Fram - 04.01.1919, Blaðsíða 1
í 0 8 g 6 e
Alinanök
fyrir 191Q fást í verslun
Sfg. Sig-urðssonar.
IH.ár. Siglufirði 4. janúar 1919. 1. blað.
Oleðilegtnýár!
Pökk fyrir gamla árið!
Eins ogjafnan um áramót hljómar
þessi gamla kveðja í dag hvervetna
þar sem menn hittast, og »Fram«
sendir hana hérmeð til lesenda sinna.
Altaf eru óskirnar- og vonirnar sam-
ar og jafnar, þær stefna fram að því
góða, þráin er sífelt hin sama eftir
því sem veitir gleði og yndi, því
sem leiðir Ijós og birtu inn í sál-
irnar. Mannsandinn er á leiðinni til
fullkomnunar, en með fullkomnun-
inni fylgir eilíf gleði og sæla, þá er
engin bölsýni lengur til vegna þess
að það sem orsakar hana, mótlæti
og andstreymi, er borfið.
Hið iiðna ár hefir verið viðburða-
ríkt, og mun það jafnan taiið stór-
nierkilegt í sögu landsins er á því
hefir gerst.
Hér er ekki rúm til að skrifa langa
lýsingu á þeim viðburðum er gerst
hafa en þó skal drepið á noklcra.
Veturinn 1918 er sá frostharðasti
er sögur fara af um langt skeið. ís-
inn lá fyrir öllu norðurlandi um
langan tíma, var frostharkan afar-
mikil um land alt, hér á Siglufirði
daglega frá 26 — 36 stig, og mun
hafa komist hæst upp i 42 stig. Vor-
ið var allgott, þó voru kuldar um
tíma, kól jörð víða, varð því gras-
spretta aíar lítil. Síldveiði brást mjög
og var það mikið tjón fyrir landið.
Sumarið var fremur kaldranalegt,
haustið í meðallagi en vetrartíð hef-
ir verið hin besta, lítill snjór og frost,
hefir það mjög hjálpað mönnum
með heyforða hve gott hefir verið
til jarðar.
A þessu ári gerðust þau stórtíð-
indi, að vopnahléssamningar voru
undirskrifaðir 11. nóvember, og hafði
þá hin blóðugasta styrjöld, er heim-
urinn hefir séð, staðið yfir í 4 ár
og 3'/2 mánuð. Friðarsamningar eru
ekki gjörðir enn, en aliir vona að
þeir verði á þann hátt, að full trygg-
ing verði sett fyrir því, að ófriður
milli þjóðanna geti ekki endurtekist.
Pá er að minnast á hörmungar
þær er hin banvæna spánska veiki
hefir leitt yfir landið. Er getið um
á öðrum stað í blaðinu hve margir
hafa dáið úr henni eftir því sem
síðast hefir frést. í Reykjavík, þar
sem veikin hefir lagst þyngst á, var
ástandið hörmulegt, og ómögulegt
fyrir aðra en sjónarvotta að gera sér
ljósa grein fyrir því. Fólk það, er
dáið hefir, er flest á besta aldurs-
skeiði og þar á meðal menn, sem
landinu og þjóðinni er mjög niikill
skaði að missa. Blóðtakan er mikil
og eigi að undra þótt magnleysi
fylgi í bráð, en hin íslenska þjóð
hefir fyr átt við raunir að búa, og
eigi látið bugast; mvin svo enn fara.
Hættan af veikinni er ekki um garð
gengin enn, en alstaðar þar sem
vitrir og ötulir menn ráða, eru al-
varlegar ráðstafanir gerðar til þess
að verjast henni.
Enn er ótalið hið mikla gos eld-
íjallsins Kötlu, er bakað hefir stór
mikið tjón, lagt bæi og jarðir í eyði
og orsakað niðurskurð á skepnum.
Er enn ekki útséð um afleiðingar
af gosi þessu, því búast má við að
öskufallið bæði eitri bithaga og geti
valdið pest \ skepnum, og einnig
að grasbresíur verði vegna þess.
ís, styrjöld, grasbrestur, aflaleysi,
drepsótt og eldgos, eru þá einkenni
þessa árs. Mælirinn hefir verið full-
ur, ekki hægt við að bæta.
Þó skína skærir geislar í gegnum
þessar hörmungar. Friðurinn, hinn
margþráði friður er fenginn, hinu
þunga oki er stríðið heíir lagt öll-
um heiminum, og þá jafnframt okk-
ur, á herðar, er létt af, og framtíð-
in blasir nú aftur við með öllum
sínum vonum um heillaríkt ástand
er trygt sé á varanlegan hátt. Hin
þunga og langdregna stjórnkrbar-
átta íslendinga er nú til lykta leidd
á viðunandi hátt, ísland orðið full-
valda ríki með sinn eiginn siglinga-
fána.
Nú þegar það mál má skoðast
sem útrætt, að minsta kosti í bráð,
er hægt að verja tímanum til þess
að snúast að innanlandsmálum, sem
ofmjög hafa orðið að sitja á hak-
anum, en nauðsyn krefur að þau
séu tekin til alvarlegrar og hyggi-
legrar meðferðar.
þá má ekki gleyma þeirri miklu
Hérmeð tilkynnist vin-
um og vandamönnum‘
að jarðarför míns ást-
kæra eiginmanns
Sveins sál. Péturssonar
skipstjóra,
fer fram frá heimili
okkar þriðjudaginn 7.
þ. m., ef veður ieyfir
og hefst með húskveðju
kl. 12 á hádegi.
Bakka í Siglufirði 3. jan. 1918
Kristín Björnsdóttir.
PAKKARORÐ.
Öllum þeim, sem heiðruðu
jarðarför konu minnar, móð-
ur okkar og tengdamóður,
með nærveru sinni, vottum
við okkar innilegasta þakklæti
Vorm Finnbogason.
Lilja Vormsdóttir.
Sigfús Vormsson.
Anna Hansdóttír
Ingimar Jónsson.
mannúð og rausn er komið hefir í
Ijós og sýnd hefir verið til þess að
mýkja og græða sár þau er drep-
sóttin hefir veitt. Er það fagur vott-
ur um höfðinglyndi og drengskap
íslendinga, og sýnir Ijóst,a að eigi
eru þeir þrælaættar, heldur af göf-
ugum kynstofnum komnir.
Vér segjum þökk fyrir gamla árið;
þó það hafi verið ervitt og andstætt
á margan hátt, þá hefir það þó veitt
oss margt gott, og um leið kent
oss margt.
Og vér segjum gleðilegt nýtt ár!
í þeirri trú og því trausti, að það
færi oss blessunarrík og græðandi
smyrsli á sárin, og gleðiríkar og
heillavænlegar afleiðingar af því starfi
sem framkvæmt hefir verið til góðs
á liðna árinu.
1. jan. ’19
Raddir liafa komið frarn um það í ensk-
uni blöðum, að Bretar ættu að slá eign
sinni á Spitsbergen. Þessu taka norsk blöð
mjög úrstint, sem von er, og halda því
frarn, að Norðnienn hafi eiginlega lög-
helgað sér Spitsbergen nieð öllurn þeim
framkvæmdum sem þeir hafi þar gert, og
fólksflutningiim þangað,
241
í grun þeim er hann hafði um erindi barons Sahlmann hjá
þesstim gamla lagasnáp.
»Já, fyrirgefið þér herra minn, eg skil ekki til fullnustu
meiningu yðar!« sagði Schnell um leið og hann fletti ísund-
ur skjalinu sperti brýrnar og fór að lesa.
»Kunningi minn sagði mér þó að þértækjuð svoleiðis
mál að yður,« sagði Mr. Pemberton vandræðalega.
Lagasnápurinn lét í Ijósi enn meira skilningsleysi og
braut saman skjalið aftur.
»Eg verð að biðja yður, herra minn, að láta í Ijósi
erindi yðar með skýrari orðum,« sagði hann
Mr. Pemberton lyfti höfðirru og sýndist hleypa í sig
kjarki.
»í stuttu máli, herra Schnell,« sagði hann fljótt, »egvil
biðja yður að búa til eftirmynd af þessu skjali, sem eins
og þér sjáið er listi yfir nokkra verðniæta gripi.«
Schnell spratt á fætur eins og stálfjöður.
»Eruð þér frá yður,< æpti hann og baðaði út hönd-
unum. >Hver álítið þér eg sé? Viljið þér að eg verði sett-
ur í hegningarhúsið yðar vegna?«
Schnell sýndist vera aíarreiður. Hann gekk hratt um
gólfið, og skotraði við og við augunum til skjalsins sem
lá á borðinu.
Loks staðnæmdist hann frammi fyrir Mr. Pemberton,
sem að sjá var mjög hnugginn, krosslagði handleggina á
brjóstinu og sagði:
»Réttast af öllu væri að eg léti taka yður fastan. Hvernig
hafið þér komist yfir þetta skjal, og til hvers ætlið þér að
nota það? Nú, svarið þér strax!»