Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1994 33 Hans Peder Ped- ersen - Minning Fæddur 12. desember 1908 Dáinn 31. mars 1994 Látinn er á áttugasta og sjötta aldursári Hans Pedersen, eða Petti eins og margir vinir og kunningjar kölluðu hann, mér var Hans-nafnið tamara. Hann hét fullu nafni Peder Pedersen, fæddur 12. desember 1908, í litlu þorpi við norðanverðan Limafjörð á Jótlandi. Foreldrar hans voru hjónin Kristen Peder Blichsted og María Jakobsen. Hans var 10. barn foreldra sinna í fimmtán barna hópi en þréttán komust til aldurs. Hans minntist stundum á að það væri ein af lífsgátunum hvernig for- eldrar hans komu hópnum upp án þess að þiggja af sveit. Á fyrri hluta aldarinnar átti Dani fæddur af fá- tæku foreldri ekki margra kosta völ, enda var Hans ekki nema 13 ára gamall þegar hann var kominn í vinnumennsku. Það varð síðan hlutskipti hans öll unglingsárin að vera vinnumaður á dönskum bú- görðum. Ýmsar sögur sagði hann frá þessum árum með gamansömu ívafi eins og honum var lagið en uppúr stendur að þetta var þræl- dómur og vinnufólkið oft ekki mik- ils metið enda viðgekkst þama mik- il stéttaskipting. Ekki leist unga manninum á að gera vinnumennsku að ævistarfi. Vetrarlangt var hann í búnaðar- skóla, einn kennara hans hafði ver- ið á Islandi og unnið í Gróðrarstöð- inni við Akureyri, sá bar íslending- um góða sögu og sagði landið snjó- laust á sumrin. Þetta varð til að glæða þá útþrá sem áður hafði blundað í nemandanum og er skemmst frá að segja að vorið 1932 steig Hans Pedersen á íslenska grund ráðinn til sumarvinnu í áður- nefndri Gróðrarstöð. Hann ætlaði utan aftur um haustið, en „enginn veit sína ævi fyrr en öll er“, í stað- inn fyrir nokkra mánuði varð starf- sævin á íslandi fimmtíu ár, auk áranna eftir starfslok. Fullyrða má að þjóð okkar bætt- ist góður þegn þegar Hans Pedersen sneri ekki til baka en gerðist Islend- ingur. Hér á landi lagði hann gjörva hönd á margt, enda duglegur og afburða úrræðagóður við allt hand- verk og vílaði ekki fyrir sér að fást við hlutina. Um tíma var hann bóndi, fyrst í Fornhaga í Skriðuhreppi og síðan á Ósi í Arnarneshreppi. Það er á Ósi sem ég man fyrst eftir Hans. Okkur systkinum þótti það mikið ævintýri að fara frá Hjalt- eyri og inn í Ós að heimsækja Rósu frænku. Rósa Rögnvaldsdóttir var nefnilega ráðskona hjá bóndanum á Ósi og hann sagði seinna með sínum prakkaralega svip að hún hefði far- ið flatt á því. Þau Hans og Rósa giftust árið 1944 þá komin til Akur- eyrar og þar var heimili þeirra upp frá því, lengst í húsi sem þau byggðu sér að Þingvallastræti 42. Á Akur- eyri búa báðar dætur þeirra hjóna. Ragna er gift Sveini Þorbergssyni, þau bjuggu til skamms tíma á Syðri-Reistará í Arnarneshreppi en hafa nú flutt heimili sitt til Ákur- eyrar. Hildur María er gift Guð- mundi Ármanni Siguijónssyni, myndlistarmanni. Barnabörnin eru sjö og barnabarnabörnin fjögur. Á Akureyri starfaði Hans meðal annar sautján ár í Skógerð Iðunnar og nítján ár var hann bústjóri á svínabúi Mjólkursamlags KEA, Grísabóli. Létt lund, þægileg fram- koma og vinnusemi aflaði Hans Pedersen fjölda vina og kunningja. Ég átti því láni að fagna þegar ég unglingur stundaði nám á Akureyri að eiga heima hjá Hans og Rósu, fleira ungt fólk utan úr Arnarnes- hreppi átti eftir að dvelja hjá þeim og er það okkur öllum ógleymanleg- ur tími. Alltaf var stutt í gamansög- ur og hlátur, nokkuð sem allir lað- ast áð. Þrátt fyrir glaðværðina og hinn rómaða danska húmor, þá bjó undir rík skapgerð og alvörugefni. Heimsmálin og sagan voru honum hugleikin. Ég held að ekkert land eða ríki hafi fyrirfundist sem hann vissi ekki einhver deili á. Þegar ör- lagagyðjumar létu leiðir Hans og Rósu, frænku minnar, liggja saman þá ófu þær góðan vef sem hefur enst í meira en hálfa öld. Ég óska Hans Pedersen guðs- blessunar á nýrri vegferð og eigin- konu hans og ástvinum öllum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Kristján Þórhallsson. í dag, föstudaginn 8. apríl, verður tengdafaðir minn Hans Peder Ped- ersen, jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju. Hann var fæddur á Norður-Jót- landi 12. desember árið 1908, sonur hjónanna Kristen Peder Blichsted og Maríu Jakobsen. Þau voru bænd- ur, en faðirinn var einnig smiður og vann hann oft við smíðar á öðram bæjum. Hans átti fimmtán systkini en þrettán lifðú, tókst foreldrunum að ala upp allan hópinn og koma til manns án þess að þiggja af sveit. Dugnaður, þrautseigja og útsjónar- semi foreldranna, sem hefur þurft til, svo hópurinn kæmist af, voru eiginleikar sem prýddu Pedersen svo ríkulega. Einn úr þessum stóra systkina- hópi lifir bróður sinn, Henry. ynstur af systkinunum, hann býr í Oðinsvé- um. Lífsbaráttan hófst snemma. Sem vinnumaður á dönskum búgörðum kynntist Pedersen lífinu, marg- breytileika þess, mótlætinu en einn- ig gleðinni. Gáskinn, spaugsemin og eiginleikar hans til að sjá spaugi- legu hliðar lífsins vora einmitt svo ríkur þáttur í fari hans sem og sá eiginleiki hans að taka málstað lítil- magnans. Pedersen setti markið ætíð hátt. Hann vildi verða smiður eins og faðirinn, hann vildi læra á fiðlu, hann vildi komast út í heim og skoða sig um. Atvikin höguðu því þannig að ekkert varð úr smfðanáminu, en á fiðlu la;rði hann og út í heim fór hann, til íslands. Fyrst heyrði hann um Island í bréfi frá frænda sínum sem var háseti á dönsku eftirlitsskipi við ís- landsstrendur. Það er svo í búnað- arskóla í Vesturdal á Jótlandi sem Pedersen hittir Rassmusen, sem var kennari þar. Hann hafði unnið á Gróðrarstöðinni við Akureyri og lét vel af. Þetta kveikti ævintýralöng- unina hjá þessum unga Dana sem vildi reyna eitthvað annað en að vera kotbóndi. Hingað kom hann árið 1932 með tuttugu og fimm aura upp á vasann, ráðinn vinnu- maður við Gróðrarstöðina. Störfin hér urðu margvísleg. Hann var vetrarmaður hjá séra Sig- urði Stefánssyni á Möðravöllum í Hörgárdal, búskap hóf hann á Forn- haga, síðar að Osi. Báðir bæirnir era í Hörgárdal, en þar er ekki leng- ur búskapur. Um tíma stundaði hann sjó, var mjólkurpóstur hjá KEA, sautján ár vann hann við skó- smíðar hjá Skógerðinni Iðunni. Síð- ustu starfsárin var Pedersen svína- hirðir, fyrst að Lundi svo á Grísa- bóli og að síðustu á Rangárvöllum við Akureyri. Auk þess vann hann sumarvinnu, í síld, við virkjanir, svo eitthvað sé nefnt. Það var að Ósi í Hörgárdal sem hann kynntist lífsförunaut sínum, Rósu Rögnvaldsdóttur, þar hófu þau búskap. Árið 1944 giftust þau. Dætumar eru Ragna Guðný, hún er gift Sveini Þorbergssyni, og Hild- ur María, gift Guðmundi Ármanni Siguijónssyni. Bamabörnin eru sjö og barnabarnabörnin fjögur. Rósa og Hans byggðu sér heimili að Þingvallastræti 42 á Akureyri og fluttust í það hús í maí 1952. Það var mikil gæfa að kynnast svo góðum manni sem var alþýðu- maður í bestu merkingu orðsins. Margar sögur sagði hann mér um atburði sem áttu sér stað og báru þeir atburðir ekki alltaf vott um miskunnsemi í gerð fátæks vinnu- manns, en ætíð var stutt í gaman- semina í frásögninni. Pedersen var víðlesinn, mann- kynssagan var honum hugleikin, hann fylgdist vel með heimsmálun- um. Mér eru minnisstæðar þær stundir sem ég naut þess að hlusta á hann og spjalla um þau málefni. Hann hafði unun af tónlist, sótti gjarnan tónleika. Fiðlu átti hann sem hann tók fram á hátíðarstundum og lék á hana. Hann lærði á fiðlu einn vetur sem hann var vinnumaður á dönskum búgarði. Eitt sinn dreymdi hann um það að verða fiðluleikari, ekki skorti hann hæfileikana, en annað kom í veg fyrir það. Sú saga sem hann sagði um þann atburð var ein af hans mörgu spaugsömu sögum, laus við beiskju þó sá draumur hans rættist ekki. Pedersen var bamgóður og fengu bamabörnin, einnig barnabarna- börnin, að njóta þess, svo og bömin í nágrenninu og þau sem heimsóttu hann að Grísabóli. Eitt sinn kom lítill snáði heim til þeirra Rósii í Þingvallastræti og bankaði upp á. Þegar Rósa kom til dyra spurði sá stutti, hvort maður- inn mætti ekki koma út að leika sér. Þessi saga ber vott um þann hug sem börnin sem kynntust hon- um bára til hans. Það eru margir, trúi ég, sem eitt sinn kynntust hon- um en muna eftir uppátækjum og gríni hans. Eftir fyrsta sumarið á íslandi hugðist hann fara heim um haustið en ákvað síðan að hafa vetursetu og fresta heimferðinni fram að næsta vori. Árin hans urðu sextíu og tvö á íslandi, en nú lagði hann upp í sína hinstu för þetta vorið. Ég vil að lokum kveðja tengda- föður og kæran vin. Rósu tengda- móður minni, svo og öðrum ástvin- um, votta ég samúð mína. Guðmundur Armann Sigurjónsson. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sími 671800 ^ Opið sunnudaga kl. 13-18. Volvo 440 GLT '89, 5 g., ek. 80 þ., álfelg- ur, spoiler o.fl. V. 850 þús., sk. á ód. Nissan Sunny SLX station ’91, vínrauð- ur, 5 g., ek. 50 þ. V. 890 þús. Subaru Legacy Artic 2,0 ’92, 5 g., ek. aðeins 9 þ., álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 2060 þús., sk. á ód. Toyota Corolla XL '91, blár, 5 g., ek. 20 þ. km. V. 790 þús., sk. á ód. Renault 21 GTX Nevada 4x4 station '90, dökkgrœnn, 5 g., ek. 61 þ., rafm. í rúöum o.fl. V. 1180 þús., sk. á ód. MMC Lancer EXE '92, hlaöbakur, dökk- blár, 5 g., ek. aðeins 15 þ., ram. í öllu o.fl. V. 1160 þús., sk. á ód. Honda Accord EX 2000 '91, rauður, 5 g., ek. 70 þ., rafm. í rúðum, álfelgur, spoil- er o.fl. V. 1350 þús., sk. á ód. MMC Lancer GLX station 4x4 '88, silf- urgrár, 5 g., ek. 69 þ,, rafm. í rúðum, centrallæs. V. 750 þús., sk. á ód. MMC Galant Super Salon '89, blár, sjálfsk., ek. 73 þ., rafm. í rúðum, sóllúga, álfelgur, spoiler o.fl. V. 1050 þús. Vantar '92 Galant Super Salon. Daihatsu Charade TX '87, 4 g., ek. 87 þ. V. 280 þús. Toyota Corolla DX '86, 3ja dyra, stein- grár, 4 g., ek. 90 þ. km. V. 320 þús. MMC Lancer GLXí hlaðbakur '92, rauð- ur, sjálfsk., ek. 22 þ., rafm. í rúðum, centr- al læs. Tilboðsverð 950 þús. stgr. Toyota Corolla Touring XL '90, hvítur, 5 g., ek. 77 þ. V. 950 þús. stgr., skipti. Toyota Camry GLi 2000 '87, steingrár, sjálfsk., ek. 110 þ. km., rafm. í rúðum, central læs., spoiler, loftræsting o.fl. V. 760 þús., sk. á ód. Subaru Justy J-12 '87, hvítur, 5 g., ek. 96 þ. km., sóllúga o.fl. V. 390 þús., sk. á ód. Toyota Double Cab V-6, 4,3I '89, rauður, sjálfsk., 6 cyl., ek. 30 þ. á vél, 44“ dekk. Mikið breyttur. V. 1590 þús. stgr. Toyota Corolla Touring XL 4 x 4 '89, hvít- ur, ek. 80 þ. Fallegur bfll. V. 890 þús. stgr. Subaru Legacy 1.8 Sedan '91, rauður, 5 g., ek. 56 þ., sóllúga, dráttarkúla, rafm. f rúðum o.fl. V. 1380 þús. Daihatsu Feroza EFi '91, rauður/grár, 5 g., ek. 21 þ. V. 1150 þús. MMC Pajero V-6 stuttur'91, 5 g., ek. 40 þ., álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 1890 þús., sk. á ód. Toyóta Tercel 4x4 station '87, 5 g., ek. 110 þ. Tilboðsverö kr. 490 þús. MMC L-300 diesel, turbo 4x4 Minibus '91, 5 g., ek. 70 þ., álfelgur o.fl. V. 1740 þús. Daihatsu Charade TX '90, 5 g., ek. 45 þ. V. 570 þús. Toyota 4Runner EFi '85, rauður, 5 g., ek. 113 þ., sórskoðaður, 35" dekk, 4:10 hlut- föll, sóllúga o.fl. Gott eintak. V. 1080 þús. MMC Lancer GLX '89, sjálfsk., ek. 66 þ., brúnsans. V. 690 þús. Þú svalar lestrarþörf dagsins y ásídum Moggans!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.