Morgunblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JUNÍ 1977. 15 Frá umhverfisráðstefnunni: Kref jast verður 200 mílna landhelgi við Suðurskautslandið Járnblendifélagið: Fékk 1,8 milljarða í fyrsta umgang ÍSLENZKA járnblendifélagið hefur nú fengið afgreitt hið fyrsta af þremur lánum, sem félagið hefur fengið að láni frá Norræna fjárfestingarbankanum I Helsinki, en afgreiðsla þess fðr fram I London hinn 1. júnf sl. Verða þetta aðalstofnlán félags- ins við byggingu kísiljárnverk- smiðjunnar að Grundartanga. Lán þessi eru veitt í ýmsum myntum eftir nánara samkomu- lagi milli aðila, en fjárhæð þeirra er samtals sem svarar 200 milljón- um króna eða um 7370 milljónir fsl. króna eftir núverandi gengi. Fyrsta lánið, jafnvirði n. kr. 50 millj., er f bandaríkjadölum, að fjárhæð tæplega $ 9,5 milljónir eða 1837 milljónir ísl. króna. Hefur Norræni fjárfestingar- bankinn nýlega boðið út skulda- bréf í Bándaríkjunum, að fjárhæð 40 milljónir dala, og er lánið hluti af andvirði þeirra. Vextir af lán- inu verða 8.85% á ári til 1. júni Í984, en verða þá endurskoðaðir með hliðsjón af lántökukostnaði bankans á þeim tíma. Endur- greiðsla fer fram á árunum 1982—1992, þannig að lánstími verður alls 15 ár. Lánið er tryggt með veði í verk- smiðju íslenska járnblendifélags- ins, og verður veð Norræna fjár- festingarbankans eina veðið á verksmiðjunni. Ganga hluthafar félagsins, íslenska ríkið og Framhald á bls. 18 A ALÞJÓÐARÁÐSTEFNUNNI um umhverfismál á Hótel Loft- leiðum var f gær fjallað um mál- efni er varða fsland sérstaklega, og tóku fslendingar nokkurn þátt f umræðum. Dr. Sturla Friðriks- son lagði sfðdegis fram erindi um eyðingu gróðurlenda og einhæfa ræktun. Fyrsta erindið um morg- uninn fjallaði um heimshöfin og saltan sjó og umræðum á eftir stjórnaði Jakob Jabobsson fiski- fræðingur, en í umræðuhópnum var m.a. Jakob Magnússon fiski- fræðingur. Og um kvöldið var sér- stakur fundur á dagskrá, sem fjallaði um spurninguna: Er fs- land mengað? Dr. Sturla Friðriksson er annar tveggja fyrirlesara frá íslandi, sem hafa framsögu á ráðstefn- unni. Sýndi hann með erindi sínu i gær myndir af uppblæstri hér á Iandi og gróðureyðingu. Annars fjallaði hann um við- fangsefnið almennt. í lok þess velti hann fyrir sér þeirri spurn- ingu hvernig yrði umhorfs í heim- inum ef svo mikil fæðuþörf yrði vegna fólksfjölgunar að nauðsyn- legt reyndist að rækta að mestu eina tegund plantna á öllu þurr- lendi og ákveðna þörungategund i sjónum til að standa undir fæðu- þörf mannsins, en engin önnur tegund fengi tækifæri til að kom- ast að. En einhæf ræktun er víða að verða áberandi. Slíkur einhæf- ur fæðuflutningur milli plantna og manns yrði óskemmtilegur. Og hann spyrði: Er ekki frekar eðli- legt að mannfólkið sætti sig í tæka tíð við að takmarka mann- fjölgunina og lifa í sátt við fandið og leyfa fjölda af öðrum plöntum og dýrategundum að njóta sín? Urðu liflegar umræður um erind- ið. En í umræðuhópnum voru pró- fessor F. Raymond Fosberg frá Bandaríkjunum, dr. Koonlin frá Malaysiu og dr. Ted Hinds frá Bandarfkjunum. Prófessor Edward D. Goldberg kynnti erindi sitt og dr. Sidney J. Holts um hafið og fiskstofnana. lliiinil'urtK-tk \ppli;itliv'*11kvtnL.ii1 L,1 \m l.ttk Htt.tm I IjttLi't w'VI Ræddi hann mest um mengun af völdum geislavirkra efna, DDT og fleiri eiturefni og hugsanlegar að- ferðir til að stemma stigu við þeim. Benti hann með dæmum á að það tekur visindamenn og al- menning um áratug að vita um, rannsaka og bregðast við hættu- legum mengunarefnum, sem ber- ast með sjávarafurðum til manns- ins. í umræðuhópnum um erindin voru auk Jakobs Magnússonar, próf. Anitra Thorhag, sem eink- um hefur fengizt við rannsóknir í heitum höfum, og dr. Rudolf, sem hefur rannsakað ástandið i hafinu við Suðurheimskautið. Hún benti m.a. á það, að hiti má ekki í heit- um höfum hækka meira en um 3 stig til að allt líf hverfi þar, og séu þau að þvi leyti mjög viókvæm. En dr. Rudolf sagði, að þó rétt væri að hafið við Suðurskautið væri eitt framleiðslumesta haf heims, þá væri helmingur alls lifs þar einnar tegundar, ljósáta. Á henni lifði selur, hvalir og fuglar, og þessi dýr hyrfu öll ef eitthvað kæmi fyrir þessa einu fæðuteg- und. Þarna veiða 90 þjóðir ómælt, en enginn hefur þar lögsögu eða skyldur. Var lagt til að i ályktun þessarar ráðstefnu yrði farið fram á, að í hafréttarlögum, sem nú eru til meðferðar hjá S.Þ., verði einnig gert ráð fyrir 200 milna veiðilandhelgi við Suður- heimskautslandið, þar sem eng- inn býr en notað er til vísindaiðk- ana. Sama gildi um óbyggðar eyj- ar. Þar sem nú er rætt um á hafréttarráðstefnunni, að allir megi veiða þar sem heimaþjóð nýti ekki fiskstofna, þá verði í slíkum tilfellum yfirráð undir ákvörðun visindamanna. Tvö önnur mál voru til umræðu á þinginu: Fjallaði annað eftir nokkra höfunda og um almennt umhverfi mannsins á jörðinni og hitt um áhrif og hættur þéttbýlis, innleitt af Belgíumanninum Pierre Laconte. í kvöldfundinum um mengun á íslandi tóku þátt Ragnar Hall- dórsson, forstjóri álverksmiðj- unnar, Eyjólfur Sæmundsson frá heilbrigðiseftirlitinu, dr. Dieter Altenpohl, tæknilegur fram- kvæmdastjóri Alusuisse og dr. Sturla Friðriksson. En einnig voru almennar umræður. En vegna yfirvinnubannsins er ekki hægt að segja frá kvöldfundinum. Ættlandið kvatt og haldið til Bandarfkjanna. Fyrstu fslensku hestarnir fluttir héðan til Bandarfkjanna f nokkur ár. Ljósm. Kr. 01. 30 íslenzkir hestar fluttir til Ameríku í FYRRA kvöld lagði flug- vél frá Iscargo upp í fyrsta flug félagsins með vörur til Bandarfkjanna en félag- ið hefur fengið leyfi til að fljúga til sex borga í Bandaríkjunum. Farmur vélarinnar f þessu fyrsta flugi voru 30 íslenskir hestar og eru það jafn- framt fyrstu íslensku hest- arnir, sem fluttir eru til Bandarfkjanna héðan í nokkur ár. Hestarnir eiga að fara til Long Island í New York-fylki. Samkvæmt upplýsingum frá Iscargo er ekki fullráðið hvenær fastar áætlunarferðir með vörur til Bandaríkjanna héðan og heim aftur hefjast en vonast er til að það verði síðar í sumar. Að sögn Magnúsar Yngvasonar hjá Búvörudeild SÍS, eru hestarnir 30 fluttir út í framhaldi af Ameríku- reiðinni miklu sl. sumar og er vonast til að þetta geti orðið upp- hafið að meiri hrossaútflutningi vestur um haf. íslenskur tamningamaður, Sigurður Ragnarsson frá Neskaupsstað, fer út með hestunum og er ætlunin að hann dvelji ytra I einn til tvo mánuði og þjálfi hestana. Hin nýja rafeindastýrða Kenwood Chef — vinnur hratt og ótrúlega vel Með aðstoð hjálpartækja, af- kastaði hin nýja rafeindastýrða Kenwood Chef öllu þessu á skemmri tíma en 1!4 klst. vegna þess að hún er 15% afI- meiri. Hún getur einnig hnoðað í einu 30% sta*rra deig. Hún hland ar og þeytir á fjórðungi skemmri tíma. llún er því auðveldari og hagkvæmari í notkun. Hina ýmsu aukahiuti er auð- veldara að tengja og eru þeir fjölvirkir og vinua veL Ilin raf- eindastýrða Kenwood Chef er - Hka léttari og meðfærilegri. en allt þt'tta hjáipar til að gera mat- argerðina auðveldari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.