Alþýðublaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ1995 s k o ð a n MfflllBlMIIB 20939. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjórar < Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Sigur Grænfriðunga - sigur íslands Eftir mikinn alþjóðlegan þrýsting, meðal annars ffá stjómvöld- um hér á landi, ákvað breska olíufélagið Shell að hætta við þau áform sín að sökkva olíubirgðapallinum Brent Spar í hafið undan ströndum Bretlands. Þessi ákvörðun Shell verður að teljast mikill sigur fyrir Greenpeace og önnur samtök umhverfisvemdarsinna. Þessi ákvörðun Shell er einnig mikill sigur fyrir málstað íslend- inga, en á alþjóðlegum vettvangi höfum við barist fyrir því ámm saman að þjóðir heims bæti umgengni sína við hafið og dragi úr mengun. Baráttan gegn mengun hafsins er til lengri tíma litið stærsta ör- yggis- og hagsmunamál þjóðarinnar. í dag er hafið hér við land það hreinasta í heimi, þó rekja megi smávægilega mengun þess til iðnríkja Evrópu. Þessi staðreynd má þó ekki leiða til þess að við sofhum á verðinum. Mengun þekkir engin landamæri og til dæmis kjamorkuslys geta haft áhrif á Norðurhöf eins og önnur svæði jarðarinnar. Á því getur varla leikið nokkur vafi að öflugt starf samtaka um- hverfivemdarsinna víða um lönd er málstað íslendinga mikill styrkur í þessu máli. Þó að vík sé milli vina þegar kemur að hval- veiðum, verða allir að njóta sannmælis. Sigur grænfriðunga í bar- áttunni gegn mengun hafsins er um leið sigur fyrir íslenska hags- muni. Hræðsla Vilhjálms Evrópusinna Fyrir nokkm hætti Vilhjálmur Egilsson alþingismaður við að setjast í fulltrúaráð Evrópusamtakanna, vegna þess að Davíð Oddssyni þótti slíkt óheppilegt. Tillitssemi óbreyttra þingmanna Sjálfstæðisflokksins við ráðherra sína er að vísu viðbrugðið þessa dagana, en það vakti engu að síður athygli að einn þekktasti Evr- ópusinni landsins heyktist á því að taka sæti í sjálfstæðu félagi Evrópusinna. Þótti mörgum þetta hláleg afstaða hjá Vilhjálmi, sem ófáar blaðagreinamar hefur skrifað til stuðnings aðildamm- sókn að Evrópusambandinu. í Alþýðublaðinu í gær bítur svo Vilhjálmur höfuðið af skömm- inni og reynir að réttlæta sem best hann getur ræðu Davíðs á 17. júní. „Ég lít á þetta sem jákvætt innlegg“, sagði þingmaðurinn um ræðu foringja síns. Svo hræddur er Vilhjálmur við Davíð Oddsson að harðasta árás Davíðs á Evrópusinna til þessa er kall- að, jákvætt innlegg" í umræðuna. Vilhjálmur talar eins og ræða Davíðs hafi verið eins konar fræðileg greining á hugsanlegri þróun Evrópusambandsins þar sem engin afstaða er tekin. Vilhjálmur er einn um þessa skoðun, sem segir auðvitað meira um hann sjálfan en ræðu Davíðs Odds- sonar. Hin erfiða staða Vilhjálms Egilssonar segir þó auðvitað mest um ástandið innan Sjálfstæðisflokksins og stjórnunaraðferðir Davíðs Oddssonar. Vilhjálmur Egilsson er ekki eini hræddi Evr- ópusinninn í Sjálfstæðisflokknum þessa dagana. ■ Húrra fyrir Radíusbræðrum Þegar Radíusbrœður syngja Manstu úti í Hamborg eru þeir ekki að syngja lag heldur að gera það sem fyndnir menn hafa gert á íslandi um aldir: þeir eru að gera gys að bjána- skap náungans, þeir eru að fara með Þætti af einkennilegum mönnum. Þetta er sami húmorinn og er í ís- lenzkri fyndni („Þá sagði Púlli...“) eft- irhermum Þorrablótanna (,,...ég hef áhyggjur AFF þessu“), hjá Hemma Gunn (,já svo mikið svoleiðis"), hjá Stuðmönnum þar sem hvert einasta lag er meistaraleg paródía á lúðulaka- stíl einhverra íslenskra poppara, komment um þá, saga um þá: Þættir af einkennilegum mönnum. Þegar Radíusbræður syngja lagið Manstu úti í Hamborg er það heimild um þá en ekki Jón Sigurðsson sem var höfundur að þessum samsetningi í upphafi: það vitnar um þeirra húmor, ekki hans. Þegar þeir bulla milli laga og einhveijum þykir bullið óhæfa, þá er það þeirra óhæfa og þeirra skömm, ekki hans, enda ósóminn raunar auð- þekktur þeim sem eitthvað hefúr heyrt af flugum þeirra. Þetta er einfaldlega ekki lengur hans lag. Slíkt er eðli ljóða: skáldið sleppir orðum út í heim- inn og hver og einn getur fangað þau og farið með að vild. Lagið er fyrir löngu orðið að almenningseign, og af- komendur Jóns geta ósköp lítið gert í því annað en fómað höndum og harm- að að hann skuli hafa sett þessa dellu „Húrra fyrir Radíusbrædrum! Fram á síðustu ár hefur hómósexúalismi þótt svo Ijósfælið at- ferli, svo smánarlegt og ógeðslegt að ekki hefur þótt hæfa að tala um það nema með teprulegri tæpitungu ... Radíusbræður snúa þessu við í sínum hommabröndurum: grínið beinist að tvískinnungi og hræsni þeirra hommafælnu; í sketsum þeirra [Radíusbræðra] eru allir hommar inni við beinið." Vikupiltar | 1 Guðmundur K Andri | Thorsson skrifar saman - og svo auðvitað mkkað höf- undargjöldin. Að sjálfsögðu er verið að gera gys að laginu. Hvað með það? Eiríkur Tómasson lögmaður gæti allt eins reynt að banna eftirhermur með svipuðum rökum því ekki einkennast þær af samúð, nærgætni, hlýju og skilningi. Gjörvöll list Errós er sam- kvæmt þessu kolólögleg, raunar póst- módernisminn eins og hann leggur sig, því hann snýst um sjálfan útúr- snúninginn, hina léttúðarfullu tilvísun. í bók Hallgríms Helgasonar, Þetta er allt að koma, má greina ýmsar þekktar fyrirmyndir, og er sú augljósasta annar ritstjóri Morgunblaðsins en Hallgrím- ur yrkir ákaflega mælskuþmngið ljóð í hans orðastað og í hans stíl: ætti rit- stjórinn að krefjast hlutdeildar í höf- undarlaunum? Eða láta banna bókina? Nei: hann hlýtur að gleðjast yfir því að vera svo ofarlega á ljóðabaugi að ungur höfundur paróderar hann. Hinn svokallaði höfundarréttur er annars fyrir löngu kominn út í ógöng- ur og mun vonandi deyja á næstu öld með höfundarhugmynd okkar sem er ung og stundleg, afurð endurreisnar og síðar rómantíkur. Höfundarréttur á að snúast um peninga og aldrei neitt annað: að listamaður fái sanngjaman arð af verkum sínum, búið. Þegar ekki má hnika til neinu í húsum af þeim sökum að arkitektar séu umfram allt listamenn og húsin umfram allt lista- verk - og þaklekinn umfram ailt part- ur af listrænni ffamvindu verksins - er vemd höfundarins augljóslega farin að bitna allóþyrmilega á þolanda listar- innar, þeim sem á að búa í húsinu. Aðalatriðið er þetta: sá sem stígur fram á opinberan vettvang með ljóð sín, myndverk, rödd, persónu, sál, er kominn þangað út á berangurinn og verður að sæta því að þessu sé öllu misþyrmt, allt sé afbakað, misskilið paróderað - túlkað. Það fylgir hinu, að vera vegsamaður og hylltur, dáður og elskaður. Listamaður getur ekki stjómað viðtökum verka sinna nema á þann óljósa hátt sem felst í því að byggja viðtakandann inn í verkið. Manstu úti í Hamborg - í fullri hreinskilni: það er ekki nú ekki bein- línis eins og verið sé að tala um eitt- hvað eftir Snorra Hjartarson: upp- rifjanir tveggja gaura á kvennafari í Hamborg og heitstrengingar um að tala ekki upp úr svefni því enginn okkar syndir vita má. Það er dálítið erfitt að halda því fram að Radíus- bræður séu hér að vanhelga yndisfag- urt ljóð sem mörgum sé hjartfólgið eða að einhver eigi hugljúfar minning- ar tengdar við það sem dregnar séu hér niður í sorann. Ég efa stórlega að Jón Sigurðsson hafi litið svo á að hann væri að búa til einhvers konar lista- verk. Hann var reyndar glúrinn texta- smiður á köflum, náði að vfsu aldrei tindum Lofts Guðmundssonar en bjó til texta sem kannski er hægt að kalla „glettna" og vom sumir nokkuð snið- ugir (Lóa litla á Brú) en sumir afleitir (Nína og Geiri). Hamborgarsöngsins minnist ég með nokkmm hryllingi því þetta var eitt af þessum lögum sem glumdu í óskalagaþáttum útvarpsins þegar maður var að bíða eftir alvöm Bítlalögum - sérstaklega þótti mér ömurleg línan „ef þú ert með stæla skal ég spæla þig í spað“ því þetta var eitthvað svo ráðleysisleg tilraun til að ná tungutaki okkar krakkanna og vera með á nótunum. Svipað og ef ég, sem er að verða fimmtugur, færi að segja að eitthvað væri ýkt. En eftir stendur 2 3 . að mér hefur alltaf þótt eitthvað óbærilegt við þennan olnbogaskota- ho-ho-vink-vink-húmor lagsins. Sem sjálfsagt er mitt böl. Reyndar hef ég ekki heyrt útgáfu Radíus-bræðra af söngnum - þeir bönnuðu hana víst sjálftr af tillitssemi við aðstandendur Jóns - en hef þó eitt- hvert óljóst veður af því að eitthvert hommerí beri á góma í staðinn fyrir stelpustandið á fyrri flytjendum, og að svívirða sé fólgin í því. Húrra fyrir Radíusbræðrum! Fram á síðustu ár hefur hómósexúalismi þótt svo ljós- fælið atferli, svo smánarlegt og ógeðs- legt að ekki hefur þótt hæfa að tala um það nema með teprulegri tæpitungu. Hommar hafa í gamanmálum verið höfð smámælt viðrini - aumingjar til að henda gaman að samkvæmt ís- lenskri hefð - sem helst raunar ein- kennilega í hendur við þá miklu skemmtun sem íslenskir karlmenn virðast hafa af því að klæðast kvenföt- um, en það er alltaf viss passi á hverri skemmtun um breiðar byggðir lands- ins að meðlimir Björgunarsveitarinnar eða Karlakórsins koma fram í kjólum. Radíusbræður snúa þessu við í sínum hommabröndurum: grínið beinist að tvískinnungi og hræsni þeirra homma- fælnu; í sketsum þeirra eru allir hommar inni við beinið. Meira að segja Manstu-úti-í-Ham- borg-gæjamir. Auðvitað er Hamborg- arsöngur Radíusbræðra grín um gamla sönginn, komment á hann, jafnvel ádeila á hinna búralega húmor við- reisnaráranna, einhvers konar þættir af einkennilegum mönnum. Að banna það er atlaga að tjáningarfrelsi, og sé það rétt að Radíus-útgáfan sé óhæfa hlýtur það að vera verst fyrir þessa pilta sjálfa. Því dæmist rétt vera: leyf- ið sönginn. Þetta sýnir víðsýni mína, veglyndi og ósíngimi, því nú neyðist ég ef til vill til að heyra á ný þetta skelftlega lag. ■ Atburðir dagsins 1848 Adolphe Sax fær einka- leyfi á saxófóni. 1923 Listasafn Einars Jónssonar opnað. 1926 Jón Magnússon forsætisráð- herra lést á Norðfirði þarsem hann var á ferð með dönsku konungshjónunum. 1956 Nass- er hershöfðingi kjörinn forseti Egyptalands. 1980 Sanjay Gandhi, sonur Indiru Gandhi forsætisráðherra Indlands, og væntanlegur eftirmaður hennar, ferst í flugslysi. Afmælisbörn dagsins Jósefína fyrri kona Napóleons; hann sagði skilið við hana af því hún gat ekki eignast bam, 1763. Játvarður VIII Eng- landskóngur, afsalaði sér krún- unni til að geta kvænst hinni fráskildu frú Simpson, 1894. Alfred Kinsey helstur kynlífs- fræðingur aldarinnar, 1894. Bob Fosse bándarískur dans- ari, leikari og leikstjóri, 1927. Annálsbrot dagsins Skólameistarinn á Hólum, Jón Bjamason, átti bam í frillulífi, reið síðan til Bessastaða og fékk sín fríheit aptur; hans bamsmóðir fór til bamfóstru til fóvetans á Bessastöðum og sigldi síðar með þeim í Kaup- inhafn, kom út aptur og giptist. Eyrarannáll, 1669. Snilld dagsins Hann var um eitt skeið einn af allra fremstu taflmönnum hér á landi og las ámm saman fræði- rit um skák ... Og sumir leikir hans lifa enn í minnum skák- manna eftir þijátíu ár fyrir það, hve afburða gáfulegir þeir voru og frumlegir. Þórbergur Þóröarson um Erlend í Unuhúsi. Málsháttur dagsins Jafnan grætur glaður Ungveiji. Orð dagsins í elder best að ausa snjó, eykst hans log við þetta; gott er að hafa gler í skó, þú gengið er í kletta. Bjarni Jónsson, Öfugmælavísur. Skák dagsins Smirin, sem er býsna öflugur stórmeistari, á mjög undir högg að sækja með svörtu mönnun- um í skák dagsins gegn Lev. Hvíta a-peðið er albúið að þeysa upp í borð aukþess sem riddaraliðið ræður ríkjum á miðborðinu. Svartur leggur ekki árar í bát en tryggir séf jafntefii með hraustlegri tafi- mennsku. Hvað gerir Smirin með svörtu mennina? 1.... Rni! 2. Kxf2 Dh2+ 3. Kií Ekki 3. Kel Dgl+ 4. Kd2 Ddl mát. 3.... Dhl+ 4. Kf2 og jafntefii samið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.