Morgunblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JUNÍ.1977. Svfar Binda miklar vonir viB Vilhjálm Kjartansson, en hann leikur sinn fyrsta laik með Norrby annaS kvöld. Keflavíkingar Almennur kynningarfyrirlestur um tæknina Innhverf íhugun, Transcendental Meditation technique verður í Verkalýðshúsinu (Vík) í kvöld, miðvikudag kl. 20.30. Innhverf íhugun er auðlærð, auðæfð, krefst engrar einbeitingar eða erfiðis, losar djúpstæða streitu og eykur sköpunar- greind. Þetta staðfesta vísindalegar rannsóknir. Öll um heimill aðgangur. íslenska íhugunarfélagid. Texti: Ágúst I. Jónsson Myndir: Friöþjófur Helgason — Blessuó hamingja var þetta, varð einum af framámönnum knattspyrnumála I Val að orði er flautað var til loka leiks Vals og Fll í 1. deildinni I fyrrakvöld. FH-ingar höfðu verið slzt lakari í þessum leik og drýgri á stundum, en eigi að síður átti það fyrir þeim að liggja að tapa leiknum 0:1. — Okkur virðist allt lagið I knattspyrniinni annað en að skora, sagði heitur FH-ingur er hann hélt vonsvikinn af Laugar- daisvellinum að leiknum loknum. Það var unglingalandsliðs- maðurinn Jón Einarsson, sem skoraði mark Y'alsmanna I þess- um leik. Hafði Jón komið inn á sem varamaður er um 15 mínútur lifðu af leiktímanum. Y'ar reynd- ar ekki laust við að brosað væri að nýliðanum er hann hljóp inn á völlinn með ullarvettlinga á höndum. En það var ekki hrosað lengi að þessum snaggaralega pilti. Ilann skoraði markið, sem skipti máli í þessum leik, á 85. mínútunni og átti skömmu síðar gott skot, sem bjargað var á mark- línu — eða rétt fyrir innan hana? FH-ingar höfðu kaldann heldur með sér í fyrri hálfleiknum og sköpuðu sér þá hættulegri tæki- færi en Valsmenn. 1 seinni hálf- leiknum átti maður von á að þetta breyttist, en svo varð ekki. FH- liðið var áfram skárri aðilinn í þessum leik. Ekki var þarna um neina sérstaka knattspyrnu að ræða, en annað slagið sáust þó góð tilþrif, nettir þríhyrningar manna á milli og einstaklingsframtak, sem gerði usla, sama hvorum megin var á vellinum. í fyrri hálfleiknum var tæplega ástæða til að lyfta minnisbókinni, en á 20. mínútu þess síðari skall hurð nærri hælum við mark \7als er Ólafur Danivalsson átti skot í slá af stuttu færi, en erfiðu. Ná- kvæmlega 20 mínútum síðar skor- aði Jón Einarsson síðan fyrir Val, eftir að Atli Eðvaldsson hafði átt gott skot í stöng. Þaðan hrökk knötturinn fyrir fætur Inga Birni, sem var broti of seinn og áfram rúllaði knötturinn til Jóns, sem kunni sitt fag og sendi knöttinn örugglega í tómt markið. í lok leiksins lék Jón lag- MAHARISHI MAHESH YOGI * Islenzku knattspyrnumennirnir í Svíþjóð: Allir standa þeir sig vel, en lið þeirra nokkuð frá toppinum ÞEIR Teitur Þórðerson og Matthías Hallgrfmsson hafa báðir staðið vel fyrir sfnu með Jönköping og Halmia f 2. deildinni f Svfþjóð það sem af er þessu keppnistfmabili. Hins vegar hefur Vilhjálmur Kjartansson enn ekki fengið leyfi til að leika með Norrby, en fyrsti leikur hans verður annað kvöld og eru miklar vonir bundnar við frammistöðu Vilhjálms, eða „Willa" eins og Svfarnir kalla hann. öll leika lið íslendinganna f sama riðli f 2. deildinni og áður en lengra er haldið birtum við stöðuna f deildinni: Atvidaberg 9 6 3 0 16 5 15 Mjállby 9 4 4 1 8: 4 12 Hajmia 9 3 5 1 15: 8 1 1 Hásselholm 10 5 1 4 13: 1 2 1 1 Helsingborg 9 4 2 3 1 1: 8 10 Helsingborg 9 4 2 3 1 1 8 10 Alvesta 9 3 4 2 14: 13 10 Norrby 8 2 5 1 7 6 9 Jönköping 9 3 3 3 12: 14 9 Örgryte 9 2 5 2 1 1: 13 9 Ráá 9 3 1 5 10: 10 7 GAIS 8 1 4 3 6 5 6 IFK Malmö 9 1 4 4 8: 15 6 Grimsás 8 0 5 3 3: 8 5 Ulricehamn 9 1 2 6 7: 20 4 í síðustu viku lék Jönköping gegn Hássleholm og lauk leiknum með 1:0 sigri Teits og félaga Skoraði Teitur eina mark leiksins og I sænskum blöð- um fékk hann mjög góða dóma fyrir frammistöðuna. Teitur verður I lands- liðshópnum gegn N-írum á laugar- daginn. Matthlas fær hins vegar ekki leyfi frá félagi sínu til að koma til þess leiks. í síðustu viku lék Halmia gegn því fræga félagi Átvidaberg á útivelli og sigraði heimaliðið 3:2. Þótti Halmia þó eiga sízt minna í leiknum og náði reyndar 2:0 forystu í fyrri hálfleiknum. í einu Gautaborgarblaðanna rákumst við nýlega á frétt um Vilhjálm Kjartans- son þar sem meðal annars er spjallað við Valsmanninn fyrrverandi Segir þar að eftir að Norrby hafi misst sinn sterkasta varnarmann, Vito Knezevic, hafi félagið orðið að leita að leikmanni fyrir hann og þá annars staðar en I Svfþjóð. Hafi fyrst verið hugsað um Danmörku eða Bretland, en leikmaðurinn, sem félagið var á eftir hafi sfðan fundist uppi á íslandi. — Forráðamenn Norrby höfðu samband við mig á fimmtudegi, daginn eftir var ég kominn á æfingu með Norrby í Borás, segir Vilhjálmur í viðtalinu. — Ég gat ekki hafnað því tilboði. sem Norrby gerði mér. Það voru að vfsu freistandi verkefni framundan sem íslandsmeistari í Evrópukeppni, en hér f sænsku 2. deildinni tel ég meiri möguleika á að auka kunnáttu mfna og getu heldur en heima. Hér eru fleiri leikir og lengra keppnistfmabil og það er ekkert leyndarmál að ég stefni að þvf að komast f algjöra atvinnumennsku f fþrótt minni, segir Vilhjálmur Kjartans- son að lokum í þessu viðtali. FH-INGAR GETA ALLT NEMA SKORAÐ MÖRK Valur - FH 1:0 lega á varnarmenn FH og vippaði yfir Þorvald markvörð FH, sem var þó snöggur til baka og náði að slá knöttinn frá er hann var á leið í netmöskvana. Einu sinni hafnaði knötturinn í marki Vals í leiknum, en nokkru áður en Ólafur Danivalsson skall- aði í netið hafði verið dæmd auka- spyrna á FH, trúlega fyrir að stjaka við Sigurði markverði Dagssyni. Valsmenn hafa einhvern Jón Einarsson er skrefinu á undan Loga Ólafssyni í knöttinn og skot hans hafnar örugglega í netinu. Atli Eðvaldsson er álengdar, en hann átti mestan heiðurinn að markinu. veginn ekki enn náð sér á strik þó þeir séu komnir með 10 stig í 1. deildinni. í liðið vantar talsvert sé miðað við síðasta ár. Þá munar um minna en Guðmund Þor- björnsson, sem lék ekki með í gær vegna leikbanns. Beztu menn \7alsliðsins í gær voru Sigurður Dagsson markvörður, Atli Eð- valdsson og Dýri Guðmundsson. FH-ingar eru sprækari nú en áður og hefur Þórir Jónsson greinilega unnið gott starf með liðið. Meiri breidd er í FH-liðinu en áður, úthald leikmanna gott og VALUR: Sigurður Dagsson 3, Grímur Sæmundsen 1, Dýri Guð- mundsson 2, Guðmundur Kjart- ansson 2, Atli Eðvaldsson 3, Al- bert Guðmundsson 2, Hörður Hil- marsson 1, Ingi Björn Albertsson 2, Bergsveinn Alfonsson 1, Magn- ús Bergs 2, Kristján Ásgeirsson (vm) 1, Magni Pétursson 1, Jón Einarsson (vm) 2. FH: Þorvaldur Þórðarson 3, Viðar Halldórsson 2, Ólafur Dani- valsson 2, Pálmi Jónsson 2, Janus Guðlaugsson 2, Jóhann Ríkharðs- son 2, Árni Geirsson (vm) 1, Magnús Teitsson 1, Logi Ólafsson 2, Gunnar Bjarnason 3, Þórir Jónsson 3, Andrés Kristjánsson 2. Dómari: Eysteinn Guðmundsson 2. samvinna með ágætum. Enn vantar þó herzlumuninn og FH- ingar verða að bæta örlitlu við sig ætli þeir ekki að lenda í erfiðleik- um í 1. deildinni í ár, eins og undanfarin ár. Þorvaldur, Gunnar og Þórir voru beztir. I stuttu máli: íslandsmótið 1. deild, Laugardals- völlur 6. júní. Valur — FH 1:0 Mark Vals: Jón Einarsson á 85. mínútu. Áminning: Grimur Sæmundsen fyrir gróft brot. Áhorfendur: 530.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.