Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 1
88 SIÐURB/C 78. tbl. 82. árg. FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Líkur á stjórnarmyndun á Italíu aukast Ovæntar viðræður milli Finis og Bossis Rómaborg. Reuter. UMBERTO Bossi, leiðtogi Norðursambandsins á ítaliu, ræddi í gær við Gianfranco Fini, leiðtoga nýfasista, og fundurinn er talinn auka líkur á að hægriflokkarnir þrír geti myndað stjórn. Reuter „Þetta voru jákvæðar viðræður," sagði Fini eftir þennan óvænta fund sem stóð í um klukkustund. Þetta er í fyrsta sinn sem Bossi og Fini koma saman eftir þingkosningarn- ar þar sem bandalag þeirra og flokks fjölmiðlajöfursins Silvios Berlusconis fékk meirihluta í neðri deild þingsins. Fundurinn markar tímamót í samskiptum flokkanna, sem hafa deilt hart að undanförnu, og Berlusconi sagði í gær, að hann væri viss um, að flokkarnir kæmu sér saman um stjórn. Fini sagði að fundurinn í gær hefði aðallega snúist um kröfu Bossis um að Ítalía yrði að sam- bandsríki. Þegar hann var spurður hvort Bossi hefði látið af andstöðu Sprengingar í Zagreb GÍFURLEGAR sprengingar urðu í sprengiefna- og skotfærageymslu í Zagreb, höfuðborg Króatíu, í gær eftir að eldur hafði komið upp í henni. Lagði mikinn reykjarmökk yfir borgina og sprungnum skothylkjum og öðru rusli rigndi yfir hana í mörg hundruð metra fjarlægð frá geymslunni. Frönsk stjórnvöld vilja beita Sarajevo-aðferðinni annars staðar í Bosníu Styðja loftárásir á umsát- urslið Serba við Gorazde París, Sarajevo. Reuter. FRANSKA sljórnin hvatti til þess í gær, að árásir Serba á borgina Gorazde, eitt af griða- svæðum múslima í Bosníu, yrðu stöðvaðar og sagði, að friðargæslulið Sameinuðu þjóð- anna væri í fullum rétti að beita loftárásum. Serbar héldu uppi mikilli sprengjuhríð á borgina í allan gærdag þrátt fyrir yfirlýsing- ar um að þeim yrði hætt, en í gær ætluðu fulltrúar þeirra og múslima að koma saman til að ræða allsheijarvopnahlé í Bosníu. Fund- inum var hins vegar frestað og verður hugs- anlega í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna krafðist þess í fyrrakvöld, að Serbar hættu árásum sínum á Gorazde og var því heitið í viðræðum, sem full- trúar þeirra áttu við yfirmann friðargæsluliðs SÞ í Bosníu, Sir Michael Rose. Ekkert lát varð þó á stórskotaliðsárásum á borgina í gær og hafa 67 fallið og á fjórða hundrað særst síðustu 10 daga. Franska stjórnin lét fara frá sér mjög harð- orða yfirlýsingu í gær þar sem hún krafðist þess, að árásir Serba á Gorazde yrðu stöðvaðar með loftárásum ef með þyrfti. Sagði talsmaður franska utanríkisráðuneytisins, Richard Duque, að SÞ og yfirmenn friðargæsluliðsins hefðu fulla Svíar ákveða að skilja sundur ríki og kirkju Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgnnblaðsins. EFTIR margra ára umræður hefur verið ákveðið að aðskilja ríki og kirkju í Svíþjóð og leggja þar með þjóðkirkjuna niður. Frum- varp um þetta efni liggur nú fyrir þinginu. Áætlað er að aðskilnað- urinn verði að staðreynd 1. janúar árið 2000 en hann mun meðal annars hafa í för með sér að börn verða ekki sjálfkrafa skráð í þjóðkirkjuna, heldur verður það á valdi foreldra. Um leið munu allir verða skyldaðir til að greiða árlegt greftrunargjald og í gildi ganga nýjar reglur fyrir önnur trúfélög. Samkvæmt frumvarpi um að- skilnað ríkis og kirkju er ekki gert ráð fyrir að kirkjan geti innheimt kirkjugjald eins og hefur verið hingað til. Hins vegar verður hægt að fela skattyfirvöldum að inn- heimta gjald af þeim, sem látið hafa skrá sig í kirkjuna. Breyting- in hefur einnig í för með sér að kirkjan mun sjálf fara með eigin eignir. Þar sem kirkjan sér um varðveislu og viðhald menningar- sögulegra minja mun ríkið leggja henni til sem samsvarar fjórum milljörðum íslenskra króna til að mæta þessum kostnaði. Hingað til hefur konungsfjöl- skyldan verið skylduð til að trúa á Guð en með nýju skipaninni heyrir kirkjan ekki lengur undir konung, sem þar með þarf heldur ekki að viðurkenna trú sína opin- berlega eða tilheyra kirkjunni. Sænska kirkjan verður eftir sem áður evangelísk-lútersk kirkja. Við aðskilnaðinn er ætlunin að þeir, sem þegar eru í þjóðkirkj- unni, verði skráðir í hana áfram en nýfædd börn þarf að skrá sér- staklega. Hingað til hafa þau ver- ið skráð sjálfkrafa þótt hver og einn hafi síðan getað sagt sig úr þjóðkirkjunni. Lego- land í London KJELD Kirk Kristansen, for- seti Lego-fyrir- tækisins í Dan- mörku, er hér með nokkur legohús í nýju Legolandi, sem opnað hefur ver- ið í London þar sem verið hefur ljóna- og dýra- garður við Windsor. Er hann með reku um öxl en hann vígði staðinn með því að koma þar fyrir 30 feta háu eikartré. sinni við stjórnarsamstarf með ný- fasistum svaraði hann: „Ég tel að sá vandi hafi verið leystur." Roberto Maroni, leiðtogi Norður- sambandsins í neðri deildinni, sagði að flokkurinn væri jafnvel reiðubú- inn að fallast á að Berlusconi yrði forsætisráðherra næstu stjórnar ef eitt af höfuðmarkmiðum hennar yrði að koma á sambandsríki á Ital- iu. heimild til að kalla til orrustu- og sprengjuþotur Atlantshafsbandalagsins, NATO. Neýða ætti Serba til að fallast á sams konar vopnahlé í Gorazde og í Sarajevo, sem hefði því aðeins orðið að veruleika, að NATO hótaði loftárásum. Nokkrar vonir voru bundnar við fund, sem átti að vera í gær með fulltrúum Serba og músl- ima um allsherjarvopnahlé í Bosníu, en honum var frestað. Var hugsanlegt talið, að af honum yrði í dag og múslimar lýstu í gær einhliða yfir sólarhringsvopnahléi til að greiða fyrir því, að fundurinn yrði haldinn. Hagvöxtur í A-Evrópu Genf. Reuter. HORFUR eru á, að lands- framleiðsla í Austur-Evrópu- ríkjunum aukist um eitt pró- sent samtals á þessu ári, sem yrði þá fyrsta hagvaxtarárið frá hruni kommúnismans. Kemur þetta fram í spá efna- hagsmálanefndar Samein- uðu þjóðanna fyrir Evrópu. Á síðasta ári dróst lands- framleiðsla Austur-Evrópuríkj- anna saman um 3%, um helm- ingi meira 1992, en nú er gert ráð fyrir að hún aukist. Mestur verður hagvöxturinn í Póllandi, um 4%, en 2,5% í Slóveníu og Tékklandi. Talið er, að Ung- verjaland og Rúmenía verði í kringum núllið en samdrættin- um er ekki lokið í Búlgaríu og Slóvakíu. Þótt samanlagður hagvöxtur í A-Evrópuríkjunum verði ekki mikill á árinu er þó um að ræða mjög mikilvæg umskipti frá þróuninni á síð- ustu árum en helstu vandamál- in í efnahagslífinu þar eru verð- bólga og, fjárlagahalli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.