Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Nám gefur óvænta hluti A VORDOGUM, nánar tiltekið í maí sl., lauk ég 16 vikna námi í Menntasmiðju kvenna á Akureyri. Áður en ég hóf námið hafði ég ekki mikla hugmynd um um hvað þetta nám snerist nema aðeins að það myndi gera mér eitthvað gott. Ég hafði þó heyrt að kennd væri sjálfsstyrking, eitthvað um tölvur og einnig einhvers konar handverk eða list- vinna. Þar sem ég hafði unnið undanfarin níu ár fulla vinnu sem leikskólakennari fannst mér ég vera farin að staðna, þ.e.a.s. ég sjálf sat á hakanum ein- hvers staðar langt í burtu og mig langaði að gera eitthvað eingöngu fyrir mig, helst læra eitthvað meira. Langskólanám kom ekki til greina af ýmsum ástæðum, m.a. fjárhagslegum. Ég þurfti að fínna eitthvert styttra nám sem mundi þó nýtast mér vel. Aðstæðurnar höguðu því svo þannig að ég fékk tækifæri nú í janúar sl. til að hefja nám í Menntasmiðjunni. Væntingar í upphafi hafði ég miklar vænt- ingar til námsins, ég ætlaði að not- færa mér allt sem þar væri boðið uppá. Væntingarnar brugðust mér aldeilis ekki. Strax á fyrsta degi lofaði allt góðu. Ég mætti til leiks spennt og full tilhlökkunar. Auk mín voru þama um tuttugu konur og flestum leið þeim eins og mér leið þá stundina. Sumar hugsuðu með sér: „Ætli ég geti nokkuð eða kunni, hinar eru örugglega betri en ég.“ Margar okkar voru með van- metakennd og óöruggar en flestar ætluðu að gera sitt besta. Hópur- inn sem ég var hluti af var úr ýms- um áttum og á ýmsum aldri, en það hvað nemendahópurinn er fjöl- breyttur er einmitt eitt af því sem gerir Menntasmiðjuna svo sér- staka. Að læra fyrir sjálfan sig Aðstæður þeirra sem fara í Menntasmiðjuna eru margvíslegar. Oft eru konurnar atvinnulausar og býðst þeim þá að fara í námið með- an þær eru á atvinnuleysisbótum og oft leiðir námið til þess að þessar konur fá vinnu eða fara jafnvel í skóla að því loknu. Aðrar eru „bara heimavinnandi" og finnst þær þurfa á uppörvun að halda til að komast í snertingu við lífíð utan heimilis. Enn aðrar eru hættar í einni vinnu og ókomnar í aðra og viija nota tækifærið á þeim tímamótum. Flestar koma af því þær hafa áhuga á að læra eitthvað fýrir sig sjálfar. Hólmfríður Hermannsdóttir Sjálfsstyrking Það sem mér fannst frábærast í Mennta- smiðjunni, fyrir utan frábæra kennara, sem voru lifandi og mjög gefandi og tókst svo sannarlega að hrífa mig með sér, var hvað ég lærði mikið um sjálfa mig. í Mennta- smiðjunni megum við vera við sjálfar, þurf- um ekki að keppa við neinn, nema þá okkur sjálfar, megum gera mistök og þurfum ekki að geta eða kunna allt. Ég komst sem sagt að því að það er kennd sjálfsstyrking í Mennta- smiðjunni með ýmsu móti. Fyrst og fremst þó í því sem þær verk- efnisfreyjur kalla „Lífsvefinn" og er sjálfsstyrkingarnámskeið sem byggist á ýmsum þáttum, s.s. sjálfsþekkingu og samskiptum, sögu, hlutverkum og stöðu kvenna, heilsu og tilfinningum kvenna, draumum og goðsögnum, fyrir- myndum, fordómum og skoðunum. Með þessu námskeiði er unnið að Mennt í Menntasmiðjunni, segir Hólmfríður Hermannsdóttir, meg- um við vera við sjálfar. þvi að styrkja sjálfsmynd og auka sjálfsstyrk þátttakenda og hjálpa okkur að þekkja eigin þarfir og sterku og veiku hliðarnar okkar. Allt þetta gerir það að verkum að við kynnumst sjálfum okkur betur, verðum sjálfsöruggari og líður bet- ur í öllu lífinu. Margvísleg þekking í Menntasmiðjunni er líka tölvu- kennsla sem hentar öllum nemend- um, enskukennsla sem sniðin er að getu hverrar og einnar, heilsa kvenna/heilbrigt hf, handverk, myndlist, skapandi skrif, saga kvenna og heimspeki, spuni, „Pen- ingarnir og lífið“ sem er námsþátt- ur um fjölmargt sem tengist fjár- málum, frá sparisjóðsbókinni til skattskýrslunnar og erfðaskrárinn- ar. Einnig var námskeið í starfs- leit, okkur kennt hvernig best sé að bera sig að við það ferli sem felst í að leita að atvinnu og sækja um. Segja má að í raun sé námið þrí- þætt: - sjálfsstyrking og samskipti, - hagnýt fög, bókleg og verkleg sköpun, tjáning, menning kvenna. Á vorönninni vorum við nemend- urnir í starfsskiptum í tvær vikur, og skiptum við þá við starfsfólk frá skólum, leikskólum og öldrunar- þjónustu bæjarins. Meðan starfs- fólkið fór á námskeið unnum við fyrir það. Konurnar blómstruðu Mér fannst sérhver dagur jafn skemmtilegur, alltaf jafn gaman á hverjum degi og leiddist aldrei, enda var ég frá upphafi ákveðin í að fá sem mest út úr þessum vik- um. Það var frábært að vera hluti af því þegar ólíkir einstaklingar verða að nánum hópi og hvemig allar konurnar bókstaflega blómstruðu eftir því sem leið á tím- ann. Sumt sem kennt var í Menntasmiðjunni olli kvíða hjá sumum konunum, s.s. spuni og skapandi skrif. Margar þorðu ekki að sleppa fram af sér beislinu í spunanum fyrr en langt var liðið á námið, en þess vegna var það líka dásamlegt þegar þær virkilega þorðu og líðanin var í samræmi við það. Við konur erum líka svo bundnar af því hvernig á að haga sér að það tekur tíma íyrir okkur að breyta því, en svo þegar það gerist, að við högum okkur á eigin ábyrgð, þá felst í því mikill sigur. Eins var það með skapandi skrif, sumar voru hræddar og héldu að nú ættu þær að semja skáldsögu eða Ijóðaflokk, og héldu að hlegið yrði að þeim. En raunin varð önn- ur. Það er engin okkar þvinguð til neins sem hún ekki vill, en mikið er góð tilfinning að ögra sjálfri sér svolítið, gera aðeins meira en mað- ur heldur að maður geti. Það er líka sigur. Flestar okkar sem vor- um í Menntasmiðjunni gerðum að- eins meira, og sumar reyndar miklu meira, en við héldum að við gætum. Að þekkja sjálfan sig Ég held að þessar vikur sem ég var í Menntasmiðjunni hafi verið alveg mátulega langur tími fyrir mig. Ég hafði tekið inn svo mikið, lært margt nýtt og því var gott að fá tíma til að melta og tileinka mér ýmislegt sem ég hafði lært. Ég verð alltaf þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri til að fara í Menntasmiðjuna því svo sannar- lega gaf það mér ótrúlega mikið, en fyrst og fremst nýja sýn á mig sjálfa, takmarkanir mínar og getu. Ég ráðlegg því öllum konum sem hafa möguleika á að prófa nám í Menntasmiðju kvenna eða öðrum sambærilegum stöðum. Þær sjá aldrei eftir því. Höfundur er leikskólakennari. Fangafram- leiðsla fram- tíðarinnar ÞAÐ ER kenning mín og trú að íslenskt samfélag sé enn og aft- ur með seinagangi og sinnuleysi að framleiða fanga framtíðarinnar. Framleiðslan byggist nú á þeim aðgerðum eða öllu heldur aðgerð- arleysi sem yfirvöld hafa viðhaft undan- farna mánuði. Þar má nefna fækkun í liði lög- reglunnar og að ekki hefur ennþá verið ákveðin staðsetning meðferðarheimilis fyrir unglinga sem hefði átt að vera komið á fót um leið og sjálfræðisaldrinum var breytt úr 16 í 18 ára. Þetta gerist þrátt fyrir fjármagn frá hendi ríkis- stjórnar og að aðilar víða um land séu tilbúnir til að taka reksturinn að sér. Fyrir nokkrum vikum kom í ljós að endar náðu ekki saman hjá lög- reglunni í Reykjavík. Af þeim sök- Unglingavandi Það er alveg ljóst og ég hef áttað mig á því sem unglingaráðgjafi, segir Davíð Bergmann Davíðsson, að ein besta leiðin til að fram- leiða afbrotamenn er einmitt seinagangur og sinnuleysi. um var gripið til þess ráðs að fækka í lögregluliðinu um þrjá tugi lög- reglumanna. Rök lögreglustjórans í Reykjavík voru þau að fækkunin ætti sínar eðlilegu skýringar að um árlegan viðburð væri að ræða vegna þess að lögreglunemar hverfi aftur til náms. En staðreyndin er sú að hér er um augljósa fækkun að ræða, því alltaf hefur verið ráðið í þessar stöður að hluta til. Annaðhvort er verið að hafa fólk að fíflum eða þetta er bara enn einn brandarinn. Viðbrögð Lögreglufélags Reykja- víkur við þessum aðgerðum voru af- gerandi og sáu félagsmenn ekki ástæðu til annars en að mótmæla opinberlega því það gefur auga leið að álagið eykst hjá þeim lögreglu- mönnum sem eftir verða og eru Davíð Bergmann Davíðsson * 1 Símenntun byggingariðnaði Laugardagurinn 28. ágúst hefur verið helg- aður símenntun í byggingariðnaði. Fjöl- margar menntastofn- anir og fagfélög á þessu sviði munu leggja sitt af mörkum til að gera daginn sem veglegastan. Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hefur opið hús kl. 10-17 þennan dag. Þar gefst öllum sem áhuga hafa kostur á að íylgj- ast með handverks- (jli Hilmar mönnum leika listir Jónsson sínar. Hægt verður að sjá byggingarannsóknir í gangi þar sem gluggarúða verður prófuð í SA 20 m/s með tilheyrandi slagregni, á 30 mín- útna fresti. Þá gefst mönnum kostur á að fá ókeypis ráðgjöf um allt er að húsbyggingum lýtur, t.d. viðhaldi o.fl. Éinnig verður boðið upp á röð af fræðandi fyrirlestrum frá kl. 13. Menntun og simenntun Sumir segja að menntun sé það sem eftir stendur þegar maður hefur gleymt öllu hinu. Það er nokk- uð til í því en hitt er staðreynd að í þjóðfélagi okkar er nauðsynlegt að halda við kunnáttu Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins á Keldnaholti. Mennt Mönnum gefst kostur á, segir Oli Hilmar Jónsson, að fá ókeypis ráðgjöf um allt er að húsbyggingum lýtur. sinni og þekkingu, ekki síst á bygg- ingarsviði. Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins hefur í áratugi stundað rannsóknir öllum landsmönnum til hagsbóta og þjóðinni til velfarnað- ar. Þar má nefna rannsóknir sem hafa leitt til betri steypufram- leiðslu, bættra vega og sparnaðar í viðhaldi. Allar niðurstöður eru fá- anlegar á tækniblöðum, í bækling- urn eða skýrslum. Áhugafólk um mannvirkjagerð og húsbyggingar er velkomið að Keldnaholti laugardaginn 28. ágúst! Höfundur er arkitekt og deildar- stjórí á Rb. verkefnin ærin fyrir. Það eru einfaldlega allt of fáir lögreglumenn að sinna löggæslu í dag. Það er staðreynd að á íslandi eru að meðal- tali 4000 börn í árgangi og að minnsta kosti 2% af þeim eiga við veru- leg geðræn og hegðun- arvandkvæði að stríða og þyrftu á hjálp að halda helst sem fýrst. Fagfólk getur greint böm á aldrinum 5-6 ára sem án stuðnings gætu átt erfitt upp- dráttar. I Ijósi þessara upplýsinga væri áhuga- vert að skoða afbrotamenn í dag og fortíð þeirra. Skyldu þessir einstak- lingar hafa átt við sértæka námserf- iðleika að stríða eða geðræna sjúk- dóma og voru kannski umhverfisað- stæður þannig að óumflýjanlegt var að þeir veldu sér neikvæðan lífsstíl? Yfirvöld hafa ákveðið að hunsa þessar upplýsingar og nota ekki tækifærið sem gefst með slíkum rannsóknum til þess að byrgja bmnninn. Það er því engin furða, miðað við hvernig tekið hefur verið á þessum málaflokki, að hér á landi hefur verið að vaxa úr grasi önnur kynslóð afbrotamanna. Eins og margoft hefur komið fram í fjölmiðlum er löng bið eftir meðferð og greiningu á bæði BUGL og Stuðlum. Kaldhæðnin í þessu er, að ríkisstjómin samþykkti á ríkis- stjórnarfundi ekki alls fyrir löngu að Bamavemdarstofa og BUGL skyldu fá aukafjárveitingu til þess að mæta þeiiri þörf sem skapast hefur. í beinu framhaldi af þessari samþykkt kom auglýsing frá félags- málaráðuneytinu snemma í sumar þar sem óskað var eftir rekstrarað- ila til að reka meðferðarheimili úti á landi. Umsóknarfresturinn rann út 16. júlí, og höfðu þá allavega nokkrir fullfærir aðilar lagt inn umsókn. Ekkert bólar ennþá á ákvörðunar- töku um meðferðarúrræði fyrir ung- linga. Ég veit að forstjóri Barna- vemdarstofu sendi fyrir nokkmrn vikum félagsmálaráðuneytinu bréf þar sem hann óskaði eftir að hefja viðræður við umsækjendur. En ein- hverra hluta vegna hefur ráðuneytið ekki gefið barnavemdarstofu það leyfi. Em það undarleg vinnubrögð vegna þess að Bamavemdarstofa er fagaðili félagsmálaráðuneytisins í þessum málaflokki. Eftir hverju er félagsmálaráðherra að bíða? Hann gaf út þá yfirlýsingu á fréttamanna- fundi að það stæði til að opna með- ferðarheimili í skóla í hans kjör- dæmi. Er hann að að bíða eftir að geta mannað þá byggingu? Ef svo er, er það siðlaust því val á meðferð- arheimili á að snúast um staðsetn- ingu og þá áhöfn sem er til taks, en ekki um hvort meðferðarheimilið sé í hans kjördæmi. Að ekki skuli vera búið að veita bamavemdarstofu heimild til viðræðna verður að telj- asttil tíðinda. Ég furða mig á þvi hvemig staðið hefur verið að þessum málum að undanförnu. Vegna seinagangs og sinnuleysis fer allt fyrir ofan garð og neðan sem bitnar á þeim sem minnst mega sín. Það eiga ekki að vera til biðlistar og þekktir eitur- lyfjabarónar eiga ekki að ganga lausir, hér er um sjálfsagða þjón- ustu að ræða, nema búið sé að gera ráð fyrir því að þessi böm eigi að verða fangar framtíðarinnar. Það er alveg ljóst og ég hef áttað mig á því sem unglingaráðgjafi að ein besta leiðin til að framleiða af- brotamenn er einmitt seinagangur og sinnuleysi. Því lengur sem beðið er með að takast á við vandann því erfiðara verður við hann að eiga. Höfundur er unglingaráðgjafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.