hafa gerzt sjálfboða- liði í þeim tilgangi að koma fram einhverjum hefndum á föðurlandssvikurum eins og Laval og Deat. Fjöldi manna hefir verið handtekinn i tilefni af þessu og nokkrir hafa þegar verið teknir af lífi. Menzies forsætisráðherra Ástralíu hefir beðist lausnar, sökum ágreinings við jafnaðar- ——^GAMLA BlÓ -____- FÓRMIV HK.WAR (A Bill of Divorcement) Amerísk kvikmynd frá RKO Radio Pictures. Aðalhlutv. leika: MAUREEN O’HARA, ADOLPHE MENJOU, HERBERT MARSHALL. Sýnd kl. 7 og 9. —~~~~~-NÝJA BÍÓ —_____ COIWOY Ensk stórmynd, er gerist um borð í brezku herskipi, er fylgir kaupskipaflota yfir Norðursjóinn. Inn 1 viðburðarás myndarinnar er fléttað raunverulegum hernaðaraðgerðum beggja stríðsaðila á hafinu. Aðalhlutv. leika:1 CLIVE BROOK, JUDY CAMPBELL. JOHN CLEMENTS. Börn fá ekki aðgang. Sýnd ki. 7 og 9. Kaupum gamalt steypujárn (poti) og gamlan kopar hæsta verði. S. F. STÁLSMIÐJAN Sími 5586 — Reykjavík Nundnámskeið hefjast að nýju í Sundhöllinni mánudaginn 1. septem- ber. Þátttakendur gefi sig fram sem fyrst. TJpplýsingar í síma 4059. Simriliöll Reykjavíkur. Xotið beztu og vönduðustu sápuna! - IMotið SAVOH de PARIS - menn, sem eru i stjórnarand- stöðu og hafa nær helming þingsins að baki sér. Fadden, sem var varaforsætisráðherra, gegnir störfum forsætisráð- herra í bili. Bretar hafa lánað Rússum 10 millj. sterl.pd. og er sagt að það sé fyrsta lán af mörgum. Landbúnaðurnm í Rretlandl (Framh. af 2. siðu) gresi og tré og sáð tll kar- taflna og grænmetis. Herópið: „Grafa til sigurs“ (Dig for victory) felur í sér þá skoðun Ll. G., að matvælin geti sigrað I styrjöldinni. Á krossgötum (Framh. a) 1. síðu) og loks sungu allar bátshafnirnar þennan sama tón. — Hvalirnir ærðust, flýðu upp i brimgarðinn og fjörugrjót- ið og börðust þar um, svo stórir steinar köstuðust langar leiðir. Voru þessi aumingja dýr þá búin að láta reka sig a. m. k. 12—15 sjómílur. Dimmdi nú óðum af nóttu og varð í bili lítið meira að gert. Héldu sumir bátarnir heim- leiðis um stundarsakir, en aðrir dvöldu þarna á floti um nóttina. Nokkrir menn komust strax á land, þó örðugt væri vegna brims. Stungu þeir allmarga hvali í myrkrinu, til þess að binda enda á þjáningar þeirra, og komu í veg fyrir að þeir losuðu sig frá landi aftur, er flæddi, þvi fjara var. — Þegar birta tók aftur, var breyting orðin á. Með flóðinu hafðl meiri hluti hvalanna komizt á flot og haft sig frá landi. Að- eins um 80 hvalir voru eftir. Veiði- mennirnir seldu meðal hval á 125 kr í heilu lagi, en kíló af kjöti og spiki seldu þeir á 36—50 aura. — Því halda veiði- mennirnir fram, að reka hefði mátt vöðuna alla inn á Húsavíkurhöfn, ef þeir hefðu ekki, fyrir reynsluleysi í þessum efnum, verið of ákafir og veiðl- bráðir, og Færeyingarnir náð til að segja þeim öllum fyrir verkum. t t t Ufn þessar mundir valda húsnæðis- vandræðin þungum áhyggjum meðal Reykavíkurbúa. í dagblöðunum er iðu- lega auglýst eftir húsnæði og jafn- framt heitið miklum fjárhæðum fyrlr útvegun þess. Frá því að styrjöldin hófst, hefir lítið verið byggt af íbúðar- húsum, en fólkinu hefir fjölgað í bæn- um meira en dæmi eru til áður á svo stuttum tíma. Ennfremur hefir setu- liðið tekið nokkur hús og einstakl- ingsherbergi á leigu og mun það hús- næði, sem herinn hefir nú tii umráða, vera um 20 fjölskylduíbúðir og 15 ein- staklingsherbergi. Það er athyglisvert, að það mun engu síður vera sök hús- eigenda í bænum, en brezku herstjóm- arinnar, hversu erfiðlega gengur að fá þeim íbúðum skilað, sem herinn ræð- ur yfir, í hendur ísléndinga. Það mun vera dæmi til þess að húseigendur hafi lagt hart að setuliðsmönnum, að setja sem fastast í íbúðunum, á sama tíma og yfirvöld þau, sem fjalla um húsnæðisvandræðin, voru að leitast við að fá íbúðirnar fyrir íslendinga. Húsa- leigunefnd er þessa dagana, að safna upplýsingum um hversu margar ibúðlr muni vanta í bænum á komandl haustl.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.