Morgunblaðið - 27.01.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.01.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1993 11 Mínnst við fortíðina Arngerðareyri við ísafjarðardjúp, þar var áður verslunarstaður fyrir bændurna í sveitinni. Þar er bryggja til upp- og útskipun- ar á vörum. Nú er staðurinn í eyði og mannvirkin standa sem dapurlegir minnisvarðar um umsvif, iífskviku og athafnir fyrri ára. List og hönnun Bragi Asgeirsson í Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur yfir fram til 14. febrúar sérstæð og merkileg sýning á ljósmyndum, sem Poul Nederga- ard Jensen arkitekt tók á upp- mælingarferðum sínum á 8. og 9. áratugnum. Sýningin sem er á vegum Þjóðminjasafnsins og Húsfrið- unarnefndar samanstendur af stórum svart-hvítum ljósmynd- um víðs vegar að af landinu, allt í senn af gömlum húsum, torf- bæjum og kirkjum auk eins kútt- ers er Sigurfari GK 17 nefndist, og víðfrægur mun vera. Þar fyr- ir utan eru svo myndir af sér- kennilegu landslagi eins og t.d Kirkjufelli í Grundarfirði og Langadal á Langadalsströnd, en um hann lá frá því á miðöldum þjóðleiðin milli Breiðafjarðar og Isafjarðardjúps. Þessar ljósmyndir mynda sam- stæðu frá vinstri hlið salarins og yfir hinn bogamyndaða hluta salarins til hægri hliðar hans. En í sjálfum miðjum salnum á stóru tjaldi eru svo sýndar lit- skyggnur, sem mér skilst að séu eftir Ónnu Sögard Nielsen arki- tekt og er þar víða komið við í íslensku mannlífí auk mynda af húsum og landslagi. Öll er þessi sýning hin at- hyglisverðasta því ekki er vansa- laust hvernig við höfum farið með gömul hús og fornar menj- ar. Miklu oftar hefur fortíðin verið jöfnuð við jörðu, þurrkuð út, en í stað komið ósmekkleg- heit viðurstyggðarinnar. Ég vísa hér aðeins tii þess sem gat að líta í Lesbók 16. janúar, þar sem sagt var frá endalokum bæjarins að Bólu þar sem Hjálm- ar skáld bjó. Hér hefði ýmislegt verið hægt að gera, sem hefði átt að gerast, því að Hjálmar er sem tákngervingur þess hvernig alþýðan lifði af örbirgð og hörm- ungar með tilstyrk andagiftar- innar. Það hefði aukið á reisn og stolt þjóðarinnar, en í stað þess er það komið á staðinn sem við megum skammast okkar mest fyrir í þjóðarsálinni. Ótal óskiljanleg dæmi má sjá um þetta víðs vegar um landið og manni hitnar jafnan um hjart- aræturnar er fýrir augu ber göm- ul og vel hirt hús. Það má segja, að sá er hér ritar hafi náð í skott- ið á fortíðinni eins og það heitir, því að hann man eftir mörgu á þessum ljósmyndum er sumar húsarústirnar voru veglegar byggingar og umluktar iðandi lífi. Þannig var um höfuðbólið Arngerðareyri við ísafjarðardjúp árið 1943 er ég var kúskur í vegavinnu í Langadalnum. Sveit- in var afskekkt og innilokuð, en samt var líf á hveijum bæ og félagslífið allnokkuð og jókst eft- ir að við vegavinnumennirnir komum í sveitina. Árið 1946 er við höfðum rutt Þorskafjarðarheiði og vegasam- bandi var komið á, tók fólk að flytja burt og er svo höfn kom fyrir framan Arngerðareyri var fólki ekki til setunnar boðið og lagðist þá sveitin í eyði! Á þann veg hafa framfarir tvær hliðar og aðra miður góða. Eitthvað held ég að hægt sé að gera i stað þess að láta hús grotna niður og velmegun og matarhyggja eru ekki endilega æðst verðmæta í heimi hér. Það er mikil heiðríkja yfir þessu löngu horfna tímaskeiði, sem manni fannst þá sjálfsagður og eðililegur vettvangur dagsins, en var í raun fornt og merkilegt menningarskeið í andarslitrum og upphaf mikilla tímahvarfa í sögu þjóðarinnar. Danir hafa margt mjög vel gert um varðveislu gamalla bygginga og skilningur þeirra á vægi fornminja og sögu lands og þjóðar skín úr þessum mynd- um í Bogasalnum. Sjálfir skulum við minnast þess, að engin er framtíð án fortíðar og það sem einna mest ber á í núlistum dags- ins er afturhvarf til upphafsins, með menningararfinn í sjónmáli, ásamt ríkri tilfinningu fyrir lífs- mögnum náttúrunnar. Mér þótti rétt að vekja at- hygli á þessari sýningu, sem ætti að höfða til ungs og lifandi fólks á öllum aldri. —efþú spilar til að vinna! 3. lelkvika - 23. Janúar 1993 Nr. Leikur: Röðin: 1. Crewe - Blackbum - - 2 2. Huddersfleld - Southend - - 2 3. Man. Utd. - Bríghton 1 - - 4. NotL For. - Middlesbro - X - 5. QPR - Man. Clty - - 2 6. Rotheríuun - Newcastle - X - 7. ShefT. Utd. - Hartlepool 1 - - 8. Swansea - Crimsby (fr) - X - 9. Tranmere - Ipswich - - 2 10. Portsmouth - Brentford i - - 11. Plymouth - Fulham - X - 12. Preston - Bradford 1 - - 13. WBA - Stokc - - 2 Heildarvinningsupphæöin: 153 milljónir króna 13 réttlr: | 445.050 | kr. 12 réttlr: | 9.910 J kr. 11 réttlr: | 830 J kr. 10 réttlr: | 260 1 kr' í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁOHÚSTORGI Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1993 - Svíþjóð „Að lesa og skrifa list er góð“ Bókmenntir Dagný Kristjánsdóttir FRAMLAG Svíþjóðar til bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs er frumlegt að þessu sinni. Þeir leggja fram tvær stórgóðar bækur sem eru á mörkum fagur- bókmennta og fræðimennsku. Lagercrantz les Proust Önnur þessara bóka er eftir Olof Lagercrantz og hefur að geyma at- huganir hans og hugleiðingar um stórvirki Marcels Proust „í leit að liðnum tíma“. Olof Lagercrantz (f. 1911) hefur verið áhrifamikill menningarviti í Svíþjóð í áratugi. Hann er rithöfund- ur og fékk bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs árið 1965. Hann er líka bókmenntafræðingur og höfundur fjölmargra bóka m.a. um Dante, Jos- eph Conrad, August Strindberg o.fl.,o.fl. Og nú er röðin komin að Proust. ALlt er eins og eitthvað annað Að mati Lagercrantz felst aðferð Prousts fyrst og fremst í því að tengja það sem hann sér stöðugt við eitt- hvað annað. Á einum stað verður salur í leikhúsi t.d. að rökkvuðu neð- ansjávarríki í texta Prousts; stúlkurn- ar eru hellar þar sem hefðarmeyjar með berar axlir eru eins og hafmeyj- ar sem svífa í vatninu við hlið sjávar- guða og einstaka þorsks með eingl- yrni. Mynd leiðir af sér mynd og ekkert getur orðið raunverulegt í augum Prousts fyrr en hann er búinn að tengja fólk og hluti einhveiju öðru með samlíkingu, umbreyta lífí í list, staðfesta af innri nauðsyn sinn illa grun um ekkert sé eins og það sýn- ist, allt sé í raun eitthvað annað. Lagercrantz notar að sumu leyti sömu aðferð þegar hann tengir verk Prousts við bókmenntir, myndlist og tónlist Vesturlanda. Hugleiðingar hans um Proust og listsköpun hans Olof Lagercrantz skrifar um Marcel Proust. eru djúpvitrar, fullar af virðingu og kærleika. Þetta er svo fallegur texti, að það er vel hægt að njóta hans sjálfs hans vegna án þess að þekkja verk Prousts. Útrýmið öllum skepnunum Hin bókin sein Svíar leggja fram er ekki eins ljúf, en hún er líka fanta- vel skrifuð. Höfundurinn heitir Sven Lindqvist (1932) og bókin heitir „Út- rýmið öllum skepnunum". Titillinn er sóttur í bókina „Heart of Dark- ness“ (1899) eftir Joseph Conrad þar sem óbermið Kurtz gefur bresku ný- lenduherrunum eftirfarandi ráð um Afríkubúa: „Exterminate all the brut- es“. í bók Sven Lindquist segir frá því hvernig hann kemur sér „þægiíega" fyrir í bænum Insalah í miðri Sahara eyðimörkinni og byijar þar að skrifa sögu kynþáttahatursins á Vestur- löndum. Kynþáttahatur Það var hins vegar um 1800 sem hugmyndimar um „rétt“ Vestur- landabúa til skipulegra þjóðarmorða í krafti kynþáttayfírburða sinna byij- uðu að mótast. Kynþáttahatrið var Sven Lindqvist tekur kynþátta- hatur til meðferðar. skeytt við þróunarkenningu Darwins upp úr miðri nítjándu öld og varð vísinda- og hugmyndafræðileg rétt- læting á nýlendustefnu Breta og Frakka og síðar Þjóðveija. Sven Lindquist telur að útrýming- arherferð nasista á hendur gyðingum í seinni heimsstyijöldinni hafi verið rökrétt framhald á kynþáttahatri nýlendustefnunnar en Vestur-Evr- ópubúar hafí ekki kært sig um að halda þeim tengslum á lofti. Þeir hafi aldrei gert ráð fyrir að þjóðar- morðum yrði beitt í Evrópu sjálfri, það gegndi öðru máli með villimenn, indjána, frumbyggja - þessa djöfla. Sandur í tölvunni Bók Lindquist er áhrifamikil, ljótur lestur en hörkuspennandi. Bókin skiptist í marga stutta kafla, stíllinn er þéttur, hnitmiðaður og sögumaður rýfur frásögnina öðru hvom með persónulegum köflum þar sem Afríka verður nálæg og uppáþrengjandi og þar sem persónulegar minningar leita á og tengjast hinu hræðilega bókar- efni sem því miður verður æ meira áhyggjuefni á Vestuiiöndum þessa dagana. 0 Tveggja þrepa srtjóblásarar - með láréttum mötunarsnigli. 0 Fjarstýrð vökvastýring á blásaratrekt. 0 Blásari er með vendigír og þvi flölhæfur - draga má blásarann á eftir traktor eða bakka með hann. 0 Vinnslubreidd 2,3m. Þyngd 630 kg. 0 Aðrar gerðir snjóblásara fyrirliggjandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.