Morgunblaðið - 27.05.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.05.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1989 Tr Heimir Pálsson um ummæli borgarsljóra: Sorplosun er alvörumál Sótt um leyfi til Hollustuverndar „Borgarstjóri er auðvitað sjálf- ráður að því hvaða orðaval hann notar og hvað honum þykir skemmtilegt, en í Kópavogi lítum við svo á að það sé ekkert grín þegar 15.500 manna sveitarfélagi er meinaður aðgangur að sorp- haugum og við lítum svo á að forgun sorps sé ekki gamanmál," sagði Heimir Pálsson, forseti bæj- arstjórnar Kópavogs, er hann var inntur álits á ummælum Davíðs Oddssonar borgarstjóra í Morg- unblaðinu í gær, um að hugmynd- ir bæjarstjómarinnar um sorplos- un í Leirdal væm eins og hvert annað grín. Heimir Pálsson sagði að Kópa- vogsbúum væri mikil alvara, og þeir ynnu nú að eins ábyrgum lausnum og kostur væri á. Eftir 1. júlí munu þeir ekki fá að losa sig við sorp sitt á sorphauga Reykvíkinga í Gufunesi. Heimir Pálsson sagði að bæjar- stjóm Kópavogs hefði nú sent Holl- SlNE kynnt hvalveiðistefiian bands íslenskra námsmanna erlendis, hafa íslenskir námsmenn í Banda- ríkjunum sýnt áhuga á því að fá sendar upplýsingar um íslenska hval- veiðistefnu áður en til mótmælanna kemur. SÍNE leitaði til ráðuneytisins og varð það úr að ráðuneytið sendi öllum íslenskum námsmönnum í Bandaríkjunum, um það bil 700 að tölu, upplýsingabæklinga um hval- veiðamar. Sjávarútvegsráðuneytið sendi í gær um það bil 700 íslenskum námsmönnum í Bandaríkjunum upplýsingabæklinga um hvalveiði- stefnu íslands. Var það gert að ósk námsmanna sem viija búa sig sem best undir herferð grænfrið- unga í Bandaríkjunum gegn hval- veiðum íslendinga sem fyrirhuguð er um miðjan næsta mánuð. Að sögn Hólmfríðar Garðarsdótt- ur, framkvæmdastjóra SÍNE, Sam- ustuvemd ríksins bréf, þar sem ósk- að er leyfis fyrir því að fá að losa sorp í Leirdalnum. Hollustuvemd verður að leita umsagnar náttúruvemdarráðs, heil- brigðisnefndar og skipulagsstjórnar ríkisins áður en hún gefur leyfi fyr- ir framkvæmdum. Að sögn Leifs Eysteinssonar, framkvæmdastjóra Hollustuvemdar, ætti málsmeðferð- in ekki að þurfa að taka mjög lang- an tíma. „Það er búið að vinna ýmsa fmmvinnu í sambandi við sorpurðun og -eyðingu á höfuðborgarsvæðinu, og ég geri ráð fyrir að hún muni nýtast að einhveiju leyti,“ sagði Leifur. Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins, sagði að allar framkvæmdir þyrftu að vera í samræmi við gild- andi aðalskipulag, en skipulags- stjóm hefði enn ekki kannað hvort sorplosun í Leirdal færi saman við aðalskipulag Kópavogs. Ef breyta þyrfti skipulaginu gæti það tekið allt frá tveimur vikum og upp í þijá til ljóra mánuði. Sjá ennfremur á bls. 32, „Reykjavík lejdí Kópavogi að losa sorp í Gufunesi". VEÐURHORFUR I DAG, 27. MAI YFIRLIT í GÆR: Um 800 km suður af landinu er 1.036 mb hæð en á Grænlandshafi er 1.014 mb lægð á leið austnorðaustur og mun fara austur yfir landið í nótt. Veður fer heldur kólnandi. SPÁ: Norðan- og norðvestanátt um land allt, víðast kaldi eða stinn- ingskaldi. Rigning eða súld um mest ailt norðanvert landið, en þurrt að mestu og léttir til syðra. Hiti 3 til 10 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR SUNNUDAG: Fremur hæg norðanátt með skúrum um landið norðanvert en víða björtu veðri syðra. Hiti 3—7 stig. HORFUR Á MÁNUDAG: Hæg suðvestanátt. Skýjað en þurrt um allt land. Hiti 5—9 stig. x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma -j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius V Skúrir * V El — Þoka — Þokumóða ’, ’ Súld OO Nlistur —Skafrenningur Þrumuveður vn VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri 8 skýjað Reykjavík 8 mistur Bergen 9 skúr Helsinki 22 léttskýjað Kaupmannah. 22 skýjað Narssarssuaq 3 súld Nuuk 3 alskýjað Osló 17 skýjað Stokkhólmur 22 skýjað Þórshöfn 8 skýjað Algarve 19 alskýjað Amsterdam 18 skýjað Barcelona 18 þokumóða Berlín 25 léttskýjað Chicago 16 léttskýjað Feneyjar 24 léttskýjað Frankfurt 26 léttskýjað Glasgow 16 léttskýjað Hamborg 25 skýjað Las Palmas 22 skýjað London 18 skýjað Los Angeles 14 skýjað Lúxemborg 24 hálfskýjað Madríd 16 þrumuveður Malaga 18 þokumóða Mallorca 21 súld Montreal 18 alskýjað New York 19 mistur Orlando 24 þokumóða París 17 hálfskýjað Róm 23 skýjað Vín 20 hálfskýjað Washington 22 mistur Winnipeg vantar Sveinbjöm Bjömsson flytur erindi sitt á ráðstefhu menntamálaráðu- neytisins um háskólastigið á föstudaginn. Ráðstefiia um kennslu á háskólastigi: Almenn menntun og starfeþjálfim aðskilin Menntamálaráðuneytið efiidi í gær til ráðstefiiu um kennslu á há- skólastigi. Þar kom fram gagnrýni á sljórnvöld fyrir að hafa ekki skýra stefnu í málefiium skóla á þessu stigi. Aðgerðir þeirra á undanfömum ámm hefðu eingöngu verið viðbrögð við sprengingu, sem átt hefði sér stað í framhaldsskólakerfínu. Á ráðstefiiunni kynnti Sveinbjörn Bjöms- son prófessor hugmyndir um breytingar á skipulagi náms á háskóla- stigi, sem meðal annars fela í sér aðgreiningu á skólum sem bjóða upp á almenna menntun og þeim sem einkum sinna starfsþjálfun. Við upphaf ráðstefnunnar kynnti Gerður Oskarsdóttir ráðunauturýms- ar tölulegar upplýsingar um kennslu á háskólastigi hér á landi. Gudmund Hemes prófessor í Noregi hélt síðan erindi um háskólastigið, meðal ann- ars með hliðsjón af þróun í þeim efnum í Noregi, en að því loknu fjöl- luðu sex framsögumenn um ýmsar spumingar varðandi þetta skólastig hér á landi. Það vom þau Frosti Bergsson, framkvæmdastjóri, Guð- rún Hallgrímsdóttir, matvælaverk- fræðingur, Jón Sigurðsson, skóla- stjóri, Sveinbjöm Bjömsson, prófess- or, Tómas Ingi Olrich, menntaskóla- kennari og Þuríður Kristjánsdóttir, prófessor. í máli sínu kynnti Sveinbjörn Bjömsson hugmyndir um nýjar skil- greiningar á hlutverki skóla, sem sinna tvítugum nemendum og eldri. Kallaði hann það skólastig fullorðins- stig og skipti því fernt. I fyrsta lagi talaði hann um fræðasetur, þar sem fram ætti að fara samtvinnun rann- sókna og fræðslu þar sem áhersla væri lögð á almenna menntun en ekki starfsþjálfun. Taldi hann að heimspeki-, félagsvísinda og raunví- sindadeild Háskólans gætu til dæmis fallið undir þessa skilgreiningu á fræðasetri. Hins vegar taldi Sveinbjörn eðli- legt að ýmsar námsbrautir Háskól- ans yrðu sérstakir fagháskólar, þar sem áhersla yrði lögð á skólun til starfs. Þar ætti að bjóða upp á fag- nám á fræðilegum gmnni, sem yrði því fræðilegra, sem það yrði lengra. Dæmi um námsbrautir sem ættu heima í fagháskólum væru verk- fræði, tæknifræði, iðnfræði, búvís- indi, læknisfræði, tannlæknisfræði, meinatækni og viðskiptafræði. Versl- unarháskólar, samvinnuháskólar, kennaraháskólar og listaháskólar myndu teljast fagháskólar. Sveinbjöm nefndi einnig, að öld- ungadeildir og ýmsir sérskólar féllu einnig undir skilgreiningu hans á námi á fullorðinsstigi. Sérskólarnir byðu upp á starfsþjálfun, sem fremur væri byggð á starfsreynslu og fyrra fagnifii en fræðilegum grunni. Dæmi um nám í slíkum sérskólum væri meistaranám iðngreina og það nám sem nú væri boðið upp á í vélskólum, sjómannaskólum og bændaskólum. Leiklistar- og bú- fræðinemar dýrastir KOSTNAÐUR á hvem nemanda í Leiklistarskóla íslands og Bændaskó- lanum á Hvanneyri var árið 1987 milli sjö og áttahundruð þúsund krónur. Tannlæknanemar voru dýrastir við Háskóla Islands og var kostnaður vegna hvers þeirra um 600 þúsund á meðan kostnaður vegna háskólastúdenta var að meðaltali innan við 200 þúsund. Þessar upplýs- ingar koma fram í samantekt, sem Félagsvísindastofiiun Háskóla Is- lands hefur gert fyrir menntamálaráðuneytið, og kynnt var á ráðstefhu um kennslu á háskólastigi, sem ráðuneytið efiidi til í gær. Við upphaf ráðstefnunnar kynnti Gerður G. Óskarsdóttir samantekt um háskólastigið, sem Félagsvísinda- stofnun Háskólans hefur unnið fyrir menntamálaráðuneytið. I samantekt- inni er talað um nám á háskólastigi. Auk þess eru tekin saman gögn um ýmsa sérskóla, sem stundum eru taldir vera á háskólastigi, svo sem Leiklistarskólann og Fósturskólann. I samantektinni kemur meðal ann- ars fram, að um helmingur háskóla- menntaðra Islendinga starfaði hjá hinu opinbera á árunum 1986 til 1987. Þriðjungur starfaði við versl- un, samgöngur eða skyldar greinar, tæp 10% við iðnað en mun færri við landbúnað, fiskveiðar og fiskvinnslu. I samantekt Félagsvísindastofn- unar er einnig fjallað um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Kemur þar fram, að frá 1986 hefur lánþegum sjóðsins fækkað, bæði að höfðatölu og sem hlutfall af nemendafjölda skólanna. Til dæmis hefur hlutfall þeirra nemenda við Háskóla íslands sem taka námslán lækkað úr tæplega 50% veturinn 1985 til 1986 í rúm- lega 40% veturinn 1987 til 1988. Meðal þeirra upplýsinga, sem koma fram í samantektinni er kostn- aður við hvern nemanda í þeim skól- um, sem hún fjallar um árið 1987. Kemur þar fram, að nemendur Leik- listarskólans og Bændaskólans á Hvanneyri voru langdýrastir, kostn- aður vegna hvers þeirra var milli sjö og áttahundruð þúsund. Kostnaður vegna stúdenta við Háskóla íslands var hins vegar innan við 200 þúsund á mann. Einnig er gerður saman- burður á kostnaði á hvern háskóla- stúdent eftir deildum. Kemur þar fram, að kostnaður vegna tann- læknastúdenta var mestur, eða um 600 þúsund á mann. Minnstur var kostnaðurinn vegna stúdenta í laga- deild og viðskiptadeild, eða rétt um 100 þúsund krónur á mann. Aðstand- endur samantektarinnar hafa fyrir- vara á þessum tölum og taka fram, að illmögulegt sé að finna sanngjarna leið til að meta kostnaðinn á þennan •hátt.---------------------------J u \ i i \ \ \ \ \ i I \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.