Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1994 39 Friðbjörg Olafs- dóttir — Minning Fædd 17. desember 1919 Dáin 22. mars 1994 Mér er ljúft og skylt að minn- ast í fáum orðum elskulegrar frænku minnar og vinkonu, Frið- bjargar Ólafsdóttur, sem lést á Landspítalanum 22. mars síðast- liðinn. Hún var fædd í Reykjavík 17. desember 1919. Móðir hennar, föðursystir mín, var Guðrún Jóns- dóttir, faðir hennar var Ólafur Jóhannesson. Guðrún móðir henn- ar var dóttir hjónanna Jóns Ólafs- sonar skálds í Einarslóni undir Jökli og konu hans Ásgerðar Vig- fúsdóttur. Fríða, eins og við kölluðum hana, var aðeins tveggja ára er hún missti móður sína. Þá sótti faðir minn hana til Reykjavíkur og fór með hana vestur í Einarslón til ömmu og afa. Ekki var þá um neinar samgöngur að ræða nema á sjó, og svo á hestum eða fót- gangandi, en vestur skyldi þessi litli móðurlausi sólargeisli komast. Tóku afi og amma henni opnum örmum. Ólst hún upp hjá þeim við mikið ástríki og guðstrú. Foreldrar mínir voru einnig með búskap í Einarslóni svo að ég átti því láni að fagna að alast upp á næsta bæ. Á heimili ömmu og afa ríkti ávallt friður og gleði og við börnin undum vel við sögur og ljóð sem afi okkar lét okkur í té í ríkum mæli. Þar sem ég var nokkru yngri en Fríða, þá var hún fyrirmyndin mín sem ég leit upp til, enda var það svo að við vorum meira en frænkur og nöfnur, við urðum líka vinkonur er fram liðu stundir. Til hennar var alltaf gott að leita og alltaf sama tryggðin og hjálpfýsin sem hún veitti mér og minni ijöl- skyldu. Ung að árum hóf hún sambúð með eftirlifandi eiginmanni sínum, Sigurði Guðmundssyni frá Görðum í Beruvík. Þau hófu búskap í Beru- vík, síðan á Saxhóli. Þangað var gott að koma, enda þau hjónin samvalin og ávallt höfðu þau hús sitt opið fyrir alla vini og vensla- menn. Þangað tóku þau afa og ömmu til sín og þar leið þeim vel. Fljótlega eftir það tóku við erfið- leikar hjá þeim. Heilsan bilaði hjá Sigurði og hann varð að fara á sjúkrahús, að Vífilsstöðum. Réð Fædd 21. ágúst 1898 Dáin 21. febrúar 1994 Á Seyðisfirði er hús sem heitir Garður. í því voru tvær stórar íbúð- ir og í þeim bjuggu tvær fjölskyld- ur, símritar hjá Pósti og síma. Svo er það að mig minnir um vor að ný fjölskylda kemur í Garð og flyt- ur á efri hæðina. Vilborg Ásmunds- dóttir sem núna er dáin, 95 ára, var konan sem var komin til að búa í þessu húsi ásamt Kára Forberg símritara og Garðari, syni hans. Ágústa, móðir Garðars, var þá dáin og Vilborg var komin til að annast heimilið fyrir þá feðga. Ekki veit ég almennilega hvernig mér tókst að kynnast henni. Hún var afskaplega hlédræg kona, en þannig fór að hjá Vilborgu var ég löngum. Hún hafði verið á hús- mæðraskólanum á Blönduósi og þreyttist ég aldrei á að heyra hana segja frá þeim árum. Hún hafði mikla kímnigáfu og sagði vel frá. Hún var vel lesin og vissi margt, bæði um lönd og þjóðir, einnig var hún mjög pólitísk. Kári og Garðar voru heppnir þegar Vilborg kom til þeirra, hún hafði allt til að bera til að annast þá sem best. Á sumrin fór hún að Víðum í Þingeyjarsýslu, Fríða sig þá í vinnu þar til að geta verið sem næst honum og til þess að geta stutt hann í veikind- um hans. En með tímanum og með guðs hjálp tókst honum að komast yfir þetta erfiða tímabil. Bjuggu þau þá sér heimili á ný og þá á Laugarnesinu í Reykjavík. Þar blasti jökullinn okkar fagri við sjónum úr vesturátt. Henni þótti eins og mér svo undurvænt um hann og hafði oft á orði vísu þá sem afi okkar hafði ort um jökul- inn: Snæfellsskalli ystur er ýtar mega líta. Heiðurs fjallið hefir sér húfu mjalla hvíta. Það var þeim mikil jjleði og hamingja þegar dóttirin Olöf Guð- munda fæddist árið 1947. Þá vor- um við hjónin búsett á Akranesi og þá voru margar ferðir farnar á milli Akraness og Reykjavíkur, og alltaf var farið beint til Fríðu og Sigga. Fríða starfaði í mörg ár í versluninni Gimli á Laugavegi, en hin síðari ár vann hún mikið starf með eldri borgurum í Reykja- vík. Hún gekk af einhug að því eins og öllu öðru sem hún gjörði. Ég get aldrei fullþakkað allt það sem hún gerði fyrir mig og okkur hjónin. Sérstakar þakkir fyrir allt það sem hún og þau hjónin gerðu fyrir son okkar sem þurfti oft til lækninga í Reykjavík. Einnig eftir að hann varð fullorðinn og stund- aði nám í Reykjavík. Þá átti hann sitt annað heimili hjá þeim, og alltaf var honum jafn vel tekið. Fríða var trúuð kona, enda hlaut hún það uppeldi, þar sem guðsótti og góðir siðir voru í fyrirrúmi á allan hátt. Hún kveið ekki um- skiptunum og treysti á það að á móti henni yrði tekið. Hún gekk frá öllum sínum málum áður en hún kvaddi þessa jarðvist. Þannig var hún Fríða, hún gjörði ekkert hálfkák, heldur allt með sóma. Ég veit að henni verða launuð öll góðverk hér á jörðu og ég vil enn og aftur þakka henni alla vin- áttu og tryggð í gegnum árin. Megi hún vera guði falin um eilífð. Upp til himins liggur leið lífsins eftir þetta skeið. Þar sem dýrðar ljósin ljóma og lofgjörð tungu guði róma og öll er horfin angurs neyð. þá skrifuðumst við á, en á haustin kom hún aftur. Svo var það einn dag að hún saumaði sér bláan síðan fallegan kjól og svo giftu þau sig, Vilborg og Kári. Það eru forréttindi að hafa kynnst þeim. Þau tóku mig með upp í Botna að Botnatjörninni, út á Vestdal og inn í land að fossunum í Fjarðará. Kári og Vilborg sóttu um stöðvarstjórastöðu á Selfossi. Á þeim tíma var Selfoss sveitaþorp með handvirka símaafgreiðslu, svona 200 númer að meðtöldum sveitalínum. Þá var allt fullt af smá stöðvum ein í hveijum hreppi. Eins og áður kom þekking Vilborgar að góðu gagni. Það var sama hvort það voru nýlendur annarra þjóða eða hreppar í nágrenni Selfoss, allt vissi hún. Þau hjón nutu líka verð- skuldaðrar virðingar, enda vöktu þau yfir velferð fólksins í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, því sím- stöðin var aldrei mannlaus. Sú sem þetta skrifar kom síma- stúlka til þeirra í ágúst ’55. Það er margs að minnast og engin okk- ar sem unnum á stöðinni gleymum því eftir að föstum næturvöktum var komið á, þegar Vilborg kom með bakka fullan af kökum og Þar er yndi, þar er friður þar er lífsins fagurt skjól. Þar er engin þraut né kliður þar skín Drottins náðar sól. (Jón Ólafsson, Einarslóni.) Lína. í dag er til grafar borin ástkær frænka mín, Friðbjörg Ólafsdóttir. Heilsu hennar hafði farið hrakandi um skeið og vissi hún að hveiju stefndi, en hún tók því með fallega brosinu sínu og sagði: „Einu sinni verða allir menn að deyja.“ Fríða frænka kom til mín til Florida með mann sinn, dóttur og dótturdóttur og vissi að tíminn var naumur og að þetta væri herinar síðasta ferð. Élsku Fríða mín, það var mér sönn ánægja og gleði að þú skyld- ir koma til mín. Við áttum góðar stundir saman. Söknuðurinn nístir hjarta mitt en það er þó stór hugg- un að vita að þú munt bíða með bros á vör og útbreiddan faðm þegar minn tími kemur. Megi góður Guð styrkja ykkur Siggi minn og Lóló og fjölskyldu. Hafðu þökk fyrir allt, elsku frænka. Heiða Kristjáns, Orlando, Flórída. í dag þegar við kveðjum Frið- björgu Ólafsdóttur viljum við systkinin minnast með þakklæti alls þess sem hún gerði fyrir okk- ur þegar við sem börn vorum gest- komandi á heimili þeirra hjóna, en þá áttum við heima fyrir vest- an. Áfram nutum við hennar eftir að við vorum flutt suður og orðin fullorðin. Þar áttum við ætíð skjól og nutum þar velvilja og vinsemd- ar sem við munum aldrei gleyma. Fríða var glæsileg kona og hafði til að bera höfðinglegt yfirbragð og reisn. Hún lét aldrei deigan síga þótt oft væri erfitt hjá þeim vegna langvarandi veikinda Sigga í baráttu hans við berklaveikina. Þessari reisn hélt hún allt þar til yfir lauk. Fríða var létt í lund í góðra vina hópi og hafði gaman af tónlist og söng. Þannig viljum við minnast þessarar góðu konu. Elsku Siggi, Lóló og fjölskylda, guð gefí ykkur styrk í sorginni, því missir ykkar er mikill. Brynjólfur og Erna. Kveðja til ömmu í dag verður amma okkar, Frið- björg Ölafsdóttir, til moldar borin. Hún var dóttir Guðrúnar Jónsdótt- ur frá Einarslóni á Snæfellsnesi og Ólafs Jóhannessonar. Missti súkkuíaði um jól og áramót handa þeirri sem var á vakt. Eftir að Kári og Vilborg hættu á Selfossi fluttust þau til Reykjavík- ur. Þau komu stundum með Billu og Emil sem líka áttu heima í Garði, þá fórum við í skemmtilegar smá- ferðir og húmorinn brást ekki hjá Kára, Vilborgu, Billu og Emil. Þau voru öll sérstök. Nú eru þau öll dáin og einhvernveginn fannst manni að Vilborg yrði þeirra síð- ust. Ég nýt þess að hafa þekkt þau eins og annað gott fólk. Ásta Benjamínsdóttir. hún ung móður sína úr berklum og fluttist þá til afa og ömmu sinnar að Einarslóni, en þau voru Jón Ólafsson og Ásgerður Vigfús- dóttir og ólu þau hana upp. Það má því segja að hún hafí strax kynnst því hvernig afi og amma eiga að vera við barnabörnin sín, a.m.k. töldum við hana vera bestu ömmu í heimi. Amma giftist Sigurði Guð- mundssyni frá Görðum í Beruvík og eignuðust þau eina telpu, móð- ur okkar, Ólöfu Sigurðardóttur. Amma á Lynghaga eins og við kölluðum hana var okkur alla tíð mjög náin, enda má segja að við bræðurnir höfum alist upp hjá henni. Amma passaði okkur allt til sjö ára aldurs á hveijum degi og við gátum ekki hugsað okkur helgi án þess að fá að fara til hennar og afa, allt til 12 ára ald- urs. Þá var komið að litlu systur okkar að fá að vera hjá þeim hjón- um um helgar. Amma og afí fluttust síðan í Garðabæinn fyrir nokkrum árum og má segja að við systkinin höfum heimsótt þau á svo til hveijum degi síðan og átt með þeim skemmtilegar stundir. Á síðustu árum höfum við systkinin síðan farið með þeim _ ömmu og afa til útlanda og átt frábæra tíma með þeim, í þessum ferðum vissi maður varla hvor voru unglingamir, við eða þau, enda var amma alltaf ákaflega hress og skemmtileg og kunni svo sannarlega að njóta lífsins með dansi og söng. Það kom okkur verulega á óvart að amma skyldi síðan veikjast í vetur og vera síðan farin frá okk- ur núna, enda hafði hún sjaldan verið hressari en undanfarin ár. Hún fór til vinnu þrisvar sinnum í viku og var alveg ómöguleg er hún komst ekki á hveijum degi í einhvern gleðskap með eldri borg- urum. En lífið er óútreiknanlegt. Við viljum þakka ömmu fyrir alla þá góðu tíma sem við höfum átt með henni og það eru allar þær stund- ir sem við höfum verið með henni. Við vitum að henni líður vel hjá Guði, enda ákaflega trúuð kona hún amma, og að hún mun fylgj- ast með okkur allt þar til við kom- um til hennar. Amma mín, við viljum kveðja þig með orðum afa þíns: Hvíl þú rótt, ó kæra vina mín, Kristur hefur leitt þig heim til sín frá sorpm, kvíða, sjúkdóms þungri pín, þar sól guðs náðar eilíflega skín. Ég lofa guð, sem lífið okkur gaf, mér lýsir trúin yfir dauðans haf. Ég sé þig lifa sæla englum hjá, og sigurbrosið ljóma um þína þrá. (Jón Ólafsson.) Siggi, Einar Gunnar, Margrét Björg. + Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir, fóstursonur og tengdasoriur, SIGURJÓN ÞÓRISSON, Sundlaugavegi 10, Reykjavík, lést af slysförum þann 6. apríl sl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þann 14. apríl nk. kl. 13.30. Herdís Brynjarsdóttir, Svava Lára Sigurjónsdóttir, Ingunn Brynja Sigurjónsdóttir, Þórir Sigurðsson, Ingibjörg Þóroddsdóttir, Sigurður Þórisson, Guðbjörg Þórisdóttir, t Rannveig Þórisdóttir, Þórdís Þórisdóttir, Börkur Guðjónsson, Gná Guðjónsdóttir, Brjánn Guðjónsson, Guðjón Böðvar Jónsson, Brynjar Eyjólfsson og Ríkey Guðmundsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ANTONÍUS ÓLAFSSON frá Berunesi, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þann 4. apríl sl. Jarðsett verðurfrá Beruneskirkju mánu- daginn 11. apríl kl. 11.00. Hanna Antoniusdóttir, Sigurbjörn Guðmundsson, Stefanía Antoníusdóttir, Anna Antoníusdóttir, Ólafur Eggertsson, Óskar Antoníusson, Svava Júliusdóttir, Gunnar Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum af alúð auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, stjúpmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR J. EINARSDÓTTUR frá Dynjanda, Eskihlíð 29, Reykjavik, Guðbjört Einarsdóttir, Jón Ómar Sigfússon, Jónína Þóra Einarsdóttir, Ægir Ólason, Ingi Dóri Einarsson, Sigurlaug Gísladóttir, Ragnheiður Einarsdóttir, Kristinn Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. * Vilborg Asmundsdótt- ir Forberg — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.