Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Bjöm Bjarnason Tilskipanir ESB áhrifa- lausar gegn virkjunar- leyfi FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð- herra segir að tilskipun Evrópusam- bandsins frá árinu 1997 um mat á umhverfisáhrifum geri það ekki að verkum að leyfi Landsvirkjunar til Fljótsdalsvirkjunar falli úr gildi. Stefán Gíslason umhverfisstjómun- arfræðingur leiddi að því líkur í grein í Morgunblaðinu sl. sunnudag að svo væri, og að ríkisstjóm eða Al- þingi þyrfti að taka ákvörðun um það hvort umhverfismat ætti að fara fram, og byggja hana á þeim for- sendum sem fram koma í tilskipun- inni. „Árið 1993 vora samþykkt hér á landi lög um mat á umhverfisáhrif- um. Það er sérstök ákvörðun Al- þingis að láta þessi lög ekki gilda um F’ljótsdalsvirkjun vegna þess að fyr- irtækið hafði fengið til þess leyfi áð- ur, eða árið 1980, að fara út í þessar framkvæmdir. Árið 1991 fékk það síðan virkjunarleyfi ráðherra. Til- skipunin mun ekki hafa áhrif á það, það liggur fyrir,“ segir Finnur. Réttindin aðeins afnumin með lögum Stefán bendir í grein sinni einnig á að kærar geti komið fram vegna málsins til annarra alþjóðlegra stofnana sem ísland er aðili að, og segist telja að núverandi áform um Fljótsdalsvirkjun gangi gegn megin- reglum Ríó-yfirlýsingarinnar um umhverfi og þróun. „Maður getur aldrei fullyrt neitt í þessu efni, en við höfum látið skoða þetta og teljum að þau réttindi sem Landsvirkjun vora fengin með Iaga- setningu verði ekki tekin af fyrir- tækinu nema með lögum frá Alþingi. Þar mun engin þingsályktunartil- laga, alþjóðasamningar eða tilskip- anir Evrópusambandsins setja okk- ur skorður. Auðvitað eigum við að reyna að starfa í samræmi við þá alþjóðasátt- mála sem við höfum gerst aðilar að, en ég held að þetta brjóti á engan hátt gegn þeim. Þegar við gerðumst aðilar að þeim lá fyrir að þessi rétt- indi væra hjá fyrirtækinu,“ segir Finnur. Leikstjóri með leik- skáldum á Þingvöllum VÁCLAV Havel, forseti Tékk- lands, var sem kunnugt er í sum- arleyfi á íslandi fyrir skömmu ásamt konu sinni, Dagmar Havl- ová. Davíð Oddsson forsætisráð- herra og Ástríður Thorarensen, kona hans, buðu þeim hjónum í lieimsókn í bústað forsætisráð- herra á Þingvöllum þar sem grill- matur var á borðum. Bryiya Benediktsdóttir leiksfjóri var einnig viðstödd, en hún hefur sett upp tvö leikrit eftir Havel hér á landi. Hún setti á svið leikritið Endurbyggingu í Þjóðleikhúsinu árið 1990, skömmu eftir að Havel var kjörinn forseti, en hann hafði þá ekki séð Ieikverk eftir sig á sviði í tuttugu ár. Árið 1996 setti Brynja á svið Ieikrit Havels Largo desolato í Borgarleikhúsinu, en höfundurinn kom einnig til ís- lands til að sjá þá sýningu. Svo skemmtilega vill til að Brynja hefur einnig sett á svið leikrit eftir Davíð Oddsson, en verkið Ég vil elska mitt land, sem hann samdi með Þórarni Eldjárn og Hrafni Gunnlaugssyni, var sett á svið í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Bryiyu. Nemendur Menntaskólans á Laugarvatni settu verkið einnig á svið undir stjórn Brypju. Havel og Davíð höfðu á orði að það væri líklega einsdæmi að leikstjóri hefði leikstýrt leikritum eftir tvo þjóðarleiðtoga. Myndin var tekin 24. júlí í garð- inum við bústað forsætisráðherra á Þingvöllum. * Atvinnumálaráðherra Noregs á Islandi Engin afskipti af áætlunum Norsk Hydro LARS Sponheim, at- vinnumálaráðherra Noregs, sem nú er staddur á fundi Nor- rænu ráðherranefnd- arinnar í Reykjavík, segir að ríkisstjórnin muni ekki hafa nein af- skipti af áætlunum Norsk Hydro um að reisa álver á Islandi. Hann segir að allar fjárfestingaráætlanir Norsk Hydro séu nú í nokkurri biðstöðu vegna sviptinga á álf- ramleiðslusviðinu, einkum vegna samein- ingar, eða mögulegrar sameiningar, þriggja af stærstu álframleiðendum heims, þar á meðal Alusuisse, fyrir skemmstu. Sponheim segir að ríkið íylgi þeirri stefnu að treysta stjómend- um fyrirtækisins fyrir einstökum ákvörðunum um rekstur þess, þar á meðal ákvörðunum um fram- kvæmdir erlendis, og það gildi enn frekar nú eftir að hlutur ríkisins hefur lækkað í 44% í kjölfar kaupa Norsk Hydro á olíuiyrirtækinu Saga Petroleum. „Afstaða okkar til þess sem Norsk Hydro gerir erlendis er ekk- Lars Sponheim, at- vinnumálaráðherra Noregs. ert öðravísi en gagn- vart öðram norskum fyrú-tækjum. Við göngum út frá því að fyrirtækið sýni stjórn- völdum í hverju landi fyrir sig tilhlýðilega virðingu, og hegði sér í samræmi við þær kröf- ur sem gerðar era.“ Tímabili nýrra vatnsaflsvirkjana lokið Sponheim segir að skeiði vatnsaflsvirkjun- arframkvæmda sé lok- ið í Noregi, enda hafi framkvæmdir verið gríðarlegar á þessu sviði á síðustu þrjátíu árum eða svo. „I stóram dráttum má segja að búið sé að virkja það sem hægt er að virkja. Ef við réðumst í fleiri stór- framkvæmdir myndi það valda miklum deilum vegna umhverfis- áhrifa." Hann segir að ekki sé heldur gert ráð fyrir að bæta við neinum nýjum orkufrekum iðnaði. „Það era engar framkvæmdir í bígerð sem líkjast því sem Islendingar era að fara að gera, en Norsk Hydro vinnur að endurbótum og nútímavæðingu þeirra verksmiðja sem fyrir era.“ Gjaldskrárbreyting í Hvalfjarðargöngum 1. september nk. Stakt gjald lfldega óbreytt næstu 5 ár STJÓRN Spalar ehf. tilkynnti allt að þriðjungs lækkun á veggjöldum áskrifenda í Hvalfjarðargöngunum hinn 1. september næstkomandi, á blaðamannafundi sem stjórn félags- ins boðaði til síðdegis í gær. Stakt veggjald, sem nú er 1.000 krónur, helst þó óbreytt og verður það að líkindum næstu fimm árin. Gísli Gíslason, stjómarformaður Spalar, og Stefán Reynir Kristins- son, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, kynntu ákvörðun Spalar á fundinum í gær og sátu fyrir svör- um. Fram kom í máli Gísla að ákvörðun stjómarinnar væri tekin í samráði við aðallánveitanda Hval- fjarðarganga, bandaríska trygging- arfyrirtækið John Hancock Mutual Life Insurance Inc., sem verður að samþykkja allar slíkar breytingar. „Fyrr í sumar var rætt um vænt- anlega lækkun frá og með 1. ágúst sl. en niðurstöður bandaríska fyrir- tækisins lágu ekki fyrir fyrr en nú í síðari hluta ágústmánaðar. Það hef- ur tekið nokkum tíma að tala fyrir þessum tillögum en nú er komið svar og í stuttu máli sagt er fallist á allar okkar tillögur um breytingar á verðskránni. Við áætlum að þessi lækkun muni skerða heildartekjur okkar um 13-15%. Hins vegar munu ein- stakir gjaldflokkar lækka um allt að 35% þannig að við teljum að við séum að koma mjög veralega til móts við vegfarendur," sagði Gísli. Hann benti á að afsláttargjöld yrðu vísitölutengd næstu fimm árin og fylgdu þar með verðlagsbreyting- um í landinu. Stjóm Spalar bendir að auki á að veggjald áskrifenda í 1. gjaldflokki lækkar um allt að 33% og afsláttur veggjalds fyrir stóra bfla (II. og III. gjaldflokkur) fer úr 25% í 35%. Áskrifendum að ferðum í I. gjaldflokki býðst nú að kaupa 100 ferðir í einu og kostar hver ferð þá aðeins 400 kr. Ennfremur verður farið að selja 10 ferða afsláttarkort fyrir bíla í I. gjaldflokki. Hver ferð kostar þá 700 kr. Verða þau seld í gjaldskýli Hvalfjarðarganga. Hins vegar verður hætt að selja 20 ferðir í áskrift. Áskrifendur sem eiga inni ferðir á reikningi 1. september eða kaupa ferðir í áskrift áður en gjaldskrár- breytingin tekur gildi fá fjölgun ferða í samræmi við inneign sína. Lánið hugsanlega greitt upp fyrr en áætlað var Fram kom í máli Gísla og Stefáns Reynis að aðalástæða lækkunarinn- ar nú væri sú að umferð um göngin væri meiri en upphaflega var áætl- að og sömuleiðis tekjur. Umferð um göngin hefur verið um 2.500 bfl- ar á dag yfir mesta annatímann í júlí og ágúst en minnst er hún í jan- úar-febrúar, eða um 1.600 bflar á dag. Hvalfjarðargöng Ný gjaldskrá 1. sept. 1999 Hver ferð 1. gjaldflokkur kostar Ökutæki styttri en 6 metrar* Veggjald kr. 1.000 10 ferðir, afsláttarkort 700 40 ferðir, áskrift 500 100 ferðir, áskrift 400 II. gjaldflokkur Ökutæki 6 til 12 metrar Veggjald kr. 3.000 40 ferðir, áskrift 1.950 lll gjaldflokkur Ökutæki lengri en 12 metrar Veggjald kr. 3.800 40 ferðir, áskrift 2.470 IV. gjaldflokkur - Vélhjól Veggjald kr. 400 • Óbreytt gjald er fyrir bíla U flokki dragi þeir tengitæki (t.d. hólhýsi, fellihýsi, fjaldvagn) eða eftirvagna sem ekki eru skráningarskyldir allt að 750 kg að þyngd. Bílar sem draga skráningar- skylda eftirvagna þyngri en 750 kg færast upp III. gjaldflokk námsmannalínan Wnáms* ^já Búnaðarbankanum vitum að nám er vinna. Við | vitum líka að námsmenn eru duglegir og metnaðarfullir p og þess vegna viljum við veita þeim aðstoð. LÍNAN A ▲ Q a ffl m Gullreikningur með námsmannakjörum Fjármálahandbók Heimilisbanki Bílprófsstyrkir Skipulagsbók Isic afsláttarkort Tölvukaupalán Framfærslulán Námsstyrkir Námslokalán nam er vinna Stefán Reynir benti á að þessi mikla umferð þýddi að Speli yrði jafnvel kleift að greiða lánin upp þremur árum á undan áætlun. En lánið hjá John Hancock á að greið- ast upp á 18 árum. „Við gerum ráð fyrir að koma einnig til móts við menn í sambandi við öryggismál og verður hluta hagnaðarins varið til að bæta þau,“ sagði Gísli. „Rekstrarkostnaður Hvalfjarðarganga er nú 100 millj- ónir á ári en tekjur umfram það eru notaðar til að greiða niður lán. Til- gangur félagsins er i raun sá að reka göngin, borga upp skuldir og leggja sig að því loknu niður,“ sagði Gísli að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.