Morgunblaðið - 27.05.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.05.1989, Blaðsíða 46
4fc MÖRGUNBLAÐÍÐ LAUGARDAGUÍl 27. MAÍ Í989 fclk í fréttum MYNDLIST Skúli Ólafsson með veggspjald Skúli Ólafsson listmálari hefur gefið út eina af teikningum sínum á veggspjaldi sem hefur ver- ið prentað í 500 eintökum og dreift víða um land í verslanir en það er Gallerí Prýði í Vestmannaeyjum sem gefur spjaldið út. Skúli er einn af yngri listamönnum Vestmanna- eyja en frá því að hann lauk námi í Myndlista- og handíðaskólanum hefur hann haldið sjö einkasýningar á verkum sínum. Einnig hefur hann tekið þátt í samsýningum. HLUTSKIPTI MANNS Tyrkneskar konur barðar til hlýðni Margir tyrkneskir karlmenn eru þeirrar skoðunar að þeim beri að beija eiginkonur sínar sýni þær ekki hlýðni og undirgefni. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Hacettepe- háskólans í Ankara sem birt var fyrir skömmu. 45 prósent aðspurðra af 6.500 manna úrtaki sögðust ekki hika við að ieggja hendur á konur sínar ef þær óhlýðnuðust þeim og 62 prósent sögðu að eiginkonur ættu skilyrðislaust að hlýða eigin- mönnum sínum. Tyrkneskar konur öðluðust borgaraleg réttindi þegar Mustafa Kemal Ataturk, stofnandi lýðveldisins, var við völd árið 1923. Hins vegar hefur sigið á ógæfuhliðina fyrir tyrkneskar konur í kjölfar mikillar vakningar á meðal öfgafullra múslima. Fyrsti leikur Stjörnunnar í 2. deild \rSTJARNAN TINDASTÓLL á Stjörnuvellinum í Garóabæ kl. 14 í dag Þaú ei alltaf Stiömtemnwing þar sem Stirnan spilar Sbýdjctttt Stýö'uutM#, SJOVÁníoALMENNAR Mimim íslensku pottarnir og pönnurnar frá Alpan hf. FALKINN VMNIRM^m Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Krakkar af Ásheimum virða fyrir sér á með nýfætt lamb í fjár- húsi Oddgeirshóla í Hraungerðishreppi. VORVERK Sauðburðurinn er ævintýri Sauðburðurinn hefur mikið aðdráttarafl enda ævintýri líkast að fylgjast með því þegar lömbin koma í heiminn. Leikskólinn Ásheimar á Selfossi brá sér í lambaferð fyrir skömmu að Oddgeirshólum í Hraungerðishreppi og þá sáu börnin meira að segja eina ána bera. Ekki gekk burðurinn alls kostar vel og þurfti husmóðirin á bænum, Þuríður Einarsdóttir, að aðstoða ána við burð- inn. Börnin kunnu vel að meta þennan viðburð og þau elstu fylgdust grannt með lambinu koma í heiminn. Meðfylgjandi myndir eru teknar við þetta tækifæri. - Sig. Jóns. Sigurður Ragnar Kristjánsson Is- landsmeistari í Svarta-Pétri. Morgunblaðið/Sigurður J ónsson SÓLHEIMAR Hörkukeppni á Islands- mótinu í Svarta-Pétri Æ Islandsmótið í Svarta-Pétri var haldið á Sólheimum í Grímsnesi 20. maí síðastliðinn. Mikil spenna ríkti á mótinu fram til loka og tvísýnt um hver stæði uppi sem sig- urvegari. Það var Sigurður Ragnar Kristjánsson sem hreppti Islands- meistaratitilinn í þessari hörðu keppni. Keppt var á 14 borðum og keppend- ur voru 56 víða af landinu. Svavar Gests stjórnaði mótinu af alkunnum hressileik sem keppendur kunnu vel að meta enda stemmningin með afbrigðum góð. Móti þessu var frestað í vetur vegna ófærðar og af þeim sökum urðu keppendur heldur færri í ár. Keppnin þótti takast svo vel að ákveðið er að hún verði árlegur við- burður hér eftir. —Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.