Morgunblaðið - 26.08.1999, Page 1

Morgunblaðið - 26.08.1999, Page 1
191. TBL. 87. ÁRG. FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tyrkir reiðir vegna skipulagsleysis á jarðskjálftasvæðum Ecevit hvetur til þj óðareiningar Istanbúl, Yalova. AP, Reuters. BULENT Ecevit, forsætisráð- herra Tyrklands, varðist í gær harkalegri gagnrýni sem tyrknesk- ur almenningur og fjölmiðlar hafa beint gegn stjórnvöldum vegna skorts á skipulögðum viðbrögðum við hinum skelfilegu afleiðingum jarðskjálftans sem reið yfir í síð- ustu viku. Sagði Ecevit fjöl- miðlaumfjöllunina aðeins gera illt verra og hvatti til einingar þjóðar- innar andspænis hinum skelfilegu hörmungum. Ríkisstjórnin varpaði einnig frá sér ábyrgðinni á því hve miklar sveiflur hefðu verið á opinberum tölum yfír látin fómarlömb jarð- skjálftans. Sögðu talsmenn stjóm- arinnar embættismenn í borginni Izmit bera ábyrgð á þessum miklu sveiflum; þeir hefðu verið fljótir til að gefa upp miklu hærri tölur yfir látna en staðfest hefði verið í því skyni að borgin fengi meiri aðstoð og hjálpargögn en ella. Borgarstjóri Izmit sagði ástæðuna fyrir hinum röngu tölum vera einföld mannleg mistök sem ekki hefðu haft neinn úthugsaðan tilgang. Á gmndvelli þeirra opinbera talna sem lágu fyrir síðdegis á þriðjudag taldist fjöldi látinna þá vera kominn yfir 18.000 en þessi tala skrapp í gærmorgun saman urn hátt í 6.000, eða niður í 12.514. í gærkvöld var hún síðan leiðrétt í 12.594. Talsmenn yfirvalda era hikandi við að gefa upp áætlaðan heildar- fjölda þeirra sem fórast í jarð- skjálftanum en fyrir helgi gáfu stjómvöld fulltrúum Sameinuðu þjóðanna upp ágizkunartöluna 40.000. Þau pöntuðu 45.000 líkpoka. 200.000 heimilislaus Um 200.000 manns, sem urðu heimilislaus í jarðskjálftanum, hír- ast nú úti undir beram himni eða í tjaldbúðum og bráðabirgðahúsnæði sem tyrkneski herinn og hjálpar- starfsmenn hafa sett upp á skjálfta- svæðinu. Úrhellisrigning hefur síð- ustu daga gert aðstæður þessa fólks enn verri en ella. I tjaldborg utan við bæinn Adapazari, sem jafnaðist að mestu við jörðu í skjálftanum aðfaranótt 17. ágúst, kvörtuðu íbúar undan ástandinu. „Skipulagið hér er skammarlegt,“ hefur APeftir Cemil Temizel, sem kvartaði hástöfum yfir leku tjaldinu sem hann og fjöl- skylda hans hafa þurft að gera sér að góðu, og drallusvaðinu sem um- kringir nú alla tjaldborgina. Erol Cakir, héraðsstjóri Istanbúl- svæðisins, hét því opinberlega í gær að fólki í hans umdæmi, sem misst hefur húsnæði í jarðskjálftanum, yrði séð fyrir viðunandi þaki yfir höfuðið áður en vetur gengi í garð. Stjómstöð aðgerða á jarðskjálfta- svæðinu gaf í gær út skipun um að byrjað skyldi að ryðja burt húsa- rústum þótt enn væri lík að finna í þeim. Rakinn og ágústhitinn sem nú væri á svæðinu yki enn á farsótta- hættu; það kallaði á að ekki yrði lengur beðið með að íyðja rústimar. Herforingi Bosníu- Serba handtekinn Vín. AFP, AP. MOMIR Talic, hershöfðingi í her Bosníu-Serba, var í gær handtek- inn í Vín, þar sem hann hafði dvalist í nokkra daga sem þátttak- andi á málþingi, og færður í hendur Alþjóðastríðs- glæpadómstólsins í Haag, að sögn austurrískra emb- ættismanna. Vakti handtakan mikla reiði meðal Serba sem sögðu hana vera fyrirsát fyrir einum „merkasta" leiðtoga sínum. Heimildamaður AFP sagði að handtakan hefði farið friðsamlega fram og að austurrískir lögreglu- menn hefðu handtekið hershöfð- ingjann í upphafi málþingsins í gær. Talic er hæst settur þeirra Serba er nú bíða réttarhalda fyrii- Stríðs- glæpadómstólnum. Dómstóllinn gaf út ákærar á hendur Talic og Radis- lav Brdjanin, fyrrum aðstoðarfor- sætisráðherra Bosníu-Serba, í mars sl. en ekki var tilkynnt um ákærurnar fyrr en að handtöku lok- inni. Brdjanin var handtekinn í júli sl. og bíður réttarhalda í Haag. Era tvímenningarnir ákærðir fyrir að hafa stjórnað hinum ill- ræmdu Omarska-, Keraterm- og Trnopolje-búðum í Bosníustríðinu 1992-1995, auk þess sem þeir era grunaðir um að hafa staðið að því að reka fleiri en 100.000 Króata og múslíma frá norðvesturhluta Bosn- íu með tilheyrandi ofbeldisverkum. Vindhani á flugi yfir Pétursborg ÞYRLA svífur yfír turni einnar af tignarlegustu byggingum Pétursborgar sem á sínum tíma hýsti flotamálaráðuneyti Rússa- keisara. Neðan í þyrlunni hang- ir vindhaninn sem á heima á toppi turnsins og þykir mikil borgarprýði. Hann var festur á turninn á ný í gær en unnið hafði verið að viðgerð hanans í um tvö ár. f baksýn er fsaks- dómkirkjan. Forsetar Rússlands og Kína á leiðtogafundi í Miðasíuríkinu Kirgistan Vilja bandalag gegn áhrifum Bandarrkjamanna í heiminum Bishkek. AP, Reuters. RÚSSAR og Kínverjar vilja mynda með sér nánara bandalag í þvf skyni að skapa mótvægi við of- urvægi Bandaríkjanna í alþjóða- kerfinu. Forsetar Rússlands og Kína, Borís Jeltsín og Jiang Zem- in, urðu ásáttir um þetta í gær, á fundi leiðtoganna í Bishkek, höfuð- borg fyrrverandi Sovétlýðveldisins Kirgistans. Jeltsín og Jiang áttu fund saman áður en þeir tóku báðir þátt í leið- togafundi fímm Mið-Asíuríkja, sem fram fór í Bishkek í gær. Megin- markmið þess fundar var að stuðla að meiri stöðugleika á landamær- um Kína við Rússland og þrjú önn- ur fyrrverandi lýðveldi Sovétríkj- anna. Jeltsín notaði þetta tækifæri til þess að hvetja einu sinni enn til að Rússar og Kínverjar tækju hönd- um saman um að takmarka áhrif Bandaríkjamanna í heiminum. Rússneskir ráðamenn hafa orðið sýnilega áhugasamari um styrkari tengsl við nágrannaríki Rússlands í Asíu eftir loftherför Atlantshafs- bandalagsins gegn Júgóslavíu, sem Rússar beittu sér af mætti gegn. „Þessi leiðtogafundur fer fram er ástandið í heiminum er alvar- legt,“ sagði Jeltsín. „Einstök ríki era að reyna að þvinga heiminn í kerfi, sem hentar aðeins þeim, og líta framhjá því að heimurinn er margpóla." Jiang lét svipuð orð falla í sinni ræðu. „Það er erfitt að skapa margpóla heimsskipulag en þróun- in í þá átt er orðin óafturkallan- leg,“ sagð hann. I áratugi var grannt á því góða í samskiptum Sovétríkjanna og Kana Reuters Forsetar Rússlands og Kína, Borís Jeltsrn og Jiang Zemin, heilsuðust innilega á leiðtoga- fundinum 1 Bishkek. og allnokkram sinnum kom til mik- illar spennu á landamæram ríkj- anna. Á síðustu árum hafa tengsl Rússlands og Kína batnað mikið, sem lýsir sér m.a. í því að Kína er orðið eitt mesta viðskiptaland Rússlands og flytur inn milljarða dollara virði af rússneskum her- gögnum. Byggja upp traust Fundur leiðtoga Rússlands, Klna, Kirgistans, Kasakstans og Tadjíkistans í Bishkek var fjórði slíki fundurinn sem efnt hefur ver- ið til frá því sá íyrsti var haldinn í Peking árið 1996, en þar var ákveð- ið að halda áfram að vinna skipu- lega að því að byggja upp traust milli ríkjanna, sem eiga sameigin- leg landamæri sem ná yfir tugþús- undir kílómetra. Leitað að letigeninu London. Reuters. LETINGJAR, svokallaðir, gætu brátt átt von á góðri afsökun fyrir framtaksleysinu. Vísinda- menn við Háskólann í Glasgow telja sig geta fundið gen sem skýri hvers vegna sumir fást helst ekki til að leggja á sig lík- amlegt eða andlegt erfiði. Vísindamennirnir ætla að hefja rannsókn á æskufólki í Glasgow og vonast tO að finna áþekk gen í þeim unglingum sem era lítt gefnir fyrir mikla hreyfingu. Susan Ward, prófessor í lækn- isfræði við Glasgow háskóla, segii’ í viðtali við The Daily Tele- graph að það geti breytt með- ferð sjúkdóma sem orsakast af hreyfíngarleysi, takist vísinda- mönnunum að einangra og rann- saka genamynstur sem stýrir því sem við eram vön að nefna leti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.