Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Jón Halldór Þórarinsson fæddist í Þórðarbæ í Garði 17. apríl 1901. Hann lést 13. júlí siðastliðinn. Jón Halldór ólst upp í Steinboga, Garði. Foreldrar hans voru Jónía Ingi- björg Jónsdóttir, f. 11.10. 1868, d. 6.3. 1954, og Þórarinn * Jónsson, f. 27.8. 1866, d. 7.9. 1943. Þórarinn og Ingi- björg eignuðust fimm börn: Jón, f. 26.3. 1892; Guðbjörgu, f. 11.5. 1893; Hall- dór, f. 17.4. 1901; Helgu, f. 1.1. 1905; Þuríði, f. 18.2. 1908. Þau eru öil látin. Halldór kvæntist 1926 Ást- björgu Magnúsdóttur, f. 8.6. 1890, d. 23.2. 1970, í Reykjavík. Ástbjörg átti þrjá syni með fyrri manni sinum, Lúðvík Nordgulen, Lúðvík, Alfreð og Jón. Halldór og Ástbjörg eign- uðust fjögur börn. 1) Ingiberg Þórarin, f. 4.6. 1926, kvæntur Jórunni Höddu Egilsdóttur. Þau eiga fimm börn. Ingiberg átti son fyrir hjónaband. 2) Harald Gunnar, f. 4.6. 1926, d. 7.11. 1997, kvæntur Katrínu M. Þórðar- dóttur. Þau eignuð- ust fjögur börn. 3) Jens Stefán, f. 6.4. 1929, kvæntur Alex- íu M. Ólafsdóttur. Þau eiga fjögur börn. 4) Ástbjörgu, f. 17.10. 1930, gift Teiti Jónassyni. Þau eiga fjögur börn. Afabörn Halldórs, eru 18, langafabörnin 43 og langa- langafabörn 7. Halldór stundaði sjómennsku á yngri árum, var starfsmaður Gasstöðvarinnar í Reykjavík. Vann hjá borgarskrifstofum Reykjavikur, Gjaldheimtunni og hjá Innheimtustofnun sveit- arfélaga. Útför Halldórs fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. JÓN HALLDÓR ÞÓRARINSSON Elsku afi minn, nú hefurðu fengið hvíldina og ert kominn tíl Guðs eftir langa og hrausta ævi. Eg trúi að margir sem á undan eru farnir hafi tekið á móti þér. Afi var einn af þeim sem lifðu mikla breytingatíma og starfsævin var löng og tilbreytingarík. Hann fæddist og ólst upp í Garðinum. Varð snemma sjómaður á opnum bátum, togurum og síldarbátum en kom í land þegar "•hann slasaðist. Þá fór hann að vinna í Gasstöðinni og hjólaði um allt, því hann átti ekki bíl. Afi vann í mörg ár á borgarskrifstofum Reykjavíkur, handfærði þá allt inn í bækur og endaði síðan starfsævina hjá Innheimtustofnun sveitarfélaganna, við tölvu, þá 85 ára gamall. Óll sú tækni og þróun sem hann upplifði og tileinkaði sér var í raun ótrúleg. Oft sagði hann mér sögur af því þegar hann var lítill drengur og hvernig það var að alast upp í sjávarþorpi, suður með sjó. Það þótti t.d. ekki mikið mál að ganga til Keflavíkur á roðskinnsskóm og árið sem hann fermdist fékk hann stígvélaskó og þá var gengið til Hafnarfjarðar. Hann kynntist ömmu -þegar hún var ráðskona hjá útgerð í Sandgerði og hann á báti hjá sömu útgerð. Þau fluttu til Reykjavíkur og bjuggu þar allan sinn búskap, lengst af á Snorrabrautinni. Þangað var alltaf gott að koma og vel tekið á móti ferðalangi úr Kópavoginum sem snemma komst upp á lag með að ferðast með strætó. Það var ekki ósjaldan sem ég fékk að gista hjá afa og ömmu og um jólin fannst mér sérstaklega gaman að gista hjá þeim því það var ekki laust við að jólasveinninn væri frekar á ferðinni á Snorrabrautinni en í Kópavoginum. Stundum fór ég í smáferðalög með afa og ömmu, svona sunnudagsbíltúra suður með -I'Sjó, austur fyrir fjall eða bara í heimsókn til ættingja og vina í bænum. Og oft minntumst við afi á það þegar selurinn elti mig í Garðskagafjörunni. Eg var í rauðri peysu og selurinn var forvitinn og synti fram og til baka eftir því sem ég hljóp. Það þótti þeim skemmtileg uppákoma. Afi byggði sumarbústað á Vatnsendahæð þar sem hann ræktaði tré, steypti styttur og steina til að fegra garðinn sinn. Þar var gaman að vera með þeim. Maður var einhvern veginn svo frjáls, engin Ijfcöft en samt alltaf einhver svo nálægur. Þegar amma dó flutti afí fljótlega í Kópavoginn og undi hag sínum vel því þar var byrjað svo gott og skemmtilegt félagslíf fyrir eldra fólk. Það var spiluð félagsvist, haldnir dansleikir þar sem hann var nú í essinu sínu því honum þótti aman að dansa og famar ferðir æði innanlands og utan sem hann tók þátt í af lífi og sál. Honum fannst svo gaman að ferðast og skoða sig um. Afi var mikill veiðikall og fór ófáar ferðirnar í Sogið að veiða lax. Og þegar hann fyrir nokkrum árum hafði orð á því að sig langaði að fara og veiða við Óseyrarbrúna drifum við okkur með stöng og spún. Enginn veiddist laxinn í það sinn en við áttum góðan dag. Hann afi var alltaf heilsuhraustur og flottur. Keyrði bíl þar til hann var 93 ára gamall að hann fór að sjá illa. Þá snerist dæmið dálítið við og ég fór að fara með hann í „sunnudagsbíltúra", bæði í heimsókn í Sandgerði og austur fyrir fjall eða bara í kaffi í Perluna. Elsku afi minn, ég vil þakka þér allar þær stundir sem við áttum saman. Þær lifa í minningunni. Ég er glöð og stolt að hafa átt þig sem afa. Hvíl þú í friði. Þín Halldóra. Elsku afi, nú ertu loksins kominn til Ástu ömmu sem þú ávallt saknaðir, eftir erfitt ár. Mig langar til þess að þakka fyrir þær stundir sem ég átti með þér. Ég var svo stolt af þér, alltaf svo glæsilegur og góður. Bestar voru stundirnar þegar ég fékk að vera hjá ykkur Ástu ömmu á Vatnsenda, en þar byggðuð þið ykkur sumarbústað og fengum við að njóta þess alls með ykkur og þessi staður fannst mér paradís á jörð. Lautin með steypta borðinu og trjánum allt í kring fyrir allar nestisferðinar, lystigarðurinn með öllum þeim hlutum sem þú hafðir smíðað og steypt og göngustígnum úr skeljasandi. Á þeim stað leið mér eins og prinsessu og urðu margir ímyndunarleikir þar til. Burstabærinn og lúpínuhornið en þangað sóttum við blóm í vasa fyrir ykkur. Eftir að Ásta amma dó fluttir þú í Kópavoginn. Þar kynntist þú félagsstarfi aldraðra og tókst strax virkan þátt með þeim og voru þær ófáar utanlandsferðirnar sem þú fórst með þeim, en mikið fannst þér gott að vera í sól og hlýju og alltaf var gaman að koma til þín í Hamraborgina og heyra ferðasöguna og skoða alla smáhlutina sem þú hafðir með þér heim til minningar. Það var svo gaman að fylgjast með þér, afi minn, og sjá hvað þú naust efri áranna meðan heilsan leyfði. Á Hrafnistu í Hafnarfírði fórstu níræður, en enginn þar trúði þeim aldri, því þú leist út eins og áttræður unglingur og sennilega hafa nú ekki margir ekið sjálfir á elliheimilið en það gerðir þú á þinni hvítu sportkerru, en svo kölluðum við bílinn þinn, og fengu konurnar á elliheimilinu að njóta þess að fara með þessum fjallmyndarlega manni í kaffi í Hveragerði í tvö ár eftir komu þína á heimilið. Síðustu árin voru orðin þér erfið, afi minn, eftir að sjónin fór og þú gast hvorki lesið, horft á sjónvarp né unnið handavinnu, en gott fólk áttir þú að þar sem börn þín voru. En stærstan þátt í lífi þínu var hún Dóra, systir mín, sem var þér svo góð, hún kom og gerði þá hluti fyrir þig sem þú hafðir áður gert sjálfur og ófáar voru þær stundirnar sem hún nostraði við þig. Hún kom og las blöðin fyrir þig og færði þér fréttir af okkur hinum, einnig las hún sögur fyrir þig, sem ekki voru komnar út á hljóðsnældum. Hún sá um að lífið væri þér eins gott og hægt var og alltaf var hún tilbúin fyrir þig, það var svo gaman að sjá hvernig þú ljómaðir þegar hún kom til þín og sagði: „Jæja afi minn, hvernig höfum við það í dag?“ eða þegar hún kvaddi þig á leið sinni til útlanda og sagði: „Þú skalt ekki láta þér detta það í hug að fara að deyja á meðan ég er í burtu.“ Þú, afi minn, kunnir vel að meta svona húmor og hlóst dátt og stóðst við það því ekki hafði hún Dóra verið heima nema í hálfan mánuð þegar kallið kom. Elsku Dóra mín, takk fyrir að hugsa svona vel um hann afa okkar og vera svona yndisleg við hann. Elsku afi minn, kærar þakkir fyrir allt. Guð geymi þig þangað til við hittumst á ný. Inga Teitsdóttir. Elsku langafi, nú ertu loksins kominn til Ástbjargar langömmu. Það eru ekki allir sem ná 98 árum og ekki eru margir sem fara á rúntinn 92 ára með fullan bíl af konum frá elliheimilinu. Langafi átti fjögur börn, mörg barnabörn og enn fleiri bamabarnabörn og alltaf sá hann sér fært um að mæta í veislur og boð meðan heilsan leyfði, og ekki gleymast jólagjafir til allra; við krakkarnir biðum alltaf spennt eftir umslaginu frá langafa með nöfnunum okkar á, með fallegum jólamyndum og innihéldu happaþrennur og fannst okkur engin jól verða án þeirra. Langafi flutti í Kópavoginn þegar ég var lítil og þess vegna fór ég mjög oft í heimsókn til hans og þá var alltaf til kalt kók í ísskápnum og annað góðgæti. Oft tókum við í spil, spiluðum skák eða bara spjölluðum. Fyrir um átta árum flutti langafi svo á Hrafnistu í Hafnarfirði og fækkaði þá því miður heimsóknum mínum til hans. Eitt sinn var ég að kveðja langafa áður en ég fór til Ástralíu, þá sótti hann lítinn hárbursta inn í skáp. Bursta þennan hafði ég átt þegar ég var lítil og hafði gleymt honum heima í Hamraborginni og hafði hann geymt hann öll þessi ár. Elsku amma og Dóra, nú hefur langafi fengið hvfldina og er kominn til langömmu. Takk fyrir að hafa verið hjá honum svona mikið og stytt honum stundirnar. Elsku langafi takk fyrir allt. Ástbjörg Ýr Gunnarsdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinimir kveðja, vininn sinn látna, er sefur.hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku afi minn, núna ertu búinn að fá hvfldina langþráðu og kominn til ömmu og pabba. Mig langar með þessum fáu orðum til að minnast afa míns, Jóns Halldórs Þórarinssonar, frá Steinboganum í Garði. Afi var ungur þegar hann fór fyrst á sjóinn og sagði hann mér margar skemmtilegar sögur þaðan. Þegar hann hætti sjómennsku flutti hann til Reykjavíkur og hóf að vinna sem innheimtumaður hjá Gasstöðinni og seinna hjá Gjaldheimtunni. Hann endaði starfsferil sinn hjá Innheimtustofnun sveitarfélaganna, þá langt kominn á níræðisaldur. Það er margs að minnast og þá helst hve afi var alltaf góður við okkur krakkana. Allar ferðirnar sem við fórum upp á Vatnsenda í „Leyni“. Þær voru alltaf ævintýralegar, og var alltaf gaman að koma til afa og ömmu. Þar var margt hægt að bralla og alltaf áttu afi og amma til kók í eldhússkápnum og eitthvert góðgæti að maula með. Afi var mjög laghentur og alltaf var hann að smíða einhverja fallega hluti, gera lystigarðinn fallegri og rýjateppin hans voru hreinustu listaverk og mætti svo lengi telja. Þær voru líka ófáar ferðirnar sem við krakkarnir fórum niður á „Snorró“ og alltaf var komið við ef farið var í bíó. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til afa, hann hafði frá svo mörgu að segja. Sérstaklega var þó skemmtilegt þegar hann rifjaði upp gamla tíma. Fæddur 17. aprfl 1901 hafði hann lifað tímana tvenna. Þá var til dæmis tveggja daga ferð inneftir til Reykjavíkur til að kaupa fermingarfötin. Þegar hann var lítill drengur var hann skeytasendill í Garðinum og þurfti hann þá jafnvel að hlaupa út í Sandgerði með skeyti, hinkra eftir svari og hlaupa síðan til baka út í Garð, þannig að hægt væri að senda svarið suður með Ritsímanum. Þetta gerði afi með glöðu geði. Það er svo margs að minnast þegar hugsað er til baka að ekki er hægt að setja það allt niður á blað. Núna er komið að leiðarlokum hjá þér, afi minn, og nýr áfangi tekur við. Ég geymi minninguna um kveðjustund okkar í hjarta mér. Áður en ég hélt af stað í sumarfrí til Mallorka, sagðir þú mér að hafa það gott í fríinu, þú hefðir komið þangað sjálfur og þar væri gott að vera. Blessuð sé minning þín, elsku afi minn. Þín Ástbjörg Guðrún og Hreiðar. HEIÐUR G UÐMUNDSDÓTTIR + Heiður Guð- mundsdóttir, f. 26. desember 1941, lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur 10. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Guðbjörg Guð- mundsdóttir og Guðmundur Símon- arson (látinn). Hinn 31. desem- ber 1961 giftist Heiður Skildi Þor- lákssyni, f. 30. mars 1937. Þau eignuð- ust þrjú börn. Þau eru: 1) Sólveig, f. 26. apríl 1966, gift Rúnari Ingibergs- syni. Þau eiga þrjú börn. 2) Arnar, f. 3. desember 1967, kvæntur Sigríði Þormar Vigfúsdótt- ur. Þau eiga tvö börn. 3) Guðbjörg, f. 3. nóvember 1973. Systkini Heiðu eru Reynir, Gréta og Símon. Jarðarför Heiðar fór fram í kyrrþey föstudaginn 16. júlf. Ég kveiki á kertum mínum, við krossins helga tré. I öllum sálmum sínum, hinn seki beygir kné. Ég villtist oft af vegi, ég vakti oft og bað. Nú hallar helgum degi, á Hausaskeljastað. Þessi fallegi sálmur eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi kom mér í hug þegar ég fékk fréttina um andlát þitt, elsku Heiða mín, og ég kveikti á kerti og opnaði fyrir Lind- ina og hlustaði á guðs orð. Ég var búin að vita að hveiju stefndi en samt var ég óviðbúin. Fyrstu við- brögð mín voru reiði - reiði yfir því að þú varst hrifin burt í blóma lífs- ins. En það er guð einn sem öllu ræður. Þegar ég heimsótti þig í hinsta sinn varstu orðin mjög máttfarin en þú reyndir að vera hress og varst bjartsýn og fannst þetta allt vera að koma. Á heimleiðinni flögruðu um huga minn þær stundir sem við átt- um saman. Fyrstu kynnin voru þeg- ar frændi minn kom með þig til Siglufjarðar til að kynna þig fyrir fjölskyldunni. Þið komuð með rút- unni og ég tók á móti ykkur. Ég var eins og hver annar stelpukjáni, flaug upp um hálsinn á frænda og kyssti hann. Seinna sagðir þú mér að þú hefðir haldið að ég væri göm- ul kærasta hans og orðið afbrýð- isöm og við hlógum að þessu. En þegar ég stóð þarna forðum og sá þig í fyrsta sinn var ég stolt af frænda, að velja svona fallega stúlku. Við urðum fljótt góðar vinkonur. Þegar ég flutti að norðan til Reykjavíkur fékk ég að búa hjá ykkur þar til ég fékk leigt. Það var góður tími, allt svo velkomið, aldrei fann ég að ég væri fyrir ykkur, þvert á móti. Tíminn leið og við urðum nokkum veginn samferða að eign- ast böm og áttum margar ánægju- legar stundir saman með hópnum okkar, fóram í útilegur og hittumst í afmælum og jólaboðum. Allra sam- verastunda minnist ég með hlýju. Þú hafðir mikið skap en þú áttir líka þá mestu hlýju sem ég hef kynnst. Ef eitthvað bjátaði á varstu tilbúin að breiða út faðminn og gefa góð og hughreystandi orð. Því er ég þakk- lát fyrir samfylgdina og ég veit að þú tekur vel á móti mér og faðmar mig þegar þar að kemur. Það er svo sárt að sjá á eftir þér, mín kæra vinkona, en sárast er það fyrir frænda minn og bömin ykkar og bamabörn sem vora þér allt og þú barst svo mikla umhyggju fyrir. Þú hlakkaðir svo til að fylgjast með þroska þeirra og framtíð. Elsku vina, þú gerir það frá öðrum stað. Ég veit að þú ert á góðum stað, þú ert í bláa landinu sem ég kalla, og þar líður þér vel. Ég bið góðan guð að gefa þér, Skjöldur minn, og börnum ykkar styrk í sorginni. Ég þakka þér, Heiða mín, fyrir allt. Farðu í friði, kæra vinkona. Guðrún Þórlaug Jóhannesdóttir. Elskuleg móðir vinkonu minnar er látin. Elsku Heiður, það er erfitt að hugsa til þess að fá ekki að sjá þig aftur, en ég veit að þú ert á góðum stað og þér líður vel. Ofarlega í minningunni eru stundimar er ég kom inn á heimilið með Guggu, þá var manni ávallt tekið vel og við sátum og spjölluðum um heima og geima. Þú varst alltaf svo hlý og góð og ávallt reiðubúin að aðstoða eftfr bestu getu. Minningin um þig mun lifa í hjarta mínu. Elsku Skjöldur, Gugga, Solla, Arnar, Rúnar, Sigga, Freyr, Almar, Heiður María, Thelma, Brynja og aðrir ástvinir, ykkar missir er mik- ill. Megi góður guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Steinunn Ýr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.