Tíminn - 02.09.1941, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.09.1941, Blaðsíða 2
mi VIV, j>rigjndagfam 2. sept. 1941 88. bla8 350 T] ‘gímtnn Þri&iudayinn 2. sept. Barnaheimilí - sveitaheímílí í sambandi viö yfirvofandi styrjaldarhættu, var gert mikið að því að flytja börri á ýmsum aldri úr höfuðstaðnum og hinum stærri kaupstöðum og kauptún- um í sveit. Allmiklu af börnum var komið fyrir á einstökum heimilum. Jafnhliða voru stofn- uð barnaheimili í allmörgum af stærstu heimavistarskólun- um, og fengnir til góðir kenn- arar, bæði karlar og konur, að starfa við þessi heimili. Þessi tilraun hefir orðið til að sanna það, sem saga landsins í þúsund ár átti að hafa fært mönnum sanninn um, að hér á landi er enginn þvílíkur upp- eldisstaður til eins og sveitá- heimilin. Skiptir þar engu, hvort heimilin eru stór eða lítil. Ég hefi í sumar séð mikinn fjölda Reykjavíkurbarna á einstökum heimilum, sem hafa unnið að öllum störfum með heimafólki, eftir því sem orkan leyfði. Það er ómögulegt að lýsa nema í löngu máli, hvað þessi börn voru ánægð, hve mikla gleði þau höfðu af hinum fjölbreyttu og þó einföldu störfum. Alveg sér- staklega eru börnin hugfangin af samlífinu við dýrin,bæði við fuglana, og þó alveg sérstaklega við húsdýrin á bæjunum. Hér máttu börnin reyna á sig, ogfull- nægja meðfæddu fjöri. í einu orði. Kaupstaðabarnið drekkur í sig í djúpum teygum hamingju sveitastarfsins. Og þetta starf þroskar börnin, líkamlega og andlega. Þau reyna á krafta sína, og hafa viðfangsefni, sem ekki eru ofurefli. Þau læra málið miklu betur en i bænum, af því að sveitalífið kennir þeim á þús- und vegu. í barnaheimilunum fór allt fram vel og skipulega. Húsa- kynnin voru sumstaðar mikil og góð, stór hús, hlý og björt, sund- laugar og leikvellir, nægur mat- ur og aðhlynning, og mikil um- hyggja sýnd af forráðamönnum og hjálparliði þeirra. Og samt lifðu börnin skugga- tilveru á þessum stöðum. Hér urðu þau að vera iðjulítil. Þau gátu ekki haft neitt verulegt starf. Mörgum þeirra sárleidd- ist. Á einu slíku heimili sagði eftirlitsmaður mér, að hann á- liti sér ekki fært að láta stóru drengina fá spaða í hönd. Sam- komulag þeirra var illt. Margir drengir hirtu ekki um að vita hvað félagar þeirra hétu. Þeir nefndu þá „rauða djöfulinn“, „feita andskotann" o.s.frv. Iðju- leysið og sambúð við allt of marga jafningja, gerði þá vonda og leiðinlega í sambúð. Kennar- ínn óttaðist, að ef þeir hefðu spaða í hönd, kynni að byrja aft- ur bræðralag Kains og Abels. Þar sem svo er ástatt, þarf ekki að leita í grafgötum að því, hve vel stærri og sterkari börnin búa að hinum veikbyggðari félögum. Orka hinna iðjulausu barna kemur þá fram í grimmilegri stríðni og áreitni við þá, sem eru minni máttar. Reynsla þjóðarinnar í sumar hefir gert það bert fyrir öllum, sem það vilja vita, að það er ekki hægt að veita nema lélegt upp- eldi í barnaheimilum, þar sem ekki er um að ræða margbreytt starf, og að mestu á eigin ábyrgð fyrir börnin. Þar næst kemur sumarhúsauppeldi, þar sem móðirin dvelur að sumrinu í sveit með stálpuð börn, en stundar ekki framleiðsluvinnu. Þetta uppeldi er líka háskalegt, af því að iðjuleysið er eitur fyrir börn á þroskaaldri. Eina uppeld- ið, sem er nokkurs virði á íslandi er við vinnu í sveit, þar sem að- komin börn sitja að öllu leyti við sama borð og heimilisfólkið. Ein af hinum mörgu vankunnáttu- merkjum við hina stórfeldu út- gerð barnaheimilanna í sumar var það, að þar var borgað mikið fyrir veru barnanna, en smánar- lega lítið goldið fyrir börn, sem kusu þann góða kost að vera á sveitabæjum. Nú er mikill vandi á heimilum að koma börnum fyrir í sveit. Heimafólkið er víða, og einkum í sumar, tilfinnnalega EStír Bcrg Jónsson bæjarfógeta Af. ýmsum ástæðum, svo sem vegna hins kalda nafns, sem land vort ber, fámenni og fjar- lægðar frá öðrum löndum, hef- ir mörgum íslendingum verið allríkt í huga, að reyna að skapa réttar og sízt of slæmar hugmyndir um land vort og þjóð með öðrum þjóðum. Til þess að ná þessu markmiði, hef- ir bæði fé og fyrirhöfn verið eytt í allríkum mæli. Árið 1934 var sérstök skrifstofa sett á stofn og embætti stofnað til þess að vinna að hinni svoköll- uðu landkynningu. Embættis- maðurinn var kallaður „land- kynnir“. Bækur hafa verið gefnar út með myndum af landi og þjóð, með skýringum og for- málum á erlendum • tungum. Þrátt fyrir fátækt og erfiðleika tók ísland þátt í heimssýning- fátt. Það er ekki hægt að bæta miklum vinnubrögðum á ein- yrkjakonu, með mörgum að- komnum börnum. Foreldrar í bæjum mega búast við því að í framtíðinni verði þeir jöfnum höndum að leita að góðum bæj- um fyrir börn sín í sveit, en jafnframt vera við búnir að borga myndarlega fyrir beztu skólavistina, sem börnin fá á allri æfinni. Síðustu daga hefir lögreglan, útvarpið og blöðin í Reykjavík, sagt sorgarsögu um uppeldisleysi mörg hundruð barna. Ég vil full- yrða, að ein af aðalástæðunum til þess, að mikill fjöldi af hálf- þroskuðum unglingum hefir dregist út í háskalega óreglu, er iðjuleysið á bernskuárunum. Þar sem óhreinar eða malbornar götur eru umhverfi barnsins, oft léleg fæða, rúgbrauð, tros og kaffi, iðjuleysi og máttlaust til- hald í sumarhúsinu og síðan hringiða kaupstaðarlífsins, lé- legar skemmtanir, vínnautn, reykingar, og hraðfara leit eftir áhættusömu lifi, þá er komin eðlileg niðurstaða hins sorglega vanmáttar, sem blöðin fjölyrða nú um. En það má snúa ósigri í sigur, ef rétt er á haldið. En íslenzkt uppeldi, einkanlega í kauptún- um og kaupstöðum, þarf að ger- breytast. í þessu efni er margt hægt að læra af Þjóðverjum, líka fyrir þá, sem ekki óska eft- ir stjórn þeirra. Hér þarf að gera útlæga letina, úrræðaleys- ið og kveifarskapinn, sem setur volæðismerki á þjóðina. J.J. unni í New York. Flestir virt- ust telja því fé, sem til þessar- ar landkynningar var veitt, vel varið. Hinn 10. maí 1940 hljóðn- aöi lúður landkynningarinnar. Erlendar hersveitir komu til landsins og settust hér að, og hefir svo fram haldið síðan, svo nú munu sennilega tugþúsund- ir erlendra manna vera í land- inu. Þótt flestir séu þeir her- rnenn nú sem stendur, eru þeir úr öllum stéttum þjóðfélaga sinna, misjafnlega menntaðir, misjafnlega siðaðir o. s. frv. En allir eiga þeir sammerkt í því, að ef þeir komast lifandi til heimkynna sinna eða annarra landa, munu þeir meira og minna fræða umheiminn um það, sem þeir hafa séð og heyrt á þessari fjarlægu, fámennu eyju, með ískalda nafnið. Með öðrum orðum: Við höfum feng- ið tugþúsundir erlendra „land- kynnira“! Þurfum vér fleiri að svo stöddu? Ég hélt, að þetta nægði í svipinn. En sumir virðast á annarri skoðun. Blöðin hafa fyllt dálka sína að undanförnu með þeirri nýstárlegustu landkynningu, sem að minni hyggju á sér stað með lýðfrjálsum þjóðum, sem einhvern metnað hafa. Og ekki nóg með það. Útvarpið lét þylja sömu söguna fyrir alla þá, sem íslenzka tungu skilja og hafa tækifæri eða vilja til þess að ljá því eyra. Og heimildin var ekki til þess að véfengja, stjórnskipuð nefnd. Ég þarf ekki að vera langorður um þessa „landkynningarsögu“, þeir eru víst ekki svo margir lesendur þessa greinarstúfs, sem ekki hafa séð hana eða heyrt. Eitt blaðið var svo hátíðlegt að nota biblíuorð í fyrirsögn sög- unnar: 500 portkonur (í Reykja- vík einni fyrir erlenda her- menn). Ennfremur hefir þess verið getið (og sennilega ekki dregið úr ánægju sögusmett- anna við lesturinn) að ein að- alheimild nefndarinnar, lög- reglustjórinn í Reykjavík, hafi látið svo um mælt, að hér væri sennilega aðeins um 20% að ræða. Landkynning í bezta lagi: Um 2500 portkonur eða vændiskon- ur fyrir erlenda hermenn í Reykjavík einni. Sannanir: Lauslegar yfirheyrzlur,sennilega ólöglærðra manna, á ýmsum stúlkum, t. d. 15 ára ungling, tæplega eiðfærum, sem reyndi að draga úr sekt sinni á sama hátt og Tóta litla tindilfætt, með því að benda á aðrar sér likar: „aðrar eru ekki betri, ef að er gætt, svaraði hún Tóta litla tindil- fætt." Það er óþarfi, enda mér um geð, að rekja söguna. En ég vil beina nokkrum spurningum til lesenda minna: Hverjum er þessi landkynning til góðs? Hvaða mein verða læknuð með þessum aðferðum? Hversvegna telja dómarar sér skylt, að þegja í barnsfaðernismálum og hjóna- skilnaðarmálum? Hversvegna hvílir yfirleitt þagnarskylda á læknum og þjónum réttvísinn- ar? Því eru ekki allar þessar leyndarskyldur úr lögum numd- ar Ég hygg, að margir hefðu gott af að hugsa um þessar spurningar og reyna að setja sig í spor þeirra, sem í ógæfu rata. Fyrir mér liggur þetta þann- ig: Mikill hluti íslenzkra kvenna hefir verið grýttur, án þess að nöfn hafi verið nefnd ennþá. Sumar eru sjálfsagt sekar, en hversu margar geta eigi liöið fyrir þetta saklausar? Hver getur svarað því til fulln- ustu? Ég veit eigi um erindis- bréf hinnar stjórnskipuðu nefndar, sem skýrsluna gefur, en þó veit ég, að hlutverk henn- ar hlýtur að hafa verið það, að reyna að finna leiðir til þess að lækna meinin, en þótt allir aðr- ir kunni að vera annarrar skoð- unar, er það skoðun mín, að fyrsta lækningaaðgerðin átti ekki að vera sú, að þrýsta saur- lifnaðarstimplinum á ótiltekinn fjölda íslenzkra kvenna, jafn- vel þótt sannanir væru fyrir hendi, sem þó vantar tilfinnan- lega. Það hryllilegasta 1 „land- kynningarsögunni“ eru ásakan- ir þær, sem beint er gegn korn- ungum stúlkum. Að íslenzkum lögum á siðgæði þeirra að njóta verndar. Hví ekki að reyna að fá því til vegar komið, að þær verði þessarar verndar aðnjót- andi, hver sem í hlut á, útlend- ar eða innlendar, án þess fyrst að hrópa um smán þeirra í gegn- um Ijósvakann? Því ekki að gera ráðstafanir til þess að foreldr- ar og aðstandendur ungling- anna hertu aðhaldið? Þótt framið hafi veriö glapræði með opinberun, að mestu leyti ó- sannaðrar smánar fyrir íslenzk- ar konur, ber ég ekkert van- traust til hinnar stjórnskipuðu nefndar. Ég vona, að hún geti fundið góð ráð, sem að gagni megi koma, til þess að fyrra hina íslenzku konu smán og ó- gæfu. Ætla ég mér alls ekki þá dul, að þykjast ráðsnjallari en nefndin. Ég ásaka heldur ekki blöðin fyrir að hafa birt sögu þessa. Þau hafa ekki gert ann- að en það, sem búast má við af $læm kynblöndun E£tir Jón Sígtryggsson fangavörð Þegar litið er yfir nöfn þeirra manna, sem lent hafa í Hegn- ingarhúsinu síðustu 10 ár, fyrir glæpi og grófari afbrot, þá kem- ur í ljós að tíu af hundraði hverju, eru af erlendu bergi brotnir í aðra ættina, en ís- lenzkir í hina, og eiga langflest- ir íslenzka móður, en«erlendan föður*). Þetta eru ákaflega ískyggilegar tölur og athyglis- verðar, ekki sízt á þessum her- námstíma. Þær benda skírt í þá átt, að kynblöndun þessi sé ekki til hagsbóta fyrir íslenzka kyn- stofninn. *) Hér eru ekki taldir þeir, sem eru erlendir í báðar ættir. öllum blöðum, birt það, sem þau vita, að margir vilja lesa. En ég harma verk þeirra fyrir það, og ég harma það, að útvarps- ráðið skyldi eigi vera sömu skoð- unar og ég. Skoðun mín er sú, að með þessum birtingum blaða og útvarps, hafi verið settur slikur smánarblettur á íslenzk- ar konur, að seint muni verða af þveginn. Ég lit á þetta sem smánarblett á hinar seku, sem í ýmsum tilfellum geri illt eitt, því að sem betur fer, má oft lækna sjúklinga. Um þær sak- lausu er vanþörf að tala, en margar þeirra verða að. bera harm sinn í hljóði. Og íslenzka kvenþjóðin á líka vini meðal karlmannanna, sem ekki munu, að því er ég hygg, láta sér á sama standa, hvernig að þeim er búið. Að lokum þetta: Ég neita að trúa því, að svo mikil brögð séu að virkilegri ósiðsemi íslenzkra kvenna, eins og gefið hefir ver- ið í skyn. Ég vil aðeins trúa gögnum eða sérstaklega sterk- um líkum, en ég mun ávalt á- telja það, að sannanir þær sem fást, séu notaðar til annars en að sjá, hvaða konur þurfa lækn- ingar við, að fundnum ráðum til lækninga. íslendingar eru nógu fáir, þótt ekki sé verið að gera meiri eða minni hóp þeirra hel- sáran. Og minnumst þess, ís- lendingar á íslandi, að ekki stóð á svörum hjá Vestur-íslending- um í fyrra, þegar erlendir menn réðust á þjóð vora með smánar- yrðum. Vegum ekki sjálfir að óþörfu að þjóðarheiðri vorum. Nógir munu sennilega verða til þess samt. Reynum heldur að haga sambúð vorri og fram- komu við þá erlendu menn, sem hingað koma, þann veg, að vér höfum sæmd af. Hafnarfirði 29.. ágúst 1941. Bergur Jónsson. Hvað veldur þessari úrkynj- un? Ef til vill gæti ýmsum kom- ið í hug, að þeir erlendu menn, sem eru feður þessara umræddu manna, hafi komið frá þjóðum á lágu menningarstigi og lítt þroskuðum. En þessu er ekki til að dreifa. Flestir þessir feður eru Norðurlandabúar, einkum frá Danmörku og Noregi, og Norð- urlandaþjóðirnar standa íslend- ingum fyllilega jafnfætis,menn- ingarlega séð, eins og kunnugt er. Hér kemur annað til greina, og skal bent á það helzta: Þessir erlendu feður eru oft sjómenn, sem dvelja hér aðeins fáa daga og eru það þá sízt þeir göfugustu, sem leita þar sam- bands, sem lausast er fyrir, en við slíkum farfuglum gefa sig aðeins daðurdrósir. Þá eru þetta oft menn í atvinnuleit, sem dvelja hér lengur eða skemur. Koma hingað öllum ókunnugir, og lenda þá á stundum I höndum kvenna af lakari endanum, enda ekki ætíð miklir sómamenn sjálfir. Þá kemur fyrir að þetta eru beint landshornamenn, sem ekki gátu þrifist í föðurlandi sínu. Nema svo hér staðar, því hér var aldrei „úthýst“, og auka hér kyn sitt, hvar sem tækifæri gefst, og þá einkum með mökum sér líkum. Kynið er því venju- lega miður gott frá báðum hlið- um, og uppeldið verður tíðum í samræmi við það. Foreldrarnir mynda venjulega ekki heimili, en börnin alast upp hjá yfir- gefnum og umkomulausum mæðrum, sem verða að fara úr einum stað í annan, til að leita sér atvinnu. Er barnið þá oft mjög vanrækt, og í kaupstöðum beinlínis alið upp á götunni. Þegar þetta hvorutveggja er til staðar, slæmt ætterni og lélegt uppeldi, þá er ekki von að af- kvæmið reynist vel. Það skyldi enginn ætla, að þessa verði vart aðeins hér í landi. Hið sama á sér stað ann- arsstaðar, að minnsta kosti 1 menningarlöndunum. T. d. sýna skýrslur, sem safnað hefir verið í Svíþjóð, um þetta efni, að hið sama á sér stað þar. Er þetta þar mörgum áhyggjuefni, og hefir veriö bent á ýmislegt til úrbóta. Ég minnist þess ekki, að hafa séð þetta mál rætt hér í blöðum, og er þó orðin ástæða til að veita því athygli. Um skylt mál hefir þó nokkuð verið rætt hér, á ég þar við umræðurnar um hinar sívaxandi ferðir íslenzkra kvenna út í erlend skip, einkum í Reykjavíkurhöfn. Þessu til varnar, hefir verið bent á að loka höfninni, sem áreiðanlega (Framh. á 3. siSu) JÓI¥AS JÓIVSSOIV; „Ástandíð” í Reykjavík Tvær leíðir tíl úrbóta i. Fyrir aldarfjórðungi bjó merkur fræðimaður og uppeld- isfrömuður í Reykjavík í tveggja hæða húsi, með kjallara, sem hafður var til íbúðar. Húseig- andinn bjó sjálfur á neðri hæð, sem var björt og sólrík. Hann átti nokkur lítil börn. Fátækur barnamaður bjó í kjallaranum. Húseigandinn veitti því eftir- tekt, að börnin í röku og sólar- litlu kjallaraíbúðinni höfðu allt af kvef. Hann veitti því smátt og smátt eftirtekt, að hans hraustu börn, í góðu heimili, smituðust sífelt af kvefinu, sem var landlægt í kjallaranum. II. Mér varð þetta dæmi hug- stætt, sem einföld sönnun um samábyrgð þjóðfélagsins. — Skammsýnir og eigingjarnir menn halda, að þeir geti ein- angrað sig og tryggt framtíð sína, þó að mikið af samborg- urum þeirra séu þjáðir af við- geranlegum mannfélagsmein- um. Á allra .síðustu dögum hafa öll blöð í Reykjavík og útvarp- ið flutt bráðabirgðaskýrslu um hættulegan mannfélagssjúkdóm í höfuðstaðnum. Samkvæmt þessum skýrslum eru nú þegar nokkur hundruð konur í Reykjavik, sem litið er á sem vændiskonur. Skýrslan bendir til að gera megi ráð fyrir, að um 2500 konur í höfuðstaðnum séu að einhverju leyti út á hál- um ís í þessu efni. Skýrslan, það sem hún nær, bendir til, að i þessum hópi séu konur á öll- um aldri, frá 12 árum og upp- fyrir sextugt. Einna mest er að- sóknin í þessa ljónagröf af stúlkum á unglingsaldri, sem ekki eru eiginlega orðnar full- orðnar manneskjur. Vandaminnsta leiðin fyrir annað fólk er að grýta þessar konur og aðrar fleiri, sem líkt eru settar annars staðar á landinu, og lýsa þeim sem sið- ferðislegum úrþvættum, sem eigi skilið að sökkva til botns í haf vansæmdarinnar. Þetta er þó aldrei öruggt, jafnvel frá strang eigingjörnu sjónarmiði. Þessar konur lifa enn í mann- félaginu, búa með vissum hætti í kjallaranum og smita áreið- anlega með sínu kvefi fólkið á efri hæðunum, sem vildi mega fyrirlíta þær. Ég hygg, að þessi leið sé hættulegust af öllum. Höfundur trúarbragða þjóðfé- lagsins benti á aðra leið, að skrifa skuldina í sandinn, láta það gamla vera gleymt, en muna aðeins, að hér er á ferðinni háskalegt mannfélagsmein, sem kemur öllum við, að því er snertir nútíð og framtíð. III. Ég álít, að konur þær, sem hér eiga hlut að máli, muni yf- irleitt ekki i eðli sínu vera á siðferðislega lægra stigi held- ur en mikið af öðru fólki í landinu. Alveg sérstaklega er fullvíst, að mikið er til af ís- lenzkum karlmönnum, sem með ýmsu móti eru orsök í ófarnaði þessara kvenna. Margar ástæð- ur liggja til hins svokallaða „ástands" í höfuðstaðnum og sumum öðrum stærri bæjum landsins. Konur í öllum löndum eru veikar fyrir tveim mannfélags- sjúkdómum, en standa sig bet- ur en karlmenn í margskonar öðrum raunum. Konur nú á tímum, í öllum menningar- löndum, hafa dujWa en afar sterka þrá eftir að lifa í þétt- býli. Konur eru bæjamyndandi, án þess að hægt sé að færa að því skynsamleg rök, þvi að megnið af þeim konum, sem tilefnislaust láta seiðmagn þéttbýlisins lokka sig, sækja þangað hvorki gleði né gæfu. Annar veikleiki kvenna, skyld- ur hinum, er sá, að þær finna til rómantískra hrifnikennda í sambandi við erlenda menn, og alveg sérstaklega, ef þeir eru í einkennisbúningi. Það ber miklð á þessari kennd á íslandi, en hennar verður vart í öllum menningarlöndum. Þannig varð japönskum mönnum vel til ásta i Evrópu, er þeir fóru til að stunda þar nám. Dvergvöxtur þeirra og gult litarfar stóð þar ekki fyrir þrifum. Þessir tveir eiginleikar kvenna í öllum löndum eru meginástæður til ólánshliða „ástandsins“. íslenzkar konur hafa streymt til bæjanna, og þó einkum til Reykjavíkur, eins og farfuglar leita úr norðlægum löndum til hitabeltishéraða, þegar tekur að syrta að á haust- in. Þetta aðstreymi hélt áfram, þar til konur í Reykjavík voru orðnar fleiri en karlmenn, svo að skipti þúsundum. Þær fengu alltaf eitthvað að gera í hinum nýbyrjaða iðnaði, við fiskþvott, síldarvinnu á sumrin og við dagleg störf í fjölda heimila. Konur í Reykjavík voru þann- ig ekki eiginlega atvinnulausar. En atvinnan var óviss, og að mörgu leyti öðruvísi en þær höfðu búizt við í rómantískum hugarórum, þegar þær hófu far- fuglaflugið í þéttbýlið. Auk þess voru þær orðnar allt of margar til að samsvara eðlilegum skil- yrðum til heimilamyndunar. Þá dró atvinnuleysi karlmanna í bæjum og ekki sízt í Reykja- vík, úr þvi, að þeir gætu stofn- að jafn mörg heimili eins og æskilegt var. Úr þessum ástæðum lá ská- bretti niður í undirdjúpin. Frá hinni lélegu og óvissu aðstöðu lá bratti niður til þess, að ýms- ar af þessum konum yrðu háðar karlmönnum, bæði giftum og ógiftum. Á undanförnum árum hefir þess gætt meir en skyldi, að karlmenn í Reykjavík tækju í verki upp venju úr löndum Múhameðstrúarmanna. Áfeng- isveitingu og skemmtun af ýmsu tagi var beitt á agnhald öngulsins. Áður en hið út- lenda setulið kom, var mikil upplausn komin í sambúð karla og kvenna í Reykjavík. Foreldr- arnir höfðu lítið vald yfir börn- um sínum, og enn minna yfir hálfvöxnum unglingum. — Reykjavík var hraðvaxandi. Mikill hluti fólksins kunni ekki að lifa í bæ. Það er fyrst nú, sem höfuðstaðurinn er að ná þeim aldri, að gera megi ráð fyrir sterkum erfðavenjum, sem eru gagnlegt aðhald fyrir æsk- una í bænum. IV. Þegar hér var komið sögu, komu hingað nokkrir tugir þúsunda af erlendum her- mönnum, í misjafnlega glæsi- legum einkennisbúningi. Þeir komu frá vinveittu landi, frá þjóð, sem íslendingum hefir um flesta hluti fallið vel við. Auk þess mátti líta svo á, að þessir hermenn kæmu til að verja ísland fyrir algerðu frels- istjóni. Að vísu komu þeir fyrst og fremst fyrir sína þjóð, en hitt var öllum ljóst, að frelsi smáþjóðanna var algerlega komið undir sigri Breta og bandamanna þeirra. í stað þess að í löndum þeim, sem Þjóð- verjar hersetja, gerist innrásin með þeim hætti, að fólkið ber mikla beiskju og óvild til sinna tvíbýlismanna, þá var hér allt öðru máli að gegna. Þar að auki (Framh. á 3. sUSu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.