Tíminn - 02.09.1941, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.09.1941, Blaðsíða 3
88. blað TÍMEyiy, þrlgjndaginn 2. sept. 1941 351 ,,Ástandiö,, í Reykjavík (Framh. aj 2. síðu) var framkoma setuliðsmanna hlutlaus og prúðmannleg, eins og oft hefir verið að vikið í þessu blaði. En allar þessar á- stæður hlutu að leiða til ó- heppilegra og óþarfra kynna milli margra íslenzkra kvenna og aðkomumannanna. Hér voru miklu fleiri konur en karlmenn. Nokkuð mikið af þessum kon- um var komið út á hálan ís, þar á meðal ásókn í vín, í sam- bandi við íslenzka karlmenn. Vegna þess að konur voru orðn- ar of margar í bænum, fundu margar þeirra, að karlmönnum var ekki hent að sýna þeim þá nærgætni og tillitssemi í dag- legri aðbúð, sem kvenfólk metur öllu meira en vert er. Allt í einu koma tugir þús- unda af meira og minna álit- legum l^arlmönnum, frá vin- samlegri stórþjóð, í einkennis- búningum, sem orsaka til- breytni. Þessir menn fóru að öllu friðsamlega. Þar sem ís- lenzkar konur fóru sína götu frjálsmannlega og blátt á- fram, gætti engrar sóknar frá setuliðinu. En hermenn vinna ekki munkaheit. Þeir hafa oft lítið að gera. Þeim leiðist. Öll áðstaða þeirra gerir þá hneigða til að leita eftir stundarkynn- um við konur í heimalandi sínu og þá ekki síður erlendis. Enginn vafi er á, að með þéim aga, sem hér er á hinum að- komna her, þurfti engin kona að hafa nein atvikskynni við þessa útlendinga. En ef íslenzk kona stgur eitt skref til kynna, þá steig aðkomumaðurinn ann- að. Mörg slík spor hafa verið stígin á þann hátt, og að lok- um skapast það háskalega á- stand, sem nú er kunnugt frá rannsóknum lögreglunnar og sérstakrar nefndar, sem sett var til að athuga þessi mál. V. Nú er komið þar að bæði setu- llðið og þá ekki síður höfuð- staðarbúar óttast framtíðina. Stjórn setuliðsins hefir aðvar- að íslenzku heilbrigðisstjórnina um aðsteðjandi sjúkdómshættu fyrir hermennina af kynnum við íslenzkar konur. Jafnframt ber þjóðin í brjósti rökstuddan ótta við hin miklu kynni ís- lenzkra kvenna við erlendan her, sem nemur tugum þúsunda. Fram að þessu hefir verið sofið sætt af hálfú okkar. Pólski atburðurinn var kominn til sög- unnar áður en setuliðið kom. Öllum mætti vera Ijóst, að höf- uðstaðurinn var illa brynjaður í þessu efni. Við komu setu- liðsins kom þetta glögglega í ljós. Ásökunin til þessara gesta var þannig, að góðviljaður maður í þeim hóp benti á, að léttúð sumra íslenzkra kvenna minnti á kynsystur þelrra í Grænlandi. Byrjunin og áfram- haldið var ekki vel fallið til að auka veg þjóðarinnar. Þótt und- arlegt sé, hefir hin fjölmenna læknastétt í bænum ekki séð ástæðu til að hafa forgöngu á sínu sviði. Ekki heldur hin mörgu íþrótta- og manndóms- félög í bænum. Lífið í bænum seig hægt og hægt niður þrep af þrepi. Og um leið og sagt er lífið í bænum, má hiklaust segja lífið í landinu. Frá höf- uðstaönum berast öll áhrif með leifturhraða um allt landið, svo náin eru skipti Reykjavíkur við alla landshluta. En eins og heppilegast mun.að rita í sandinn dóminn um synd- ir kvenna þeirra, sem hlut eiga að máli, þá mun lítt gagna að á- fellast þá mörgu varðmenn þjóðfélagsins, sem hafa sofið á verðinum. En gagnvart fram- tíðinni þýðir hvorki að sofa eða skrifa i sand dæguráhrif- anna. Nú er ekki undankomu auðið. Nú verður að hefja skipu- lega, alvarlega og þrautseigta sókn til að bjarga þjóðinni úr þeim mikla vanda, sem steðjar að henni. Því að ólíklegt er að það þyki viðunandi, að ung- lingstúlkur frá 12 ára aldri á- vinni sér heiti vændiskonunn- ar, nokkra háskalegustu sjúk- dóma, sem til eru, eyðileggi framtíð sína og tryggi afkom- endum sínum erfðasjúkdóm og úrkynjun. Auk þess nær þessi sýking ekki til takmarkaðs hluta þjóðarinnar, eða tilteklnna kaupstaða. Þessi sjúkdómur kemur áreiðanlega úr kjallar- anum upp á fyrstu og aðra byggð í þjóðlífinu VI. íslenzka þjóðin ver miljónum til allskonar sóttvarna, ekki að- eins fyrir menn, heldur líka fyrir húsdýr sin. Ég geri ráð fyrir, að nú muni ekki þykja viðhlítandi, að láta hundruð, ef ekki þúsundir af konum, og þá jafnframt marga karlmenn, sökkva í þjóðarhafið án þess að reyna að koma við bjargráðum. Ég vil leyfa mér að benda á tvö bjargráð, og ég hygg, að því miður séu ekki fleiri til, sem nokkurt gagn er að. Vel má vera, að margir vilji enga erf- iðleika á sig leggja í þessu sam- bandi, jafnvel ekki missa að- stöðu til lítilfjörlegrar stundar- gleði í sambandi við áfengis- veitingar. En á það verður að hætta. Og það er trúa mín, að mikill meirihluti þjóðarinnar muni nú fús á, að taka til sterkra og dj arfmannlegra ráða. Ég legg til í fyrsta lagi, að stofnuð verði foreldrafélög í höfuðstaðnum, með deildum út um land, þar sem þörf þykir. Það væri æskilegt, ef biskup landsins vildi vera forustumað- ur í þessu efni. Hér er um að ræða mál, þar sem kirkjan get- ur sýnt lífsmátt sinn, ef hún hefir örugga forustu. Biskup myndi fá örugga stuðnings- menn í betri hluta prestastétt- arinnar um land allt. En hér þurfa að koma til sögunnar áhugamenn úr öll- um stéttum og öllum flokkum til stuðnings og forgöngu. Og í þetta félag þurfa að koma þús- undir foreldra. Ekki eingöngu þeir foreldrar, sem kunna nú að e&ga einhver „flekuð veslings syndabörn.“ Það nægir ekki að fá í þennan félagsskap þá, sem eru fallnir í ljónagryfjuna, heldur alla, líka þá, sem enn standa á bakkanum og ekki hafa fengið kvefpestina úr kjallaranum. Ég ætla ekki að leggja þess- um félagsskap lífsreglur. Þær myndu skapast í framtíðinni. Ég vil aðeins benda á fáein at- riði. Vel má vera, að stjórn og þing verði að skapa löggjöf um breyttan lögaldur kvenna til ástalífs, og setja löggjöf, sem geri fært að taka konur á ýms- um aldri úr umferð, setja þær til starfs og einangrun úr sýk- ingarstöðum o. s. frv. En bak við slíkar aðgerðir þarf einhuga almenningsálit, og það verður ekki skapað nema með sterkum félagsskap dugandi manna úr öllum stéttum. Eitt af hinum miklu viðfangsefnum, er að fræða ungu kynslóðina um mörg mál, sem snerta „ástandið." Það er til dæmis varla viðkunn- anleg fáfræði, ef unglings- stúlkur hyggja sig á réttri leið, með þvi að hafa samfarir við f(mm dáta sömu nóttina, ef þær taka ekki peninga fyrir dvöl sína í herskálanum. Hér er aðeins eitt dæmi nefnt, en það sýnir ofurvald fáfræðinnar, sem skapar verstu þætti á- standsins. Félagsskapur foreldra og stuðningsmanna foreldranna á ekki að snúast sérstaklega gegn setuliðinu, heldur vera heima- trúboð, sem að vlsu dregur eins mikið og hægt er úr óeðlilegum og skaðlegum kynnum íslenzkra kvenna við setuliðið og íslenzkr- ra lausungarmanna. Það þarf með þúsund ráðum að vera hægt að lyfta íslenzkum kon- um upp úr ljónagryfjunni og verja aðra fyrir hættunni að falla ofan í hana. Það er með öllu tilgangslaust, að ætla að taka með valdi eða ofbeldi stúlku frá „ódáinsmönnum“, sem hún vill vera með. Það þarf að skapa í konunni þann geð- blæ, að hún leit ekki gleði- stunda eða fjár, með því að drekka úr hófspori „ástands- ins“. Ef hægt er að fá íslenzk- ar konur til að skilja það, að ef þær stíga ekki eitt spor í átt til ágæfunnar, þá mætir ó- gæfan þeim ekki á miðri leið. Hér hefir verið bent á eina leið til bjargráða, að safna sjálfboðaliði, undir forustu þjóðkirkjunnar til að efla og styrkja hina vanmáttugu for- eldra í bæjunum til að koma öruggara skipulagi á heimili sín og uppeldi barna sinna. En þetta er aðeins annar þáttur- inn. Ég legg til í öðru lagi, að Sjúkrasamlag Reykjavíkur TILKYNNIR: Að marggefnu tilefni, skal bent á, að samkv. 12. gr. samþykkta samlagsins, greiðir það ekki sjúkrakostnað samlagsmanns fyrir það tímabil, sem hann er I vanskilum, enda þótt iðgjaldsskuldin verði siðar greidd að fullu. Kostnaður, sem til fellur í ágúst, verð- ur því ekki greiddur, nema iðgjald fyrir júlí hafi verið greitt, áð- en sjúkrahjálpin fór fram. Ennfremur skal hér með tilkynnt, að samkvæmt reglugerð samlagsins verða hér eftir ekki greidd lyf, nema þeim sé ávísað af lækni, sem samlagsmaður hefir kosið, næturlækni, helgidags- lækni, eða sérfræðingi, sem heimilislæknir hefir vísað til. — SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR áfengisverzlun landsins sé lok- að til fulls, a. m. k. meðan er- lendur her er í landinu, og að hafin sé sókn á áfengið sem eit- urlyf, í hvaða mynd sem það birtist. Það liggja fyrir skýrar sannanir um, að áfengið er að- uppspretta „ástands mein- anna“. Menn hafa séð í sumar ungar stúlkur velta eins og kefii niður brekkuna hjá Lög- bergi helga á Þingvöllum, dauðadrukknar og ósjálfbjarga, stundum í fylgd með útlend- ingum, stundum með samlönd- um sínum. í Reykjavík er á- fengið hættulegasta „ská- brettið“ ofan í ljónagryfjuna. Aðal gistihús landsins er nú orðin aðalháskastaður lands- ins í þessum efnum. Þar streymir áfengisflóðið, þó að lokað sé sjálfum vínbúðunum. Og þar eru hin ljúfu kynni, dansinn og áfengið, og hinar heimskulegu venjur höfuðstað- arins, að ungar stúlkur koma án vandamanna á þvílíka staði. Ég veit vel, að til eru ýmsir menn, sem nota áfengi sér að skaðlausu og til vítalausrar á- nægju. En nú verður að heita á þegnskap þeirra. Og þeir eiga sjálfir á hættu með hin ó- komnu áhrif ástandsmálanna. Enginn veit, hvenær sortinn úr ljónagryfjunni nær upp í sól- ríku íbúðina, þar sem ýmsir menn nota áfengi sér til víta- lausrar gleði. íslendingar eiga ekki í ófriði, en það er ófriður í kringum þá. Þjóðin hefir réttilega verið aug- lýst sem búandi á hættusvæði. Fram að þessu hafa flestir ver- ið á hnotskóg eftir strand- gróða. Enginn meiriháttar mót- gangur hefir snert þjóðina í heild. Menn hafa gerzt lingerð- ir og værukærir, þótt vænt um hátt kaup, hátt verð á afurðum og fleira af því líkum gæðum. En nú hefir verið barið harka- lega að dyrum. Nú er ekki leng- ur hægt að liggja í værðarmóki augnablikshagsmunanna. Þó að íslendingar séu ekki í stríði, og ætli ekki að herja á neina þjóð, þá verðum við samt að koma að meginhættunni. Það er góð þolraun á þjóðina, að sjá hvern- ig hún bregst við þeirri hersögu, sem henni hefir verið borin. Ég vil leyfa mér að trúa þvi, að hér verði vel við brugðist. Og mér liggur við að trúa, að það geti verið heilsusamlegt fyrir þjóðina, að fá tækifæri til að sýna þrek og lífsmátt við ný og háskasamleg verkefni. , J. J. HÚSEIGN Á SAUÐÁRKRÓK TIL SÖLU. Blöndalshús, ásamt tilheyr- andi geymsluhúsi úr steini og allstór lóð, er til sölu. Eignin, sem er í miðju kauptúninu, er hentug til síldarsöltunar og ým- iskonar viðskipta. Hefir bygg- ingarpláss við aðalgötu og fyr- irhugaða strandgötu. Tiiboð sendist undirrituðum, sem gefur nánari upplýsingar. Kristinn P. Briem, Sauðárkrók. Slærn kynblöndun (Framh. af 2. síðu) væri mjög mikilsvert, til þess að draga úr þeim margvíslegu hætt- um, sem þessum ferðum fylgja, ekki aðeins fyrir þá einstaklinga, sem þessar ferðir fara, heldur og fyrir alla þjóðina. Mætti það og verða til þess að draga úr hrað- vaxandi fólksfjölgun, meðal margs konar vandræðafólks. Við eigum raunar einhver illa gerð pappírslög, er stefna í þessa átt, en þeim vill nú helzt enginn beita, og sízt þeir, er að þeim stóðu. Okkur væri þó sannarlega á engu meiri þörf, en skynsam- legum kynbótum meðal fólksins, sérstaklega vegna þess, hve fáir við erum. Þá ber þjóðfélaginu brýn skylda til þess að taka börnin frá þeim mæðrum, sem lifa laus- lætislifnaði eða í drykkjuslarki, og annað hvort að setja þau í uppeldisstofnun, eða þá að koma þeim fyrir á góðum heimilum, sem vissulega væri ákjósanleg- ast. Þetta tel ég að hafi verið vanrækt um of hjá okkur, og þar á þjóðfélagið þessum börnum þunga skuld að gjalda. Þegar stríðinu er lokið, og létt er af farbanni landa á milli, þá byrjar sami leikurinn á ný, en í margfalt stærri stíl, vegna erfið- leika þjóðanna. Ég vil þess vegna beina því til allra þeirra, er völd hafa í þessum málum, að vera þá við þvi búnir: 1. Að hindra fólksfjölgun með- al vandræðafólks, eftir því sem verða má. 2. Að taka þau börn, sem þrátt fyrir það fæðast meðal vand- ræðafólks, frá foreldrunum, og sjá þeim fyrir góðu uppeldi. Jón Sigtryggsson. 160 Umsóknir um ellilaun og örorkubætur fyrir árið 1941 skal skilað fyrir lok septembermánaðar. Umsóknareyðublöð fást í Góðtemplarahúsinu alla virka daga kl. 10—12 og 2—5, nema á laugardögum eingöngu kl. 10—12. Umsækjendur geta fengið að- stoð við að fylla út eyðublöðin á sama stað og tíma. Þeir eru sérstaklega beðnir að vera við því búnir, að gefa upplýsingar um eignir sínar og tekjur frá 1. okt. 1940 og um framfærsluskylda venzlamenn sína (börn, kjörbörn, foreldra, kjörforeldra og maka). Þeir, sem sækja um örorkubætur fyrir árið 1942 og hafa ekki notið þeirra árið 1941, verða að fá örorkuvottorð hjá trúnaðarlækni Tryggingarstofn- unar ríkisins. Þeir öryrkjar, sem notið hafa ör- orkubóta á þessu ári, þurfa ekki að fá nýtt örorku- vottorð, nema þeir fái sérstaka tilkynningu um það. Trúnaðarlæknirinn verður fyrst um sinn til viðtals á lækningastofu sinni, Vesturgötu 3, allla viðtals á lækningastofu sinni, Vesturgötu 3, alla Ef umsækjendur senda ekki umsóknir sínar á rétt- um tíma, mega þeir búast við því, að þær verði ekki teknar til greina. Borgarstjóriim í Reykjavík. Auglýsing irá Viðskiptamálaráduneytinu um hámarksverð á nýjum fiski í Reykjavík og Hafnarflrði. Frá og með 1. september næstkomandi hefir verð- lagsnefnd ákveðið hámarksverð á nýjum fiski í Reykjavík og Hafnarfirði svo sem hér segir: Þorskur slægður með haus: 1. Sóttur af kaupanda til fisksala kr. 0.55 pr. kg. 2. Heimsendur til kaupanda kr. 0.60 pr. kg. Ýsa slægð með haus: 1. Sótt af kaupanda til fisksala kr. 0.60 pr. kg. 2. Heimsend til kaupanda kr. 0.65 pr. kg. Þetta birtist hér með þeim, er hlut eiga að máli. VIÐSKIPTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 30. ágúst 1941. ♦ ÚTBREIÐIÐ TÍMANN4 wwwwwwwww^ Victor Hugo: Esmeralda 157 Dýrt fœði og gisting á Siglufirði. Maður, sem nýlega var á ferð fyrir norðan, skýrir frá því, að hann hafi orðið að borga kr. 12.00 á dag fyrir fæði á Hótel Hvanneyri á Siglufirði, og fyrir lítið eins manns herbergi á sama stað hefði hann orðið að borga kr. 12.00 á dag eða sam- tals kr. 24.00 á dag, auk þjón- ustugjalds, fyrir fæði og hús- næði. Þótti manninum þetta furðu- lega mikið, einkum þar sem hann bjó næst áður á Hótel Gullfoss á Akureyri og greiddi þar kr. 6.00 fyrir fæði og kr. 5.00 á dag fyrir eins manns her- bergi, samtals kr. 11.00 á dag, auk þjónustugjalds, fyrir fæði og húsnæði. Má undarlegt heita, að hótel- inu á Siglufirði skuli haldast uppi að vera svo dýrselt, sem að ofan greinir. G. Vinnið ötuilega fgrir Tímann. stallari konungs; síðan Chairt de Beau- lion; liðsforingi, og svo koll af koli, allt- af niður á við: Guerry Aubergeon, kon- ungsþjónn, Ma de Fripus, rakari kon- ungssonarins, svo ávallt niður á við. Seinast hafnaði hún hjá Guillaume Racine betlara og Thierry skóburst- ara. Það var hún, sem gekk í sæng með fangaverðinum Nú andvarpaði Majetta, og þurrkaði tár af augum sér. — Þetta getur ekki talizt svo sérlega fágætt, sagði Gervaisa. — Enn hefi ég ekki tekið eftir neinu um Tatara eða börn. Bíddu róleg, svaraði Majetta. Börn? Það var ekki langt að bíða þess fyrsta. Árið 1466 — það eru sextán ár síðan — fæddist Pakvettu dóttir. Hún varð him- inlifandi. Hún hafði lengi þráð að eign- ast barn. Aumingja móðir hennar, þessi sómakona, sem ávallt hafði fært dóttur- inni allt til betra vegar, var löngu látin. — Hún átti sér engan ástvin hér á jörðu. Margt hafði á daga hennar drifið þessi fimm ár, sem liðin voru, síðan hún féll fyrst í freistni. Hún var einmana og yfirgefin. Fólk dró opinberlega dár að henni. Samt var hún aðeins tvitug að aldri, og á tvítugsaldri taka svona stúlk- ur að reskjast. Það var harður vetur þetta ár. Hana skorti bæði brauð og staðar fyrr en hún var komin yfir brúna. Drengurinn hafði hrasað og dottið á bæði hnén, en hún dróg hann með sér. Hún var orðin lafmóð, og þarna náðu Gervaisa og Ovdarda henni. — Heldurðu, að Esmeralda steli krakkanum? Hvaða fásinna er þetta? Majetta hristi höfuðið mjög áhyggju- full. — Það er einkennilegt, en þessu sama trúir kerlingin í serknum, sagði Ov- darda. — Kerlingin í serknum? Hver er það? spurði Majetta. — O, það er systir Gudúla, svaraði Ovdarda. — Já, en hver er systir Gudúla? spurði Majetta. — Það er auðheyrt, að þú ert ó- kunnug, úr því að þú veizt það ekki. Það er einsetukonan í Rottuholunni. — Ha? hrópaði Majetta. Konan, sem á að fá kökuna! — Já! Bráðum færðu að sjá grenið hennar á Greifatorginu. Hún hefir þessar sömu hugmyndir og þú um Tataraflakkarana, sem leika á trumb- una og spá fyrir fólki. Reyndar veit maður ekki, hvaðan þessir andstyggi- legu Tatarar eru komnir. En hvers vegna hljópstu svona hratt, Majetta?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.