Vísbending


Vísbending - 07.12.1995, Blaðsíða 4

Vísbending - 07.12.1995, Blaðsíða 4
V ISBENDING \ Hagtölur Fjármagnsmarkaður Nýlánskjaravísitala 3.442 12.95 Verðtryggð bankalán 8,9% 01.12 Óverðtr. bankalán 11,9% 01.12 Húsbréf, kaup (ný. flokk.) 5,65% 03.12 Spariskírteini, kaup(5-ára)5,63% 06.12 M3 (12 mán. breyting) 3,30% 08.95 Þingvísitaia hlutabréfa 1.372 06.12 Fyrir viku 1.341 Fyrir ári 1.015 Verðlag og vinnumarkaður Vísitala neysluverðs 174,3 11.95 Verðbólga- 3 mán. 1,9% 11.95 -ár 2,1% 11.95 Vísit. neyslu - spá 174,8 01.12 (Fors.: Gengi helst 175,2 01.01 innan ±6% marka) 176,3 01.02 Launavísitala 141,2 10.95 Árshækkun- 3 mán. 4,4% 10.95 -ár 5,7% 10.95 Kaupmáttur-3 mán. 4,7% 07.95 -ár 3,5% 07.95 Skorturá vinnuafli 0,2% 04.95 fyrir ári -0,5% Atvinnuleysi 4,0% 10.95 fyrir ári 3,4% Velta maí-júní ’95 skv. uppl. RSK. (milljarðar kr. og breyt. m/v 1994) Velta 128 8,5% VSK samt. 7.3 0,3% Hrávörumarkaðir Vísitalaverðssjávarafurða 109,6 01.11 Mánaðar breyting 1,5% Ál (99,7%) (USD/tonn) 1.651 04.12 Mánaðar breyting 0,8% Kísiljárn (75%)(USD/tonn) 979 09.95 Mánaðar breyting 0,2% Sink (USD/tonn) 1.013 04.12 Mánaðar breyting 0,9% Kvótamarkaður, 1.12. (Krónur/kg) Leiga Varanl. Þorskur 88 460 fyrir mánuði 95 460 Ýsa 8 110 fyrir mánuði 8 110 Karfi 35 160 fyrir mánuði 34,5 160 Rækja 75 340 ^ fyrir mánuði 75 320J Vísbending vikunnar Mörg fyrirtæki hafa tekið upp þann skemmtilega sið að bjóða starfs- mönnum í jólahlaðborð til hátíða- brigða. Þessi boð voru skattstjórum landsins þymir í augum til skamms tíma en fjármálaráðherra gaf út reglu- gerð þar sem þessi boð eru talin hluti af eðlilegum rekstrarkostnaði. Þar er ekki að finna upplýsingar um hve mikið megi draga frá vegna þessa. Starfsmenn skattstjóra miða við að upphæðin sé um 2.000 kr./starfsmann. Hafi annar skemmtanakostnaður starfsmanna á árinu verið undir 10.000 kr./mann hækkar fjárhæðin sem eyða má sem mismuninum nemur. Kostnað vegna maka má ekki draga frá. ^ Hagkerfi Austur- Evrópu: Meira en helmingur fellur Eitt af því sem mesta athygli hefur vakið hjá þeim sem fylgjast með hag- kerfi Austur-Evrópulanda er hve víða flokkar sem reistir eru á kommúnista- flokkunum gömlu eru komnir til valda. Þetta hefur vakið ótta urn að úrbætur verði ekki varanlegar heldur muni frjálsræðis- bylgjan hjaðna og fyrri stjórnarhættir verða teknir upp á ný. Sérfræðingar í mál- efnum svæðisins telja hættu á því vera litla, þótt alltaf sé lögð áhersla á það hve viðkvæmt ástandið sé í Rússlandi. Meginskýringin á fylgi kommúnistanna gömlu sé sú að umbætur í frelsisátt hafi ekki skilað sér til almennings sem kjara- bætur eins og margir bjuggust við. Þótt fjölmargir hafi nú stórbætt stöðu sína þá hefur mikil verðbólga og stórfelll hrun í landsframleiðslu margra landanna valdið því að fólk, sem var á föstum launum, til dæmis ellilífeyrisþegar, hefur nú vart til hnífs og skeiðar, þótt áður hafi kjörin verið li tlu lakari en hj á öllum almenningi. Þessir hópar líta með söknuði til gamalla tíma og telja að með því að kjósa gömlu komntana batni hagur þeirra á ný. Það er hætt við að þar bætist vonbrigði á von- brigði ofan, en þó leggja margir áherslu á að einstaklingarnir séu ekki endilega slæmir, heldur hafi þeir á sínum tíma að- eins verið að nýta sér þann farveg sem lá til vaida. Því sé hin kommúníska hugsun þeim ekki endilega tömust. Stórblaðið Vka// StreetJourncil bað sér- fræðinga sína að meta ýmsa þætti í efna- hag og stjórnarfari kommúnistaríkjanna gömlu. Þeirra á meðal voru hagvöxtur, jafnvægi í verðlagi, stöðugleiki gjald- miðils, framleiðni og fleira. Alls voru 26 ríki metin af sérfræðingunum og sam- kvæmt þeirn fá aðeins 11 ríki meira en 5,0. I fremstu röð eru Tékkar, en Tékkneska lýðveldið er einmitt eina ríkið sem hefur verið undir stjórn markaðs- hyggjumanna óslitið. Næstir koma Slóvenar, en þeir hafa notið þess að standa utan við átök ríkja gömlu Júgóslavíu. í humátt á eftir fylgja Pólland, Ungverja- land og Slóvakía. Eystrasaltslöndin þrjú ná einnig einkunnum milli 5 og 6, en það vekur athygli að Rússland fellur með 4,2. Þar er verðbólga mun lægri en áður en er þó enn um 5% ámánuði. Sérfræðingarnir búast við því að hagvöxtur verði í fyrsta sinn síðan á níunda áratugnum. Þó sé mikið komið undirþví aðjafnvægi ríki í landinu eftir kosningarnar 15. desember. Ungverjar lifðu langt um efni fram um árabil og sitja nú uppi með miklar erlendar skuldir. Þeir hafa nú kynnt um- bóla- og sparnaðaráætlun, en margirhafa áhyggjur af því að hún dugi ekki til að koma landinu á réttan kjöl á ný. Þrátt fyrir að þessi spá sé ekki upp- örvandi þá er rétt að benda á að nú er búist við hagvexti í 18 af 26 löndum, en á yfirstandandi ári ná aðeins 12 ríki því takmarki. Enn er þó langt í land að þessi gömlu ríki sósíalismans nái nágrönnum sínum í Vestur-Evrópu - með einni undantekningu. Tékkneska lýðveldið er nú með einkunnina A frá greiðslumats- fyrirtækinu Standard & Poor’s og hefur skotið bæði Grikklandi og Portúgal ref fyrirrass! Hluti einkunnatöflunnar 1. Tékkneska lýðveldið 8,6 2. Slóvenía 8,4 3. Pólland 8,3 4. Ungverjaland 7,9 11. Búlgaría 5,3 12. Mekedónía 4,9 13. Albanía 4,5 14. Rússland 4,2 26. Tajikistan 1,6 ^ Aðrir sálmar N Langhundar Morgunblaðið hefur birt langa greina- llokka urn mál sem blaðið telur áhuga- verð. Fyrir nokkru kom greinaflokkurum tryggingamál og nú nýlega um Póst og síma. Það er ánægjulegt að blaðið kafi niður í mál og gæti vel örvað umræðu ef nokkur gæfi sér tíma til þess að lesa um- fjöllunina. Langargreinar, dageftirdag, verða jafnvel hörðustu áhugamönnum um málefnið ofviða. Blaðið vill að öll sjónarmið komi fram og hverju smáatriði virðist til hagahaldið. Morgunblaðið gæti lært af blöðum eins og Economist sem koma frá sér flóknu meginefni í hnit- miðuðu máli og draga svo saman sína niðurstöðu. Blaðamaður sem hefur eytt vikum eða mánuðum í ákveðið mál ætti að geta aðstoðað lesendur við að greina meginstaðreyndir málsins. Raðsmíðatogarar Fregnir herma að ríkisábyrgðasjóður reyni nú árangurslítið að innheimta skuldir vegna svonefndra raðsmíða- togara. Með þeim átti að slá tvær flugur í einu höggi: Bjarga skipasmíðaiðnað- inum og útgerðum í kröggum. Sem fyrri inngrip stjórnmálamannaíviðskiptalífið yliefur hvort tveggja mistekist._^ Benedikt Jóhannesson, ritstj. og ábm. Útg.: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Rvík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Internetslóð: http://www.strengur.is/~talnak/ vief95.html, netfang:talnak@strengur.is Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskól- ans. Prentun: Steindórsprent-Gutenberg. Upplag: 600 eintök. Öll réttindi áskilin. Ritið máekkiafrita án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.