Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 29
L MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987 29 A.GSINS í REYKJAVÍK atthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, sem er í ræðustól, en honum rra Ítalíu, undanskildum, sem situr á fremsta borðinu við hlið Carr- igrafa unumokkar áfram — fulltrúar austurs og vesturs ræða ekki annars staðar saman um takmörkun hefðbundinna vopna — þar til annar viðunandi vettvangur hefur fundist. Ég ætla í stuttu máli að ræða um samskipti austurs og vesturs á öðrum sviðum en þeim, er snerta afvopnun. Áður en við getum tekið til við að ræða um breytingar þurfum við meiri og haldbetri vitneskju um breytingar á stefnu Sovétríkjanna. Á að minnsta kosti tveimur sviðum geta Sovétmenn látið strax til skarar skrfða í því skyni að sannfæra okkur um að þeir vilji í raun heilbrigðara andrúmsloft í al- þjóðamálum. I fyrsta lagi lítum við til Afganistans. Það er algjört skil- yrði fyrir því að samskipti austurs og vesturs batni, að sovéski herinn verði kallaður frá Afganistan og landið fái fyrri stöðu sína sem hlut- laust og utan hemaðarbandalaga. í öðru lagi lítum við á það, hvemig Sovétmenn standa að þvf að fram- kvæma þá samninga, sem hafa verið gerðir innan ramma ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu. Eins og rfkisstjómum Atlantshafs- bandalagsríkjanna er ljóst af þeim skýrslum, sem þær fá á sex mánaða fresti um þessi mál, hefur lítil grund- vallarbreyting orðið — aðeins er um einangmð tilvik að ræða og gjaman til að sýnast í augum Vesturlanda. Hvað sem þessu líður tel ég skyn- samlegt fyrir okkur að fylgjast af opnum huga með því sem er að ger- ast í Sovétríkjunum og gera allt sem í okkar valdi stendur til að auka á skilning milli okkar og þeirra. Af nýjustu skýrslu stjómmála- og efna- hagsnefndarinnar má greinilega ráða einn þátt í skapgerð Gorbachevs: hann er hvorki byltingarmaður né gagn-byltingarmaður, en hann er umbótasinni, sem er smátt og smátt að opna Sovétríkin gagnvart um- heiminum. Þetta gefur okkur í sjálfu sér meiri vonir um að unnt sé að hafa jákvæð áhrif á þróun mála í Sovétríkjunum, en tækifæri til slfks hafa varla gefist til þessa. Ég vil ekki að þessi hátfðlegi fund- ur líði án þess að minnst sé á Marshall-aðstoðina, en í ár em 40 ár síðan til hennar var stofnað. Með henni var lagður gmnnurinn að end- urreisn Vestur-Evrópu úr rústum síðari heimsstyijaldarinnar. Á þess- um ámm vom lífslqör í mörgum Evrópuríkjum slæm og fóm versn- andi. Iðnaðarframleiðsla var orðin minni en á ámnum fyrir stríð og land- búnaðar-framleiðsla hafði minnkað næstum um ijórðung. Inn í þetta þreytta æðakerfi Evrópu streymdi síðan blóðið frá Marshall-áætluninni. Á fyrsta ári áætlunarinnar nam að- stoðin næstum 4% af landsfram- leiðslu Vestur-Evrópu. Hitt var ekki síður mikilvægt, að með Marshall- aðstoðinni skuldbundu Bandarfkja- menn sig til að bera hluta ábyrgðar- innar vegna framtíðar Vestur-Evrópu og með aðstoðinni var einnig mótaður rammi fyrir nána samvinnu er stuðl- aði að því að Atlantshafssamstarfið þróaðist. íbúar ftjálsrar, lýðræðis- legrar og blómlegrar Vestur-Evrópu minnast George Marshall með þakk- læti og hinnar miklu áætlunar hans, sem sameinaði með einstökum hætti sögulegt innsæi, pólitískt hugrekki og ómetanlegt veglyndi bandarísku þjóðarinnar. Ég held, að Marshall hershöfðingi yrði hvorki fyrir vonbrigðum, ef hann gæti séð þær framfarir, sem hafa orðið á Vesturlöndum á síðustu árum, né myndi hann sjá eftir öllu því, sem gefið var á sínum tíma. Við lifum það, sem Kínveijar kalla „áhugaverða tírna". Vafalaust verða þeir orðnir ennþá áhugaverðari, þeg- ar við hittumst næst á utanríkisráð- herrafundi bandalagsins í Brussel í desember næstkomandi. Þegar við lítum á öll þau verk, er við höfum að vinna, er ekki úr vegi að minnast þess bæði fyrir okkur sjálfa og aðra, hvað margt hefur tekist vel hjá okkur á liðnum árum og hvers vegna. Sum þeirra verkefna, sem við þurf- um nú að inna af hendi, eiga rætur að rekja til okkar eigin þolgæðis, samheldni okkar og markviss starfs. Við eigum hvorki að láta undir höfuð leggjast að takast á við þessi verk- efni né telja okkur trú um, að við höfum sigrast á þeim á miðri leið. Til þess að ná fullnægjandi árangri MATTHÍAS Á. MATHIESEN, utanríkisráðherra: Fríðurinner þrotíaust starf Hér birtist í heild ávarp, sem utanríkisráðherra flutti við setn- ingu vorfundar Atlantshafs- bandalagsins í gær. Það er mér mikill heiður að bjóða ykkur öll velkomin til íslands á þennan vorfund Atlantshafsráðsins en þetta er í annað skipti sem slíkur fundur er haldinn í Reykjavík. Fundarstaðurinn er einkar við- eigandi nú þegar samkomulag um útrýmingu meðaldrægra og skammdrægra kjamavopna úr Evr- ópu virðist innan seilingar. Aðeins átta mánuðir eru liðnir síðan leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétrílqanna hittust hér og lögðu þurfum við þó enn að bæta aðferðir okkar til halda uppi pólitísku samr- áði. Ég vona, að á þessum fundi hér stígum við nýtt skref til þeirrar áttar í starfi bandalagsins, og við verðum sameinaðri en nokkru sinni fyrr, þeg- ar við heljum þau erfiðu og ákaflega alvarlegu störf, sem bíða okkar á næstu mánuðum. grunn að slíku samkomulagi. Fyrir um 10 árum hófu Sovét- menn uppsetningu meðaldrægra kjamavopna í Evrópu. Samstaða varð um það meðal ríkja Atlantshafsbandalagsins að svara þeirri ógn með því að hvetja Sovétmenn til að falla frá uppsetn- ingu vopnanna. Að öðrum kosti yrði samskonar vopnum komið fyrir í Vestur-Evr- ópu. Þessi tvíhliða ákvörðun var um- deild og sætti mikilli gagnrýni í ríkjum bandalagsins. En framkvæmd hennar er for- senda þess að hin svonefnda „núll- lausn" getur orðið að vemleika og til marks um mikilvægi samstöð- unnar fyrir öiyggi og vamir vest- rænna þjóða. Með ákvörðun sinni sýndu ríki Atlantshafsbandalagsins nauðsyn- lega einurð og vilja til að veija hendur sínar. Vilja sem er ekki síður mikilvæg- ur en vopnin því hann hefur sannfært mótaðilann um að best sé að báðir dragi úr vígbúnaði sínum. Rétt er að fara nokkmm nánari orðum um þessi sannindi, ekki síst með tilliti til þess að eitt helsta ein- kenni pólitískrar umræðu á okkar dögum er sífelldur samanburður á vopnabúnaði og herstyrk einstakra ríkja. Þykkir doðrantar em settir sam- an með tölulegum upplýsingum um flölda eða magn einstakra vopna, sprengikraft þeirra og fælingar- mátt. Allt hefur þetta vitaskuld sitt gildi svo langt sem það nær, en það er samt máttur hugsjóna og hug- mynda sem skiptir sköpum þegar til alvömnnar dregur. Og hver er sá máttur? Öll samanlögð menning hins vestræna heims er vitnisburður um mátt hugmynda og hugsjóna. Einstaklingar hegða sér í sam- ræmi við hugmyndir sínar um umhverfíð og umgangast þessar hugmyndir eins og þær séu raun- vemleikinn sjálfur. Það skiptir því öllu máli fyrir framtíð Vesturlanda að trú ein- staklinga á sameiginlegar hugsjónir og verðmæti sé áfram traust en ekki lítilsvirt sem einskis nýt eða fölsk. Meðal þessara hugsjóna era lýð- ræði og frelsi og sú tillitssemi við 7 náungann sem kynslóðimar hafa' fest í lög, siði og venjur í þeim sam- félögum sem urðu til við þrotlausa baráttu fyrir réttindum gagnvart gerræðisvaldi einvaldsstjóma. Það var vilji almennings til að veija þessi verðmæti sem réð úrslit- um í síðustu heimsstyijöld og varð einnig til þess að lýðræðisþjóðir í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku mynduðu með sér Atlantshafs- bandalagið. Tilgangurinn með vamarsam- starfí þessara ríkja er ekki og getur ekki orðið sá að safna vopnum til þess að fara með ófriði á hendur öðmm þjóðum heldur til þess að tryggja sér þann frið, sem felur í sér þróun á grundvelli framan- _ greindra verðmæta. „Herstyrkur" og „fælingarmátt- ur“ hljóta ávallt að vera á eins lágu stigi og mögulegt er, þótt sú skylda hvíli jafnframt á stjómvöldum í lýð- ræðisríkjum að tryggja ömggar landvamir. í ræðu sinni við setningu vor- fundar Atlantshafsbandalagsins Sjá næstu síðu Ávarp STEINGRÍMS HERMANNSSONAR, forsætisráðherra, við setningu NATO-fundarins: Styðjum hina tvöföldu núll-lausn Ráðherrar, framkvæmdastjóri, góðir gestir. I nafni ríkissljómar íslands býð ég erlenda gesti velkomna til ls- lands. Ég býð ykkur velkomna til eins mikilvægasta fundar Atlants- hafsbandalagsins. Atlantshafsbandalagið var mynd- að af nauðsyn. Vaxandi ágengni Sovétríkjanna í Evrópu sannfærði vestrænar þjóðir um nauðsyn þess að standa saman. Fjömtíu ár hafa sannað, að þessi ákvörðun var rétt. Á sama tíma og hemaðarlegir árekstrar og ófriður hefur verið í öðmm heimshlutum, hefur friður verið tryggður í Evrópu. Þrátt fyrir ríkan vilja til hlutleys- is, gekk Island í Atlantshafsbanda- . lagið 1949. Þá var því lýst yfír, að erlendur her yrði ekki í landinu á friðartímum, en nauðsynleg aðstaða látin í té ef til hemaðarátaka kæmi. Okur þótti, og þykir enn, mest ör- yggi í þeirri grundvallaryfirlýsingu bandalagsins, að árás á eitt ríki skoð- ast sem árás á öll. Því miður hefur viðunandi friður hins vegar ekki ver- ið talinn í heiminum síðan fyrir Kóreustyijöldina. Sá friður, sem tryggður hefur ver- ið í Evrópu, hefur þó ekki náðst án fóma. Hann er byggður á hemaðar- legri firringu og hefiir leitt til kjamorkuvopnakapphlaups, sem hef- ur farið fullkomlega úr böndunum. Það er friður, sem byggist á ótta, og líf í ótta er ekki það góða mannlíf, sem við og aðrir viljum. Hinar, að því er virðist árangurs- lausu viðræður á milli risaveldanna, fengu nýjan og sterkan lífsneista á toppfundinum í Reylq'avík í október sl. Á þessum fundi verður ákveðin afstaða Norður-Atlantshafsbanda- lagsins til fyrstu marktæku tillagn- anna um fækkun kjamorkuvopna, sem fram koma eftir toppfundinn. Þetta er ákaflega mikilvægur fund- ur. Afstaða okkar íslendinga er ljós. Við leyfum ekki Iq'amorkuvopn á íslensku yfírráðasvæði. Þetta var samhljóða staðfest af Alþingi $ maí 1985. Ennfremur var samþykkt að styðja kjamorkulaust svæði í Norð- ur-Evrópu, frá Grænlandi til Úral- fjalla, á landi, en einnig á og í hafínu. Með því viljum við leggja áherslu á að Norður-Atlantshafinu verði ekki breytt í lqamorkuvopnabúr, þegar kjamorkuvopn em fjarlægð af þurm landi. í samræmi við þessa afstöðu styðj- um við hina svokölluðu tvöföldu núll-lausn, þ.e. að fjarlægðar verði bæði meðal- og skammdrægar eld- flaugar frá Evrópu. Slíkt skref krefst að sjálfsögðu ömggs eftirlits og jafti- vægis í hefðbundnum herafla, en það má ekki stranda á efasemdum og tortryggni. Efnavopn verður einnig að banna, og ég a.m.k. leyfí mér að vona, að þessi áfangi leiði að lokum til útrýmingar allra kjamorkuvopna. Við treystum því að ákvörðun fundarins verði fagnað af mannkyni öllu. Þá mun sagan segja, að þessi fundur hafi valdið straumhvörfum. Með það í huga býð ég fundarmenn velkomna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.