Morgunblaðið - 27.01.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.01.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1993 Kristján Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna Ekkert tiltökumál að LÍÚ eignist 500 millj. á 30 árum Bílaþvottur Fjölmargir gripu tækifærið í hlýindakaflanum til að skola salt og tjöru af bílum sínum á bílaþvottastöðvum borgarinnar. Bandaríkin elsta lýðræðisríki heims? Enskt blað vísar til Al- þingis og skammar Bill Clinton BRESKA dagblaðið The Inde- pendent dregnr í efa þá fullyrð- ingu Bills Clintons Bandaríkjafor- seta í innsetningarræðu sinni að Bandaríkin séu elsta lýðræðisríki \ heimi. Vitnar blaðið í Helga Agústsson sendiherra íslands í London máli sínu til stuðnings. í The Independent segir: Eru Bandaríkin „elsta lýðræðisríki í heimi?“ Því miður Bill, þér varð á fíngurbrjótur í utanríkismálum, nokkrum sekúndum eftir að þú tókst við embætti. „Við viljum ekki gera lítið úr neinum," sagði Helgi Ágústs- son sendiherra íslands í Bretlandi í gær, „en við erum mjög stolt af þeirri staðreynd að íslenska þingið, Al- þingi, var stofnað 930 og er hið elsta í heimi.“ Blaðamaður Morgunblaðsins hafði samband við Helga í gær og stað- festi hann að rétt væri eftir sér haft. Sagðist hann hafa sagt blaðamanni Independent, sem hafði samband að fyrra bragði, að vissulega mætti deila um skilgreiningu hugtaksins lýðræð- is og jafnvel líta aftur til Grikklands í því efni. En því yrði ekki haggað að stjórnskipun íslenska þjóðveldisins hefði verið lýðræðisleg. „Mér hefði fundist það frétt ef ég hefði svarað breska blaðinu á annan veg,“ sagði Heigi. ^ Fékk dufl í KRISTJÁN Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna telur fullkomlega eðlilegt að samtökin eigi hálfan milljarð í varasjóði. Þessa fjármuni hafi LÍÚ eignast á 30 ára tímabili, með sérstakri ráðdeild og sparsemi og slíkt komi afkomu greinarinnar í sjálfu sér ekkert við. Kristján bendir á að tilvitnuð orð Sighvats Bjarnasonar, forstjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum í Morgunblaðinu í gær, um 40 milljóna króna hagnað LIÚ á síð- asta ári, hafi gilt um árið 1991, sem sé síðasta árið sem uppgjör liggi fyrir. „Því miður var smávægilegur Ellefu sinn- um brotist inn ELLEFU innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík á mánudag og fram að hádegi í gær. Brotist var inn í bíla, steypustöð, geymslur í fjölbýlishúsi, hesthús, barnaheimili, fyrirtæki og verslun. Litlu var stolið, en úr bílunum hurfu helst útvarpstæki og úr einni geymslunni hvarf haglabyssa ásamt skotum. hallarekstur á LÍÚ á árinu 1992, ein til tvær milljónir króna," sagði Krist- ján í samtali við Morgunblaðið í gær. Kristján var spurður hvort hann teldi eðlilegt að LÍÚ safnaði digrum sjóðum í því árferði sem við búum við; aflabrest og taprekstur sjávarút- vegsfyrirtækja: „Sá hálfi milljarður sem við eigum, hefur safnast á 30 árum. Ég er þekktur að því að sitja hér eins og ormur á gulli, nískur og leiðinlegur og hef rekið þetta af ráð- deild og sparsemi. LIÚ á enga Bændahöll, Iðnaðarhöll, Verslunar- höll eða slíka fasteign. Ef þessum fjármunum hefði öllum verið eytt, til dæmis í stórhýsi, þá hefði enginn sagt neitt og þetta væri allt í besta lagi,“ sagði Kristján. Gætum þurft vara- sjóð í vinnudeilum Kristján var spurður hvort sjóða- söfnun LÍÚ og annarra hagsmuna- samtaka atvinnurekenda væri ekki óþörf, miðað við þá afkomu sem í dag Vinnuvernd_____________________ Hulda Ólafsdóttir skrifar um mikil- vægi rétts búnaðar 16 Hvarf Wallenbergs______________ Búlganín undirritaði handtökuskip- un sænska stjórnarerindrekans 21 Saga Valtýs rituð Aldarafmælis Valtýs Stefánssonar rítstjóra minnzt 22-23 Tíu landsliðsmenn meiddir Meiðsli leikmanna blóðtaka fyrir landsliðið í handknattleik 42 Leiðari Menntastefna í réttum farvegi 22 Úr Verínu ► ÍS seldu fyrir 12,6 miljarða 1992 - Miklar vonir bundnar við nýjar fisktegundir af íslandsmið- um - Franskir fiskheildsalar end- urmeta stöðu sína. félagar samtakanna byggju við um þessar mundir: „Er það eitthvert til- tökumál þótt samtök eins og okkar hafi eignast 500 milljónir króna á síðastliðnum 30 árum?“ spurði Krist- ján og bætti við: „Mér finnst sjálf- sagt og eðlilegt, ef litið er á LÍÚ sem samtök sjávarútvegsins, að þau séu fjárhagslega sjálfstæð.“ Kristján var spurður í hvað LÍÚ myndi hugsanlega nota sjóði sína: „Bara sem dæmi, get ég nefnt þér að við vorum að gera kvikmynd um sögu íslenska sjávarútvegsins, sem kostaði okkur 50 milljónir króna. Við gáfum til uppbyggingar sjó- minjasafna, þegar LÍU varð 50 ára, 10 miiljónir króna. Ef við værum fjárvana, gætum við ekki fjármagn- að slíka gagnlega hluti. Nú, við stöndum oft í vinnudeilum og gætum þurft að grípa til varasjóðs okkar í því samhengi, þótt það hafi aldrei gerst.“ Hafrannsóknir Kristján var spurður hvort ekki væri eðjilegt að sú spurning vaknaði hvort LÍÚ ætti ekki alfarið að standa straum af þeim kostnaði sem ha- frannsóknum fylgir, einkum í ljósi þeirra sjóða sem hagsmunasamtök Myndasögur ► Drátthagi blýanturinn - Fugl eða fiskur - Myndir eftir unga listamenn - Myndasögur - Þrautir - Geitungabú - Siyór - Töluleikur - Bjölluskraut. útgerðarmanna ættu: „Við settum 2,5 milljónir króna í djúpsjávarrann- sóknir í fyrra, að beiðni sjávarút- vegsráðherra. Samtals lögðu sam- tökin og Fiskveiðasjóður fram þær 40 milljónir króna til rannsóknanna sem vantaði. Við erum að taka þátt í kostnaði hafrannsókna, gerðum það t.d. á síðasta ári, með því að greiða fyrir veiðiheimildir. Hins veg- ar eru hafrannsóknir mál allrar þjóð- arinnar og hagsmunir, ekki bara okkar útvegsmanna. Það hefur aldr- ei komið betur í ljós en á síðasta ári,“ sagði Kristján Ragnarsson. veiðarfærin BÁTURINN Klara Sveinsdóttlr SU frá Fáskrúðsfirði fékk óvirkt dufl í veiðarfærin er báturinn var á veiðum í Skeiðarárdýpi sl. laug- ardag. Eiður Sveinsson skipstjóri á Klöru sagði að hann hefði dregið duflið með síðunni til hafnar í Fáskrúðs- firði, enda duflið hættulaust að mestu. Tveir sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslunni fóru austur til að eyðileggja duflið í gær. Dómur Héraðsdóms í fíkniefnamáli Tvítugir bræður voru dæmdir í tólf mánaða fangelsi TVÍTUGIR bræður hafa verið dæmdir í 12 mánaða fang- elsi fyrir að hafa árið 1989 og fram á 1990 stundað um- fangsmikil viðskipti með alls u.þ.b. 4 kg af hassi sem þeir keyptu af ýmsum mönnum og neyttu sjálfir að hluta en endurseldu að öðru leyti fjölda manna með hagnaði. Annar þeirra var einnig dæmdur fyrir viðskipti með 8,8 grömm af amfetamíni. Mennirnir játuðu á sig hjá lög- reglu þær sakir sem þeir voru born- ir, en við rannsókn málsins höfðu þeir nefnt nöfn fjölmargra manna sem þeir höfðu keypt af og selt. Rannsókn málsins varð umfangsmik- il og voru ails höfðuð 11 refsimál gegn fjölda aðila. Furðugott minni Fyrir dómi drógu þeir ýmsar játn- ingar til baka en lögreglumenn sem sakaðir voru um að hafa beitt þá andlegu ofbeldi við yfirheyrslur báru fyrir dómi að frekar hefði orðið að takmarka frásagnargleði mannanna en hitt. Þá hefði minni þeirra á við- skiptin verið furðugott með tilliti til þess hve mikils af efnunum þeir sögð- ust sjálfir hafa neytt. Dómarinn féllst ekki á skýringar mannanna á breytt- um framburði. Mennirnir hafa frá 18 ára aldri hlotið sjö refsidóma hvor, að frátöld- um dómi í þessu máli. Árið 1991 voru þeir dæmdir í 18 og 15 mánaða fangelsi skilorðsbundið í þtjú ár. Þar sem brotin sem dæmd voru í þessu máli voru framin áður en sá dómur var kveðinn upp teljast þeir ekki hafa rofíð skilorð. Við ákvörðun refsingar tók Ingi- björg Benediktsdóttir héraðsdómari, sem fékk málið til meðferðar 20. október sl., meðal annars tillit til ungs aldurs mannanna á þeim tíma sem brotin voru framin og til þess að þeir áttu ekki sök á þeim töfum sem urðu á meðferð málsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.