Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vestfirska fréttablašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vestfirska fréttablašiš

						Alla leiö meö	■ P	
EIMSKIP		
Sími 3126		
Höröur leggur drög að
kaupum á nýrri flugvél
Telja besta
kostinn að
samþykkja
Nú er í athugun hjá flugfé-
laginu Ernir h.f. á ísafirði að
selja Islander-flugvél félagsins
og kaupa aðra nýrri í staðinn. f
viðtali við Vestfirska sagði
Hörður Guðmundsson, eigandi
Ernis h.f., að markaðurinn
hefði verið kannaður að und-
anförnu og nokkrar vélar skoð-
aðar, m.a. brasilísk vél af gerð-
inni Banter-Ante, önnur af
gerðinni Casa og einnig
Cessna 404.
ÁKVÚRÐUN TEKIN A NÆSTU
MÁNUÐUM
—Engin endanleg ákvörðun
hefur verið tekin enn sem komið
er, sagði Hörður, en þessi mál
verða athuguð gaumgæfilega á
næstu mánuðum og ákvörðun
tekin öðru hvoru megin við ára-
mótin.
Malblkunarframkvæmdirnar
hér í bænum hafa gengið með
ólfkindum vel, ef frá eru talin
óhöpp á borð við það, er eldur
kom upp í þurrkara malbikun-
arvélarinnar inni á Stakkanesi
og framkvæmdir lágu niðri í
einn dag meðan beðið var eftir
varahlutum. Sem dæmi um
þann mikla vinnuhraða sem
náðst hefur má nefna, að í gær
afkastaði vélin nálægt 1000
tonnum af malbiki.
Vesturlína:
Straumur
á upp úr
mánaða-
mötum
Lagning Vesturlínu og bygg-
ing aðveitustöðva er nokkurn-
veginn á áætlun, að því er
Guðjón Guðmundsson hjá
RARIK tjáði Vestfirska frétta-
blaðinu nú á dögunum. Smá-
truflanir hafa orðið á „þverun-
um“ yfir Gilsfjörð og Þorska-
fjörð, þar sem undirstöður
mastra hafa sigið dálítið á ann-
an veg en verkfræðingar reikn-
uðu með.
Guðjón sagði að ekki væri á
þessu stigi hægt að segja um hvort
áætlunin raskaðist um fáeina
daga. Sigið á undirstöðum í Gils-
firði og Þorskafirði er ekki álitið
alvarlegs eðlis miðað við lengri
tíma. Sagði Guðjón, að þetta væri
eins og með önnur mannvirki -
það tæki sinn tíma að ná jafnvægi
og fyrst og fremst væri það tíma-
þröngin sem gerði þetta erfitt.
Guðjón sagði orðrétt:
—Ef við treystum okkur ekki
til að Ijúka þessu á tilsettum tíma
með því að reisa stálmöstrin eins
og upphaflega var áætlað, þá
munum við leggja bráðabirgða-
línu yfir á trémöstrum. Málið
verður því leyst og straumur og
spenna komin á línuna upp úr
mánaðarmótum sept.-okt. að öllu
óbreyttu.
etj.-
—Verkefni hafa verið næg hjá
okkur í sumar og reyndar allt
þetta ár og ég er frekar bjartsýnn
Hörður Guðmundsson
á framhaldið. Allur kostnaður við
flugútgerð hefur aukist gífurlega
á síðasta ári og sem dæmi um það
má nefna, að fyrir rúmu ári kost-
aði bensínlíterinn 93 kr„ en núna
kostar hann 376 kr. Hækkunin er
því fjórföld.
I gærkvöldi var búið að leggja
á hraðbrautina allt inn að steypu-
stöðinni, en í morgun tóku mal-
bikunarmenn sig til og lögðu á
Fjarðarstræti. Hægt er að leggja á
hraðbrautina í rigningu, að því er
fróðir menn tjáðu okkur í morg-
un, en þegar lagt er ofan á gamalt
slitlag verður það að vera þurrt.
Sá tími nálgast því óðum þegar
ísfirðingar geta ekið á glænýju
slitiagi alla leið frá Hnífsdal og
inn að Hafrafellshálsi.
LÉLEGIR FLUGVELLIR
Flugfélagið Ernir h.f. eru nú
með tvær flugvélar, Islander-
vélina, sem er I0 sæta og Piper
Aztec, 6 sæta. Báðar þessar vélar
eru ágætlega útbúnar, að sögn
Harðar, en endurnýja þarf Island-
erinn m.a. vegna þeirrar meðferð-
ar, sem hann og aðrar flugvélar fá
á þessum lélegu flugvöllum okkar
hér fyrir vestan. Sagði Hörður að
til þess að viðunandi verð fengist
fyrir flugvélina mætti það ekki
dragast lengi úr þessu að endur-
nýja hana.
Hörður fer til Bandaríkjanna
um miðjan þennan mánuð og
hefur væntanlega eitthvað fróð-
legt í pokahorninu. þegar hann
kemur til baka.
etj.-
Allsherjaratkvæðagreiðsla
verður í dag og á morgun um
samninga BSRB og ríkisins og
hafa þessir samningar verið
kynntir aðildarfélögum undan-
farna daga á fundum vfða um
land. Kristján Thorlacius, form.
BSRB, var fulltrúi samninga-
nefndarinnar á kynningarfund-
inum á (safirði í byrjun vikunn-
ar og hélt þar framsögu um
samningana. Um 30 manns
sóttu fundinn. Vestfirska frétta-
blaðið náði tali af Kristjáni að
fundinum loknum og spurði
hann hvernig undirtektir samn-
ingarnir hefðu fengið.
EKKI TILBÚNIR f VERKFALL
—Það voru haldnir nokkrir
fundir í gær (mánudag), sagði
Kristján, og eftir því sem ég veit
best, þá hafa menn tekið þessum
samningum þannig, að þeir telja
það vera besta kostinn að sam-
þykkja þá. Að öðrum kosti blasir
við hörð verkfallsbarátta og það
hefur komið mjög greinilega í Ijós
að menn eru ekki tilbúnir í slíkar
aðgerðir eins og sakir standa.
—Hverjar voru helstar mótbár-
urnargegn samningunum?
—Það var nú ekki mikið um
mótbárur. Að mínum dómi er sá
galli á samningunum að kaup-
hækkanir eru ekki nógar og um
það eru menn yfirleitt sammála. f
hliðarsamkomulaginu eru hins-
vegar mjög þýðingarmikil atriði,
svo sem atvinnuleysistryggingar,
umbætur á samningsrétti opin-
berra starfsmanna og allmiklar
umbætur á lífeyrissjóðamálum.
Samningarnir eru ekki lengur
bundnir við tvö ár, heldur verður
hér um samningsatriði að ræða og
í reynd hefur strax orðið sú breyt-
ing, að þeir samningar sem nú eru
til umræðu gilda í eitt ár.
EKKI FÁMENNT
—Varðstu fyrir vonbrigðum með
fundarsóknina?
—Ég held að ef við lítum á hóp
ríkisstarfsmanna á ísafirði, þá
hafi fundurinn ekki verið fá-
Framhald á bls. 2
Malbikunin
gengur yel
Markalaust jafntefli
Sfðastllðlnn laugardag gerðu Isflrðlngar markalaust jafntefll vlð
botnllð 2. delldar, Austra frá Esklflrði, á heimavelli. Isflrðlngar
áttu mun meira f leiknum, en mörkin létu svo sannarlega á sér
standa. fsfirðingar hafa nú leikið 15 leiki og hlotið 15 stig. Þrír
leikir eru eftir, heimaleikur við Völsunga 13. september c
útileikur við þór og Ármann. Kristján Jóhannsson tók þess
mynd, er Sturla Frostason á f baráttu við einn varnarmar
Eskifjarðarliðsins.	Ljósm. Kr. Jól
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6