Morgunblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1977. nÞaðer veriðað rægjaokkur íkaf" „Ertu ekki nokkuð hugaður að koma svona einn um borð og ræða við okkur togaraskipstjórana, sem virðumst vera stímplaðir glæpamenn af þorra þjóðar- innar,“ sagði Áki Stefánsson, skipstjóri á Sléttbak, er ég kom um borð í Svalbak i Akureyrarhöfn á fimmtudag. Þrátt fyrir þessa kveðju virtist mér Aki ekki þess- legur að hættulegt væri að eiga orðastað við hann og þá ekki heldur þeir félagar hans, Halldór Halldórsson, skipstjóri á Svalbak, og Sigurður Jóhannsson, skip- stjóri á Harðbak. En broddurinn i kveðjunni var sannur af þeirra hálfu. „Það er búið að andskotast svo i þessum fiskveiðimálum að undanförnu með alls kyns útúrsnúningum og lygum, að okkur finnst hreinlega, sem verið sé að rægja okkur í kaf,“ sagði Sigurður. En ailt um það ræddum við þarna i bróðerni um fiskveiðimálin vítt og breitt; aflabrögð, sókn, veiðarfæri og svæðisaðgerðir. Og auðvitað kom smáfiskadráp til tals, svo og bann við flotvörpu. Það var Sigurður, sem eiginlega sneri dæminu við með því að skjóta fram spurningu strax i upphafi. „Hvað er smáfiskur?" spurði hann. Og reyndar svaraði hann líka. „Það er ekki von að almenningur átti sig á þessu, þegar fleiri en einn skilningur er hafður uppi á þessu grundvallarmáli. Fiskifræðingarnir setja hættumörkin á 58 sentimetra, en fiskmatið er með 50 sentimetra. Það er ekki von á skynsam- legum viðbrögðum fólks, þegar ofan á allt annað bætist, að menn geta meint eitt og annað með sömu orðunum. En ég segi það alveg hreinskilninslega, að fiskstæðin hefur ekkert breytzt. Þetta er alveg sami fiskurinn og hér hefur alltaf verið veiddur fyrir Norðurlandi og vestan. En hitt er svo aftur annað mál, að áður voru Bretarnir einir um smá- fiskaslóðirnar, en við gátum hagað okkar, sókn þannig að vera alltaf í stóra fiskinum." Ekki friðunaraógerðir heldur bann við togveiðum „En nú er búið að loka þessu öllu fyrir okkur,“ segir Aki. „Við eigum engan aðgang að þorskmiðunum frá Eystra- Horni að Látrabjargi og um leið er búið að útiloka okkur fá okkar hefðbundnu ufsamiðum á haustin. Með öllum þessum aðgerðum er okkur beinlínis beint á þær slóðir, sem við höfum ekki áður sótt á. . . .“ „Þetta er svo yfirgengileg vitleysa,“ skýtur Halldór inn i. „ Ef nokkurt vit væri í þessum stjórnunaraðgerðum, þá ætti auðvitað að hleypa okkur á stórfiski- slóðirnar, fvrst menn eru nú alltaf uppi með þau orð að það sé stórfiskurinn sem eigi að drepa.“ „. . . og það er algjört rangnefni að kalla þessar aðgerðir friðunaraðgerðir," heldur Áki áfram. „Líttu bara á kortið, sem þið Morgunblaðsmenn birtið í dag. Sjáðu öll þessi svæði. Þetta er ekki friðun. Þetta er bann við togveiðum og ekkert annað. Tökum til dæmis stóra svæðið út af Norð-Austurlandi. Það er lokað fyrir okkur allt árið út að 70 milum. En ein- mitt þarna utan tuttugu mílna vitum við af gamalli reynslu að er stórfiskaslóð. Og hvað gerist. Jú, auðvitað er svæðið fyllt af netum. Orðið friðun á ekki við, þegar um það er að ræða að aðeins eitt veiðar- færi er útilokað af svæðinu. Það ætti þá að banna þar öll veiðarfæri. Þessar aðgerðir eru ekkert annað en beinar pólitiskar árásir á togarana.“ „Kolbeinseyjarsvæðið er nú bezta dæmið upp á þetta,“ segir Sigurður. „Þar var okkur vísað burt, en þá stefndi þangað netafloti og svæðið var bókstaf- lega þakið netum. Svona geðþóttaákvarðanir eru náttúr- lega ekkert annað en vitleysa. Svo er friðunarnafnið sett á þetta til að fela togaramenn gerðum þá samþykkt um að fara af svæðinu og sendum beiðni til sjávarútvegsráðuneytisins um að svæðinu frá Ingólfshöfða að Stokksnesi yrði lokað fyrir öllum veiðum, vegna smáfisks. En af þvi þetta kom frá togur- unum, þá var því auðvitað ekki sinnt, heldur lesin upp grútmáttlaus til- kynning í útvarpið um að bátar væru vinsamlegast beðnir að fara af svæðinu. En svona kurteisi hreif nú ekki á bátana. Þéir héldu áfram og af auknum krafti, ef nokkuð var. En við á togurun- um sigldum burt sjálfviljugir. Svona vorum við nú innstiiltir þá. Og við höfum ekkert breytzt". — En þið voruð nú ekki beint hlýorðir í garð friðunaraðgerðanna áðan. „Þú kallar þetta friðunaraðgerðir en ekki við, því friðunaraðgerðir eiga að vera skynsamlegar og réttlátar," segir Halldór. „Það sem hins vegar er að gerast, er það, að það er verið að útiloka okkur frá stórfiskssvæðum til hagræðis fyrir netasjómenn og slikt er engin friðun. Friðun er að loka fyrir öll veiðarfæri vitleysuna og fjölmiðlarnir éta upp stríósópið; friðun, friðun! Það er ekki nema von, að fólkið haldi að friðunin felist í þvi að ganga af togurunum dauðum. Ég held til dæmis, að við séum allir sammála um það, að svæðið sem Aki nefndi út af Norðausturlandi, að utan tuttugu mílnanna þar sé eina svæðið hér nyrðra, þar sem aldrei hefur fengizt annað er stórfiskur. Og því er lokað fyrir okkur." „Það má eiginlega segja að við togara- sjómennirnir séum þeir einu, sem sýnum raunhæfri friðun einhverja virðingu, því við erum með svo stóra möskva að smáfiskur sést ekki í aflan- um,“ bætir Halldór við. „Já og ég vil rifja upp gamla sögu i þvi sambandi," segir Aki. „Hún er frá þeim tíma að hrópin um friðunina voru ekki byrjuð. Þá var ég að veiðum við Ingólfshöfða og allt í einu hvarf allur stóri fiskurinn og við vorum komnir í tóma smáýsu. Við eins og gert er með Gildruna i Þveráln- um og svæðið á Eldeyjarbankanum. Slík- um friðunaraðgerðum erum við hlynnt- ir.“ Meiri helvítis vitleysan þetta tal um smáfiskadráp — En hvað með smáfiskadrápið? „Það er ekki um neitt smáfiskadráp að ræða,“ segir Halldór. Og hann kveður fast að orðunum. „Möskvastærðin sér til þess, að það getur ekki verið um smá- fiskadráp að ræða. Enda sést það bezt á skýrslunum, þegar í land er komið, að togararnir moka ekki smáfiski á land.“ — Er honum þá ekki hent úti á sjó? „Það er nú meiri helvitis vitleysan þetta tal um að smáfiski sé hent i stórum stíl,“ segir Sigurður. „Ég kannast ekki við það, að við séum að fleygja fiski i stórum stil fyrir borð vegna þess að hann sé smáfiskur," segir Morgunblaðið ræðir við togaraskipstjóra á Akureyri — Texti og myndir: Freysteinn Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.