Morgunblaðið - 27.05.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.05.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1989 27 Jim Wright. Wright vísar fréttum um afeögn á bug Washington. Reuter. JIM Wright, forseti fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings, vísaði í gær á bug fréttum þess efnis að hann hygðist segja af sér embætti gegn því að siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings félli frá ákærum á hendur hon- um. Hann er meðal annars sak- aður um fjármálaóreiðu. Ráð- gjafar hans sögðu að siðanefnd fulltrúadeildarinnar kæmi sam- an að nýju næstkomandi fímmtudag. Færeyjar: Greiði björg- unarlaun Þórshöfh. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. DÓMSTÓLL í Tromso í Noregi hefur dæmt eigendur tveggja færeyskra rækjutogara, sem festust í ís við Svalbarða í jan- úar í fyrra, til að greiða eigend- um norska rækjutogarans Leir- anger, er bjargaði skipunum úr sjálfheldunni, 2,37 milljónir d. kr. í björgunarlaun, rúmlega 17 milljónir ísi. króna. Eigendur norska skipsins höfðu krafist 17 milljóna d. kr. í skaðabætur fyrir skemmdir sem urðu á skip- inu við björgunina. Jótland: Mokstur af sandsílum Thisted. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Sjómenn við vesturströnd Jótlands kætast um þessar mundir enda koma bátar drekk- hlaðnir að landi með allt að 2,500 tonna sandsíldarafla og er þróarrými á þrotum. Finn Hauge Madsen, forstjóri bræðsluverksmiðjunnar í Hanstholm, sagði að verksmiðj- an hefði ekki undan að vinna aflann. Vertíðin, sem yfirleitt stendur í þijá mánuði, hófst mánuði fyrr en venja er og þakka sjómenn hinum milda vetri fiskgegndina. Evrópuráðið: Ungverjar og Pólverjar á ráðsteftiu í Reykjavík Strassborg. Reuter. FULLTRÚAR Ungveijalands og Póllands verða áheymarfull- trúar á ráðstefnu á vegum Evr- ópuráðsins í næstu viku þegar evrópskir íþróttamálaráðherrar koma saman í Reykjavík til að fjalla um lyfjanotkun íþrótta- manna og ofbeldi á knatt- spymuleikvöngum. Þetta er í fyrsta sinn sem Ungveijar og Pólverjar taka þátt í störfum Evrópuráðsins. Aform Breta um kjarnorkuúrgang á hafsbotni: Sjávarútveginum stefiit í hættu að mati Norðmanna ^ Ósló. Frá Rune Timberlid, firéttaritara Morgunblaðsins. AÆTLANIR Breta um að koma miklu af kjarnorkuúrgangi fyrir á botni Norðursjávar hafa vakið mikla reiði í Noregi. Norskir sljórnmálamenn óttast að fyrstu áhrifin verði þau til dæmis að erfiðara verði að koma norskum sjávarafurðum í verð. Bresk stjómvöld hafa í hyggju að koma allt að 3,5 milljónum rúm- metra af geislavirkum úrgangi fyrir í göngum á hafsbotni annað hvort við Dounreay á austurströnd Skot- lands eða við Sellafield á vestur- ströndinni. Samkvæmt talsmönnum stjómmálaflokksins Venstre hafa Bretar þegar reynt að selja geymslurými fyrir úrgang á heims- markaði og hafa aðiljar f Ástralíu og Frakklandi sýnt því áhuga. Venstre-flokkurinn hefur hvatt Norðmenn til þess að mótmæla áformum Breta með því að senda Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, póstkort. Flokkur- inn stóð fyrir svipaðri herferð gegn kjamorkuendurvinnslustöð sem ráðgert var að reisa í Dounreay. Þá mótmæltu 230.000 Norðmenn áformunum og átti það þátt í því að þau vom gefin upp á bátinn. Verði kjamorkuúrganginum komið fyrir á botni Norðursjávar eða undir golfstrauminum gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir norskan sjávarútveg. Alvarlegust er hættan á að kjamorkuúrgangur leki úr göngunum, en einnig er hætta á að úrgangurinn stórskaði sjávarútveginn þótt engin leki verði vegna þess hve markaðurinn er við- kvæmur. Formaður Venstre-flokksins, Ame Fjortoft, segir að geislavirkni gæti þegar við strönd Noregs vegna kjarnorkuúrgangs frá Bretlandi. Göng með kjarnorkuúrgangi í haf- inu gætu verið ógnun við lífríkið í Reuter Nautabani stórslasast Nautabaninn Pepe Luis Vazquez varð fyrir alvarlegum meiðslum þegar nautið sem hann atti kappi við hóf hann á loft með hornunum í hringnum í Sevilla á Spáni í gær. Læknar sögðu að tvísýnt væri um líf Vazquez. tugþúsundir ára. Að sögn Fjortofts er helmingunartími plútons í hafinu 24.000 ár, en það er sá tími sem það tekur frumeindir geislvirks fmmefnis að fækka um helming vegna kjarnabreytinga. Jim Wallace, þingmaður Orkn- eyja og Hjaltlands á breska þing- inu, hefur einnig lagst gegn þessum áformum. Bresk stjómvöld taka ekki lokaákvörðun í málinu fyrr en á árinu 1994. Verði af framkvæmd- um hefiast þær ekki fyrr en árið 1996 og yrði kjarnorkuúrganginum síðan komið fyrir í hafinu árið 2005. Danmörk: Hjónabönd honuna og lesbía nú heimiluð Kaupmannahöfii. Reuter. DANSKA þingið samþykkti í gær með 73 atkvæðum gegn 44 frum- varp, sem heimilar hommum og lesbíum að ganga í hjónaband. Samkvæmt nýju lögunum njóta hommar og lesbíur í Danmörku sömu réttinda og gagnkynhneigðir hvað varðar húsnæði, ellilífeyri og ýmislegt fleira. Þau geta þó hvorki ættleitt börn né krafist hjónavígslu í þjóðkirkjunni. Svipað frumvarp var samþykkt á sænska þinginu í fyrra. „Þetta er stórt skref fyrir homma og lesbíur hérlendis," sagði Bent Hansen, ritari Samtaka homma og lesbía í Danmörku. Stuðningsmenn laganna sögðu að þau myndu draga úr lauslæti meðal homma og lesbía og hægja þannig á útbreiðslu al- næmis. Talið er að um 20.000 hommar og lesbíur séu í sambúð í Danmörku. Eftir flögurra mán- aða einangranarvist í neðanjarðarhelli - Hélt að dvölin hefði staðið í tvo mánuði Nýju Mexikó. Reuter. TILRAUN, sem ítalskir læknar stóðu fyrir í „Týnda hellinum" um 450 km suður af borginni Albuquerque í Nýju Mexíkó, lauk síðastliðinn mánudag. Verið var að kanna, hvaða áhrif langvarandi einangrun hefiir á mannfólkið, og dvaldist 27 ára gömul ítölsk kona, Stefania Follini, í því skyni ein síns liðs niðri í hellinum, sem er tíu metra undir yfirborði jarðar, fi'á 18. janúar til 22. maí, án þess að sjá eða heyra nokkum mann, án klukku og dagatals og án hinnar minnstu glætu af sólarljósi. Einangrunin hafði brenglað tímaskyn hellisbúans svo mjög, að hann varð bæði forviða og fullur vantrúar, þegar oddviti vísindamannanna, Mauritzio Montalbini, birti skilaboð á tölv- uskjá niðri í hellinum um, hvaða dagsetning væri. Fyrr um daginn hafði Follini verið spurð, hvaða mánaðardagur hún héldi að væri, og svaraði hún þá án umhugsun- ar 14. mars. „Er þér virkilega alvara?" skrifaði hún á tölvuna hjá sér, þegar hún hafði fengið skilaboð- in. Síðan Qarlægðu dr. Andrea Galvagno og Montalbini, sem höfðu verið á vöktum á staðnum allan tímann, innsiglaðan stál- hlera af hellisopinu, að viðstödd- um fréttamönnum og mörgum áhorfendum, og fetuðu sig niður til að heilsa upp á hellisbúann. Á þriðjudag lauk tilrauninni formlega og þá hélt Follini í fylgd bandarískra vísindamanna til geðsjúkrahúss í nágrenni Jo- hnson-geimstöðvarinnar í Hous- ton í Texas, þar sem kannað verður ýtarlega, hvaða áhrif Stefania Pollini kemur upp á yfirborð jarðar 23. maí síðastliðinn eftir rúmlega Qögurra mánaða vist í Týnda hellinum. Til vinstri er dr. Mauricio Montalbini, sem stjórnaði tilrauninni, en hægra megin er ítalskur sjónvarpsfréttamaður. þessi langa einangrun hefur haft á hana. Vísindamennimir sögðu vonir standa til, að unnt yrði að álykta út frá þessari reynslu, hvemig geimfarar brygðust við langtímavist úti í geimnum. Undir lok vistarinnar í hellin- um fór Pollini að sýna ýmis merki einangrunarinnar, m. a. léttist hún umtalsvert og óregla komst á svefn. Þá sótti á hana sljóleiki og hún átti erfitt með að einbeita sér við einföld verk- efni, sem hún átti að sinna. Á blóðsýnum, sem hún sendi upp á yfirborðið, sást, að kalsíum- innihald blóðsins hafði minnkað, að öllum líkindum vegna dags- birtuleysisins. Engin kona hefur dvalist jafn- lengi neðanjarðar og Pollini í þessari tilraun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.