Alþýðublaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 1
alþýöu blaðið * I " m Fimmtudagur 4. sept. 1980, 134. tbl. 61. árg. BÓNDI ER BÚSTÓLPI Hvernig verða bændur leystir undan ánauð ráðstjórnarskipu- lagsins? Sjá leiðara bls. 3. PÓLLAND Enginn treystir kommúnista- flokknum Sjá grein bls 3 # Samningavidræður ASI og VSÍ strandadar: ASÍ unir ekki lakara verdbótakerfi en BSRB Rlkisstjórnin undirbýr bráðabirgðalög um lífeyrisréttindi til ad sleppa frá vinnudeilum # — rætt við Jóhannes Siggeirsson, hagfr. hjá ASÍ Samningamál Alþýðusambandsins og Vinnuveit- endasambandsins ganga í augnablikinu stirðlega. ASI-menn hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis> að þeir sjái ekki ástæðu til þess, að halda samningaviðræð- unum áfram verði ekki breyting á afstöðu VSÍ, m.a. vegna þess að VSÍ hafnar alfarið kröfum ASí um svo- kallaðgólf. Alþýðublaðið hafði samband við Jóhannes Siggeirsson, hagf ræðing Alþýðusambandsins, og lagði fyrir hann nokkrar spurningar varðandi stöðuna í samningamálunum og gang samningaviðræðnanna. Samtalið fer hér á eftir. Viö spuröum Jóhannes fyrst aö þvi, hverjar voru upphaf- legar kröfur Alþýöusam- bandsins? Gólf og þak — Upphaflegu kröfunum má skipta i fjóra þætti. í fyrsta lagi er um aö ræöa kröfu um fimm - prósent kauphækkun. t ööru lagi er um aö ræöa, aö greiddar skuli veröbætur á laun. I grófum dráttum er þaö þannig, aö á laun, sem voru 11. jan. 300 þús. kr. eöa lægri á mánuöi, skuli greiöa sömu veröbætur í krónu- tölu og eins og um 300 þús. kr. mánaöarlaun væri aö ræöa. Síöan á launabilinu 300—400 þús. kr. skuli greiddar hlutfallslegar veröbætur, þeas. prósentuverö- bætur, og á kaup sem var 400 þús. kr. á mánuöi eöa hærra kæmi föst krónutala, eins og um 400 þús. kr. laun væri aö ræöa. Þetta er m.ö.o. hiö svokallaöa gólf og þak. Þetta eru þau atriöiö kröfugeröarinnar, sem snúa beint aö kaupi eöa kaup- hækkunum, ef svo má segja. t þriöja lagi eru ákveönar kröfur um ýmis félagsleg atriöi. Þar má t.d. nefna aö krafist er breytinga á lögum um atvinnu- leysistryggingar. Hér er um aö ræöa, aö fariö er fram á aö bæturnar veröi hækkaöar, bóta- timinn veröi lengdur og bóta- rétturinn veröi rýmkaöur. Þá eru ákveönar kröfur varöandi fæöingarorlof. Þar er krafa um fæöingarorlof veröi þrir mánuöir til allra kvenna á vinnumarkaöinum. Hér er um þaö aö ræöa aö konur fái sitt fæöingarorlof i þrjá mánuöi á fullu kaupi. Þetta kaup á aö greiöa af almennum trygg- ingum, en ekki eins og veriö hefur, aö atvinnurekendur greiöi hálfan mánuö til þrjár vikur og siöan sé afgangurinn greiddur úr atvinnuleysis- tryggingasjóöi, eins og atvinnu- leysistryggingar. Hér er m.ö.o. um þaö aö ræöa, aö konur fái haldiö launum sinum eins og þau voru og fái greitt frá almennum tryggingum I staö þess aö fá greitt frá atvinnu- leysistryggingasjóöi. Félagslegar umbætur Nú siöan eru kröfur vegna veikinda barna til handa for- eldrum.leyfi og launagreiöslur. Þá er og krafa um aö dag- vistunarrými veröi aukin þannig, aö þaö veröi aörir auk skólanema og einstæöra for- eldra, sem geta komiö börnum sinum á dagvistunarheimili, en eins og kunnugt er mikill hörgull á dagvistunarrými. Þá er krafa um þaö, aö þeir sem náö hafa 35 ára lifaldri fái þrjá daga til viöbótar þvi orlofi, sem þeir fá skv. samningum i dag. Auk þess erum viö meö kröfu um þaö, aö vextir af orlofsfé veröi stórhækkaöir. 'Kröfur varöandi skattamál eru m.a. aö barnabætur veröi hækkaöar og persónuafsláttur sömuleiöis. Varöandi bætur á almennum tryggingum má nefna t.d., aö þeir sem hafa gert sjómennsku aö ævistarfi sinu eigi rétt á ellilifeyri viö sextiu ára aldur, svo ég taki dæmi, en þaö er fyrr en aörir. Auk þessa, sem ég hefi nefnt eru nokkur atriöi i upphaflegri kröfugerö, sem segja má aö sé úrelt i kröfugerö, eöa m.ö.o. mörg þeirra atriöa eru þegar oröin aö lögum. Þar má t.d. nefna lagabálkinn um aöbúnaö og hollustuhætti á vinnustöðum, sama gildir um lögskrán- ingarmál sjómanna og rétt þeirra til launa i veikinda og slysatilfellum. Hins vegar á ennþá eftir aö ganga frá atriöum fyrir sjómenn eins og t.d. fridögum yfir jóladagana fyrir þá sem eru á fiskiskipum, auk ákvæöa um aukin framlög til reksturs sjómannastofa. Þá eru og I kröfunum atriöi, sem snerta farandverkafólk varöandi Ibúöarhúsnæöi og fæöi, en dæmin eru fleiri og ég held ég hafi nefnt nokkur veiga- mikil atriöi félagsmálakrafn- anna. Þetta var þriöji hluti kröfugerðarinnar. 1 fjóröa lagi eru svo ýmis atriöi, sem snerta lands- samböndin sérstaklega. Sér- kröfur sem snúa aö einstökum félögum og eru ekki sameigin- legar öllum. Inn i þetta kemur til dæmis þaö, aö samræma launagreiöslur fyrir sömu störf sem unnin eru innan þeirra fé- laga sem eru I ASl. Hér hefur i einstaka tilfelli orðiö nokkur röskun og hana þarf aö leiö- rétta. - Samanburður við BSRB Nú visuöuö þiö á bug siöasta tilboöi VSl m.a. vegna þess aö i þvi tilboöi var ekki gert ráö fyrir svokölluöu gólfi. Er ekki samninganefndin bundin af samþykktum ASl um gólf i samningum? Jú samninganefndin er vissu- lega bundin af samþykktum ASl um svokallaö gólf. Kjaramála- ráöstefna samþykkti þessa hug- mynd, en samninganefndin sækir sitt umboö til kjaramála- ráöstefnu og getur ekki kvikaö frá þvi. 14 manna viöræöu- nefndin getur auövitaö ekki uppá sitt eindæmi kvikaö frá þvi. Til þess þarf samþykktir annars staöar frá, ef menn eru á annaö borö á þeim buxunum. Nú er þetta gólf komiö i samningum BSRB og rikis, aö visu óstaöfest samkomulag, en þaö veröur aö teljast óliklegt, aö menn fariö aö semja á almenn- um vinnumarkaöi um lélegra veröbótakerfi, en rlkisvaldið hefur samiö um viö opinbera starfsmenn. Hafiö þiö gert samanburö á samningi BSRB og rikisins ann- ars vegar og tilboöi VSt hins vegar? — Viö höfum farið yfir og skoöaö þetta sem BSRB samdi um meö fyrirvara viö rikiö og viö höfum skoðað þetta tilboö sem VSI lagöi fram 29. ágúst. Eftir þá skoöun komst viðræöu- nefndin aö þeirri niöurstööu, aö tilboö VSI væri algerlega óviö- unandi. Veiztu hvaö gólf, sambærilegt viö þaö sem BSRB og rikiö sömdu um skilaði mikilli raun- veruiegri kauphækkun til félaga ASl? — Ja, ef þetta gólf heföi verið 1 gildi t.d. nú um siöustu mán- aöamót þá heföi þetta þýtt Framhald á 2 Bragl Sigurjónsson, fyrrv. ráðherra Alþýðuflokksins Hvetur til nýrrar Vidreisnar 1 nýlegri grein i Dagblaöinu fjallar fyrrverandi ráöherra Al- þýöuflokksins um stjórnmála- ástandiö og hvaö sé til ráöa viö rikjandi aöstæöur. Bragi ræöir um Framsóknar- áratuginn, og fylgifisk hans, veröbólguna, og segir svo: „Alþýöuflokkurinn varö fyrstur stjórnmálaflokkanna til aö kveöa upp úr meö þaö, aö veröbólgu- sjúkleikinn yröi ekki bættur nema meö mjög róttækum aðgeröum. Viö getum kallaö þaö uppskurö. Fyrir alþingiskosningarnar 1978 gaf flokkurinn út stutta en skýra stefnuskrá UM GERBREYTTA EFNAHAGSSTEFNU, aögeröir til frambúöar, þar sem þaö var allskilmerkilega rakiö, hver efnahagsvandinn væri og hvernig flokkurinn vildi bæta úr. Bar þar hæst ný og föst tök I samvinnu viö atvinnustéttirnar á atvinnu- málum, kjaramálum, fjár- festingarmálum, rikisfjár- málum, skattamálum, skipulag byggingamála og nýskipan vaxta og uppbygging lifeyrismála. Al- þýöuflokkurinn tók mjög skýrt fram, aö þessi nýskipan öll, endurreisn hagkerfis þjóöar- innar, mundi kosta timabundnar fórnir og þær verulegar, en ný- skipanin, brotthvarf af þeirri háskagötu sem gengin væri, mundi þó fljótt leiöa til aukinnar hagsældar fyrir allmenning og Framhald á bls. 2 Alyktun VSÍ: ASÍtefur fyrir ad Ijuka megi samningum Andófsmenn innan BSRB: Samkomulagið hreint launalækkunarsamkomulag Framkvæmdastjórn Vinnu- veitendasambands Islands og samráösnefnd um kjarasamn- inga komu saman til fundar siö- degis i dag. A fundinum var sam- þykkt eftirfarandi ályktun: Vinnuveitendasamband Islands harmar aö slitnaö skuli hafa upp úr samningaviöræðum viö Al- þýöusamband tslands. VSl litur svo á aö meö útgöngu áf sátta- fundi sl. föstudag hafi viðræöu- nefnd ASI tafiö fyrir þvi aö ljúka mætti samningum þannig aö launþegar á almennum vinnu markaöi fengju aö meöaltali sambærilegar launahækkanir og opinberir' starfsmenn. Útreikningar VSI sýna aö starfsmenn i 11 neöstu flokkum BSRB munu aö meðaltali fá 2,2% hækkun á grundvelli flokkatil- færslu, 3,8% hækkun aö meöaltali vegna grunnkaupshækkunar og 0,04% hækkun aö meöaltali vegna svokallaös gólfs I veröbótavisi- tölu, eöa samtals 6,14% hækkun. Samningsdrög VSI fela á hinn bóginn i sér 3,5% hækkun að meöaltali á grundvelli flokkatil- færslu og 2,75% hækkun vegna grunnkaupshækkunar eöa sam- tals 6,25% hækkun. Samnings- drög VSl uppfylla þvi fyllilega þær kröfur aö launþegar á al- mennum vinnumarkaöi fái aö meðaltali sömu launahækkanir og opinberir starfsmenn. VSI þykir miöur ef misskiln- ingur eöa mismunandi mat á samningsdrögunum tefja fyrir þvi aö ijúka megi samningum þegar i staö meö kjarnasamningi. VSI telur þvi brýnt aö viöræöum milli aöila veröi komið af stað á ný undir stjórn rikissáttasemjara og I þvi skyni veröi byrjaö á að koma á viöræöum milli sérfræö- inga aðila til aö staðreyna efnis- innihald fyrirliggjandi samnings- draga. Andófsmenn innan BSRB, þeas. þeir sem andvfgir eru óstaöfestu samkomulagi BSRB og rikisins, kölluöu til blaöamannafundar i gær og kynntu málstaö sinn, geröu grein fyrir andófinu og svöruöu spurningum blaöa- manna. Eftir fundinn haföi Alþýöublaöiö samband viö Pétur Pétursson, en hann er einn andófsmanna, og baö hann aö gera grein fyrir málstaö þeirra andófsmanna. Pétur Pétursson sagöi m.a. þetta: — Þessi samtök, sem boöuöu til blaöamannafundarins eru enn ekki skipulögö samtök. Hér voru fulltrúar frá andstööuliöinu „Ahugasamir félagar”, sem látiö hafa I sér heyra um málefni BSRB opinberlega uppá siö- kastið, einstaklingar á móti sam- komulaginu og fleiri. Þessir aöilar eiga þaö sameiginlegt aö vera á móti samkomulagi þvi, sem BSRB hefur gert viö rikis- valdiö. Þetta er eins konar sam- fylking gegn samkomulaginu. Samfylkingin fordæmir vinnu- brögö forystumannanna. Þeir - reistu kröfuspjöld i upphafi og skipuöu félögum sinum I fylk- ingar undir þau merki. Þetta er þaö sem viö mótmælum fyrst og fremst: Aö forystan skuli, fyrir tiimæli Ragnars Arnalds, stinga Framhald á bls. 2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.