Tíminn - 08.12.1923, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.12.1923, Blaðsíða 1
(ðjctíbferi og afgreií)slur,aí>ur ©imans er Sigurgeir ^ri&rifsfon, SarTtbanösþúsinu, Reyfjauif. ^.fgtexbsía Címans er f Sambanösfjúsinu, ©pin öaglega 9—\2 f. b- Sfmi 496- VIL ár. Reykjavílí 8. des. 1923 44. blaö / lýjusfu íslensku bækurnar — Alexander Jóhannesá:^ fslensk tunga í fornöld, fyrra hefti 8,00. Síð- ara hefti kemur u: næsta ár. Andrés G. pormar: Dómar, sorgarleikur 5,00. Axel Thorsteinsson: Æfintýri íslendings 2,00. Benedikt Gröndal: Dægradvöl (æfisaga mín). Hin lengi þráða merkis- bók! ib. 15,00, skinnb. 17,00. Einar H. Kvaran: Sveitasögur 10,00, ib. 13,00. Freymóður Jóhannsson: Smaladrengurinn, leikrit 8,50. Guðjón Benediktsson: Frostrósir, kvæði 5,00. Guðmundur G. Bárðarson: Fomar sjávarminjar við Borgarfjörð 02 Hvalf jörð 7,00. GuðmundUr Friðjónsson: Kveldglæður, sex sögur 5,00. Guðm. G. Hagalín: Strandbúar, sögur 6,00. Hafræna, sjávarljóð og siglinga, safnað hefir Guðm. Finnbogason, ib. 10,00, skinnb. 14,00. Halldór frá Laxnesi: Nokkrar sögur 3,00. Jakob Jóh. Smári: íslensk málfræði 5,00. Jón Sveinsson: Borgin við sundið (framhald af Nonna) með 12 mynd- um, ib. 10,00. Jón Thóroddsen: Maður og kona, 3. prentun 9,00, ib. 12,00. Jónas Jónsson: Dýrafræði handa bömum, fyrsta hefti ib. 8,50. Knut Hamsun: Pan 12,00. Kristín Sigfúsdóttir: Tengdamamma, sjónleikur 4,00. Kristján Albertsson: Hilmar Foss, sjónleikur 5,00. Páll J. Árdal: Happið, gamanleikur í einum þætti 2,00. Skjerve: Heilsufræði ungra kvenna 4,75, ib. 6,50. Steinn Sigurðsson: Stormar, leikrit 4,00. Sveinbjöm Egilsson: Ferðaminningar, I.—III. hefti, hvert 4,00. Vilhjálmur p. Gíslason: Islensk endurreisn 12,00, ib. 15,00, skinnb. 18,00. þorvaldur Thóroddsen: Minningabók II. 7,00. Vísnabók Fornólfs ib. 7,50. Bók þessi mun vekja alveg sérstaka eftir- tekt meðal allra bókhneigðra manna. Af henni eru 20 eintök prentuð á teiknipappír með handlituðum teikningum, einkenni- legasta og vandaðasta útgáfa á bók, sem enn hefir komið út á íslandi. — Icaupa allir í Bókaverslun Ársæls Árnasonar, Reykjavík. Sendi bækur með póstkröfu hvert á land sem er. Utan úr heimi. Tolldeiian í Bretlandi. 1 fyrradag fóru fram kosn- ingar í Englandi, sem eru þess eðl- is að aálega hver þjóð 1 heimi læt- ur sig miklu skifta úrslitin. Og fyr- ir suma af nábúum Englendinga, t. d. íslendinga og Dani, eru úrslitin þýðingarmeiri, heldur en menn al- ment gera sér grein fyrir í fljótu bragði. England hefir um langa stund verið höfuðvígi þeirrar stefnu, sem ekki hefir hallast að verndartoll- um. Bretar hafa flutt inn hvers- konar óunnar vörur og matvæli, sumpart alveg tollfrjálst, eða með mjög lágum tollum. England lifir af stóriðnaði sínum og heimsversl- un. því ódýrari sem vörur til lands- ins voru í iimkaupi, því ódýrara varð hús, föt og fæði allra sem unnu að framleiðslunni. Verka- kaupið gat þá haldist lægra. Og um leið var hægt að halda tiltölulega lágu verði á framleiðsluvörunum, sem seldar voru til útlanda. Bretar hafa þannig álitið að tollfrelsið væri undirstöðuatriði fyrir þjóðina í samkepninni um heimsverslunina. Fyrir suma af nábúum Breta, sem framleiða góð matvæli, hefir þessi óbeit á verndartollum verið hin mesta lífsbjörg. Danir hafa um myndað sinn landbúnað gersam- lega með tilliti til matvælasölu til Endlands. J>ar selja þeir sínar ágætu vörur sem samvinnufélögin dönsku hafa gert heimsfrægar: smjör, egg og svínakjöt. Ef þessi markaður lokast fyrir Dönum leið- ir af því hallæri í landinu. Og mik- ið af þeim vonum sem skynsamir bændur á Islandi gera sér um framtíð landbúnaðarins hér á landi eru tengdar við það, að við getum haft markað í hinum miklu iðnaðar borgum Englands fyrir nýtt kjöt, smjör o. fl. Togaramir ís'.ensku hafa frá byrjun selt nýjan fisk til Endlands, og hefir það verið einn drýgsti þátturinn í tekjum út- gerðarinnar. Ef Bretar leggja vemdartoll á matvæli 0g óunnar vömr má búast við að hann stæði mörg ár. Og fyr- ir verslun og framleiðslu Islend- inga væri það erfiðasta og hættu- legasta hindrunin, sem hugsast gæti. pá væri að miklu eða öllu leyti lokuð sii leið, að geta mynd- breytt íslenskri verslun og fram- leiðslu með því að flytja auðseldar vörur á útlendan markað á öllum tímum árs, og minka með því veltu- fjár- og skuldaþörf landsmanna. Fyrir rúmlega 20 árum kom einn af foringjum afturhaldsmanna í Englandi fram með þá hugmynd að girða breska ríkið með tollmúr- um. pá var bent á, sem satt er, að ekkert ríki í heiminum getur verið jafnsjálfstætt og óháð í verslunar- efnum eins og Bretaveldi. England framleiðir allskonar iðnaðarvarn- ing. I nýlendunum er gnægð mat- væla og óunninna efna. Innan toll- múra var talið að enskir iðjuhöldar hefðu víðan og varanlegan markað fyrir enska framleiðslu í hinum mörgu og fjölmennu nýlendum. Aftur á móti væri með tollmúrun- um trygður markaður í Englandi fyrir framleiðslu nýlendanna. En alt fram að þessu hefir óbeit ensku þjóðarinnar á vemdartoll- um verið ósigrandi. En í fyrra unnu afturhaldsmenn mikinn kosningasigur. Við það óx flokki þein-a kjarkur. Baldwin, forkólf- ur íhaldsflokksins, rauf þingið fyrir. þrem vikum, og kosningar fóru fram 6. þ. m. til að skera úr, hvort Bretar eiga að geiTeyta um stefnu í verslunarmálunum. Ihalds- flokkurinn er einn um verndar- tollastefnuna. En á móti eru þrír flokkar, sem annars koma sér ekki saman um önnur mál: Frjálslyndi flokkurinn (Asquith og Lloyd Ge- orge), verkamannaflokkurinn og samvinnuflokkurinn. Síðastnefndi flokkurinn er þeirra minstur. Hafði fjóra þingmenn á síðasta þingi, en býður nú fram menn í tíu kjör- dæmum. Eins og málið liggur nú fyrir, er ekki af hálfu íhaldsflokksins gert ráð fyrir að tolla matvæli til veru- legra muna, heldur iðnaðarvörur. En ef íhaldsmenn yrðu sterkir eft- ir kosningar þessar, myndu þeir væntanlega færa sig upp á skaftið, og tolla innflutt matvæli, án þess að spyrja kjósendur. Fram að þessu hafa hinir tveir nafnkunnu leiðtogar frjálslynda flokksins, Asquith og Lloyd Ge- orge, ekki átt samleið, síðan þeir voru ráðherrar saman. Nú hefir mótstaðan gegn verndartollastefn- unni sameinað þá. Blöð samvinnu- manna í Englandi taka eindregið í sama strenginn. Samvinnumennim ir ensku vita, að vemdartollar á Iífsnauðsynjar auka dýrtíðina og fétæktina í landinu. Tollapólitík afturhaldsmanna á ekki harðari andstæðinga en þá. ** ----0---- t Hermann Jónasson frá JJingeyrum. Hermann Jónasson andaðist hér í bænum í fyrradag; farinn að heilsu og kröftum hafði hann verið hin síðustu ár. Lungnabólga og brjósthimnubólga henni samfara, varð honum að bana. Er með hon- um til moldar hniginn einn hinn merkasti maður hinnar eldri kyn- slóðar, sem nú lifir. Hann var fæddur á Víðikeri í Bárðardal 22. okt. 1858 og var því hálfsjötugur er hann andaðist. Faðir hans, Jónas bóndi Hallgríms- son var einn Brasilíufaranna þing- eysku, en móðir hans var Sigríður, dóttir Jóns bónda Sigurðssonar á Lundarbrekku. Hermann var einn hinna fyrstu ungu manna sem sóttu búnaðar- skólann á Hólum 0g útskrifaðist þaðan 1884. þvínæst fór hann til Danmerkur og nam búfræði. peg- ar heim kom gerðist hann skóla- stjóri alþýðuskólans í Hléskógum. veturinn 1887—88 og á næsta hausti tók hann við skólastjóm búnaðarskólans á Hólum og bjó þar jafnframt frá 1888—1896. pá flutti hann að þingeyrum, keypti þá jörð og bjó þar stóru búi til 1905. Fluttist þá suður, seldi jörðina og gerðist nokkur ár ráðs- maður Holdsveikraspítalans. Síðan dvaldist hann nokkur ár vestur við Kyrrahaf, en hvarf heim aftur í fyrra, og átti þá fátt eftir annað, en að fá að bera beinin á ættland- inu. Árin 1901—1907 var Hermann fyrri þingmaður Húnvetninga og var í Heimastjómarflokknum. Á þingi bar hann fram meðal ann- ars þegnskylduvinnuhugmyndína, sem mjög hefir verið rædd síðan, þótt ekki hafi náð framkvæmd. Annars voru það landbúnaðarmál- in sem vom áhugamál hans, sem hann mest vann að á þingi og ut- an, meðan hann var á léttasta skeiði. Hann hóf útgáfu Búnaðar- ritsins, gaf það út í mörg ár og var merkilegt rit undir stjórn hans, en Búnaðarfélag íslands tók við síðar og gefur enn út. För hans til Danmerkur til að greiða fyrir saltkjötssölunni og bæta salt- kjötsverkunina, var merkileg á sinni tíð. pá átti hann og sæti í milliþinganefndinni í landbúnaðar- málum, sem skipuð var 1904, ásamt þórhalli Bjarnarsyni 0 g Pétri Jónssyni frá Gautlöndum, og var það mjög merkileg löggjöf sem komst í framkvæmd vegna starfs þeirrar nefndar. Yfirleitt verður Hermann Jónasson jafnan talinn í fremstu röð þeirra manna, sem forystumenn voru um framfara- mál bænda á hans tíð. Á unga aldri var Hermann hinn mesti hreystimaður, glímumaður ágætur og aðsúgsmikill. Minnist eg þess, að eg kom að þingeyrum með föður mínum 1904, seint um kvöld, og Hermann kom heim rétt á eftir úr selveiðiför, rennvotur og með eitthvað í kollinum. Hefi eg ekki séð annan mann, sem fremur minti á fomkappana. Gáfumaður var Hermann og ágætur rithöf- undur. Mesta athygli af því tæi hafa vakið bækur hans um drauma hans. Voru þær prýðilega skrifað- ar og merkilegar. Hermann var kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur bónda á Hrafnkels- stöðum Sigurðssonar. Hún er enn á lífi vestan hafs. Eignuðust þau tvö börn: Sigríði sem giftist vestra en er nú dáin, og Hallgrím, sem nú er bóndi í Kanada. ----0----- Isfisksala togaranna hefir geng- ið heldur lakar upp á síðkastið. Nýjar fregnir um kjöttolliim. 1. Snemma í þessari viku barst at- vinnumálaráðherra símskeyti frá Sveini Bjömssyni sendiherra svo- hljóðandi: „Norska stjómin leggur fyrir, að fengnu konungssamþykki, Stór- þingið á föstudag tillögu um að stjórninni verði heimilað að taka ákvarðanir um toll á íslensku salt- kjöti sérstaklega, án tiUits til með- ferðar tolllaganna að öðru leyti. Viðbúið að tillagan verði mjög bráðlega rædd og afgreidd, á hvem hátt óvíst“. þessi tillaga stjórnarinnar hefir með öðrum orðum verið lögð fyrir Stórþingið í gær. Samkvæmt nið- urlagsorðum skeytisins mun mega vænta þess mjög bráðlega að nán- ari fregnir berist af málinu. Munu þetta þykja mikil og góð tíðindi um alt land. Er þess og að vænta, að landsstjómin íslenska vindi bráðan bug að samningunum, undir eins og norska stjórnin hefir fengið málið í sínar hendur, verði sú afgreiðsla Stórþingsins, sem vonandi verður. IL I þessu sambandi má geta þess, að enn hefir Morgunblaðið orðið sér til minkunar í máli þessu. Á miðvikudaginn var heyrist aft ur hljóð úr horni frá dulnefningi þeim „Agr.“, sem fyr hafði ritað um málið í Morgunblaðið. Er hann að vísu miklu spakari nú en áður, eftir hirtingu þá er hann fékk í síð- asta blaði Tímans. Undanhaldið er orðið það mikið hjá honum nú, að hann telur sig ekki hafa viljað ann- að gera, en að veita upplýsingar um málið frá sjónarmiði norskra bænda. pað er gott að hann vill nú breiða yfir það, að hann gerði miklu meira. Af „upplýsingum" sínum dró hann alrangar ályktan- ir, sem að því stefna að telja ís- lenskum bændum trú um, að kjöt- markaðurinn væri að verða þeim einkisvirði í Noregi. þetta átti að draga úr sókn íslenskra bænda í málinu. — Hann gerði meira, dul- nefningur þessi. Hann vildi telja íslenskum bændum trú um, að mál- ið væri óvinnandi og fá þá til að hætta við það. þetta er eitthvað meira en að gefa upplýsingar um málið frá sjónanniði norskra bænda. þetta er það að berjast með norskum bændum móti hagsmunum ís- lenskra bænda, og reyna að villa íslenskum bændum sýn í mesta hagsmunamáli þeirra. Skeytið sem að framan er birt gengur endanlega frá „Agr.“ þess- um. Hann mun aldrei að eilífu stinga höfði upp framar. Alt það sem hann hefir haldið fram um málið er gjörhrunið. Jafnvel sjálf norska stjómin hefir talið það skyldu sína að snúast þannig við málinu sem raun er á orðin. o Hljótt hefir um hríð verið um Islandsbankamálið, eftir kosning- arnar. það er ekkert undarlegt. Milli bardaganna er venjulega alt hægara. En þetta hlé á umræðunum um málið er ekki annað en bráða- birgðahlé. Framsóknarflokkurinn mun vafalaust enn sækja málið fast á næsta þingi. það má þó ekki minna vera, en að þær fái að rétta upp hendumar á móti þessu mikla fjárhagslega sjálfstæðismáli, hinar nýkosnu og gamalkunnu þing- hetjur. Einungis eitt atriði þessa mikla máls skal athugað í þetta sinn, enda stingur það mjög í augu. Hlutafé Islandsbanka er 4^4 milj. kr. og nálega eingöngu á út- lendum höndum. Eitt árið undanfarið græddi bankinn hátt á annað hundrað þús- und krónur, þ. e. um 40% af hluta- fénu. Næsta ár græddi bankinn um 2 milj. og 200 þús. kr. eða nálega 50% af hlutafénu. Hvemig hefir bankinn getað grætt svo óheyrilega á einhverjum mestu kreppuárum sem komið hafa yfir þetta land? Bankinn hefir grætt þetta á landsmönnum, á framleiðendunum, með háum vöxtum, með háum gjöldum af viðskiftunum. Vegna kreppunnar gátu viðskiftamenn bankans ekki flúið þessi viðskifti. Hversvegna leyfir bankinn sér að græða svo mikið? Hann gerir það til þess að vinna upp hið mikla tap sem hann hefir beðið og sem játað er opinberlega að nemur miljónum króna. Hefir enginn farið harðari orð- um um það, hvernig tap íslands- banka er til orðið en einn af þing- mönnum Morgunblaðsflokksins, þórarinn Jónsson á Hjaltabakka. Farast þórami svo orð: „Af hverju er hagur Islands- banka sá, sem raun ber vitni um? Af þvi að hann hefir lánað til óvissra fyrirtækja, í hreinni og beinni vitleysu. Hann hefir lánað mönnum fé til þess að tapa og bætt svo við, til þess að þeir hinir sömu Frh. á 4. síöu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.