Vesturland

Árgangur

Vesturland - 26.11.1938, Blaðsíða 1

Vesturland - 26.11.1938, Blaðsíða 1
VESTURLAND BLAÐ VESTFIRZKRA SJÁLFSTÆÐISMANNA RITSTJÓRI: ARNGR. F R. BJARNASON XV. árgangur. Bær brennur. Bærinn að Uppsölum í Seyðisfirði brann til kaldra kola í gærdag. Bærinn að Uppsölum í Seyðis- firði brann til kaldra kola í gær- dag. Kom eldurinn upp um kl. 4 og læsti sig urn með ákefð, og brunnu bæjarhúsin á liðl. klst. Bærinn á Uppsölum var timb- urhús, pappa- og járn-varið. — Bygöi Sveinbjörn upp bæinn fyr- ir um 12 árum, og setti timbur- skúr við bæinn í fyrra, er brann nú ásamt bænum. Matbjörg tókst að bjarga að mestu leyti, og talsverðu af inn- anstokksmunum. Þó brunnu inni mest öll áhöld, mikið af fatnaði og fleira. Bærinn var vátrygður fyrir 5 þúsund krónur, en innanstokks- munir voru óvátrygðir. Bóndinn að Uppsölum, Svein- björn Rögnvaldsson, er fátækur fjölskyldumaður, en dugnaðar- inaður mesti. Drengilegt væri að rétta honum hjálparbönd til bóta á skaða sínum, og mun ritstjóri Vesturlands veita gjöfum viðtöku í þessu skyni. Verða þeír eflaust margir, sem vilja leggja hönd að því verki. Kosningar til þing- og héraðs- málafundar Norður-ísfirðinga. Kosningar til þing- og héraðs- málafundar Norður-ísfirðinga hafa þegar farið fram i þessum hreppum: Súðavlkur, Ögur, Reykjarfjarðar, Snæfjalla, Qrunna víkur og Sléttuhr. Úrslit kosninganna hafa orðið þessi: í Súðavíkurhr. 2 sjálfst.m. 1 rauðliði. í Ögurhr, 3 sjálfst.m. í Reykjarfj.hr. 2 sjálfstæðismenn, 1 rauðliði. í Snæfj.hr. 2 sjálfst.m. 1 rauðliði, í Qrunnav.hr. 1 sjálf- stæðismaður, 1 óákv., 1 rauðliði. í Sléttuhr, 2 sjálfst.m. 1 rauðliði. í þeim hreppum, sem þegar hafa kosið, hafa Sjálfstæðismenn unnið 2 fulltrúa. Er þvi ótlit fyr- ir að Vilmundur verði í mlnni- hluta á þing- og héraðsmála- fundinum, eins og slðast. Kosningum til þing- og hér- aðsmálafundar Vestur-ísfirðinga er enn ólokið. ísafjörður, 26. nóv. 1938. 45. tölublað. 1. desember. Eins og undanfarin ár gengst fjársöfnunarnefnd kirkjubygging- arsjóðs fyrir skemtisamkomu 1. desember, og verður dagskráin nú þannig: Kl. 2 Fullveldis- minning I ísafjarðarkirkju. Sr. Sigurgeir prédikar. Sunnukór- inn syngur þjóðsönginn ogkirkju- leg lög. KI. 4 barnaskemtun I Alþýðuhúsinu. KI. 9 samkoma I Alþýðuhúsinu. Þar syngur tvö- faldur kvartett, ræður verða flutt- ar, upplestur og sjónleikur. Sjálfstæðisfélögin hér I bænum hafa ákveðið að minnast20 ára fullveldisafmælis íslands 1. des. Fer skemtunin fram I húsi flokks- ins, Uppsölum. Til þess að spilla ekki fyrir aðsókn að skemtunum fjársöfnunarnefndar kirkjubygg- ingarsjóðs hafa Sjálfstæðisfélögin fagnað sinn að kvöldi 30. þ. m. Til skemtunar verður: söngur, ræðuhöld, upplestur, dans. Sjálfstæðiskvenfélagið Brynja hefir fengið leyfi til að selja merki á götunum 1. des. Eftir þvi sem Vesturland hefir fregnað verður 20 ára afrnæli fullveldisins minst allvíða I ná- grannaþorpum ísafjarðar. Brynja, sjálfstæðisfélag kvenna á ísa- firði, starfar nú sem fyr af mesta fjöri og dugnaði. Eru fundir I félaginu tíðir og fjölsóttir, og bætast því nýjar félagskonur á hverjum fundi. Félagið hefir nú fastráðið að koma hér upp gam- anleiknum „Þorlákur þreytti", sem leikinn var 50 sinnum fyrir fullu húsi I Reykjavík I fyrra vetur. Hinn góðkunnileikari Haraldur Sigurðsson lék aðalhlutverkið I leiknutn og „gerði mikla Iukku“ eins og kunnugt er. Hefir Brynja nú verið svo lánsöm, að fá lof- orð Haraldar um að koma hing- að og leika sama hlutverkið hér. Hinir leikendnr verða þektustu og vinsælustu leikarar bæjarins. Æfingar hefjast þegar þessa dagana. Ný-látin er að Látrum í Aðalvik ekkj- an Þorkatla Þorkelsdóttir, dugn- aðarkona, um sjötugt. Vélskipið Freyja frá Súgandafirði er nýl. hætt dragnótaveiðum, og hefir fengið góðan afla. Gagnfræðaskólinn. Nýja skólabyggingin verður tekin til notk- unar í byrjun næstu viku. Gagnfraéðaskólahúsið nýja verð- ur tekið til notkunar í byrjun næstu viku. Má telja að húsið sé nú fullgert að innan. Skólabyggingin er gerð úr járnbentri steinsteypu og er 16,25 m. löng, 13,95 m. breið og 6 m. há eða 1360.8 rúmmetrar. Á neðri hæð byggingarinnar eru 3 skólastofur, forstofa, snyrti- herbergi, fataklefi o. fl. , Á efri hæð eru 3 skólastofur, kennarastofa, skólastjórastofa og fatageymsla. Kostnað við bygginguna eins og hún stendur nú telur bæjar- stjóri að sé um 64 þúsund kr. en alls var byggingarkostnaður áætlaður 75 þúsund krónur, og mun láta nærri að svo verði, er húsið verður fullgert að öliu Ieyti. Mestur hluti byggingavinn- unnar er unninn I ákvæðisvinnu. Tók Ragnar Bárðarson húsa- smíðameistari að sér steinsteypu og trésmíði innanhúss, en þeir Hallgrímur Pétursson og Ágúst Guðmundsson húsasmiðir önn- uðust verkið fyrir Ragnar. Quðm. Sæmundsson málarameistari hefir málað húsið; hitaíögn lagði Vig- fús Ingvarsson pípulagníngarm.; raflögn annaðist Kaupfélag ís- firðinga, og múrhúðun innan- húss múrararnir Helgi Halldórs- son og Sigurður Guðjónsson. Er allur frágangur byggingar- innar hinn vandaðasti og ísfirzk- um iðnaðarmönnum til sóma. Eftirlitsmaður með byggingunni fyrir hönd bæjarsjóðs var Jón Þ. Ólafsson trésmfðameistari. Því var fyrst hreyft I „Vestur- landi“, að nauðsyn væri á bygg- ingu nýs gagnfræðaskólahúss, en flestir tóku því dauflega I byrjun. Nú eru allir sammála um nauðsynina, og framkvæmdir allar hafa eftir atvikum gengið vel og greiðlega. Allir bæjarbúar óska og vona að hin nýja skólabygging styðjí vöxt og fullkomnun gagnfræða- skólans, svo að hann fyr en var- ir þurfi enn aukinn húsakost. Vel færi á því að bærinn legði þá rækt við bygginguna, að fá ísfirzka listamenn til þess að skreyta skólann innan, og má I því sambandi benda á Björn Björnsson (Árnasonargullsmiðs). Hefir hann unnið að skreyting- um I Reykjavlk og getið sér þar bezta orð. Bæjarbúar mega ekki telja eftir nauðsynlegt fé til skólanna, en eiga jafnframt að vera kröfu- harðir um að þeirræki velskyld- ur sínar. Sé svo ber það fé, er til þeirra fer, beina og óbeina ávexti. Sjaldgæf listaverk. Frú Þórdfs Egilsdóttir (kona Þorsteins Quðmundssonar klæð- skera hér) er tvlmælalaust ein allra fremsta handavinnukona hér á landi, og hefir unnið mikið af tóvinnu og útsaumi ineð sér- stöku snildar-handbragði. Nýlega hefir frú Þórdfs lokið við sjald- gæft listaverk. Er það útsaumað veggteppi, 138X102 cm., ersýnir reisulegan sveitabæ, ogheyvinnu á túni. Er alt þetta svo lifandi og eðlilegt, að slík snild er varla sjáanleg á beztu málverkum. Veggteppið er að öliu leyti unn- ið úr íslenzkri ull, og hefir frú Þórdís unnið það að öliu leyti. Veggteppið verður almenningi til sýnis I barnaskólailum I dag og á inorgun. Ætti enginn bæj- arbúi að sitja sig úr færi með að sjá og skoða þetta einstæða listaverk, sem vonandi verður sent til heimssýningarinnar I New-York, svo allir geti dáðst að töfrum þeim, sem framleiða má úr islenzkri ull, i snillings- höndum. Það er vist að hvar sem er mun vegg-teppi þetta og önn- ur handavinna frú Þórdisar vekja mikla eftirtekt og auka hróður hennar og islenzkra handavinnu- kvenna. Jafnframt þessu nýja vegg- teppi sýnir frú Þórdís útsaumaða baðstofu, þar sem fólkið situr við ullarvinnu. Stærð á því teppi er 109X129 cm. Var það sýnt á heimilisiðnaðarsýningunni 1930 og vakti mikla hrifningu eins og skylt er, þvi það er listaverk. Frú Þórdfs varsextug 14. f. m. en er hin ernasta. Á hún von- andi eftir að auðga þjóð sina með fleiri Hkum listaverkum, sem íslenzk söfn ættu að kappkosta að eignastk því þau hafa ómetan- legt þjóðlegt gildi.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.