Þjóðviljinn - 29.03.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.03.1983, Blaðsíða 2
10 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. mars 1983 Þriðjudagur 29. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Kenny Dalglish. Dalglish sá besti Kenny Dalgiish, sóknarmaður- inn snjalli hjá Liverpool, var á sunnudag, útnefndur besti leikmaður í ensku knattspyrnunni. Það eru leikmennirnir sjálfír sem standa að kjöri þessu og greiða at- kvæðin. Bryan Robson, Manchester Un- ited varð annar í kjörinu. Ian Rush, félagi Dalglish í framlínu Li- verpool, var valinn besti ungi leikmaðurinn og þar varð Manc- hester United einnig að sætta sig við annað sætið því Norman Whit- eside, hinn 17 ára gamli Norður- fri, kom næstur. Það má því segja að með sigrinum í Mjólkurbikarn- um hafi Liverpool unnið þrefaldan sigur á United á einni og sömu helginni! Baldur með met Baldur Borgþórsson, lyftinga- maðurinn efnilegi úr KR, setti nýtt Norðurlandamet unglinga í snörun á unglingameistaramótinu í lyfting- um sem fram fór í Laugardalshöll- inni um heigina. Baldur snaraði 143,5 kg. Ármann í 6. sæti Piltarnir úr Ármanni stóðu sig með sóma er þeir tóku þátt í alþjóðlegu fimleikamóti í Luxemburg um helgina. Ármenningarnir höfnuðu í sjötta sæti af sextán sveitum en þátttakendur komu frá sex Íöndum. Aftur jafnt í 2. deild! Enn er allt jafnt í úrslitakeppni 2. deildar karla í körfuknattleik. Liðin þrjú sem urðu jöfn í úrslit- unum léku aftur um helgina og aftur unnu þau hvert annað. Laugdælir byrjuðu þó glæsilega, möluðu Breiðablik með 20 stiga1 mun. Blikarnir gerðu sér þá lítið fyrir og sigruðu Isfirðinga 78-77 og þeir síðarnefndu settu allt í áfram- haldandi hnút með því að vinna Laugdæli 79-76. Liðin þrjú verða því að reyna með sér að nýju eftir páska. - VS. Annað sigurmark A ll^ Ásgeir lagði upp þrjú mörk MIICI Juventus dregst afturúr Atli Eðvaldsson er heldur betur að taka við sér á ný í vestur-þýsku „Bundesligunni” í knattspyrnu. Á íaugardag skoraði hann sigurmark liðs sins, Fortuna Dússeldorf, aðra helgina í röð, nú gegn sínu gamla félagi, Borussia Dortmund, á úti- velli. Dússeldorf sigraði 2-1 og náði þarna sínum fyrsta útisigri síðan á árinu 1981. Liðið er þó í talsverðri fallhættu, hefur 20 stig og hefur fímm lið fyrir neðan sig, en þrjú þeirra hafa 18 stig. Ásgeir Sigurvinsson kom einnig mjög við sögu þegar Stuttgart vann Frankfurt 4-1. Hann skoraði ekki en lagði upp þrjú markanna og þótti besti maður liðsins. Stuttgart vann þarna á í toppbaráttunni því efstu liðin, Hamburger og Bayern, skildu jöfn, 1-1, í Hamburg. Meist- arar Hamburger hafa 38 stig, Bay- ern Múnchen 36, Bremen og Stuttgart 35, en þau tvö síðarnefn- du eiga leik inni á efstu liðin. Annars var vestur-þýska lands- liðið, sem mætir Albaníu annað kvöld í Evrópukeppni landsliða, fyrir talsverðu áfalli. Þrír leik- manna þess meiddust í leik Ham- burger og Bayem, Júrgen Milewski og Wolfgang Roth frá Hamburger og Wolfgang Dremmler frá Bay- ern. Að auki tilkynnti Bernd Schuster, sem leikur með Barce- lona á Spáni, að hann kæmist ekki í landsleikinn þar sem eiginkona hans gæti orðið léttari á hverri stundu. Bilbao á toppinn Barcelona á aukna von um sigur í spænsku 1. deildarkeppninni eftir að hafa lagt erkióvininn, Real Mad- rid, að velli, 2-1, á sunnudag. Það var enginn annar en Diego Mara- dona sem skoraði sigurmark „Barca”. Atletico Bilbao nýtti sér þessi úrslit vel og tók forystuna með 4-0 sigri á Celta Vigo. Bilbao hefur nú 44 stig, Real Madrid 43 og Barce- lona 42 stig þegar aðeins fjórum umferðum er ólokið. Ekkert var leikið í Belgíu eða Frakklandi en á Ítalíu stefnir allt í sigur AS Roma eftir að Juventus tapaði heima 2-3 fyrir nágrönnun- um Torino Calico á sunnudag. Ju- ventus komst í 2-0 en þrjú mörk grannanna á fjórum mínútum breyttu sigri í tap. Roma hefur fimm stiga torystu á meistarana. Ajax er á ný eitt á toppnum í Hol.landi eftir 2-1 sigur á PEC Zwolle meðan Feyenoord gerði jafntefli við Utrecht. Eitt stig skilur liðin að þegar sex umferðir eru eftir. í Sovétríkjunum og Póllandi hófst keppnistímabilið um helgina og í báðum löndum hófst vörn meistaranna með tapi. Sovésku meistararnir Dinamo Mick lágu 1-3 fyrir Zenit Leningrad og í Póllandi töpuðu „Liverpool-banarnir” Wi- dzew Lodz með sömu markatölu fyrir „ÍBV-bönunum” Lech Poznan. Frá Sovétríkjunum eru aðrar, fréttir helstar að hinn heimsfrægi' markvörður hér á árum áður, Lev Yashin, fékk hjartaáfall fyrir skömmu. Að sögn þarlendra dag- blaða (undirritaður las þau að vísu ekki sjálfur) er hann á hægum ep öruggum batavegi og eru það gleðitíðindi fyrir knattspyrnuáhug- amenn um heim allan en Yashin er einn allra frægasti knattspyrnu- maður sem uppi hefur verið í Áustur- Evrópu. -VS Víkingar inní ____________________íþróttir Víöir Sigurösson Knattspyrnan á meginlandinu: Sundfólkið setti fimm ný íslandsmet Ingi Þór Jónsson, Akrancsi, og Tryggvi Helgason, HSK, settu hvor um sig tvö Islandsmet á Meistara- mótinu í sundi innanhúss sem hald- ið var í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Fimm met féllu alls, það fímmta setti Ragnheiður Runólfs- dóttir frá Akranesi. Ingi Þór setti íslandsmet í undanrásunum í 100 m baksundi. Á 50 metrum í því sundi fékk hann tímann 28,85 sekúndur. Það síðari setti hann þegar sveit ÍA sigraði í 4x100 m fjórsundi karla. Þá synti hann 100 m baksund á 1:01,67 mín- útu og bætti gamla metið um rúm- lega hálfa sekúndu. Tryggvi náði metunum í 100 og 200 m bringusundum. Fyrst synti hann 100 metrana á 1:06,65 mín, og síðan 200 metrana á 2:27,09 mín. Hann sigraði af miklu öryggi í báðum greinum. Ragnheiður setti sitt met í 100 m baksundi þar sem hún fékk tímann 1:10,10 mín. og sigraði með yfir- burðum. Hún vann sigur í tveimur örðum greinum, 400 m fjórsundi á 5:25,37 mín, og 200 m baksundi á 2:32,46 mín. Ingi Þór setti þó ekki alltaf met þegar hann synti því hann sigraði í fjórum greinum alls. í 400 m skriðsundi á 4:13,47 mín, 200 m flugsundi á 2:11,75 mín, 100 m skriðsundi á 53,87 sek, og 100 m flugsundi á 59,51 sekúndu. Eðvarð Eðvarðsson hinn fimm- tán ára gamli Njarðvíkingur, vann þrjár greinar: 200 m baksund á 2:15,47 mín, 400 m fjórsund á 4:59,17 mín, og 100 m baksund á 1:02,45 mín. Anna Gunnarsdóttir, Ægi, sigr- aði í 100 m flugsundi á 1:09,65 mín, og í 200 m flugsundi á 2:38,19 mín. Guðbjörg Bjarnadóttir, HSK, sigraði í fyrstu greininni, 800 m skriðsundi, á 10:28,97 mín, og vann síðan 400 m skriðsundið á 5:03,83 mínútum. Guðrún Fema Ágústsdóttir, Ægi, vann einnig tvær greinar. í 200 m bringusundi fékk hún tímann 2:46,04 mín, og 1:16,86 mín. þegar hún sigraði í 100 m bringusundi. Og þá eru aðeins ótalin tvö ung- menni sem „einungis" unnu eina grein. Hugi S. Harðarson, HSK, sigraði í 1500 m skriðsundi á 18:12,55 mínútum og Bryndís Ól- afsdóttir HSK, í 100 m skriðsundi á 1:03,55 mín. Boðsundin fóru þannig að sveit IA vann 4x100 m fjórsund karla á 4:15,48 mín, sveit Ægis 4x100 m fjórsund kvenna á 5:00,02 mín, sveit HSK í 4x100 m skriðsundi kvenna á 4:22,58 mín, og sveit HSK einnig í 4x400 m skriðsundi karla á 8:30,21 mínútu. Alls var keppt í 24 greinum á þessu viðamikla meistarmóti og sigruðu HSK og ÍA í 8 greinum hvort. Ægir vann fimm og Njarðvík, þ.e. Eðvarð, sigraði í þremur. - VS. Sigurmark Aberdeen kom sekúndunum! Aberdeen heldur forystunni í skosku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu eftir leiki helgarinnar en naumt var það þó hjá hjá þeim rauðu í Greenock gegn Morton. Heimaliðið leiddi með marki Andy Ritchie þar til sjö mínútur voru til lciksloka. Þá jafnaði Andy Watson, 1-1, og hinn ungi Eric Black skoraði sigurmark Aberdeen, 1-2, á lokasekúndunum. Celtic náði aðeins jafntefli, 1-1, heima gegn St. Mirren. Dave Pro- van jafnaði fyrir Celtic á 83. mín- útu eftur að Mark Fulton hafði komið liðinu frá Paisley yfir. Dundee United var komið í 3-1 heima gegn Hibernian en mátti sætta sig við jafntefli, 3-3. David Dodds, Ian Britton og Richard Go- ugh, nýliðinn í skoska landsliðinu, skoruðu mörk Dundee United. Rangers vann Kilmarnock 0-1 úti með marki John McDonals en þar þurfti dómarinn að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Lið Jóhannesar Edvaldssonar, Motherwell, yfir- spilaði Dundee heima en mátti sætta sig við jafntefli, 1-1. Graham Forb- es skoraði fyrir Motherwell á 37. mínútu en Ian Ferguson jafnaði þremur mínútum fyrir leikslok. Staðan í úrvalsdeildinni: Aberdeen.........28 20 4 4 59-21 44 Celtic...........28 19 5 4 69-30 43 Dundee United.. 28 17 8 3 68-28 42 Rangers..........29 9 12 8 38-30 30 Dundee...........29 8 9 12 38-45 25 St.Mirren........29 7 11 11 35-42 25 Hibernian........28 5 13 10 25-38 23 Motherwell.......29 9 4 16 32-57 22 Morton..........29 5 8 16 28-59 18 Kilmarnock......29 3 8 18 24-66 14 -vs myndina á Eftir dræmt gengi í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í 1. deild karla í handknatt- leik, tóku íslandsmeistarar Víking sig saman í andlitinu um helgina, þegar önnur umferð var leikin í Laugardalshöllinni, og sigruðu bæði KR og FH. Þar með eru Víkingar komnir inní myndina á ný og liðin þrjú koma vafalítið til með að berjast hatrammri baráttu um Islandsmeistaratitilinn í tveimur síðustu umferðunum. FH-Stjarnan 24-22 I fyrri hálfleik var jafnræði með liðun- um þó að FH-ingar hefðu yfirleitt frum- kvæðið í skorun. Helst var það Pálma hornamanni Jónssyni að þakka en hann skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik, úr hraðaupphlaupum og úr horninu. Aldrei skildu meira en tvö mörk liðin að í hálf- leiknum en að honum loknum höfðu FH- ingar forystu, 14-12. Þeir náðu síðan fjögurra marka forskoti í síðari hálfleik, 18-14 og 21-17, en eins og oft áður náðu þeir ekki að halda því og Stjarnan minnkaði muninn í eitt mark, 21-20. Þegar staðan var 23-21, FH í vil, varði Haraldur Ragnarsson, markvörður FH, vítakast frá Ólafi Lárussyni en samt minnkaði Eyjólfur Bragason muninn í 23- 22. Kristján Arason átti síðan lokaorðið þegar hann tryggði FH sigur með marki úr vítakasti, 24-22. Sóknarleikur liðanna var hægur og varnarleikurinn á lágu plani. Helst voru það markverðirnir sem héldu skorinu niðri, þeir Sverrir Kristjánsson hjá FH og Brynjar Kvaran hjá Stjörnunni. Kristján skoraði 7 marka FH, Pálmi 6, Sveinn Bragason 4, Hans Guðmundsson 4, Guð- mundur Magnússon 2 og Valgarður Val- garðsson eitt. Eyjólfur skoraði 8 mörk fyrir Stjörnuna, Olafur 4, Magnús Teitsson 4, Sigurjóh Guðmundsson 3, Guðmundur .'Þórðarson 2 og Guðmundur Óskarsson '2Ítt. 'Víkingur-KR 28-26 Víkingar komu mun ákveðnari til leiks að þessu sinni en oftast áður í vetur, enda hefði tap sennilega þýtt að möguleikar liðsins á að verja meistaratitilinn væru endanlega úr sögunni. KR hafði þó yfir- höndina framan af en með góðum leikkafla breyttu Víkingar stöðunni í 12-8 og síðan 15-10 en þeir leiddu 16-12 í hálf- leik. í síðari hálfleiknum skildu mest sjö mörk liðin að, 22-15 og 24-17, en KR- ingar söxuðu verulega á forskotið undir lokin. Þá var Jens Einarssyni markverði KR sýnt rauða spjaldið fyrir að bregða Þorbergi Aðalsteinssyni sem hafði átt í útistöðum við Alfreð Gíslason. Þó minnk- aði KR muninn í 27-25, Steinar Birgis- son svaraði, 28-25, en Stefán Halldórsson átti lokaorðið fyrir KR, 28-26. Sigurður Gunnarsson og Þorbergur Aðalsteinsson voru langbestu menn Vík- inga og skoruðu bróðurpartinn af mörk- um liðsins. Sigurður var óstöðvandi í fyrri hálfleiknum en þá skoraði hann sex mörk. Þorbergur var hins vegar drýgri í þeim síðari. Stefán var mest í sviðsljósinu hjá KR. Markvarsla beggja liða var ágæt þrátt fyrir að mikið væri skorað. Sigurður skoraði 9 mörk fyrir Víking, Þorbergur 8, Guðmundur Guðmundsson 3, Hilmar Sigurgíslason 3, Páll Björgvins- son 2, Steinar 2 og Viggó Sigurðsson eitt. Stefán gerði átta marka KR-inga, Jó- hannes Stefánsson 5, Anders Dahl 4, Al- freð 3, Gunnar Gíslason 3, Guðmundur Albertsson’ 2 og Haukur Geirmundssc n eitt. pg Víkingur-FH 23-22 Ef FH-ingar geta kallast meistarar í ein- hverju þá eru þeir meistarar í að glutra niður góðri forystu. Það henti þá eina ferðina enn í fyrrakvöld, þeir voru yfir lengst af gegn Víkingum, 21-19 þegar skammt var til leiksloka, en máttu síðan sætta sig við eins marks tap í gífurlegum baráttuleik. FH skoraði fjögur fyrstu mörkin og var yfir allan fyrri hálfleikinn, 13-11 í hálfleik. Það sama virtist ætla að verða uppi á ten- ingunum í síðari hálfleik, FH komið í 17- 13, en þá fór gamli veikleikinn að segja til sín. Sóknirnar styttust, yfirvegunin hvarf gersamlega og hvert ótímabæra skotið rak annað. Víkingar jöfnuðu í fyrsta skipti, 17-17, um miðjan hálfleikinn og gerðu betur, 18-17, en samt virtist FH ætla að hafa sigurinn af. Það voru Víkingar sem skoruðu tvö síðustu mörkin, Þorbergur og Hilmar, og þrátt fyrir mikinn darraðar- dans á lokamínútunum náði FH ekki að jafna. Leikurinn var gífurlega hraður á köfl- um, einkum í fyrri hálfleik, og máttu hý áhorfendur þá stundum hafa sig alla við til að halda þræðinum. Heldur hægðist á í síðari hálfleiknum en varnirnar voru ekki upp á það allra besta. Markvarsla Ellerts Vigfússonar færði Víkingum sigur. Hann varði 18 skot í leiknum, og lokaði marki sínu gersamlega undir lokin. Af útispil- urum Víkinga var Þorbergur í sérflokki, aðrir voru nokkuð jafnir að getu. Reynsla Páls ómetanleg og Viggó ógnandi að vanda. Þorbergur skoraði 8 mörk, Viggó 4, Sigurður 3, Páll 3, Guðmundur 2, Hilmar 2 og Steinar eitt. Pálmi Jónsson var bestur FH-inga ásamt Haraldi Ragnarssyni markverði sem átti skínandi leik. Kristján var í mis- tækara lagi, einkum í síðari hálfleik, en Hans fór vaxandi eftir hálf brösuglegan fyrri hálfleik. Pálmi og Kristján skoruðu 6 mörk hvor, Hans 5, Valgarður 2, Sveinn 2 og Guðmundur eitt. KR-Stjarnan 24-21 Þessi viðureign var í lakara og leiðin- legra lagi og lifnaði ekki við fyrr en Gunn- ar Einarsson þjálfari Stjörnunnar kom inná um miðjan síðari hálfleik. Þá var KR komið f 19-14 eftir 12-10 í hálfleik en undir stjórn Gunnars náði Stjarnan nokk- uð að rétta sinn hlut. Hann sýndi frábær tilþrif, átti m.a. tuttugu metra línusend- ingu sem gaf vítakast og fleira í þeim dúr. Það dugði Stjörnunni þó ekki til sigurs og hann hefði að ósekju mátt drífa sig inná fyrr. Varnir beggja voru ágætar en sóknar- leikurinn slappur, einkum hjá Stjörnunni. Þeir Garðbæingar eru með slakasta liðið í úrslitakeppninni, en þeir hafa þegar náð sínum stærsta áfanga, komist í hóp hinna fjögurra bestu. Eyjólfur og Magnús Teits- son voru bestu menn liðsins en heildin var í daufara lagi. Hjá KR var Gísli Felix markvörður bestur en hann átti stórgóðan síðari hálfleik. Þá opinberaði Haukur Geirmundsson takta sem maður var far- inn að halda að hann hefði jarðsett á gamla árinu. Haukur var markahæstur KR-inga, skoraði 6 mörk. Stefán skoraði 5, Alfreð 4, Anders 4, Jóhannes 3, Gunn- ar 2 og Ragnar Hermannsson eitt. Eyjólfur skoraði 10 mörk fyrir Stjörn- una, Magnús Teitsson 5, Guðmundur Þórðarson 2, Sigurjón 2 og Magnús And- résson tvö. -VS Umsjón: Víðir Sigurðsson Meiðslaforföll hjá landsliðum Breta Paul Mariner, miðherji Ipswich og enska landsliðsins í knatt- spyrnu, verður ekki með þegar Englendingar mæta Grikkjum í Evrópukeppni landsliða á Wem- bley annað kvöld. Hann meiddist í leik Manchester City og Ipswich á laugardaginn og varð að draga sig út úr landsliðshópnum. Mariner missti einnig af síðasta leik Eng- lands í keppninni, 9-0 sigrinum á Luxemburg, vegna meiðsla. Það kvöld skellti hann sér á hljómleika með Ian Gillan og fékk að syngja með honum nokkur lög. Annar úr landsliðshópi enskra hefur orðið að tilkynna forföll vegna meiðsla. Það er miðvörður- inn ljóshærði hjá WBA, Martyn Bennett, sem er nýliði í hópnum. Hann þarf því að bíða enn um sinn eftir sínum fyrsta landsleik. Skotar urðu einnig fyrir áfalli þegar tveir landsliðsmenn þeirra hjá Dundee United, Paul Sturrock og David Narey, meiddust í leik gegn Hibernian. Norður-íran leika við Tyrki og þeir hafa einnig orðið að gera tvær breytingar á sínum hópi. Pat Jennings, markvörðurinn frægi hjá Arsenal, verður ekki með en í hans stað kemur óþekktur pilt- ur að nafni George Dunlop. Hann verður eini leikmaður liðsins sem ekki leikur með ensku félagi. Þá hefur miðherjinn marksækni hjá Burnley, Billy Hamilton,^ einnig orðið fyrir meiðslum á laugardag- inn var og í hópinn í hans stað kem- ur Tom Finney, framherji hjá Cambridge United. -VS Haraldur með UBK Haraldur Stefánsson, spyrnu. Hann er í 22ja manna miðvörðurinn kröftugi frá ísafirði, hópnum sem heldur til New York í er endanlega genginn yfir í raðir 1. æfingabúðir á morgun. deildarliðs Breiðabliks í knatt- - VS. Meistaratignin í hendur Valsstúlkna Valsstúlkurnar náðu að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn í 1. deild kvenna í handknattleik er þær sigr- uðu FH 12-9 í Hafnarfirði á sunnu- dag. Jafntefli hefði dugað Val vegna hagstæðra úrslita í leikjun- um gegn Fram. Fram hafði komist stigi uppfyrir Val með 18-13 sigri á Víkingi á laugardagsmorguninn. Staðan þar í hálfleik var 8-5, Fram í hag. Guðríður Guðjónsdóttir skoraði 7 marka Fram, en Eiríka Ásgríms- dóttir 4 fyrir Víking. Önnur úrslit í lokaumferðinni urðu þau að ÍR vann KR 17-13 og Haukar náðu sínum fyrsta sigri, komust úr botn- sætinu með 19-16 sigri á Þór frá Akureyri. Lokastaðan: Valur .........14 11 2 1 224-167 24 Fram...........14 11 1 2 222-163 23 FH...............14 9 2 3 221-177 20 ÍR.............. 14 9 1 4 238-201 19 KR...............14 5 0 9 181-194 10 Viklngur.........14 4 1 9 169-202 9 Haukar..........14 1 2 11 170-254 4 ÞórAk...........14 1 1 12 192-259 3 Akranes og Fylkir taka sæti Hauka og Þórs í 1. deildinni. - VS. Staða Hauka er góð fyrir lokaumferðina Haukar úr Hafnarfirði eru nán- ast öruggir með sæti í 1. deild karla í handknattleik eftir leiki þriðju umferðarinngr af fjórum í topp- baráttu 2. deildar. Leikið var í Hafnarfirði um helgina. Haukar hafa hlotið flest stig í hverri umferð fyrir sig og cru því greinilega sterk- astir í deildinni um þessar mundir. Breiðablik og KA berjast hins vegar harðri baráttu um annað sæt- ið. KA ætti að eiga meiri mögu- leika þar sem lokaumferðin fer fram á heimavelli liðsins á Akur- eyri. Á föstudag vann Breiðablik Gróttu 29-26 og Haukar sigruðu KA 28-23. Á laugardag unnu Haukar Gróttu 27-24 og Breiða- blik sigraði KA 18-17, og á sunnu- dag gerðu Haukar og Breiðablik jafntefli, 18-18, en KA vann Gróttu 24-23. Staðan er þá þannig: Haukar..........23 13 4 5 551-499 32 KA..............23 12 5 6 528-505 29 Breiðablik......23 11 6 6 467-429 28 Grótta..........23 9 0 14 514-547 18 Aftur náðu Kýpur- búar jöfnu heima Kýpurbúar sýndu og sönnuðu að jafntefli þeirra gegn heimsmeistur- um ítala í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu í síðasta mánuði var ekki helber tilviljun þegar þeir fengu Tékka í heimsókn í sömu keppni á sunnudaginn. Liðin skildu jöfn, 1:1, í Limassol. Staðan í 5. riðli: Rúmenia................3 2 1 0 5:1 5 Tékkóslóvakía..........3 0 3 0 5:5 3 Italfa.................3 0 3 0 3:3 3 Svíþjóð................3 1 1 1 3:4 3 Kýpur..................4 0 2 2 3:6 2 Næstu leikir eru Rúmenía-Ítalía og Tékkóslóvakía-Kýpur 16. apríl. Ungverjar iéku sinn fyrsta leik í 3. riðli þegar þeir sóttu Luxemburg heim. Þeir ungversku unnu léttan sigur, 6:2. Staðan þar er nú þessi fyrir leik Englendinga og Grikkja annað kvöld: England............3 2 1 0 14:2 5 Danmörk............2 110 4:3 3 Ungverjaland.......1 1 0 0 6:2 2 Grikkland...........2 1 0 1 2:3 2 Luxemburg..........4 0 0 4 3:19 0 Paul Mariner, miðherji Ipswich, missir af leiknum gegn Grikkjum vegna meiðsla. Hann missti einnig af síðasta Evrópuleik Englendinga, gegn Luxemburg, fyrir sömu sakir. Kristín og Sigurður sigruðu Hvammstangahlaupið, viða- mikið víðavangshlaup, fór fram á Hvammstanga um helgina. Þar bar mikið á hlaupurum úr FH og ÍR og sigraði Kristín Pétursdóttir, ÍR, í kvennaflokki en Sigurður P. Sig- mundsson, FH, íkarlaflokki. Með- al sigurvegara í yngri flokkum voru Bjarki Haraldsson, USVH, ogÓtt- ar Hólm, FH. Nykanen meistari Finninn Matti Nykanen varð sig- urvegari í heimsbikarkeppninni í skíðastökki sem lauk um helgina. Sigur hans var öruggur þrátt fyrir að kappinn yrði að láta sér lynda fimmta sætið á lokamótinu sem fram fór í Júgóslavíu á sunnudag. Fram er á ystu nöf Framarar eiga nú litla möguleika á að halda sæti sínu í 1. deild karla í handknattleik eftir tap fyrir Val, 24-17, á föstudagskvöldið. Með þeirn úrslitum eru Valsmenn hins vegar næsta öruggir með sitt sæti. 1 hinum leiknum á föstudags- kvöld vann Þróttur ÍR aðeins 19-18 tíg er það minnsta tap ÍR-inga í deildinni í vetur. Staðan þegar fallkeppnin er hálfnuð: Valur...........20 11 1 8 430-382 23 Þróttur.........20 9 3 8 420-419 21 fram............20 7 2 11 433-466 16 IR..............20 0 0 20 350-563 0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.