Morgunblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 125. tbl. 64. árg. MIÐVIKUDAGUR 8. JUNI 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Bretadrottning hyllt GÍFURLEGUR mannfjöldi fagnaði Elísabetu drottningu hvar sem leið hennar lá um Lundúnaborg I gær, sem var aðalhátíðisdagurinn í til efni þess að liðinn er aldarfjórð- ungur frá því að hún settist í hásæti. Talið er að allt að fjögur hundruð þúsund manns hafi safn- azt saman við Buckinghamhöll, þar sem mannfjöldinn hrópaði I sífellu: „Við viljum fá drottning- una." Kom hún þá ásamt manni sínum út á svalirnar, og er það mál manna, að aldrei hafi brezk- um þjóðhöfðingja verið fagnað svo mjög sem á þessum hátíðis- degi. í fyrrakvöld tók fólk að safnast saman þar sem von var á drottn- ingu og höfðu margir búið sig vel undir hráslagalega nóttina. í sund- um og dyraskotum sátu Lundúna- búar dúðaðir teppum og yljuðu sér á tei úr hitabrúsum til að tryggja sér gott utsýni meðan drottningin færi hjá ásamt föruneyti sínu. Myndin hér að ofan var tekin er drottnigin kom úr messu í dóm- kirkju Sankti Páls í gær. (AP- símamynd) Vonir Ecevits dvína stöðugt (Sjá grein á bls. 14.) Ankara, 7. júní. Reuter. AP. BULENT ECEVIT, leiðtogi stjórnarandstöðunnar i Tyrklandi og sigurvegarinn f kosningunum um helgina, (trekaði í dag að hann myndi reyna að mynda nýja ríkisstjórn, en nú er orðið vafa- samt hvort hann getur myndað starfhæfa stjórn. Embættismenn sögðu í dag að þeir gerðu ráð fyrir að Lýðveldis- flokkur Ecevits fengi 213 eða 214 þingsæti af 450 en ekki 222 eins og Ecevits hélt fram í gær. Suleyman Demirel forsætisráð- herra sagði blaðamönnum að þar sem enginn flokkur hefði fengið stuðning meirihluta kjósenda væri samsteypustjórn eina lausn- in. Ecevit lagði á það áherzlu í yfir- lýsingu að stjórn Demirels yrði að segja af sér þegar endanleg úrslit lægju fyrir en ekki er búizt við að Framhald á bls. 18 Begin falin stjóm- armyndun — ítrekar óskir um þjóðstjóm Jerúsalem —7. júní — Reuter. MENACHEM Begin, formanni Likud — flokksins, sem fór með sigur af hólmi í þingkosningun- um í ísrael á dögunum, var í dag formlega falin stjórnarmyndun. Hann hefur enn á ný farið þess á Hvar er Amin? Lundúnum — 7. júní — Reuter — AP. SEINT í gærkvöldi var enn allt á huldu um ferðir Idi Amins Ugandaforseta. Utvarpið í Kam- pala tilkynnti í morgun, að Amin væri lagður af stað áleiðis til Bretlands og eftir mikið fjaðra- fok víðs vegar um Evrópu til- kynnti útvarpið að Amin væri kominn á fyrsta áfangastað sinn á leiðinni á samveldisráðstefnuna i Lundúnum. Ekki var tekið fram f þessari orðsendingu hver staður- inn væri, en sagt, að að lokinni viðdvöl í Arabarfki einu væri við þvi búizt að forsetinn sigldi til Bretlands frá Frakklandi, Vestur- Þýzkalandi eða Norður-írlandi, og væri hann væntanlegur til Lundúna annaðhvort f dag eða á morgun, miðvikudag. Var þvi bætt við að þegar hefðu verið gerðar ráðstafanir til að Amin gæti siglt til Bretlands, en er þangað kæmi mundi hann aka til Lundúna. Rétt eftir hádegi barst sú frétt að flugvél Amins hefði óskað eftir lendingarleyfi í Dublin, en stjórn- völd þar lýstu því þegar yfir, að flugvélin mætti lenda til að taka eldsneyti, en Amin yrði meinuð landganga. Var í fyrstu talið að beiðni um lendingarleyfið hefði borizt frá flugvélinni, en síðar kom i ljós að írska sendiráðið i Paris hafði haft milligöngu um að koma skilaboðunum áleiðis. Áreiðanlegar heimildir í Lundún- um herma, að á ratsjárskermum hafi ekki komið fram nein flug- vél, sem ætla mætti að væri með Úgandaforseta innanborðs. Um fjögurleytið barst sú fregn, að stór flugvél hefði sézt yfir Calais við Ermarsund og hefðu nokkrar orrustuflugvélar verið í fylgd með henni. Var ekki vitað hvaðan þetta föruneyti var og spurðist ekki af þvi frekar. í Evrópu og Afriku velta menn þvi nú mjög fyrir sér hvar Amin sé niðurkominn. Ein tilgátan er sú, að ferðasagan sé eitt samfellt gabb, — Amin hafi aldrei farið frá Úganda og væri ekki á förum þaðan. Flugstjórnarmenn í Nai- robi, sem alla jafna fylgjast ná- Framhald á bls. 18 leit við Verkamannaflokkinn, að hann taki þátl í myndun nýrrar stjórnar. Begin hittir Simon Peres, for- mann Verkamannaflokksins og núverandi varnarmálaráðherra tsraels, að máli á fimmtudaginn til að ræða horfur á samkomulagi um myndun þjóðstjórnar, en Verkamannaflokkurinn hafnaði tilmælum Begins um slíkt sam- komulag rétt eftir að úrslit kosninganna urðu kunn. í kvöld ræðir Begin hugsanlega myndun þjóðstjórnar við Yigal Yadin, for- mann Lýðræðissinnaða umbóta- flokksins. Begin sagði á fundi með frétta- mönnum í dag, að Israelsmenn ættu nú við mikil vandamál að stríða, jafnt innanlands sem út að við, og væri afar æskilegt að á slíkum tímum sæti þjóðstjórn við völd. Hann sagði að Likudflokk- urinn og Verkamannaflokkurinn væru sammála um ýmis veiga- mikil atriði utanríkismála, svo sem það að Palestinumenn stofn- uðu smáríki á vesturbakka Jór- danár og á Gaza-svæðinu undir stjórn PLO. Einnig væru báðir flokkarnir þvi andvígir að israels- Framhald á bls. 18 Hreinsað til í flugher Spánar Madrid, 7. júní. Rcuter. NTB. SPÆNSKA stjórnin endurskipu- lagði flugmálaráðuneytið í dag og það er liður f ráðstöfunum sem miða að þvi að binda enda á stjórnmálaafskipti heraflans fyr- ir kosningarnar f næstu viku. Staða flugmálaráðherra, sem nú er Carlos Franco Iribarne- garay hershöfðingi verður ein- göngu pólitisk. Yfirstjórn flug- hersins verður í höndum flugher- ráðsforseta, sem er ný staða, og nýs flugherráðs. Svipuð breyting var gerð á skipulagi landhersins fyrir fimm mánuðum til að gera hann ópóli- tískan og breyta yfirstjórn hans til samræmis við skipulag á stjórn hermála í NATO — löndum. Adolfo Suarez forsætisráðherra ræddi í dag við yfirmenn herafl- ans og lögreglunnar um öryggis- ráðstafanir vegna þingkosning- anna. Sprengja fannst í banka í San Sebastian í Baskahéruðunum í dag og var gerð óvirk. Veitinga- Framhald á bls. 18 „Kem til að taka upp þr áðinn’ ‘ segir Olav Gundelach „ÉG KEM til Reykjavíkur til að taka upp þráðinn sem slitnaði í heimsókn minni í desember. Ég er enginn stór og grimrri'ur björn. Samvinna Islands og Efna- hagsbandalagsins er náin á mörgum sviðum og þvi er eðlilegt, að við höfum einn- ig samstarf um fiskveiði- mál," sagði Finn Olav Gundelach er fréttaritari Morgunblaðsins i Briissel, Ole Wúrtz, ræddi við hann í gær. „Tilgangur ferðarinnar er ekki beinar samningavið- ræður, heldur tilraun til að koma á viðræðum," sagði Gundelach ennfremur. Eins og áður hefur komið fram í fréttum verður brezki aðstoðarutan- ríkisráðherrann Frank Judd í för með Gundelach sem lagði á það áherzlu, að ráðherrann kæmi hingað í krafti þess að það væru Bretar sem væru í forsæti ráðherranefndar Efna- hagsbandalagsins um þessar mund- ir en ekki sem brezkur ráðherra. „í Reykjavík mun ég gera allt sem I mínu valdi stendur í samræmi við sameiginlega afstöðu aðildarrfkja EBE. Ef eitthvað verður minnzt á brezka togara þá mun það koma frá mér en ekki Judd," sagði Gunde- lach Hann kvaðst ánægður ef hægt yrði á tveimur dögum að skapa forsendur fyrir áframhaldandi sam- bandi við íslenzku ríkisstjórnina Að sjálfsögðu væri hann reiðubúinn til að koma aftur til Reykjavíkur, en hann hefði ekki áhuga á að gera það of oft með formann Efnahagsbanda- lagsins í kjölfari. Andrúmfsloftið í aðalstöðvum EBE var gott daginn áður en lagt var upp í ferðina til Reykjavíkur og það var á engan hátt lævi. blandið Ekki verður annars vart en að vonir manna um að koma á samningavið- ræðum séu einlægar og afstaðan virðist í stuttu máli vera sú. að ætíð sé æskilegast að sambandinu sé svo háttað að aðilar geti ræðzt við Það er að sjáltsogðu ekkert leynd- armál. að innan EBE eru það fyrst Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.