Morgunblaðið - 27.05.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.05.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1989 Morgunblaðið/Sverrir Leikhópurinn Perlan er á förum til Bandaríkjanna í júní. Á myndinni cru (frá vinstri): Hildur Óskars- dóttir, Ingveldur Ólöf Ragnarsdóttir, Þorbjörg Guðlaugsdóttir, Sigriður Eyþórsdóttir, leikstjóri, Pétur Johnson, blaðafiilltrúi, Birgitta Harðardóttir, Gunnar Gunnbjörnsson, Jóhanna S. Guðmundsdóttir, að- stoðarmaður, Sigfus Svanbergsson og Ingibjörg Árnadóttir. Á myndina vantar Hildi Davíðsdóttur. Leikhópurinn Perlan: Á lístahátíð í Washington LEIKHÓPURINN Perlan mun í næsta mánuði taka þátt í alþjóð- legri listahátíð í Washington í Bandaríkjunum. Hópurinn sýnir þar tvö leikatriði; ævintýraleik- inn „Sólin og vindurinn" og lát- bragðsieikinn „Síðasta blómið“. Þetta er önnur utanlandsferð Perlunnar, en leikhópurinn kom fram á kvennaráðstefnunni Nor- Að sögn Sigríðar Eyþórsdóttur er það mjög mikil viðurkenning fyr- ir hópinn að vera boðin þátttaka í þessari hátfð og hefur mikil vinna verið lögð í undirbúninginn. Hún segir að nokkuð vel hafi gengið að fjármagna ferðina, en meira þurfi tíl, enda sé mikill kostnaður henni samfara. Á hátíðinni í Washington mun Perlan sýna tvö leikatriði. Annars vegar er um að ræða ævintýraleik- inn „Sólin og vindurinn" og hins vegar látbragðsleikinn „Síðasta bló- mið“, sem gerður er eftir ljóði Ja- mes Thurber. Fyrmefnda verkið verður flutt á ensku en með lát- bragðsleiknum er flutt tónlist eftir Eyþór Amalds, sem samin var sér- staklega fyrir leikhópinn. Þj óðhagsstofiiun: Ekki útlit fyrir að lífelgör muni batna ánæstuárum ÚTREIKNINGAR sem Þjóð- hagsstofnun hefiir gert með haglíkani gefa til kynna að nið- ursveiflan í efnahagslífinu, sem hófst 1988, muni standa til ársins 1990, en þá rétti hagkerfið smám saman úr kútnum. Meðalhag- vöxtur 1988 til 1993 yrði 1,6% á ári sem er mun minni hagvöxtur en verið hefur hér á landi síðustu áratugi, til dæmis aðeins þriðj- ungur af meðalhagvexti áranna 1970 til 1987. í skýrslu Þjóð- hagsstofiiunar um útreikninga, sem birt er sem viðauki við Ágrip af þjóðarbúskapnum, kemur fram að niðurstöðumar gefa ekki ástæðu til að ætla að lifskjör muni batna fyrr en að nokkrum ámm liðnum. Einnig voru reiknuð dæmi með aðeins öðrum forsendum, það er bjartsýnisspá og svartsýnisspá, en þau breyta ekki í aðalatriðum þess- um horfum um hagvöxt. Fram kemur hjá Þjóðhagsstofnun að ef ákveðið yrði að auka álframleiðslu hér á landi gæti dæmið breyst veru- lega til hins betra. Eðlileg afleiðing svo lítils hag- vaxtar sem Þjóðhagsstofnun spáir er aukið atvinnuleysi, sem yrði 1,2 til 1,6% af mannafla á tímabilinu. Er það sambærilegt við það sem var árin 1970 og 1984. Þjóðarút- gjöldin, samanlögð neysla og fjár- festing, vaxta hægar en lands- framleiðslan, eða að jafnaði um 1%. Það hefði í för með sér betra jafn- vægi í viðskiptum við útlönd en verið hefur. Nokkur viðskiptahalli verður þó 1989 og 1990, en jöfnuð- ur verður á milli inn- og útflutn- ings frá árinu 1991. Erlenda skuld- ir, sem hlutfall af landsframleiðslu, hækka 1989, en lækka eftir það. í skýrslu Þjóðhagsstofnunar seg- ir að þessar niðurstöður dragi frem- ur dökka mynd af efnahagsástandi næstu ára og gefi ekki ástæðu til að ætla að lífskjör muni batna fyrr en að nokkrum árum liðnum. For- sendan um samdrátt í sjávarafla til uppbyggingar fiskistofna liggi hér til grundvallar. Einnig sé falin sú forsenda í reikningunum að bygging útflutningsatvinnuveg- anna breytist ekki mikið frá því sem nú er, fyrir utan aukningu fiskeldis. disk Forum í Osló í fyrra. Leikhópurinn Perlan hefur starf- að frá 1982. í hópnum eru nemend- ur úr Þjálfunarskóla ríkisins en leik- stjóri hefur frá upphafi verið Sigríð- ur Eyþórsdóttir. Leikhópurinn hefur sýnt víða í vetur og að sögn Sigríð- ar vakið verulega athygli fyrir ein- lægni í flutningi sínum. I þessari leikför Perlunnar taka þátt 9 leikarar og 4 aðstoðarmenn. Lagt verður af stað til Banda- ríkjanna þann 9. júní og mun hópur- inn dveljast þar í tvær vikur. Lista- hátfðin, sem hann tekur þátt í nefn- ist „Very special art“ og kemur þar fram fatlað fólk hvaðanæva að úr heiminum. Hornafjörður: Brælahamlar humarveiðum HUMARVERTÍÐ frá Hornafirði hefiir gengið illa fiá þvi hún hófst fyrir viku. Stöðugar brælur hafa hamlað sjósókn og því hefiir lítið af kykvendinu borizt á land. Rann- sóknarskipið Dröfii hefiir verið á miðunum frá því um helgi. Sverrir Aðalsteinsson, skrifstofu- maður hjá fiskiðjuveri KASK í Kross- ey, segir að aðeins sé búið að taka á móti 6 tonnum af slitnum humri og einhveiju af heilum humri. Hum- arinn sé smár, en þó fari eitthvað meira af honum í stærri flokkana en í fyrra. „Það hefur verið stöðug bræla og því vitum við ekkert um ástandið á humrinum," sagði Sverrir. „Von- andi verður ekki annar eins afla- brestur og í fyrra. Það myndi reyn- ast okkur dýrkeypt, bæði hér á Höfn og þjóðarbúinu. Sumarvinna ungl- inganna byggist á humrinum, en við erum með 80 til 90 unglinga í vinnu við hann,“ sagði Sverrir. Frumvarpsgrein sem fól í sér aukin áhrif ráðherra á Verzlunarskóla og Samvimiuskóla felld út: Frumvarpinu breytt eftir að Verzlunarráð mótmælti HÍK vildi í samningum gera kennara VÍ að opinberum starfemönnum Menntamálaráðherra hafði i hyggju að leggja fram á síðasta þingi stjórnarfrumvarp til breytinga á framhaldsskólalögum, sem meðal ann- ars fól í sér breytingar á ákvæðum um Verzlunarskóla íslands og Sam- vinnuskólann. Sú útgáfa fhimvarpsins hafði verið prentuð hjá rikis- prentsmiðjunni Gutenberg og var fyrir mistök búin til framlagningar á Alþingi, en dregin til baka og prentað nýtt frumvarp. Samkvæmt upphaflega frumvarpinu átti lagaákvæði um meirihluta eignaraðila i skóianefiidum þessara skóla, sem ekki eru ríkisskólar, að falla niður. í staðinn áttu að koma ákvæði um að um yfirstjórn skólanna færi eft- ir öllum almennum ákvæðum framhaldsskólalaganna, hvort sem um væri að ræða fasta starfsmenn skólanna eða skólanefhdir. Eftir að menntamálaráðherra, ásamt formönnum þingflokka stjómarflokkanna, hafði borizt harðort bréf frá Verzlunarráði Islands, þar sem þessu var líkt við að verið væri að taka Verzlunarskólann eignarnámi, var ákveð- ið að sleppa breytingum á ákvæðum um þessa skóla. Einnig barst bréf frá skólastjóra Samvinnuskólans. í framhaldsskólalögunum er kveð- ið á um að skólanefndir skuli starfa við Samvinnuskólann og Verzlunar- skólann, þar sem eigendur skólanna skipi §óra fulltrúa, en ráðherra einn. Skólanefndimar skulu ráða skóla- meistara, svo og kennara í samráði við hann. Einnig eiga þær að hafa með höndum íjárreiður skólanna og eignaumsýslu í umboði eigenda. Hefði fyrri gerð frumvarps menntamálaráðherra verið sam- þykkt, hefði það þýtt að mennta- málaráðherra hefði skipað skóla- nefndina, einn fulltrúa sinn án tíl- nefningar og þijá samkvæmt til- nefpingum starfsmanna og nem- enda, en Verzlunarráð hefði aðeins fengið að tilnefna þijá fulltrúa af sjö. Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verzlunarskólans, segir að ef öll al- menn ákvæði framhaldsskólalag- anna ættu að gilda um Verzlunar- skólann, hefði menntamálaráðherra til dæmis vald til að ráða skólastjóra og kennara við skólann, eins og um ríkisstarfsmenn væri að ræða. Þor- varður segir að þar sem skólinn sé sjálfseignarstofnun geti Alþingi ekki tekið ákvörðun um að breyta honum, þótt það geti auðvitað hætt að veita til hans fé á fjárlögum. „Ef mennta- málaráðherra ætti að fara að ráða skólastjóra við Verzlunarskólann, væri það álíka og að ráða fram- kvæmdastjóra einhvers fyrirtækis úti í bæ,“ sagði Þorvarður. Hann segist einnig efast um að ýmis sérákvæði í lögunum eigi við um Verzlunarskól- ann þar sem hann sé ekki ríkisskóli. Sérstaða skólans felist í því að hann sé rekinn samkvæmt verktakafyrir- komulagi og fái ákveðna greiðslu frá ríkinu á hvem nemanda, auk þess sem ríkið greiði ákveðið húsaleigu- gjald fyrir hvem fermetra skólahús- næðisins. Skólinn sem slikur, fast- eignir hans og ijárfestingar, séu hins vegar alls ekki ríkiseign. í bréfí Verzlunaráðs til mennta- málaráðherra og þingflokksfor- manna er vakin athygli á skipulags- skrá Verzlunarskólans, sem gefín er út af dómsmálaráðherra árið 1962. Þar segir að skólinn sé sjálfseignar- stofnun undir vemd og umsjón Verzl- unarráðs, og beri það ábyrgð á eign- um hans og sjóðum. Einnig er bent á, að skipan skólanefndar skólans hafi verið lögfest eftir að fullt sam- komulag hafi náðst með VÍ og ráðu- neytinu. Því sé verið að ganga á það samkomulag. „Alvarlegast er þó það, að með því að svipta Verzlunarráð íslands þeim rétti að tilnefna meiri- hluta skólanefndarinnar, er verið að taka skólann eins konar eignar- námi,“ segir í bréfinu. „Auk þess verður Verzlunarráðið áfram ábyrgt fyrir fjárreiðum skólans án þess að hafa vald á fjárhagslegum ákvörðun- um stjórnar hans og er slíkt eflaust einsdæmi við eignamám." Sú krafa var gerð af hálfu Hins íslenzka kennarafélags í nýafstaðinni samningalotu, að litið skyldi á kenn- ara við Verzlunarskólann sem opin- bera starfsmenn. í síðustu kjara- samningum HÍK við skólann er sér- staklega kveðið á um að kennarar þar séu ekki opinberir starfsmenn, en eigi engu að síður kost á aðild að lífeyrissjóði opinberra starfs- manna. Á það var ekki fallizt af hálfu Verzlunarskólans að á kennara hans yrði litið sem opinbera starfs- menn. Að sögn Indriða H. Þorláks- sonar, formanns samninganefndar ríkisins, er slíkt ekki samningsatriði, heldur lagaatriði. Þorvarður Elíasson segist líta á kröfu HÍK sem pólitíska aðför að Verzlunarskólanum. Þor- varður segist telja að einstakir kenn- arar og skólastjórar hafi staðið á bak við umrædda grein í framvarpi menntamálaráðherra, sem aldrei var lagt fram, og að þessi krafa í samn- ingaviðræðunum hafi verið í fram- haldi af því. STORUTSOL MARKADUR í JL-HÚSIIMU, 2. HÆÐ OPIÐ FRA KL.12-18.30. LAUGARD. FRA KL.10-16. SIM111981.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.