Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1908, Blaðsíða 30

Skírnir - 01.01.1908, Blaðsíða 30
30 Sjálfstæðisbarátta Noregs árið 1005 var glampandi fyrirheit þess, hvernig öll n o r s k þ j ó (> leit á Karl Danaprins, þegar hann var orðinn konungur Noregs og skipið brunaði með hann inn fjörðinn að höf- uðborginni i ríki hans. Eg hefi bent nokkuð ítarlega á þessa sérstöðu Noregs andspænis hinni norrænu sjáifstæðis-hugsjón, i því skyni að geta því ljósara bent á það atriðið i sam- bandinu við Svíþjóð, sem hlaut að valda sanbands- slitum að lokum. Hugsjónin, sem fólgin er í orðunum: »Sjalfr leið1 sjalfan þik«, hafði þá, þrátt fyrir alt, geymst með þjóðinni um hinn langa tíma svefnmóks og magnleysis; og hún hafði varpað Ijóma á tilfinninga og hugsjónalíf Norðmanna árið 1814. En lengra var enn ekki komið. Skilningur þjóðarinnar á því, hvað í þessum fjórum veglegu orðum er fólgið, þegar lengst er rakið, og viljaþróttur hennar til þess að koma í framkvæmd afleiðingunum af frelsisstarfinu var enn lamaður, eins og vonlegt var — að því ógleymdu, að fé skorti með öllu. Og þar sem nú svo var ástatt, var það eðlilegt, að menn skildu hvorki né gætu við það kannast, að Karl Jóhann reyndist í raun og veru veglyndur maður, þegar hann viðurkendi að lokum stjórn- arskrá Noregs og samþykti svofelt samband með löndun- um, að Noregur yrði »frjálst og sjálfstætt ríki«. Hann hafði sjálfur vald til þess að spilla öllu, og auk þess stuðning frá öðrum löndum. Hvað sem því líður, er það áreiðanlegt, að kjarni þjóðarinnar, bændur, létu sér fátt finnast um sambandið við Svíþjóð, féllust á það fyrir þá sök eina, að þeir sáu að lokum, að þeir voru til neyddir vegna stórveldanna, og vegna þess hve Noregur var orð- inn örmagna og hagur þjóðarinnar illa kominn að öllu leyti. Nærfelt engum þótti vænt um sambandið. Hátíð- arblærinn á hugum manna, sem stafaði frá hinni fornu hugsjón: »Sjalfr leið sjalfan þik«, hafði verið ríkari en svo, og kjarni hugsjónarinnar hafði fest of djúpar rætur í hugum manna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.