Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1994 Anna Helena Bene- diktsson - Minning* Fædd 6. júlí 1925 Dáin 28. mars 1994 Mig langar til að minnast tengda- móður minnar með fáeinum orðum. Ég minnist þess alltaf þegar ég hitti hana fyrst. Ég hafði verið í sveit í Skagafirðinum og kynnst syni hennar. Þá ráku þau hjónin, Helena og Ingi, Hótel Mælifell á Sauðárkróki. Þetta var árið 1970 og Eddi vildi kynna mig fyrir for- eldrum sínum. Þá kom þessi glæsi- lega kona á móti mér og heilsaði mér innilega. Þetta var um haustið og var þetta upphafið að góðum kynnum okkar. Vorið 1971 fékk ég svo vinnu hjá þeim hjónum á hótelinu. Þar kynnt- ist ég annarri hlið á þessari glæsi- legu konu. Þá kom nefnilega í ljós að þessi fínlega kona var þvílíkur vinnuforkur að ótrúlegt var. Ingi sá um matargerðina og það sem að henni laut, en öll vinna við þrif, þvotta og þess háttar hvíldi á henn- ar herðum. Hún var að frá morgni til kvölds, en alltaf fann hún sér samt smá stund inn á milli til að sauma út. Enda ber heimili þeirra Inga þess vitni, með útsaumaða ro- kokostóla og myndir á veggjunum. Árið 1971 fórum við Eddi svo að búa saman. Til að byija með bjuggum við í húsi sem tilheyrði hótelinu og stóð hinum megin við götuna og vorum við alltaf meira og minna hjá þeim. Ég fór í skóla á Sauðárkróki og reyndist hún mér afskaplega vel. Ég flutti síðan suð- ur til Hafnarfjarðar aftur vorið 1972 og sonur okkar Edda fæddist í nóvember það ár. 1973 fluttu þau suður til Reykjavíkur og bjuggu þá fyrst í Garðastræti og síðan á Grett- isgötu. Svo fluttu þau til Kaup- mannahafnar 1980 og bjuggu þar í 10 ár. Þar unnu þau hjónin bæði hjá Vilborgu. dóttur sinni við af- greiðslu á skyndibitastað og í sölu- turni. Þennan tíma sem þau bjuggu í Kaupmannahöfn leið henni vel. Var hún gestrisin og góð heim að sækja, alltaf tilbúin til að fara með gestum um bæinn og sýna þeim það sem henni þótti þess virði að sjá og upplifa. Hilmar, sonur okk- ar, heimsótti afa og ömmu á sumr- in og eru þaðan hans bestu minn- ingar, það var svo gott að vera hjá ömmu. Hún var afskaplega mikil félagsvera og vildi vera innan um fólk og helst alltaf á ferðinni. Kom það greinilega í ljós á þessum árum í Kaupmannahöfn því oft og iðulega var sofið í hveiju homi í litla húsinu þeirra. Árið 1990 fluttu þau aftur heim til íslands og þá í kjallaraíbúð hússins okkar við Amarhraun og býr Ingi þar enn. Var hún mér ómetanleg hjálp þennan tíma, þar sem ég vann utan heimilisins. Hún passaði yngri son minn og oft var hún komin á fleygiferð uppi hjá mér í stað þess að sitja aðgerðar- laus niðri, það var ekki hægt. Ann- ars var garðurinn við húsið uppá- haldsstaðurinn hennar á sumrin. Þar leið henni vel og hún naut úti- verunnar og sólarinnar þar. Mörg- um laugardögum eyddum við í Kolaportinu eða þá að hún fór með mér í heimsókn til vinkvenna minna. Bundumst við óijúfanlegum bönd- um þennan tíma. Haustið 1993 fór hún að kenna þess sjúkdóms sem síðan varð henni um megn og bar hana loks ofur- liði. Barðist hún vel og drengilega og naut mikillar og góðrar umönn- unar eiginmanns, bama, barna- bama og tengdabarna. Heima- hlynning Krabbameinsfélagsins styrkti og aðstoðaði okkur líka vel í baráttunni og eigum við henni mikið að þakka. Einnig vil ég þakka starfsfólki krabbameinsdeildar kvenna á Landspítalanum fyrir veitta aðstoð. Elsku tengdamamma, um leið og ég vil koma á framfæri þakklæti mínu til þín fyrir allt sem þú hefur verið mér og fjölskyldu minni, vil ég biðja góðan guð að styrkja tengdaföður minn og fjölskyldu í sorg þeirra. Ég veit nú að vel er tekið á móti Helenu í því landi ljóss- ins sem hún gistir nú. Minning hennar lifir í hjörtum okkar. Ef á mínum ævivegi ástvinum ég sviptur er, Guðs son mælir grát þú eigi, geymdir eru þeir hjá mér, aftur gefa þér skal þá, þar sem hel ei granda má. (Helgi Hálfd.) Fjóla. Mikið á ég eftir að sakna þín og geri nú þegar. Nú þegar þú hvílir í faðmi guðs, get ég hugsað til þín, viss í mínu hjarta um að þú sért á góðum stað. Ég á svo margar góðar minning- ar frá samverustundum okkar, bæði frá Danmörku og á Islandi. Þitt heimili var sem mitt annað þegar ég fluttist til íslands. Ég vissi alltaf að ég gæti treyst á þig og afa. Ég mun alltaf muna eftir þér sem lífsglaðri og fallega klæddri konu. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa þeim sem þú þekktir. Ég leit aldrei á þig sem gamla, þú varst alltaf svo nýjungagjörn og tilbúin að skoða nýja hluti. Þú varst ekki bara ung í anda, heldur líka líkam- lega, hélst þér alltaf í fomri með æfíngum. Við gátum alltaf talað saman og hlegið að lífínu í kringum okkur þrátt fyrir að við værum hvor af sinni kynslóðinni. Ég minn- ist sérstaklega ferða okkar til Krít- ar, þar gerðum við marga skemmti- lega hluti saman. Þú sagðir mér oft sögur af lífinu í Færeyjum, eyj- unum sem voru þér svo kærar. Það var mikið áfall fyrir mig þegar þú veiktist. Þú sem varst svo full af lífi og krafti. Þetta voru erfíð- ir mánuðir, en þú sýndir mikinn styrk og hjálpaðir okkur hinum. Elsku amma mín, mér hlýnar í hjarta þegar ég hugsa um þig og fæ tár í augun, en ég reyni að vera sterk fyrir þig. Ég veit að þú ert á yndislegum stað. Sara Chelbat. Bróftir minn, INGÓLFUR KRISTJÁNSSON, Sólvöllum 4, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 31. mars sl., verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 11. apríl kl. 13.30. Sigurður Kristjánsson. - ■ ■ ■ t Móðir mín, GUÐRÚN EIRÍKSDÓTTR, Kvfabólsstig 4, Neskaupstað, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu, Fyrir hönd vandamanna, Neskaupstað, þriðjudaginn 5. apríl. Nanna Pétursdóttir. Ég veit hreinlega ekki hvar ég á að byija þegar ég fer að rifja upp minningar um hana ömmu Helenu því að það er svo margt sem kemur upp í huga mér. Amma Helena er fædd í Suðurey í Færeyjum og ólst þar upp ásamt níu systkinum. Snemma lagði hún stund á íþróttir og þótti hún mikil keppniskona sem og hún var alltaf fram á síðasta dag. Amma mín flutti frá Færeyjum 21 árs gömul og flutti hún þá til íslands. Árið 1949 kynntist hún afa mínum, Ing- valdi Benediktssyni klæðskera og kokki með meiru. Giftu þau sig árið 1952. Frá Reykjavík fluttu þau til Sauðárkróks þar sem þau ráku Hótel Mælfell í sjö ár. Frá Sauðár- króki fluttu þau til Reykjavíkur í Garðastræti og það má segja að þar muni ég eftir mér fyrst — Bláa bjallan sem mér þótti svo flott, tréð sem ég var alltaf að klifra í og svo hinn ógleymanlegi gijónagrautur að hætti ömmu minnar sem öll barnabörnin elskuðu, hann var sá besti. Það var ósjaldan sem maður gisti hjá ömmu og afa í Garðastræt- inu og amma las bænir og sögur áður en maður fór að sofa og er mér minnisstæðust sagan um Mars- elínó. Frá Garðastræti fluttu þau á Grettisgötuna og gerðu upp íbúð- ina. Á hveijum morgni þegar maður vaknaði hjá ömmu þá beið mans kokopuffs á diski á borðinu og það sem við barnabömin elskuðum að fá í morgunmat og þá sérstaklega Sara og Helena. Ég man einnig eftir því að amma var með ljósa- bekk á Grettisgötunni sem maður fékk stundum að prófa og þótti það rosalega spennandi. Árið 1980 fluttust amma mín og afí til Kaupmannahafnar og unnu þau þar bæði í búð dóttur sinnar. Þau áttu heima í stóru húsi með stórum og flottum garði sem amma lifði fyrir. Hún elskaði blóm. Mínar bestu minningar á yngri árum eru þaðan frá Kaupmannahöfn hjá ömmu og afa. Það var alveg frá- bært að fara þangað í heimsókn. Flotta garðinn, grillið og á Strikið með ömmu. Mikið var um gesta- gang í húsi þeirra afa og ömmu í Kaupmannahöfn og voru allri vel- komnir sem þangað komu. Það voru ófá skiptin sem ég fór í hjólatúra með þeim og var það mikil skemmt- un. Öft fór ég með þeim ömmu á ströndina og þar lágum við allan daginn. Svo þegar heim var komið þá fórum við út í garð, tíndum jarð- arber og borðuðum þau við sjón- varpið. Haustið 1990 fluttu þau heim til íslands mér og allri fjölskyldunni til mikillar gleði. Það hefur verið ómetanleg hgalp sem hún amma mín hefur veitt okkur héma á efri hæðinni. Það leið ekki sá dagur að hún væri ekki mætt hérna upp til þess að taka til í herberginu mínu og verð ég henni ævinlega þakklát- ur fyrir. Garðurinn héma á Amarhraun- inu var hennar aðal staður og var hún þar alla sólardaga sem og aðra daga í blómunum. Amma mín var iðjusöm, gat aldrei slappað af og varð alltaf að gera eitthvað. Einnig var hún handlagin og má sjá greini- leg merki þess í stofunni hjá henni, þar sem hún hafði útsaumaða stóla og myndir. Ég lýk þessum kveðju- orðum um hana ömmu mína með því að biðja Guð að gæta hennar um ókomna tíð og láta henni líða vel í guðsríki. Guð geymi þig elsku amma mín. Ililmar. Til elsku ömmu Ó bliði Jesús, blessa þú það bam, er vér þér færum nú, tak það í faðm og blítt það ber með börnum Guðs á örmum þér. (V. Briem) Ingi Ben. Róbert, Eva Rós, Helena, Ómar og Jónas. Fundum okkar Helenu bar fyrst saman á Sauðárkróki þegar ég fór með foreldrum mínum að heim- sækja Fjólu systur. Þetta var stutt heimsókn og ég var á þrettánda ári. Á þessum aldri tekur maður ekki sérstaklega vel eftir eldra fólki, en ég minnist þess þó hve sterk áhrif þessi glæsilega kona hafði á mig. Éiginlega kynnist ég henni lít- ið sem ekkert fyrr en þau hjónin fluttu til Reykjavíkur árið 1973. Mér þótti svo gott að heimsækja hana með Fjólu og dáðist ég alltaf að handavinnunni hennar sem prýddi heimilið hátt og lágt. Alveg fannst mér ótrúlegt að nokkur gæti saumað svona fínlegt og fal- legt eins og það sem ég sá hjá henni. Svo fluttu þau hjónin til Kaup- mannahafnar og ég heimsótti þau þar. Alltaf var ég velkomin, og allt- af var fullt af fólki hjá henni. Allt- af var líf og fjör í kringum hana og hún hafði frá mörgu að segja. Ég held ég hafi aldrei fyrr hitt jafn gestrisna konu. Þegar þau fluttu aftur hingað til Hafnarfjarðar urðu samskipti okkar meiri og eru mér ógleymanlegar stundirnar þegar hún kom í heimsókn til mín með Fjólu. Þá var mikið hlegið og mikið talað. Mikið var hún þakklát og ánægð þegar Eiki kom af sjónum og færði henni fisk í soðið, enda hélt hún alltaf mikið upp á hann. Elsku Ingi, börn, tengdabörn og barnaböm, Guð styrki ykkur í sökn- uði ykkar. Missir ykkar er mikill. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minninguna um Hel- enu. Bryndís. Ástkær eiginmaður minn, ANDRÉS HALLMUNDARSON, Rauftalæk 28, andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, að kvöldi 6. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Aðalheiður Guðrún Elíasdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ELfN ÞORKELSDÓTTIR, Suðurgötu 12, Keflavik, andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur miðvikudaginn 6. apríl. Útförin veröur auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Valtýr Guðjónsson. Í dag er kvödd frá Víðistaða- kirkju Anna Helena Benediktsson. Hún lést á heimili sínu 28. mars sl. Helena, en þannig var hún ávallt ávörpuð, fæddist í Færeyjum 6. júlí 1925. Foreldrar hennar voru Ellender Ellendersen útvegsbóndi og Andrea Lindberg. Helena var ein af tíu börnum. í Færeyjum dvaldi hún fram að tvítugsaldri og var eyjan hennar ávallt kær henni. Til íslands kom Helena árið 1946. Hóf hún störf hjá Sanitas hf. og vann hún þar í sex ár. Hinn 18. maí 1952 gekk hún í hjónaband með Ingvaldi Benedikts- syni klæðskerameistara, eignuðust þau þijú börn. Bömin eru Vilborg Ragnhildur, fædd 1951, gift Larby Chelbat, börn þeirra eru fjögur, búsett í Englandi; Erlendur Lind- berg, fæddur 1954, kvæntur Fjólu Reynisdóttur, eiga þau tvo syni, búsett í Hafnarfirði; Svana Lára, fædd 1956, sambýlismaður Gústaf Hannesson, búsett í Reykjavík, börnin eru tvö. Árið 1967 kaupa hjónin Helena og Ingvaldur Hótel Mælifell á Sauð- árkróki. Ráku þau hótelið til ársins 1973. Þar naut Helena sín vel við skipulagningu og rekstur, enda gædd þeim hæfileikum. Eftir að þau seldu hótelið fluttust þau aftur til Reykjavíkur. Helena vann ýmis störf til ársins 1981, en þá verða mikil þáttaSkil í lífi þeirra hjóna, Helenu og Ingvaldar. Til Danmerkur var flutt og bú- seta hafín í Kaupmannahöfn. Lengst af bjuggu þau í nálægð við Kastrup-flugvöll, gengu þau oft þangað út í móttöku, að hitta ís- lendinga og kaupa íslensku blöðin. Dvöl þeirra í Danmörku var um það bil í tiu ár, en þá lá leiðin aftur heim. Ég hef þekkt þessi ágætu hjón í meira en þijá áratugi. Ávallt var ég velkominn á heimili þeirra og voru móttökur af bestu gerð. Hel- ena var nokkuð sérstæð kona, feg- urðarsmekkur hennar mikill og ríkj- andi. Heimilið skreytt fögrum list- munum, hreinlæti haft í fyrirrúmi og vinarþelið á sínum stað. Enn- fremur var Helena ávallt áberandi vel og snyrtilega klædd, þannig að eftir var tekið. Hún var mjög hjálp- fús og vildi öllum gott gera. Helena Benediktsdóttir var lista- kona af bestu gerð, lætur hún eftir sig fagra listmuni er lengi munu varðveita nafn hennar. Nú á vegamótum þakka ég Hel- enu áratuga vináttu. Bið ég henni Guðs blessunar og að minning hennar megi ljóma í hjörtum ástvina hennar. Fegursta rósin grær á akurlendi kærleikans. Þú hverfur mér sumar, ég sé þig ei meir, ég sakna að þú ert mér horfið. Og blómið það molnar sem brothættur leir, og bugast, af næðingi sorfíð. Já, sérhvað er lifir daprast og deyr sem á deyjandi vðrunum orðið. (N.K.) Theodór Nóason. Þegar við fréttum að amma væri dáin kom það okkur ekki á óvart. Hún hafði verið alvarlega veik lengi og hennar tími til að deyja var kom- inn. Amma danska, eins og við vinirn- ir kölluðum hana enda þótt hún væri færeysk, var ekki líffræðileg amma okar vinanna. En amma var hún samt. Á þeim allt of stutta tíma sem við fengum að þekkja hana urðum við góðir vinir. Það var alveg sama um hvað var rætt, aldrei nokkurn tíman kom maður að tóm- um kofanum hjá ömmu. Amma hafði græna fingur. Hún lagði mikla rækt við allt það sem hún tók sér fyrir hendur og allt blómstraði í kringum hana, fjöl- skyldan, heimilið, garðurinn og skerpukjötið. Kæra amma.I Arnarhrauni 13 verður aldrei aftur eins og það var þegar þú bjóst þar. Við munum alltaf sakna þín. Þó vitum við að hvert sem þú ert komin, þá heldur þú áfram að lífga allt upp í kringum þig eins og þú hefur alltaf gert. Við biðjum guð að geyma ömmu dönsku. Magnús og Vignir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.