Morgunblaðið - 27.05.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.05.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 117. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 27. MAI 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bölvaði Kinnock? London. Reuter. UPPTAKA af nýlegu rifrildi Neils Kinnocks, leiðtoga breska Verkamannaflokksins, og firéttamanns breska út- varpsins, BBC, hefúr komist í hendur dagblaðsins The Even- ing Standard. Kinnock reidd- ist að sögpi blaðsins marg- endurtekinni spurningu fréttamannsins sem vildi fá að vita hvað leiðtoginn vildi gera til að laga viðskiptahalla ríkis- ins við útlönd. Leiðtoginn sagði að stjórn íhaldsmanna hefði „farið með efnahaginn til Qandans" og hann vildi ekki hlusta á neina „andskot- ans kennslustund" í þessum málum. Heimildarmenn hjá BBC stað- festa frásögn dagblaðsins. Svör Kinnocks voru að skipan yfir- manna hjá BBC fjarlægð úr við- talinu þrátt fyrir mótmæli sumra starfsmanna útvarpsins. Aðstoð- armenn Kinnocks neita því að hann hafi bölvað í viðtalinu. Á síðasta ári varð Kinnock fyrir því að landamæraverðir í Zimbabwe stöðvuðu för hans um hríð vegna mistaka og missti hann þá stjórn á skapi sínu. Einnig lenti hann í ryskingum fyrir utan veitingastað í London 1986. Mótmælin fjara út á g'ötum Peking Zhao flokksieiðtogi virðist hafa orðið undir í átökum flokksbroddanna Peking. Daily Telegraph. ANDOF kínverskra námsmanna í miðborg Peking virtíst vera að renna út í sandinn í gær er harðlínumenn innan kommúnistaflokks- ins treystu stöðu sína í valdabaráttunni við umbótasinna. Zhao Ziy- ang flokksleiðtogi, sem námsmenn höfðu lagt traust sitt á, virtíst hafa orðið undir í valdabaráttunni og kínverskir blaðamenn sögðu að hann yrði bráðlega dreginn fyrir rétt og ákærður fyrir „andóf gegn flokknum“. Reuter Sofandi stúdentar á Torgi hins himneska friðar í Peking. Steikjandi hití, þreyta og óvissa um framtíðina hafa átt sinn þátt í því að mótmæ- lendum á torginu hefur fækkað niður í fáein þúsund. Stúdentar hafa þó samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að hætta ekki aðgerð- um þrátt fyrir hótanir ráðamanna. Talið var að miklar hreinsanir væru í undirbúningi og svo virtist sem gömlu byitingarhetjurnar úr „Göngunni miklu“ hefðu risið úr notalegri kör sinni til að kveða nið- ur andóf innan og utan flokksins. Chen Yun, 85 ára öldungur úr röð- um byltingarhetjanna, hélt sína fyrstu ræðu í langan tíma og hvatti harðlínumenn til dáða í baráttunni við umbótasinna. Ræðan var flutt í sjónvarpinu og þótti hún um margt minna á orðalag varðliða í menning- arbyltingunni á sjöunda áratugn- um. „Við verðum að koma upp um samsærismennina, sem bruggað hafa ráð saman gegn okkur . . . ef við bindum ekki enda á glundroð- ann verður aldrei friður framar í Kína,“ sagði hann meðal annars. Ræða Chens var túlkuð sem stríðsyfirlýsing gegn þeim flokks- mönnum, sem tekið hafa andófs- mennina í Peking og fleiri borgum mildum tökum eða stutt þá. Var ræðan túlkuð sem opinská árás á Zhao flokksleiðtoga. Orðrómur er á kreiki um að Zhao sé í stofufangelsi. Sjá einnig bls. 20: „Gjörólíkir rauðum...“ Sovéska fiilltrúaþingið: Þriðj ungiirinn greiddi at- kvæði geg'ii stjórnvöldum Hundruð þúsunda á flöldafimdum í Georgíu þar sem ræðumenn kreflast fulls sjálfstæðis Moskvu. Reuter. Daily Telegraph. HARÐAR deilur um framkvæmd kosninga til nýs Æðsta ráðs Sov- étríkjanna settu svip sinn á um- ræður í gær á fulltrúaþingi lands- ins. Áður höfðu tillögur róttækra umbótasinna, sem vildu meina embættismönnum flokks og ríkis að gegna jafiiframt þingmanns- stöðu, verið felldar. Athygli vakti að yfir 800 hundruð fúlltrúar af 2.200 vildu nema úr gildi um- fangsmiklar og harkalegar til- skipanir sem settar voru í síðasta mánuði gegn mótmælaaðgerðum. Fulltrúar frá fámennum lýðveld- um sökuðu rússneska fulltrúa um yfirgang og spurt var hver hefði gefið skipun um að beita eiturgasi gegn mótmælendum í Tbilisi. Svör fengust ekki. Mörg hundruð þúsund manns tóku þátt í fjöldafundum i sovétlýðveldinu Georgíu í gær til að minnast þjóðhátíðardags landsins og Atlantshafsbandalagið: Islendingar vilja ræða afvopnun á úthöfunum Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, FULLTRÚI íslands í Atlantshafsr- áðinu, æðstu valdastofnun Atlants- hafsbandalagsins (NATO), lagði til á fundi ráðsins á fimmtudag að rætt yrði um afvopnun á úthöfún- um á leiðtogafúndi bandalagsins sem hefst hér í Brussel á mánu- dag. Samkvæmt heimildum í Brussel hlaut tillaga Islendinga dræmar undirtektir. Norðmenn segja tillögu íslands í samræmi við þá stefnu þeirra að undanskilja engin vopn í afvopnunar- viðræðum en tillagan sé ekki tíma- bær og þess vegna styðji þeir ekki fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. íslendinga í þessu máli. Bandaríkja- menn hafa ítrekað andstöðu sína við allar hugmyndir um viðræður um afvopnun á höfunum á þessu stigi. George Bush Bandaríkjaforseti kom í gærkvöldi til Ítalíu en þaðan fer hann á sunnudag til Brussei. Bandaríska dagblaðið Washington Times segir að forsetinn muni á leið- togafundinum leggja til allt að 10% fækkun í herliði Bandaríkjamanna í Vestur-Evrópu. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra kom til Brussel í gær en Steingrímur Herínannsson forsætis- ráðherra er væntanlegur á sunnudag. kröfðust ræðumenn á fundunum fulls sjálfstæðis. Flokksvél kommúnista lagði fram lista á fulltrúaþinginu með nöfnum 600 frambjóðenda til 542 sæta í Æðsta ráðinu og voru aðeins gerðar fáeinar breytingar á honum eftir sjö stunda karp. Hvert kjördæmi fær fulltrúafjölda í samræmi við stærð. Þingmenn frá Litháen mótmæltu því að með listakosningunni væri full- trúum gert að kjósa fólk sem þeir þekktu hvorki haus né sporð á. Valdaskipting milli Æðsta ráðsins og fulltrúaþingsins er enn óútkljáð og halda Andrej Sakharov og fleiri umbótasinnar fast við þá kröfu að fulltrúaþingið annist mikilvægustu lagasetninguna. Fresta varð kosn- ingum til Æðsta ráðsins í nokkrar stundir þar sem ekki voru til nægi- lega margir atkvæðaseðlar en gert var ráð fyrir að úrslitin yrðu til- kynnt fyrir hádegi í dag, laugardag. Síðar í dag hefst fyrsti fundur nýja ráðsins. Almenningur fylgdist af athygli með sjónvarpssendingum frá fund- um þingsins en skoðanir voru skipt- ar um það hver árangurinn yrði. „Margir fóru ekki heim úr vinnunni til að missa ekki af neinu,“ sagði kona í Moskvu. Leikhúsfræðingur, sem tekinn var tali, var hins vegar vonsvikinn. „Það er hryggilegt að horfa á þetta allt eftir þær vonir sem við gerðum okkur,“ sagði hún. Ann- ar var harðorðari: „Einu breyting- arnar næstu tíu árin verða þær að verðbólgan fer úr böndunum og við munum ekki einu sinni hafa efni á að kaupa eigin framleiðslu, þetta drasl sem Vesturlandamenn myndu aldrei líta við.“ Sjá enn fremur bls. 20: „Brez- hnev var...“ Dönsk efiiahagsmál: Schluter vill umbyltingu Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, frétta- ritara Morgunblaðsins. SAMíSTEYPUSTJÓRN Dan- merkur undir forystu íhalds- mannsins Pouls Schliiters lagði í gær fram frumvarp, sem sagt er fela í sér áform um umfangs- mestu breytingar á dönsku efna- hagslífi á síðari tímum. Sam- kvæmt því verða um 50 milljarð- ar danskra króna (370 milljarðar isl.kr.) „fluttír tíl“ innan opinbera geirans. Ríkisstjórnin leggur einnig til, að dregið verði úr skattaálögum um 35 milljarða d. kr. hjá atvinnufyrir- tækjum o g einstaklingum með með- alháar og háar tekjur. Með því að létta skattbyrðina telja stjómvöld, að fólk verði fúsara til að vinna aukavinnu en nú er. í frumvarpinu eru enn fremur endurbættar reglur um frádráttar- liði vegna álagningar skatta og gegn ýmiss konar bralli til að losna við skattlagningu. Sprengju- tilræði í Aþenu Öflug sprengja sprakk í gríska heilbrigðismála- ráðuneytinu í mið- borg Aþenu seint í fyrrakvöld. Óþekktur maður hringdi í grískt dagblað og sagði að félagar í bylt- ingarhreyfing- unni ELA hefðu komið sprengj- unni fyrir. Á myndinni eru slökkviliðsmenn viðstörfíráðu- neytinu. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.