Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 64
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Unza unza , úr deiglunni Atriði úr kvikmynd Kusturicas, Svartur köttur, hvítur köttur. Á KOMANDI kvikmyndahátíð verð- ur meðal mynda Svartur köttur, hvítur köttur, eftir Emir Kusturica. í kvikmyndinni skiptir tónlist veru- legu máli, líkt og reyndar í flestum myndum Kusturicas, en hún er í höndum hljómsveitarinnar No Smoking Band, sem dr. Nelle Kai-a- jlic stýrir. Kusturica er væntanlegur hingað til lands í tilefni af sýningu ■■'myndarinnar og tekur með sér hljómsveitina sem leika mun á mikl- um tónleikum í Laugardalshöllinni á laugardaginn auk þess að skora á ís- lenska kvikmyndagerðarmenn í knattspyrnuleik sem fram fer íyrr um daginn. Þeir félagar Kusturiea og Karajlic eru báðir frá Júgóslavíu, þar sem tónlistarhefðir eru venju fremur fjölskrúðugar. Júgóslavía er á vega- mótum ólíkra menningarheima og þar, og reyndar á Balkanskaga öll- um, er meira um markverða og skemmtilega þjóðlega tónlist en nokkurs staðar í heiminum. Ekki er bara að svæðið hefur verið tónskáld- um fyrri tíma uppspretta hugmynda _,og innlegg í verk þeirra, heldur lifir alþýðleg tónlist góðu lífi, hvort sem litið er til albanskra fjallasöngva, búlgarsks kallsöngs og hora-dansa, grískrar demotiki-tónlistar eða serbnesks lúðrasveitastuðs. Úr þessu umhverfi er No Smok- ing hljómsveit Nelles Karajlics sprottin og á sér rætur í því sem Karajlic kallar nýjan prítivisma, þar sem öllu skiptir að tónlistin sé byggð á gömlum grunni og daglegu lífi al- mennings, sem eins konar andsvar við gáfumannatilgerð í tónlist. Að- spurður um sögu sveitarinnar segir Nelle Karajlic að hljómsveitin sé 200 ára, „nei, annars, hún er miklu eldri, við erum búnir að vera spila saman í '.iþt'jó hundruð ár. Það hefur svo mik- ið gengið á að ekki dugir minni tími,“ segir Karajlic og skellir upp úr, en bætir svo við alvarlegri í bragði að tónlistin sem þeir félagar séu að spila eigi sér rætur langt aft- ur í tímann. „Balkanskagi er mikil tónlistardeigla þar sem óteljandi áhrif hafa komið saman í eitt; tyrk- nesk tónlist, grísk, rússnesk, serbnesk, makedónísk, ungversk og rokktónlist líka því á síðustu þrjátíu árum hefur rokkið haft mikil áhrif á ungt fólk á Balkanskaga," segir Karajlic og bætir við: „Við tengjum vþetta svo allt saman, bræðum það saman úr tónlistarstraumum og reynum að sýna fólki að hægt sé að flétta þetta allt saman og skapa eitt- hvað nýtt.“ Hlutar tónlistarinnar sem No Smoking band eru mjög gamlir eins og heyra má til að mynda á breið- skífunni með tónlistinni úr Svörtum Retti, hvítum ketti, en nútímaleg um leið. Karajlic segir að tónlistarheim- Tónlistin skiptir miklu máli í Svörtum ketti, hvítum ketti og sígaunar fara með öll hlutverk utan tveggja. legir góðir gestir og þar á meðal hljómsveit sem leikur fjölskrúðuga balkantónlist. Árni Matthíasson ræddi við leiðtoga sveitarinnar sem sagði hana 2-300 ára. bera ekki bara með sér farangur, heldur einnig menningu sína og tónlist er stærsti hluti þeirrar menningar. Fyrir vikið er sígaunatónlist mjög áberandi á Balkanskaga og flutningshefðir sígauna og gildir þá einu hvort þeir eru að flytja bítlalög eða aldagömul sígaunalög." Karajlic hefur starfað með Kusturiea að fleiri kvikmynd- um en þeirri sem sýnd verður á kvikmyndahátíð, en þegar hann er spurður hvers vegna hann hafi tekið upp á því að vinna með honum svarar hann að bragði: „vegna þess að ég er bjáni“ og skellir síðan hressilega upp úr. „Fyrir fimmtán áram fékk Emir [Kusturica] mig með sér að grafa skurði við sveitarsetur hans. Síðan spilaði hann á bassa í No Smoking Band og loks fékk hann mig til að semja tón- listina við Svartur köttur, hvítur köttur. Auðveldast af þessu var að grafa skurðina,“ segir Karajlic og hlær að minningunni. „Emir er mjög ákveðinn þegar hann er að vinna að einhverju verkefni og eins gott að menn standi ekki uppi í hárinu á honum, en vissulega er mjög gaman að starfa með honum. Kusturica gekk til liðs við No Smoking Band 1986 og lék meðal annars með henni inn á plötur. Hann hefur loðað við sveitina upp frá því, þó kvikmyndagerð taki sífellt meiri hluta af tíma hans, kemur með henni hingað og leikur á hryngítar á tónleikunum Laugardalshöll. Karajlic segir að hann geri það framúrskarandi vel, fari létt með flóknar hi-ynfléttur og leiki mjög hratt. „Hann er besti gítarleikar- inn í hópi leikstjóra, og besti leikstjórinn í hópi gítarleik- ara; hann gæti lagt tónlistina fyrir sig ef hann vildi, en hann þarf þá að æfa sig,“ segir Karajlic. Tónlistin skipti rniklu máli Karajlic segir að tónlistin skipti miklu máli í myndum Kusturica og þeir hafi unnið mjög náið saman á meðan tökur á Svötum ketti, hvítum ketti stóðu. „Ég var alltaf viðstaddur tökur og hann kom í hljóðverið á meðan við tók- um upp, vip kvikmynduðum á daginn og tókum upp tónlist á kvöldin. I myndinni eru líka atriði sem hann byggir bein- línis á tónlist, því hann gerði þau eftir lögum sem við vor- um búnir að taka upp, spilaði tónlistina alla tökuna og hag- aði atriðinu eftir því.“ Karajlic segist hlakka mikið til að koma til Islands enda þess fullviss að Island sé einstakt land og Islendingar ekki síður. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á jaðarlöndum, enda held ég að íbúai' þar séu miklu sterkari og ferskari en hér í miðri Evrópu. Við vorum á ferð fyrir stuttu í Miðjarðar- hafslöndum og fengum mjög góðar viðtökur. Ég veit aftur á móti ekkert hvernig Islendingar eiga eftir að bregðast við tónlistinni og ég er mjög spenntur að upplifa það; sjá hvort fólk eigi eftir að gráta eða hlæja, dansa eða lyppast niður.“ urinn sé þreyttur þegar líði að aldar- lokum og menn horfi um öxl og meta hvað standi upp úr á öldinni. „Lista- menn eru að leita að innblæstri í því sem áður hefur verið gert í öllum tónlistarstefnum og stílum. Því má segja að allar gerðir tónlistar séu nú nútímalegar, techno er nútímalegt, pönk og þjóðleg tónlist og unza unza tónlist, eins og við leikum, er nútíma- leg, fersk og spennandi, þótt í henni séu aldagamlir þættir.“ No Smoking Band var stofnuð í Sarajevo fyrir tæpum tuttugu árum, en skömmu áður en styrjöld braust út í Bosníu flutti Karajlic sig um set og settist að í Belgrad og end- urstofnaði sveitina með yngri mönn- um. Fyrsta hljómplatan kom út 1984, hét Das ist Walter, en lag á þeirri plötu, Zenica blús, sem fjallaði um fangelsisvist, varð geysivinsælt í Júgóslavíu. Platan seldist og bráðvel og hljómsveitin hélt í tónleikaferð um Júgóslavíu. Þeirri ferð lauk nokkuð skyndilega því gamansaga sem Karajlic sagði í sjónvarpi í til- efni af andláti Títós, einræðisherra Júgóslavíu, féll yfirvöldum illa. Eftir þetta fékk hljómsveitin harða útreið í ríkisfjölmiðlum og næsta plata, Meðan þú beiðst dögunar með Lúsí- fer seldist mun minna, aukinheldur sem erfitt var fyrir sveitina að bóka tónleika. í kjölfar þessara þreng- inga urðu talsverðar mannabreyt- ingar á sveitinni og Emir Kusturica gekk til liðs við hana meðal annarra. Plata sem tekin var upp í kjölfar breytinganna sló í gegn og hljóm- sveitin náði aftur fyrri hylli í breyttu pólitísku landslagi Júgóslavíu. Síðan eru plöturnar orðnar fjórar, þar á meðal plata með tónlistinni úr Svörtum ketti, hvítum ketti, sem kom út á síðasta ári og fyrr er getið. Bréfberar sem bera með sér tónlistarhugmyndir Ráuður þráður í gegnum tónlist- arílóru Balkanskaga er sígaunatón- list og Karajlie tekur undir að þeir séu mikilvægasti tónlistarmiðill Balkanskaga. Hver afkimi Balkanskaga eigi sína tónlistarhefð og sinn hljóm, en sígaunarnir sem búa um allan skagann bera allar þessar hefðir og hljóma sífellt með sér, eins konar bréfberar sem bera með sér tónlistarhugmyndir. „Þeir Balkanskagi er mik- il tónlistardeigla þar sem óteljandi áhrif hafa komið saman í eitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.