Morgunblaðið - 27.05.1989, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 27.05.1989, Qupperneq 46
4fc MÖRGUNBLAÐÍÐ LAUGARDAGUÍl 27. MAÍ Í989 fclk í fréttum MYNDLIST Skúli Ólafsson með veggspjald Skúli Ólafsson listmálari hefur gefið út eina af teikningum sínum á veggspjaldi sem hefur ver- ið prentað í 500 eintökum og dreift víða um land í verslanir en það er Gallerí Prýði í Vestmannaeyjum sem gefur spjaldið út. Skúli er einn af yngri listamönnum Vestmanna- eyja en frá því að hann lauk námi í Myndlista- og handíðaskólanum hefur hann haldið sjö einkasýningar á verkum sínum. Einnig hefur hann tekið þátt í samsýningum. HLUTSKIPTI MANNS Tyrkneskar konur barðar til hlýðni Margir tyrkneskir karlmenn eru þeirrar skoðunar að þeim beri að beija eiginkonur sínar sýni þær ekki hlýðni og undirgefni. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Hacettepe- háskólans í Ankara sem birt var fyrir skömmu. 45 prósent aðspurðra af 6.500 manna úrtaki sögðust ekki hika við að ieggja hendur á konur sínar ef þær óhlýðnuðust þeim og 62 prósent sögðu að eiginkonur ættu skilyrðislaust að hlýða eigin- mönnum sínum. Tyrkneskar konur öðluðust borgaraleg réttindi þegar Mustafa Kemal Ataturk, stofnandi lýðveldisins, var við völd árið 1923. Hins vegar hefur sigið á ógæfuhliðina fyrir tyrkneskar konur í kjölfar mikillar vakningar á meðal öfgafullra múslima. Fyrsti leikur Stjörnunnar í 2. deild \rSTJARNAN TINDASTÓLL á Stjörnuvellinum í Garóabæ kl. 14 í dag Þaú ei alltaf Stiömtemnwing þar sem Stirnan spilar Sbýdjctttt Stýö'uutM#, SJOVÁníoALMENNAR Mimim íslensku pottarnir og pönnurnar frá Alpan hf. FALKINN VMNIRM^m Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Krakkar af Ásheimum virða fyrir sér á með nýfætt lamb í fjár- húsi Oddgeirshóla í Hraungerðishreppi. VORVERK Sauðburðurinn er ævintýri Sauðburðurinn hefur mikið aðdráttarafl enda ævintýri líkast að fylgjast með því þegar lömbin koma í heiminn. Leikskólinn Ásheimar á Selfossi brá sér í lambaferð fyrir skömmu að Oddgeirshólum í Hraungerðishreppi og þá sáu börnin meira að segja eina ána bera. Ekki gekk burðurinn alls kostar vel og þurfti husmóðirin á bænum, Þuríður Einarsdóttir, að aðstoða ána við burð- inn. Börnin kunnu vel að meta þennan viðburð og þau elstu fylgdust grannt með lambinu koma í heiminn. Meðfylgjandi myndir eru teknar við þetta tækifæri. - Sig. Jóns. Sigurður Ragnar Kristjánsson Is- landsmeistari í Svarta-Pétri. Morgunblaðið/Sigurður J ónsson SÓLHEIMAR Hörkukeppni á Islands- mótinu í Svarta-Pétri Æ Islandsmótið í Svarta-Pétri var haldið á Sólheimum í Grímsnesi 20. maí síðastliðinn. Mikil spenna ríkti á mótinu fram til loka og tvísýnt um hver stæði uppi sem sig- urvegari. Það var Sigurður Ragnar Kristjánsson sem hreppti Islands- meistaratitilinn í þessari hörðu keppni. Keppt var á 14 borðum og keppend- ur voru 56 víða af landinu. Svavar Gests stjórnaði mótinu af alkunnum hressileik sem keppendur kunnu vel að meta enda stemmningin með afbrigðum góð. Móti þessu var frestað í vetur vegna ófærðar og af þeim sökum urðu keppendur heldur færri í ár. Keppnin þótti takast svo vel að ákveðið er að hún verði árlegur við- burður hér eftir. —Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.