Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚN{ 1987 55 Morgunblaðið/Börkur • Pétur Pótursson var hstja KR-inga er hann skoraði tvö fyrstu mörk sín í deildinni gegn Völsungum á KR-velli f gærkvöldi. Hann á hér í höggi við Birgi Skúlason sem reyndi að gæta hans í leiknum. Pétur afgreiddi Völsunga með tveimur mörkum „ÞAÐ er alltaf gaman að skora, en það skiptir ekki máli hver skor- ar mörkin, aðalatriðið er að vinna leikina. Þetta var erfiður leikur. Völsungar eru með gott lið og með slfkri baráttu falla þeir ekki í 2. deild," sagði Pétur Pétursson, hetja KR-inga, sem skoraði bæði mörk þeirra í 2:0 sigri á Völsung- um í 1. deild á KR-velll í gær- kvöldi. Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill. Mikil barátta einkenndi leik liðanna sem fór að mestu fram á miðju vallarins. Aðeins tvö mark- tækifæri litu dagsins Ijós í hálf- leiknum. Það fyrra fengu Völsungar á 10. mínútu. Snævar Hreinsson átti þá gott skot úr miðj- um vítateig KR-inga sem Ágúst Már bjargaði á línu. Síðan skoruðu KR-ingar mark um miðjan hálfleik- inn sem var dæmt áf vegna rangstöðu eftir að dómarinn hafði ráðfært sig við línuvöröinn. Seinni hálfleikur var líflegri. Völsungar voru ákveðnari framan- af en KR-ingar komust síðan meira inn í leikinn. Pétur skoraði fyrra mark sitt á 62. mínútu. Hann fékk knöttinn aöþrengdur rétt utan víta- teigs Völsunga, stakk sór í gegn og skoraði meö föstu skoti sem Þorfinnur hálfvarði, en boltinn lak síðan í netið. Áður haföi Pétur átt hörkuskot rétt yfir og skalla sem fór sömu leið. Pétur bætti síðan öðru markinu við á síðustu mínútu leiksins og var þar vel að verki staðið. Björn Rafnsson lék upp að vítateig Völs- unga og var kominn í gott færi og í stað þess að reyna sjálfur, renndi hann boltanum út á Pétur sem var í enn betra færi. Pótur var öryggið uppmálaö og vippaði laglega yfir Þorfinn, markvörö, sem kom út á móti. Leikurinn var frekar slakur í heild. Völsungarvoru baráttuglaðir og gáfu KR-ingum lítinn frið til að byggja upp sóknir í fyrri hálfleik, en voru farnir að þreytast í þeim seinni. Þeir áttu þá nokkrar skyndi- sóknir sem náðu sjaldan að verða hættulegar. KR-ingar voru betri, en sýndu samt engan stjörnuleik. Munurinn á liðunum var sá að þeir höfðu Pétur. Hann er mikilvægur fyrir lið- ið og skapar ávallt hættu. Hann var í strangri gæslu í fyrri hálfleik en í þeim seinni losnaði um hann og þá er ekki að sökum aö spyrja. Þetta voru fyrstu mörk hans fyrir KR Í1. deild. Magnús Theódórsson dæmdi leikinn og var frekar slakur, hafði 1. deild Úrslit í 5. umferð KA-FH 2:1 VALUR-ÞÓR 2:0 ÍA-ÍBK 4:2 KR-VÖLSUNGUR 2:0 VÍÐIR-FRAM 1:1 ekki mikla yfirferð og virkaði óöruggur. Vajo KR - Völsungur 2 : 0 KR-völlur, 1. deild, 11. júní 1987. Mörk KR: Pétur Pétureson (62. o g 90.) Gult spjald: Bjöm Rafnsson, KR (8.), Ágúst Már Jonsson, KR (15.), Jónas Hallgrímsson, Völsungi (55.) og Svavar Geirfinnson, Völsungi (87.) Áhorfendur: 855. DómarúMagnús Theódóreson 5. Lið KR: Páll Ólafsson 3, Jósteinn Ein- areson 2, Ágúst Már Jónsson 3, Þor- steinn Guðjónsson 2, Þoreteinn Halldórsson 2, (Rúnar Kristinsson vm. 79., lék of stutt), Sœbjöm Guðmundsson 2, Gunnar Skúlason 2, Willum Þór Þóre- son 2, Andri Marteinsson 2, Pétur Pétureson 4, Bjöm Rafnsson 1. Samtals: 25. Lið Völsungs: Þorfinnur Hjaltason 2, Birgir Skúlason 2, Sigurgeir Stefánsson 1, (Svavar Geirfinnsson vm. 72., lék of stutt), Sveinn Freysson 3, Eiríkur Björg- vinsson 2, Helgi Helgason 2, Bjöm Olgeireson 2. Snœvar Hreinsson 3, Skarphéðinn ívareson 2, Hörður Benón- ýsson 2, Jónas Hallgrímsson 2. Samtals: 23. HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS Laiklr u J T Mörk u J T Mörk Mörk Stig VALUR 4 2 0 0 9: 1 1 1 0 2 : 1 11 : 2 10 KR 4 2 0 0 5: 0 1 1 0 2 : 1 7: 1 10 ÍA 4 1 0 1 5: 5 2 0 0 3: 1 8: 6 9 KA 4 1 0 2 2: 3 1 0 0 1 : 0 3 : 3 6 ÍBK 4 1 0 0 2: 0 1 0 2 7 : 13 9: 13 6 FRAM 4 0 1 1 2: 4 1 1 0 4: 2 6 : 6 5 VÍÐIR 4 Ö 2 1 2 : 3 0 1 0 0: 0 2 : 3 3 ÞÓR 4 0 0 1 0: 1 1 0 2 3: 5 3: 6 3 VÖLSUNGUR 4 0 0 2 3: 6 1 0 1 1 2 4: 8 3 FH 4 0 1 1 0: 1 0 0 2 1 : 5 1 : 6 1 Sanngjarnt íGarðinum „VIÐ náðum betri leik núna en áður, en ég er ekki ánægður með afnteflið, því það gefur ekki eins mörg stig og sigur,“ sagði Haukur Hafsteinsson, þjálfari Víðis, eftir leikinn gegn fslandsmeisturum Fram f gærkvöldi. Sóknarleikur Framara var hættulegri, en eftir atvikum voru úrslitin engu að síður sanngjörn. Norðankaldi var í Garðinum og léku heimamenn undan vindi í fyrri hálfleik. Baráttan var allsráðandi, hvergi var gefið eftir, en leikurinn fór að mestu fram á miðjunni. Framarar sköpuðu sér hættulegri tækifæri, en ekkert mark var skor- að fyrir hlé. Pétur Ormslev skoraði mark Fram og var undirbúningurinn einnig hans. Hann gaf út á kant- inn, fyrirgjöf á fjærstöng, þaðan á nærstöng, þar sem Pétur var fyrir opnu marki og skoraði sitt þriðja mark í deildinni í ár. Víðismenn, sem virtust leika upp á markalaust jafntefli, tvíefld- ust við mótlætið, sóknarleikur þeirra varð beittari og þeir upp- skáru, sem til var sáð við gífurleg Víðir-Fram 1:1 Garðsvöllur, 1. deild, fimmtudaginn 11. júní 1987. Mark Víðis: Vilhjálmur Einareson (66.) Mark Fram: Pétur Ormslev (54.) Guit spjald: Grétar Einareson Víði (87.) Rautt spjald: Enginn. Áhorfendur: 540. Dómari: Friðgeir Hallgrímsson 7. Lið Víðis: Gísli Heiðareson 2, Bjöm Vilhelmsson 2, Vilhjálmur Einareson 3, Hlíðar Sæmundsson 2 (Klemenz Sæ- mundsson vm. á 72. mín., 2), Daníel Einareson 3, Guðjón Guðmundsson 2, Vilberg Þorvaldsson 2, Grétar Einareson 2, Gísli Eyjólfsson 2, Svanur Þoreteins- son 2, Sævar Leifsson 2. Samtals: 24. Lið Fram: Friðrik Friðriksson 3, Þor- steinn Þoreteinsson 2, Jón Sveinsson 2, Pétur Ormslev 3, Viðar Þorkelsson 2, Kristinn R. Jónsson 2, Amljótur Daví- ðsson 2, Pétur Amþóreson 3, Kristján Jónsson 2 (Öm Valdimareson vm. á 63. mín., 2), Janus Guðlaugsson 2, Ormarr Örlygsson 2. Samtals: 25. I kvöld TVEIR leikir verða f 1. deild kvenna f knattspyrnu f kvöld. UBK og Valur leika á Kópavogs- velli og (BK og Stjarnan í Keflavík. [ 2. deild karla leika ÍBV og KS í Vestmannaeyjum. Allir leikirnir hefjast kl. 20.00. Höttur vann EINN leikur fór fram f 4. deild f gærkvöldi. Höttur og Huginn léku á Egilsstöðum og unnu heima- menn 2:0 eftir að staðan hafði verið 1:0 í hálfleik. Hilmar Gunn- laugsson skoraði fyrra markið og Heimir Þorsteinsson það seinna úr vítaspyrnu. Þá vann Grindavík Víkverja 2:1 í 2. umferð bikarkeppninnar og fór sá leikur fram á gervigrasinu í Laugardal. Selfossmótið um helgina OPNA Selfossmótið f golfi fer fram á Svarfhólsvelii um helgina. Þetta mót er punktamót og verða leiknar 36 holur. Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 10 fyrstu keppendur. Mótið hefst á laugardag kl. 08.00. Tekið verður á móti þátttökutilkynning- um og pöntunum á startíma í síma 99-2520 frá kl. 16 til 22 í dag, föstudag. fagnaðarlæti áhorfenda. Jöfnunar- markið kom eftir aukaspyrnu og voru heimamenn betri það sem eftir var, en mörkin urðu ekki fleiri í þessum rokleik. „Við höfum fengið of mörg klaufamörk á okkur og það hefur verið dýrkeypt, en við eðlilegar aðstæður eigum við að sigra Víði," sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram eftir leikinn, en l’slandsmeist- ararnir eru meö fimm stig að loknum fjórum umferöum og markatalan er 6:6. Pétur Ormslev bar af í Framliðinu sem fyrr, en Vilhjálmur varbesturhjá Víði. Friðgeir Hallgrímsson, dómari, var stundum ónákvæmur, en dæmdi annars ágætlega. Hvor hálfleikur stóð í 48 mínútur, en leikurinn tafðist örugglega ekki í þrjár mínútur í seinni hálfleik. Björn Blöndal 1. deild kvenna: KR-ingar sóttu þrjú stig norður TVEIR leikir fóru fram í 1. deild kvenna í knattspyrnu f gærkvöldi, báðir á Akureyri. KR sigraði Þór 1:0 á Þórsvelli og á KA-velli gerðu KA og ÍA jafntefli, 1:1. Það var Helena Ólafsdóttir sem " skoraði eina mark leiksins á Þórs- vellinum og tryggði KR þar með öll stigin. Markið kom á 52. mín. Jafnræði var með liðunum í leikn- um og hefði jafntefli verið sann- gjarnt þegar upp var staðið. KR-ingar nýttu hins vegar eitt færa sinna en Þórsarar ekkert, en norð- anstúlkurnar fengu nokkur dauöa- færi. Það eru svo mörkin sem telja þegar flautað er til leiksloka sem kunnugt er og KR-ingar hirtu því stigin sem keppt var um. Arna Steinsen var best í liði KR; augljós- lega ekki í sérlega góðri æfingu reyndar en sýndi engu að síður skemmtilega takta og hafði gott vald á öllu sem hún gerði. Hjá Þóraj var Valgerður Jóhannsdóttir best, lék vel í vörninni. Fyrri hálfleikur á KA-vellinum var tíðindalítill en strax á þriðju mínútu eftir hlé náðu Skagastúlkurnar for- ystunni. Það var Guðrún GÍsladótt- ir sem skoraði af markteig eftir fyrirgjöf Laufeyjar Sigurðardóttur frá hægri. Guðrún var ein og yfir- gefin þegar hún fékk boltann og gat ekki annað en skorað. Fjórum mínútum síðar náðu KA-stúlkurnar að jafna. Þar var Yrsa Helgadóttir að verki. Hún fékk knöttinn ör- skammt utan markteigs eftir fyrir- gjöf og skoraði af öryggi. í seinni hálfleik fengu Skagastelpurnar fjögur dauðafæri en KA hins vegar. ekkert. Gestirnir voru sem sagt aðgangsharðari en náðu þó ekki að nýta sór það. Ekki er hægt að nefna neina sérstaka leikmenn sem besta í lið- unum. -RE/StA. ÞÓRAK. - KR 0 : KA - lA 1 : FJ*leikja U J T Mörk Stlg VALUR 2 2 0 0 7: 0 6 KR 2 2 0 0 3:0 6 ÍA 2 110 7: 1 4 UBK 1 1 0 0 4: 1 3 STJARNAN 2 10 1 3:4 3 KA 2 0 11 2:4 1 ÞÓRAK. 3 0 0 3 1:9 0 /BK 2 0 0 2 0:8 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.