Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 36
36 DV. MIÐVIKUDAGUR 21. NOVEMBER1984. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið AMERJKUMAÐ- URIPARÍS Fyrir fáum dögum var efnt til meiri- háttar samkvæmis hjá Moulin Rouge í París. Þar mættu til leiks mörg fræg stórstimi frá Ameríku auk þekktasta gleöskaparfólksins í Evrópu. Frank Sinatra söng öll gömlu lögin og geröi mikla lukku að vanda. Með honum í f ör voru m.a. Gregory Peck og Ursula Andress. Samkvæmið var haldiö að til- hlutan barnavinasjóös sem Grace heit- in af Mónakó stofnaöi. Fyrir hönd furstaf jölskyldunnar af Mónakó mætti Karólína prinsessa ásamt eiginmanni sínum Stefáni Casirachi. Eins og sést á myndinni fór vel á með Karólínu og Gregory Peck þegar þau hittust þetta kvöld. Erfiðir tímar hjá Yoko Ono Nú eru tæp fjögur ár síðan John Lennon var myrtur. Ekkjan hefur síð- an verið öðru hvoru í fréttum blaöa af ýmsu tilefni. I lífi Yoko hafa skipst á skin og skúrir. Efnahagurinn er vist í besta lagi og auöurinn hefur margfald- ast síðustu árin. Aldrei hefur veriö talið að Yoko skorti viðskiptavit. A öðrum vígstöðvum hefur lífsbaráttan gengiðverr. Þeir eru margir „vinirnir” sem hafa ætlað sér aö græða á dauða Lenn- ons og brölt þeirra hefur orðið til að einangra Yoko frá kunningjum sínum. Yoko hefur haft á orði að nóg hafi dauði Lennons orðið sér erfiður en eft- irleikurinn hafi sist orðiö betri. Kominn aftur til að vera Það leit ekki glæsilega út fyrir Paul Young í sumar. Hann missti röddina. En goðið hefur nú endurheimt rödd sína og sungiö inn á nýja plötu. „I’m Gonna Tear Your Playhouse Down” heitir hún og á að tryggja vinsældirnar á næsta ári. Þak yf ir höfuðið Boy George hefur fest kaup á húsi í Lundúnum. Fjrir eignina gaf hann að- eins 20 milljónir en það ber að hafa í huga að húsið er aldar gamalt. Sagt er að húsið sé mjög furðulegt ef ekki bein- línis draugalegt. Það var áður í eigu Marty heitins Feldman og þykir bera mörg merki um hann bæði lífs og lið- inn. Óráðin gáta Nastassja Kinski er að sögn fróðra manna fegurst núlifandi mæðra. Fyrir nokkru eignaðist hún velskapaða dótt- ur, sem enginn veit þó hverra manna er í föðurætt. Þá afrekaði Kinski það einnig fyrir skömmu að ganga í hjóna- band. Hvort sá er faðirinn veit þó eng- inn. „Láttu mjúkra lokka flóð...” David Bowie á misjöfnu láni aö fagna um þessar mundir. Sumum þykja síðustu afrek hans á tónlistar- sviðinu óþarflega flatneskjuleg. öðr- um sámar það mest hvað vinurinn er tregur til að láta lokka úr hári sínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.