Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987 Breyttar reglur verðjöfnunarsjóðs: Jöfnun á afkomusveiflum færist yfir á fyrirtækin „ÞESSAR breyttu reglur um verð- jöfnunarsjóð þýða i raun að jöfnun afkomusveiflna hlýtur að færast yfir á einstök fyrirtæki í fisk- vinnslunni," sagði Þórður Frið- jónsson, forstjóri Þjóðhagsstofn- unar, er hann var spurður um áhrif þess á stöðu og afkomu verð- jöfnunarsjóðs að frystingin hættir að greiða í sjóðinn og mjög dregur úr greiðslum saltfiskvinnslunnar, samkvæmt þeim breytingum á reglum sjóðsins sem stjórn hans ákvað síðastliðinn miðvikudag. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Rithöfundarnir þrír er hlutu verðlaun fyrir samningu lestrarbóka fyrir yngstu nemendurna. Talið frá vinstri: Friðrik Erlingsson, Ragn- heiður Gestsdóttir, Torfi Hjartarson og Ásgeir Guðmundsson, námsgagnastjóri. Námsgagnastofnun verðlaunar lesefni fyrir byrjendur Þórður sagði að erfítt væri að meta nákvæmleg þau áhrif sem hinar breyttu reglur hefðu á stöðu sjóðsins. „Þó er ljóst, að í framtíðinni verður sjóðurinn vanhæfur að greiða upp- hæðir sem skipta verulegu máli, ef verðið lækkar. Á móti kemur hins vegar að verðhækkun á eftir að koma fram í betri eiginfj'árstöðu viðkom- andi fyrirtækja, sem þar af leiðandi verða í betri aðstöðu til að taka skakkaföllum í framtíðinni. Þetta þýðir því í raun að fískvinnslan getur ekki treyst á verðjöfnunarsjóðinn heldur færist ábyrgðin yfír á fyrir- tækin sjálf. Þau verða þá sjálf að nota góðu árin til að byggja sig upp og koma sér upp varasjóði sem grípa má til þegar illa árar,“ sagði Þórður. Hann benti þó á að með þessu væri ekki verið að leggja verðjöfnun- arsjóð niður, þótt nokkuð hefði dregið úr verðjöfnunarhlutverki hans. „Nú er fískverðið fíjálst og hvort það fyr- irkomulag verður varanlegt eða ekki fer eftir framvindunni næstu mán- uði. Ef það verður varanlegt fyrir- komulag þýðir það auðvitað að verðjöfnunarsjóðurinn hættir með tímanum að gegna því hlutverki sem honum var upphaflega ætlað. Það er auðvitað hægt að jafna afkomusveifl- ur á ýmsan hátt og þessar breytingar þurfa alls ekki að hafa í för með sér að það verði óviðráðanlegt verkefni að jafna slíkar sveiflur í framtíðinni. Væntanlega verða það þá fyrirtækin sjálf sem axla þá ábyrgð," sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar. Bandamenn ræðast við fyrir morgunverð Það bar til tíðínda í gærmorgun að utanríkisráðherrar Banda- ríkjanna og Vestur-Þýskalands, þeir George Shultz og Hans- Dietrich Genscher, áttu saman hálftíma langan fund fyrir morgunverð, en Vestur-Þjóðveijar hafa einmitt verið þjóða smeykastir við tillögur tun stórfellda afvopnun stórveldanna í Evrópu og óttast að öryggi sitt verði ekki jafntryggt og áður. Er talið að Shultz hafi viljað sannfæra Þjóðveija um að Banda- ríkjamenn muni ekki hvika frá vamarskuldbindingum sínum við Sambandslýðveldið þrátt fyrir samninga í þessa vem. Eftir fund þennan snæddu þeir óformlegan „Berlínarmorgunverð“ ásamt utanríkisráðherrum Frakklands og Bretlands, þeim Jean- Bernand Raimond og Sir Geoffrey Howe, en ríki þeirra eiga einmitt hagsmuna að gæta á hemámssvæðunum I Berlín. NÁMSGAGNASTOFNUN af- henti í gær þremur rithöfundum verðlaun i samkeppni um samn- ingu lestrarbóka handa byijend- um. Samkeppnin á að standa í 2-3 ár og er skilafrestur þrisvar á ári. Fyrsta tímabilið stóð frá 1. febrúar til 1. maí síðastliðinn og bárast 19 handrít. Höfundam- ir þrír sem hlutu verðlaun i þessarí fyrstu umferð vom þau Fríðrík Erlingsson fyrír „Lítill strákur í sveit“, Ragnheiður Gestsdóttir fyrír „Sköpun heims- ins“ og Torfi Hjartarson fyrir „Egill“. „Lítill strákur í sveit“ er sam- tímasaga um lítinn strák sem fer í sveit til afa síns, „Sköpun heims- ins“ er unnin upp úr sköpunarsögu Biblíunnar og „Egill“ er unninn upp úr frásögn úr Egilssögu sem fjallar um æsku Egils. Myndir gegna mjög veigamiklu hlutverki í öllum bókun- um en þær verða gefnar út á næstunni. Forsaga þessa máls er að á síðasta ári flallaði nefnd á vegum Námsgagnastofnunar um lesefni handa yngstu nemendum grunn- skóla. Niðurstaða nefndarmanna varð sú að mikill skortur væri á lesefni handa bömum sem væru að byija að lesa og væri því brýnt að hefja útgáfu á efni sem væri bæði áhugavekjandi og auk þess sett fram á þann hátt að þessir nemend- ur gætu lesið. í framhaldi af þessu var ákveðið að ráðast í þessa sam- keppni. Hvert handritshöfundur sem fékk verðlaun fékk 30.000 krónur auk höfundaréttar og viðurkenning- arskjals frá Námsgagnastofnun. Dómnefndina skipuðu þau Þuríður J. Kristjánsdóttir, formaður, Andrés Guðmundsson og Þuríður Jóhanns- dóttir. Næsti skilafrestur rennur út 15. september og verður nánar aug- lýstur síðar. Selja má silung fyrir 40-65 milljónir króna erlendis „Landbúnaðarráðuneytið stendur í veginum,“ segja silungsveiðibændur MARKAÐSKÖNNUN, sem fram- kvæmd var nýveríð á vegum Byggðastofnunar, bendir til þess, að markaður sé fyrir hendi er- lendis fyrir villtan silung, sem skilað gæti 40-65 milljónum i gjaldeyrístekjur. Byggðastofnun hefur undanfarín ár lánað tals- vert fjármagn til bænda, sem hyggjast hefja silungsveiðar, en að sögn silungsveiðibænda hefur landbúnaðarráðuneytið staðið gegn þessum veiðum. Byggðastofnun efndi í gær til Samtök herstöðva- andstæðinga: Mótmæli á Haga- torginu SAMTÖK herstöðvaandstæð- inga héldu útifund á Hagatorgi um kl. 18.00 í gærdag. Um þijú hundrað manns sóttu fundinn, sem haldinn var í blíðskapar- veðri^ á iðjagrænu hringtorg- inu. Á borðum og skiltum sem fundarmenn bára máttí sjá slagorð sem hvöttu til fríðar, afnáms vigfoúnaðar, úrsagnar íslands úr Atlantshafsbanda- laginu og brottrekstrar vamar- liðsins. í fundarlok var samþykkt ályktun þar sem skorað er á ut- anríkisráðherra að ljá þeim tillög- um lið sem stuðlað geti að minnkun vígbúnaðar í Evrópu og Morgunblaðið/JúlíuB Hjördis Hjartardóttir fundarstjórí les upp áskorun til utanríkis- ráðherra sem fundarmenn á Hagatorgi samþykktu. gefa út yfirlýsingu um að íslend- ingar muni ekki sætta sig við að vígbúnaður verði aukinn á norður- slóðum. Ræðumenn á fundinum voru Margrét Bjömsdóttir frá Neista- stöðum og Eiríkur Hjálmarsson. Lokaorð áskorunarinnar sem fundarmenn samþykktu eru þau „að sérhvert skref í afvopnunar- átt færi okkur nær því markmiði allra friðelskandi íslendinga sem kristallast í orðunum ísland úr NATO - herinn burt.“ málfundar, þar sem kynnt var skýrsla, sem Sigmar B. Hauksson vann að fyrir hönd stofnunarinnar um markað fyrir villtan silung á erlendri grund. í skýrslunni kemur fram, að góður markaður sé fyrir villtan silung í Evrópu. Bendir skýrsluhöfundur á, að eftirspum eftir villtum laxi hafi stóraukist og verðsprenging orðið á honum og ætla megi að sama verði upp á ten- ingnum með silung. Segir í skýrslunni að vandinn sé greinilega ekki sá að markaðinn vanti, heldur það að gera þurfí veið- amar áhugaverðar, svo að hægt sé að fá nægilegt magn. Ljóst sé einn- ig að nægilegt hráefni sé fyrir hendi og talið sé af sérfræðingum, að veiða megi um 500 - 1.000 tonn af silungi á ári úr íslenskum vötn- um. Bent er á að flest íslensk vötn séu vannýtt og að mörg þeirra mætti rækta upp og nýta. „Útflutn- ingur á villtum silungi gæti svo rutt veginn fyrir markað á eldis- fiski," segir síðan í skýrslunni. í lok skýrslunnar er svo m.a. lagt til að komið sé á móttökustöð fyrir silung í Reykjavík og að komið verði á fót lítilli verksmiðju til að fram- leiða vörur úr silungi. Af hálfu talsmanna Félags sil- ungsveiðibænda kom fram sú skoðun, að stærsta vandamálið væri „félagslega hliðin". Bændur hefðu fengið lánað fé til veiðafæra- kaupa og fleira, sem bæri að þakka, en hins vegar stæði úrelt veiðilög- gjöf og viljaleysi landbúnaðarráðu- neytis og veiðimálastofnunar í veginum. Var á fundinum nefnt dæmi þess að ráðuneytið hafí hindr- að bónda við að nýta rétt sinn, sem hann hafði þó innan ramma lag- anna. Einnig kom það fram, að veiðifélög hefðu oft komið í veg fyrir veiðar í krafti meirihluta. Hefðu margir gefíst upp á þessum veiðum vegna stríðs við kerfíð. „Það virðist ekki vera pólitískur vilji fyrir þessum veiðum og virðast hinir og þessir hagsmunaaðilar geta komið í veg fyrir þær,“ sagði Skúli Ólafsson formaður félags silung- sveiðibænda. Ferðaskrifstofan Útsýn: Hátt í 300 manns með tveimur leignvélum Á VEGUM Ferðaskrifstofunnar Útsýnar fóra í gær tvær flugvél- ar með tæplega 300 farþega suður á bóginn í sólina og með aðeins korters millibili. Annars vegar var um að ræða flug til Costa del Sol og hins vegar flug tíl Algarve I Portúgal. „Þetta er í fyrsta sinn mér vitan- lega sem ferðaskrifstofa er með tvö leiguflug sama daginn. Það fóru 164 farþegar til Costa del Sol og 131 farþegi til Algarve. Upphaflega ætluðum við að vera með eina vél á báða staði, en strax í febrúar sáum við að það myndi alls ekki duga,“ sagði Kristín Aðalsteins- dóttir, hjá Útsýn í samtali við Morgunblaðið í gær. Hún sagði að aðsókn væri með mesta móti í sum- ar og hefði Útsýn á milli sex og sjö þúsund sæti í leiguflugi til ýmissa staða í Evrópu. Nú í dag væru um 400 manns á Costa del Sol á vegum fyrirtækisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.